Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 19
Málið með Mag-
ma-samninginn
er ekki það helst
að í hlut á kaldrifj-
að erlent stórfyrir-
tæki (sem auðvit-
að er staðreynd)
eða að þetta fyr-
irtæki naut ráð-
gjafar frá íslensk-
um stjórnvöldum
um hvernig kom-
ast mætti í kring-
um íslenskar laga-
hömlur á eignarhaldi auðlinda eða
það að Ísland er að velja svipaðar leiðir
í auðlindastjórnun og arðrænd þriðja-
heimslönd (sem það er).
Aðalmálið – vandamálið – er tví-
þætt. Íslenska stjórnmálamenn virð-
ist skorta vilja til að stjórna og ráð-
stafa þjóðarauðlindunum í þágu allrar
þjóðarinnar.
Meðal siðmenntaðra þjóða gera
stjórnvöld sér yfirleitt grein fyrir að
hagsmunir fjöldans vega þyngra en
óskir fárra og þetta prinsipp endur-
speglast í löggjöfinni. Á Íslandi eru lög-
in hins vegar sérhönnuð til að tryggja
að þjóðarauðurinn renni alltaf í sama
farveg: til fámenns forréttindahóps.
Tilraunir Íslendinga til einkavæðing-
ar hafa allar verið framkvæmdar eftir
þessari uppskrift, eins og Jónas Kristj-
ánsson hefur lýst: Öll einkavæðing á
Íslandi hefur verið „tilraun að hafa fé
af ríki og fólki...Hvert einasta tilvik sýn-
ir græðgi einkarekstrar, okur og tjón
neytenda og skattborgara.“
Reglurnar fyrirfram
Ef við ætlum að opna landið fyr-
ir erlendum fjárfestum – sem ekki
er snarvitlaus hugmynd – þurfum
við að setja reglurnar áður – fyrir-
fram. Opinberar og almennar um-
ræður verða að eiga sér stað áður en
ákvarðanir eru teknar. Tryggja verð-
ur að skýr mörk séu á milli fjárhags-
legs hagnaðar af verkefnum og þeirra
sem taka ákvarðanir um þau. Við
verðum að hafa gegnsæi. Við verðum
að vita hvert við viljum stefna. Eða
eins og hinn mikli ameríski speking-
ur, Yogi Berra, orðaði það: „Þú verður
að vera varkár ef þú veist ekki hvert
þú ert að fara, því þá kannski kemstu
ekki þangað.“
Engar almennar opnar umræður
voru viðhafðar þegar ríkið setti kvót-
ann á silfurbakkann – ekkert opið
uppboðsferli, engin tímamörk. Sama
silfurbakkameðferðin við einka-
væðingu bankanna – þeir afhentir
pólit ískum innanbúðarmönnum án
opinnar umræðu, án faglegra mats-
gerða, án nauðsynlegra reglugerða-
ramma. Ergo þegar við nauðguðum
landinu til að skapa orku fyrir erlend
álver. Engin þátttaka almennings
í ákvarðanaferlinu, engar upplýs-
ingar um hagsmunaárekstra; þjóð-
in má ekki einu sinni vita söluverð
orkunnar. Skoðaður í ljósi þessara
staðreynda er Magma-samningur-
inn einfaldlega það sem við mátt-
um búast við. Og enn renna kröfur
um gegnsæi af stjórnvöldum eins
og vatn af gæs: 26 þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarflokks og
Samfylkingar vilja að ríkisstjórnin
hefji nú þegar viðræður við Alcoa
og kínverskt álfyrirtæki með það að
markmiði að ljúka samningum um
uppbyggingu orkufreks iðnaðar við
Húsavík, til að „skapa ný störf, verja
störf og afla þjóðarbúinu mikilvægra
gjaldeyristekna.“ Sem sagt: aftur á að
vaða í stórframkvæmdir án nokkurs
samráð við þjóðina!
Fátt um svör
Hitt vandamálið er þessi króníski
skortur á framsýni og langtímamark-
miðum. Salómon konungur ritaði
í Orðskviðum 29:18 „Án framsýni
munu þjóðir þjást.“ („Where there is
no vision, the people perish.“) Ef til
vill sá fróðasti maður allra tíma fram
í tímann og sendi þennan sérstak-
lega til Íslendinga.
Höfundar Rannsóknarskýrslu Al-
þingis minnast nokkrum sinnum á
dæmi þegar bankastjórnendur voru
spurðir hverjar áætlanir þeirra hafi
verið, tilgangur þeirra eða markmið
til lengri tíma – og fátt varð um svör.
Allar ákvarðanir voru teknar án fyrir-
hyggju, án ráðgjafar, án vangaveltna
um hugsanlegar afleiðingar. Ég ef-
ast um að þeir sem tóku ákvarðan-
irnar um einkavæðingu HS Orku hafi
hugleitt hvað samningurinn myndi
þýða fyrir barnabarnabörnin þeirra.
Sennilega var bara flett upp í hinni
þvældu skammtíma-aðferðafræði-
handbók íslenskra stjórnvalda, sem
ráðleggur að ef við eigum á kletti
vandað hús að andvirði 100 millj-
ónir króna sé best að selja það á tíu
þúsund kall ef okkur vantar pening
núna.
Boða fimmföldun á 20 árum
Landsvirkjun boðaði nýlega breyt-
ingar á stefnu fyrirtækisins í þá átt
að leggja meiri áherslu á „arðbær-
an rekstur“ og áætlar að geta þess til
að greiða ríkinu arð muni fimmfald-
ast næstu tuttugu árin! Forstjórinn
segist vera mjög bjartsýnn á framtíð
fyrirtækisins, sem eigi eftir að skila
þjóðinni miklum arði ef við sýnum
þolinmæði í nokkur ár.
Hvers vegna erum við að gefa
Magma þessa miklu framtíðarmögu-
leika? Á sama degi og greint var frá
þessum ummælum forstjórans sagð-
ist Steingrímur J. Sigfússon þakka
Guði fyrir að Landsvirkjun hafi ekki
verið einkavædd! Ef Steingrímur
er svona þakklátur fyrir að Lands-
virkjun skuli vera í eigu þjóðarinnar,
hvers vegna reynir hann þá ekki að
tryggja að HS Orka verði líka þjóðar-
eign?
„...orkuauðlindir verða ekki nægi-
lega tryggðar sem þjóðareign ef ráð-
stöfunarrétturinn er með þeim hætti
sem nú er. Fráleitt er annað en að
stærstu orkufyrirtækin verði í al-
mannaeign. Hvers vegna í ósköp-
unum ættum við að gefa frá okk-
ur mjólkurkýrnar?“ spyr Ögmundur
Jónasson, dómsmálaráðherra.
„… þetta er verðmæt auðlind sem á
að vera í eigu samfélagsins.“ Ef þetta
var skoðun Ögmundar fyrir nokkr-
um vikum, er hann sömu skoðunar
nú? Hyggst hann taka málið upp á
Alþingi?
Ætla stjórnvöld að móta fram-
tíðarstefnu varðandi orkuauð-
lindir þjóðarinnar? Hvenær? Þeg-
ar við erum búin að selja (eða gefa)
nýtingar réttinn á allri orkunni? Ætl-
ið þið að ræða hugsanlega riftun
Magma-samningsins eða á hann að
renna í gegn möglunarlaust?
Hvert stefnið þið raunverulega
með ykkar skammtímalausnum? Því
miður vitum við svarið, sem er beint
úr heimsspeki Yogi Berra: „Við vitum
ekki hvert við erum að fara, en okkur
miðar vel áleiðis!“
KRISTINN ÞÓRARINSSON úr Fjölni
er einn þeirra sem slógu í gegn á
Íslandsmeistaramótinu í sundi um
helgina. Hann setti ein níu drengjamet
á mótinu en hann er aðeins 14 ára
gamall. Kristinn stefnir á Ólympíuleik-
ana og öll helstu stórmótin sem í boði
eru. Hann fær sér jógúrtdrykk á
keppnisdegi og þótti vænst um metið
í 100 metra baksundi.
BYRJAÐI AÐ ÆFA
ÞRIGGJA ÁRA
Skýjaborg og landsbyggð 1 BIRTA NEKTARMYNDIR AF SINNI FYRRVERANDI Ný-Sjálendingur var dæmdur í fangelsi fyrir að birta nektarmyndir sinni fyrrverandi á
Facebook.
2 JÓNÍNA BEN: BESTU VINIRNIR SAMKYNHNEIGÐIR Jónína segir að
samkynheigðir menn hafi reynst sér
betur en kynsystur hennar.
3 ZEITZ Á FLOTTARI AUDI EN ARON Liðsfélagi handboltakappans Arons
Pálmarssonar hjá Kiel á dýrari
Audi-bifreið en hann.
4 LANDSLIÐMAÐUR FÉSBÓKAR-VIN-UR MEINTS NAUÐGARA Fyrrverandi
landsliðsmaður Dana í knattspyrnu
er vinur meints nauðgara og
morðingja á Facebook.
5 HARPA: AUKA LJÓSADÝRÐ FYRIR 200 MILLJÓNIR Auka ljósabúnaður
í tónlistarhúsinu Hörpu kostar 200
milljónir króna.
6 REYRIR NIÐUR BRJÓSTIN DAGLEGA Transmaðurinn Hans
Miniar Jónsson byrjar hvern dag á að
reyra niður brjóstin og búa til bungu
í nærbuxunum.
7 Í HALDI SJÓRÆNINGJA Í 388 DAGA Bresk hjón á á sextugsaldri eru laus úr
haldi sómalskra sjóræningja eftir að
hafa verið fangar þeirra í 388 daga.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Kristinn Þórarinsson, 14 ára.“
Hvað drífur þig áfram?
„Viljinn til að ná markmiðum mínum.“
Hvar ertu uppalinn?
„Uppalinn í Reykjavík.“
Hvað hefur þú æft sund lengi?
„Ég er búinn að æfa sund síðan ég var
3 ára.“
Hvað æfir þú oft í viku og hve lengi
í senn?
„Ég æfi átta sinnum í viku. Einn og hálfan
til þrjá tíma í senn.“
Hvað borðar þú á mótsdegi?
„Ég fæ mér oftast einhvern jógúrtdrykk.“
Er þetta besta frammistaða þín á
móti hingað til?
„Þetta er jafngóð frammistaða og á ANÍ
í sumar.“
Er eitthvað eitt met sætara en
annað?
„Það er erfitt að velja en ætli það sé í ekki
í 100 metra baksundi.“
Hver eru þín framtíðarmarkmið í
íþróttinni?
„Að ná á Ólympíuleikana og komast á öll
þessi stórmót.“
Hvaða önnur áhugamál átt þú?
„Bara þessi hefðbundnu. Það eru vinir og
það allt. Og fjölskyldan auðvitað.“
Áttu þér einhverja fyrirmynd í
sportinu?
„Þær eru aðallega tvær. Annars vegar
Örn Arnarson og hins vegar Michael
Phelps.“
Er framtíðin björt á Íslandi fyrir
sundfólk?
„Já, það myndi ég segja. Hún er bara
mjög björt.“
MAÐUR DAGSINS
„Nei, ekki ennþá.“
GUNNHILDUR HENNÝ HELGADÓTTIR
19 ÁRA NEMI
„Ég versla allar jólagjafir á Þorláks-
messu.“
HRAFN ÁRNI HRÓLFSSON
29 ÁRA KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR
„Nei.“
HEIÐRÚN HARPA HELGADÓTTIR
34 ÁRA SÁLFRÆÐINGUR
„Nei.“
ARNAR SIGURÐSSON
28 ÁRA KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR
„Ég er ekki byrjuð.“
HANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
57 ÁRA HÚSMÓÐIR
ERTU BYRJUÐ/BYRJAÐUR AÐ KAUPA JÓLAGJAFIR?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
MÁNUDAGUR 15. nóvember 2010 UMRÆÐA 19
Okkur miðar vel út í bláinn
ÍRIS ERLINGS-
DÓTTIR
fjölmiðlafræðingur skrifar
Hvers vegna erum við að gefa
Magma þessa miklu
framtíðarmöguleika?
KJALLARI
Fallinna hermanna minnst Minningarathöfn um þá hermenn sem féllu í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni fór fram í hermanna-
grafreitnum í Fossvogskirkjugarði á sunnudag. Hér sést Luis E. Arreaga-Rodas, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, leggja krans á
minnisvarða í garðinum. Séra Bjarni Þór Bjarnason stjórnaði athöfninni. MYND RÓBERT REYNISSON