Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 18
Svarthöfði hefur fylgst af mik-illi aðdáun með umræðunni um þær uppljóstranir um breytni Jónínu Benedikts-
dóttur sem sagt er frá í nýrri bók um
hana. Fyrir var Svarthöfði auðvitað
mikill aðdáandi Jónínu en nú er álit
hans komið í hæstu hæðir eftir að
greint var frá því að hún hefði hótað
Hreiðari Má Sigurðssyni að segja
frá tengslum hans við bandaríska
fylgdarþjónustu ef hún fengi ekki
afskrifaðar skuldir í Kaupþingi.
Herbragð Jónínu gekk upp.
Jónína fékk svo ekki bara skuldaafskrift fyrir að þegja um þessar tengingar heldur náði hún líka að segja frá því sem
hún hótaði að opinbera ef hún
fengi ekki skuldaafskrift. Jón-
ína vann því Hreiðar Má á þrenns
konar hátt: Hún kúgaði skuldaaf-
skrift út úr honum og kom honum
svo líka í pínlega stöðu með því
að greina frá því sem hann hélt að
hann hefði náð að þagga niður með
því að láta afskrifa skuldir henn-
ar. Jónína lét Hreiðar Má jafnframt
bregðast starfsskyldum sínum
gagnvart hluthöfum Kaupþings
með því afskrifa skuldir sem engin
ástæða var til að fella niður vegna
þess að það þjónaði hagsmunum
hans að gera það. Svarthöfði getur
ekki annað en dáðst að slíkri víg-
fimi. Jónína hótaði út af peningum,
braut loforð og lét einhvern gera
eitthvað sem hann átti ekki að gera
af því hún vildi vinna.
Máttur Jónínu felst í því að hún virðist ekki víla það fyrir sér að nota hvaða aðferðir
sem tiltækar eru til ná sínu fram.
Ef hún þarf að hóta einhverjum í
eiginhagsmunaskyni, með aðferð
sem hljómar eins og fjárkúgun og
þar með lögbrot, þá gerir hún það.
Ef hún þarf svo að fita bók með
góðum og krassandi sögum þar
sem hún lýsir þessum aðgerðum
sínum þá gerir hún það. Ef hún
þarf að brjóta loforð sem hún gaf
óbeint með hótuninni sem leiddi
til skuldaafskriftarinnar þá gerir
hún það. Ef hún þarf að láta ein-
hvern gera eitthvað sem hann á
ekki að gera þá gerir hún það. Allt
þetta gerir Jónína til að bæta hag
sinn og vegna þess að það þjónar
markmiðum hennar hverju sinni.
Hvílík snilld, hvílíkur sig-ur, hvílíkur sigurvegari sem Jónína Ben er, að geta látið allar siðferðis-
venjur lönd og leið á þennan hátt
til að sigra. Auðvitað er það alltaf
tilgangurinn sem helgar meðalið
og ef fólk ætlar að sigra þá eru öll
brögð leyfileg. Ef allir Íslendingar
væru nú svona taktískir í hugsun
og gættu svona vel að eiginhags-
munum sínum væri íslenskt sam-
félag örugglega miklu betra.
Jónína ætti í kjölfarið á þessari umræðu að taka fram penna og skrifa bók í siðfræði
um það hvernig maður
eigi að ná árangri
í lífinu með öllum
tiltækum ráðum, alveg
sama hvað það kostar.
Kenna ætti börnum
þessa siðfræði henn-
ar í skólum og láta
blessaða krakkana
ganga með arm-
bönd með stóru
spurningunni:
Hvað myndi Jón-
ína Ben gera?,
til að minna
sig á það að
reyna að breyta
í sama anda og
hún við sem flest
tækifæri. Margir
kristnir menn ganga með
slík armbönd með vísun
í Jesú frá Nasaret en hver
þarf eiginlega á Kristi að
halda sem vegvísi þeg-
ar Jónína getur komið
í staðinn? Hennar sið-
fræði er svo miklu betri
og árangsríkari. Jónína
er frábær fyrirmynd fyr-
ir alla þá sem vilja njóta
velgengni í lífinu. Jón-
ínskan lifi!
JÓNÍNA OG JESÚS KRISTUR „Það er talað um
þá sem skipta
máli.“
n Hlín Einarsdóttir, pistlahöfundur á Pressunni og
ritstjóri á bleikt.is, um þá gagnrýni sem hún hefur
hlotið fyrir skrif sín. Meðal annars frá Þóru
Tómasdóttur. - DV
„Ég mæli með því
að Auðunn kaupi
sér nágranna-
vörslu.“
n Páll Eyjólfsson, Palli Papi, um Auðun Blöndal en
Páll hyggst hefna sín eftir símahrekk þar sem Ari
Eldjárn þóttist vera Bubbi Morthens. Þótt Auðunn
hafi ekki skipulagt hrekkinn segir Páll hann bara
verðskulda refsingu fyrir svo margt. - DV
„Það líta margir á
okkur tvisvar
þegar þeir heyra
dóttur mína kalla
mig mömmu.“
n Hans Miniar Jónsson, sem áður hét Fríða. Hans
hefur hafið kynleiðréttingarferli. Hann segist vera
móðir og sonur í senn. - DV
„Þá skjátlast þér.“
n Ari Eldjárn, í gervi Bubba að tala við Palla Papa. Ari
sagðist ekki ætla að breyta sér í einhvern Björgvin
Halldórsson þegar Palli stakk upp á því að þeir myndu
fá gestasöngvara með á tónleika Bubba. - visir.is
„Mér fannst samt eftirminni-
legast að dómarar eyðileggja
leikinn.“
n Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar, en hann
gagnrýndi dómarana í leik Fram og Aftureldingar
harðlega eftir að tveir leikmanna hans fengu fjögurra
mínútna brottvísun nánast á sömu mínútunni. -
Morgunblaðið
Skýjaborg og landsbyggð
Helsta lausnin í niðurskurði ríkis stjórnarinnar felst í því að minnka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Áætlað er að um
84 prósent af niðurskurði í heilbrigðismál-
um fari fram úti á landi.
Það viðhorf hefur lengi skinið í gegn við
Austurvöll að útgjöld á landsbyggðinni séu
einhvers konar aukaútgjöld. Það er ljóst að
það verður að skera niður og það verður að
auka hagkvæmni. Töluverð hagkvæmni
finnst í því að færa þjónustu af landsbyggð-
inni til höfuðborgarinnar.
Minnkandi heilbrigðisþjónusta á lands-
byggðinni snýst ekki aðeins um minna ör-
yggi fólks. Það snýst ekki bara um að fólkið
þurfi að fara með sjúkraflugi ef það slasast
eða að óléttar konur búi við aukna hættu,
heldur snýst þetta líka um að fólki verður
fækkað á stöðunum. En til að sjá rangindin
þarf að horfa á þetta öfugt við það sem yfir-
leitt er gert. Í stað þess að horfa á það þannig
að minni peningar komi frá borginni til
landsbyggðarinnar verður það svo að meiri
peningar fari frá landsbyggðinni til borgar-
innar, án þess að nokkuð fáist til baka.
Í hverjum mánuði eru skatttekjur hirtar
af fólki á landsbyggðinni og þeim varið í störf
í höfuðborginni. Þetta er stórfellt, stöðugt
inngrip af hálfu ríkisins. Inngripið veld-
ur margfeldisáhrifum í borginni, en dreg-
ur í sama mæli máttinn úr samfélögum úti
á landi. Öll ráðuneytin og ríkisstofnanirnar
sem eru starfrækt í borginni eru starfrækt
fyrir peninga landsbyggðarfólks.
Landsbyggðin tók ekki þátt í góðærinu í
sama mæli og höfuðborgin. Nánast öll um-
svif fjármálafyrirtækja, sem ollu kreppunni,
voru í Reykjavík. Ofurlaunum fjármálafyrir-
tækja var ráðstafað í Reykjavík og þeim var
í meira mæli eytt í Reykjavík en úti á landi.
Gervigóðærið olli í raun kreppu á lands-
byggðinni, þegar uppblásið gengi krónunn-
ar hélt verði á sjávarafurðum niðri. Í sjúku
hagkerfi góðærisins guldu heilbrigðir út-
flutningsatvinnuvegir fyrir innstreymi láns-
fjár.
Við getum ekki horft fram hjá því að
ríkisstjórnin ákvað í fyrra að fjölga mánað-
arlegum listamannalaunum úr 1.200 í 1.600
til ársins 2012. Listamannalaun eru því auk-
in um 33 prósent á sama tíma og víða er
skorið niður í heilbrigðismálum úti á landi
um svipað hlutfall. Þetta er hluti af þeirri at-
vinnustefnu Vinstri grænna að fólk eigi að
vinna við það sem það langar til að vinna við,
óháð því hvað skapar tekjur. Heldur að ríkið
niðurgreiði listamannalaun með lántökum
en að fólk geti unnið við iðnað.
Fólk úti á landi skapar meiri gjaldeyris-
tekjur en fólk í höfuðborginni. Elliði Vign-
isson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, benti
á það á borgarafundi í síðasta mánuði að 60
prósent af útflutningstekjum þjóðarinnar
verða til á landsbyggðinni, þar sem 40 pró-
sent íbúanna búa. Það er óþarfi að gera lít-
ið úr borgarbúum, en engu að síður er það
staðreynd að landsbyggðarfólk niðurgreiðir
samfélagið í borginni, galt fyrir góðærið og
á nú að borga fyrir hrun skýjaborgarinnar.
Landsbyggðarfólk er í fullum rétti til að rísa
upp.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Fólk úti á landi skapar meiri gjaldeyristekjur en fólk í höfuðborginni.
LEIÐARI
SVARTHÖFÐI
18 UMRÆÐA 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
HANNES GRÆÐIR
n Hannes Smárason útrásarvíkingur
er sem horfinn af yfirborði jarðar eftir
að fjármálakerfi Íslands hrundi. For-
tíð Hannesar er
meðal annars sú
að hafa rekið FL
Group í risagjald-
þrot með undar-
legum fjárfesting-
um. Eftir hrunið
flúði Hannes til
London. Hermt
er að þar græði
hann á tá og fingri. Umsvifin eru þó
langtum minni en gerðist á blóma-
tíma útrásarinnar.
ELLERT TIL VARNAR
n Ellert B. Schram, fyrrverandi al-
þingismaður og ritstjóri DV, er á
meðal kærleiksríkustu manna. Hann
mun hafa orðið
þess áskynja að
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsæt-
isráðherra ætti
erfitt uppdráttar
af ýmsum ástæð-
um. Meðal þeirra
sem hafa gagn-
rýnt Jóhönnu er
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi formaður Alþýðuflokksins og
mágur Ellerts. Svo mjög renna örlög
Jóhönnu Ellert til rifja að hann skrifaði
grein um hana sem bar yfirskriftina
Til varnar Jóhönnu. Fyrir löngu síðan
skrifaði hann í DV leiðara sem bar yf-
irskriftina Til varnar Jóni Baldvin.
SIGURJÓNI HÓTAÐ
n Saga athafnakonunnar Jónínu
Benediktsdóttur vekur verðskuldaða
athygli. Meðal þess sem Jónína upp-
lýsir er að hún hafi haft í hótunum við
Sigurjón Magnús
Egilsson, þáver-
andi fréttastjóra
Fréttablaðsins, í
þeim tilgangi að
stöðva umfjöll-
un sem byggði á
grunni tölvupósta
hennar og Styrm-
is Gunnarssonar
ritstjóra. Hann segist ekkert muna.
Jónína upplýsir ekki um eðli hótana
sinna og er frásögnin því hálfkveðin
vísa. Hún mun telja sig búa yfir vitn-
eskju sem þoli illa dagsins ljós.
MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR
n Staksteinar Moggans héldu því fram
fyrir helgina að Jón Gnarr borgarstjóri
væri kunnáttumaður á sviði einelt-
is og persónu-
árása. Hann gengi
lengra en aðrir og
gerði heila kvik-
mynd til að hefja
sjálfan sig upp en
ýta öðrum niður.
„Hann kann þá
list að deila og
drottna eins og
sást þegar hann réðst á sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn, en hrósaði ein-
um þeirra.“ – Þegar vel er að gáð þarf
ekki neinn Jón Gnarr til þess að gagn-
rýna sjálfstæðismenn í borgarstjórn.
Nú gengur það fjöllunum hærra að
hópur úr borgarmálaarmi flokksins
hafi tekið saman skýrslu um Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, oddvita flokks-
ins í borginni, þar sem hún er sökuð
um hroka og yfirgang og þess óskað að
hún segi af sér.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
UMSJÓN HELGARBLAÐS:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
UMSJÓN INNBLAÐS:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
BÓKSTAFLEGA
„Maður getur alltaf á sig blómum bætt.“
segir EGGERT PÉTURSSON
mynd listarmaður sem opnaði sýningu
í Hafnarhúsinu á dögunum. Þrátt fyrir
að þetta sé ekki sölusýning seldust
allar myndirnar upp á augabragði.
Eggert er frægastur fyrir
blómamyndir sínar, en
hann hefur
eingöngu málað
blóm síðan hann
útskrifaðist úr
listaskóla.
EGGERT, GETUR ÞÚ
ENN Á ÞIG BLÓMUM
BÆTT?
SPURNINGIN