Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 16
16 erlent 15. nóvember 2010 mánudagur Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, og George W. Bush, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, halda áfram að deila þrátt fyrir að pólitískum ferli þeirra beggja sé að öllum líkindum lok- ið. Deilur þeirra ná aftur til ársins 2002, þegar Schröder neitaði Bush um stuðning Þýskalands við árás- ina í Írak. Í síðustu viku kom út bókin „Ákvarðanastundir“ (Dec- ision Points) þar sem Bush greinir frá tíma sínum sem forseti Banda- ríkjanna. Í bókinni skýtur hann hörðum skotum að Schröder og segir kanslarann fyrrverandi hafa svikið sig. Schröder átti fyrsta orðið Það var árið 2005 sem Schröder hætti afskiptum af stjórnmálum en ári síðar gaf hann út bók um stjórnmálaferil sinn. Í bók sinni, „Ákvarðanir“ (Entscheidungen), vék hann að sambandi sínu við Bush og var spar á hrósið í garð forsetans. Sagði hann Bush nota „Biblíutengda merkingarfræði,“ þar sem forsetinn minntist sífellt á hve trúaður hann væri. Schröd- er skrifaði árið 2006: „...vandamál- ið hefst þegar búinn er til sá skiln- ingur að pólitískar ákvarðanir eigi uppruna sinn í samræðum við Guð.“ Bush neitaði því hvergi að vera trúaður, en sagði hins vegar frá fundi sem hann og Schröder áttu í Hvíta húsinu, 31. janúar árið 2002. Samkvæmt frásögn Bush, mun hann hafa útskýrt fyrir Schröder að hann hyggðist beita hefðbundnum ríkiserindrekstri í deilum sínum við Írak, en að hervaldi yrði beitt – teldist það nauðsynlegt. Mun Schröder hafa svarað: „...það sem satt reynist um Afganistan á einn- ig við um Írak. Þjóðir sem styrkja hryðjuverkamenn verða að taka afleiðingum. Ef þú gerir þetta hratt og ákveðið, þá mun ég styðja þig.“ Bush lýgur Bush segir að hann hafi litið á þessi ummæli Schröders sem stuðn- ingsyfirlýsingu. „Þegar kom svo að kosningum í Þýskalandi síðar á ár- inu, hafði Schröder aðra skoðun á málinu. Þá opinberlega fordæmdi hann möguleikann á að beita her- valdi í Írak.“ Kanslarinn fyrrver- andi ræddi við blaðamenn í Berlín á þriðjudaginn og sagði hann Bush ekki segja satt. Schröder sagði um umræddan fund: „Rétt eins og á þeim fundum sem við áttum í kjöl- farið, þá gerði ég fullkomleg ljóst að Þýskaland myndi standa þétt við bakið á Bandaríkjunum – svo lengi sem sannanir lægju fyrir um að Írakar væru að skjóta skjóls- húsi yfir vígamenn al-Kaída. Þessi tengsl voru hins vegar, eins og kom í ljós síðar á árinu 2002, fölsuð og útbúin [af Bandaríkjunum].“ Hann brást trausti mínu Bush segir að hann hafi hald- ið áfram að vinna með Schröder í þeim málefnum þar sem leiðir Bandaríkjanna og Þýskalands lágu saman en að samband þeirra hafi aldrei verið gott. „Þar sem ég legg mikla áherslu á persónuleg pólit- ísk sambönd, þá finnst mér traust vera mikils virði. Þegar þetta traust hefur verið brotið, er erfitt að eiga uppbyggilegt samband eftir það.“ Schröder er ósammála Bush um að hann hafi skipt um skoð- un í aðdraganda kosninga í Þýska- landi, eins og Bush vill halda fram. Því er þó ekki að neita að Schröd- er hefði líklega aldrei verið endur- kjörinn ef hann hefði stutt innrás- ina í Írak. Hann segir hins vegar að hann hafi ekki látið stýrast af almenningsáliti, heldur hafi hann aðeins verið afdráttarlausari í af- stöðu sinni til Íraksstríðsins vegna mikilvægi málsins. „Ég gat ekki komist í gegnum þessa kosninga- baráttu án þess að greina frá skýrri afstöðu minni um þetta mál, enda skipti það fjölda fólks miklu máli.“ Schröder fékk starf að launum Bush kemst ekki hjá því að skjóta lokaskoti á Schröder. Hann við- urkennir þó að honum hafi þótt mikið til leiðtogahæfileika hans koma, sérstaklega þegar Schröder bauðst til að taka á móti afgönsk- um stjórnmálamönnum til við- ræðna í Berlín seint á árinu 2001. En Bush segir jafnframt að afstaða Schröders í Íraksmálinu fari enn fyrir brjóstið á sér, ekki síst í ljósi þess að Schröder hafði að lokum rétt fyrir sér. Bush býður þó upp á áhugaverða kenningu um ástæðu þess að Schröder tileinkaði sér þessa tilteknu afstöðu. Eins og frægt var þá voru Frakkar og Rússar einnig á móti stríðsrekstri Banda- ríkjanna og hinna viljugu þjóða í Írak. Segir Bush að Jacq ues Chir- ac, þáverandi forseti Frakklands, og Schröder hafi gert samning við Vladimir Pútín, þáverandi forseta Rússlands. Samningurinn hljóð- aði svo, að ef Rússar gengju til liðs við Frakka og Þjóðverja í andstöðu við Íraksstríðið, myndu Chirac og Schröder ekki skipta sér af ólýð- ræðislegum stjórnarháttum Pútíns í Rússlandi. Máli sínu til stuðnings bendir Bush á að Schröder starfi í dag fyrir olíufyrirtækið Nord- Stream, sem er í meirihlutaeigu Gazprom – en meirihluti þess fyr- irtækis er í eigu rússneska ríkisins. Schröder hefur enn ekki svarað þessari gagnrýni Bush. Bush líkt við Hitler Gerhard Schröder var ekki eini Þjóðverjinn sem tókst að móðga Bush, en í sama kafla og hann lýsti samskiptum sínum við kanslar- ann, rifjaði Bush upp ummæli þá- verandi dómsmálaráðherra Þýska- lands, Herthu Däubler-Gmelin. Árið 2002, í aðdraganda innrás- arinnar í Írak, lét Däubler-Gmel- in hafa eftir sér í viðtali við þýskt dagblað að með innrásinni í Írak væri „Bush að reyna að draga at- hygli Bandaríkjamanna frá vanda- málum innanlands. Þetta er vinsæl aðferð. Hitler gerði slíkt hið sama.“ Bush sagði að hann hafi brugð- ist illa við. „Þetta kom mér gjör- samlega í opna skjöldu og ég fylltist reiði. Það er vart hægt að ímynda sér alvarlegri móðgun, en að vera líkt við Hitler af þýskum embættis- manni.“ Þess má geta að afi George W. Bush, bankamaðurinn Prescott Bush, átti eitt sinn í blómlegum viðskiptum við nasistaflokkinn á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Bund- inn var endi á þau viðskipti með lögum sem bönnuðu viðskipti við Þjóðverja árið 1942. Bush minntist ekki á það í frásögn sinni. Björn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Þegar þetta traust hefur verið brotið, er erfitt að eiga uppbyggilegt samband eftir það. Schröder deilir á fráSögn BuSh Vladimir Pútín BushsegirPútínhafagertleynilegtsamkomulagviðSchröderí aðdragandaárásarinnaríÍrak. mynd reuterS Bush og Schröder Hérvirðistalltleikaí lyndihjáþessumfyrr- verandileiðtogum. mynd reuterS Gerhard Schröder, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, fær kaldar kveðjur frá George W. Bush í bókinni „Decision Points“. Segir Bush að kanslarinn hafi svikið sig. Schröder segir að Bush segi ekki rétt frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.