Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 24
Sölvi ekki með gegn ÍSrael Íslenski
landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Víkingurinn Sölvi Geir Ottesen,
verður ekki með Íslandi þegar það mætir Ísrael í vináttuleik í Tel
Aviv á miðvikudaginn. Unnusta Sölva á von á þriðja barni þeirra
skötuhjúa og fékk hann því leyfi frá leiknum. Jón Guðni Fjólu-
son úr Fram var kallaður í hópinn í stað Sölva. Jón Guðni hefur
verið á ferð og flugi eftir að Íslandsmótinu lauk en hann hefur
bæði verið til reynslu hjá PSV Eindhoven í Hollandi og FC Bayern
München í Þýskalandi.
nielSen lofar ólafi Skartgripasalinn Kasi-
Jesper Nielsen, eigandi Íslendingaliðanna Rhein-Neckar Löwen
og AG Kaupmannahafnar, hættir ekki að orða Ólaf Stefánsson við
AG og lét hann hafa eftir sér um helgina að Ólafur færi frá Þýska-
landi til Danmerkur eftir keppnistímabilið. Þetta er ekki í fyrsta
skiptið sem Jesper talar um þessi félagaskipti en sjálfur hefur
Ólafur ekki viljað staðfesta neitt. Ólafur átti upphaflega að fara
til AG þegar það var 3. deildar lið en þau áform breyttust og vildi
Kasi-Jesper hann til Þýskalands.
molar
Rooney gæti spilað
um næstu helgi
n Mike Phelan, aðstoðarknattspyrnu-
stjóri Manchester United, er hæst-
ánægður að vera kominn með Wayne
Rooney aftur til
æfinga. Hann er
byrjaður að æfa
á fullu og ætla
Phelan og Fergu-
son að sjá hvernig
hann byrjar næstu
viku. „Við munum
skoða hann vel og
reynum að byggja
hann upp fyrir næstu helgi. Hann er
búinn að æfa vel frá því hann kom
heim en æfingaplanið sem við létum
hann fá hefur gengið vonum framar.
Við erum enn ósigraðir og með því að
fá Wayne Rooney aftur heilan getum
við vonandi farið að breyta eitthverj-
um af þessum jafnteflum í sigra,“ segir
Mike Phelan.
FeRgie vill
hendeRson
n Og aðeins meira af Manchester
United. Sir Alex Ferguson er mjög
áhugasamur um að fá hinn tvítuga
Jordan Hend-
erson til liðsins
frá Sunderland.
„Fergie hefur
aðeins talað
einu sinni við
mig um einn af
leikmönnum
mínum. Það var
Antonio Valencia
hjá Wigan og hvað haldið þið? Hann
keypti hann!“ grínaðist Steve Bruce,
stjóri Sunderland, sem áður lék
undir stjórn Fergusons. „Hann vill
að ég haldi sér upplýstum um gengi
Hendersons og kallinn fær nú prik
fyrir að koma svona heiðarlega fram,“
segir Steve Bruce.
auðvelt hjá
pacquiao
n Filippseyingurinn Manny Pacquiao
sannaði enn einu sinni styrk sinn í
hnefaleikarhringnum þegar hann
fór létt með að
berja Mexíkó-
ann Antonio
Margarito í spað í
Dallas aðfaranótt
sunnudags.
Pacquiao landaði
sínum áttunda
heimsmeistara-
titli með sigri á
stigum, 120–108, 118–110 og 119–109.
„Ég meiddist einu sinni í bardaganum
en þá var ég við kaðlana og fékk þungt
högg í magann. Mér finnst samt að
dómarinn og læknirinn hefðu átt að
kíkja á augað á Margarito eftir elleftu
lotu. Það var illa farið. Box er ekki gert
til að menn drepi hvor annan,“ sagði
Pacquiao eftir bardagann.
enn auðveldaRa
hjá haye
n Annar risabardagi var á laugar-
dagskvöldið en þá rotaði breski
þungavigtarkappinn David Haye
andstæðing sinn
Audley Harrison
í þiðju lotu. Haye
hafði sagst ætla
að flytja úr landi
myndi hann tapa
fyrir Harrison því
það yrði svo mikil
skömm. Sigurinn
var þó afskaplega
auðveldur hjá Haye. „Ég sagði öllum
að ég myndi rota hann í þriðju lotu
og ég stóð við það. Ég er það góður að
stýra bardögum að ég ræð því hvenær
andstæðingurinn fer niður. Ég hefði
getað klárað bardagann fyrr en vildi
standa við að klára dæmið í þriðju
lotu,“ sagði Haye.
24 Sport UMSJÓN: tóMAS þóR þóRðARSon tomas@dv.is 15. nóvember 2010 mánudagur
„Weltmeister!“ öskraði verkfræð-
ingur Sebastians Vettels í talstöðina
hjá Þjóðverjanum unga nokkrum
sekúndum eftir að hann kom fyrst-
ur í mark í lokamótinu í Abu Dhabi.
Hann vildi ekki að Vettel fagnaði of
snemma en þegar ljóst var að Vett-
el var orðinn yngsti heimsmeistar-
inn í sögunni öskraði Vettel af gleði
á móti og brast svo í grát með hjálm-
inn á höfðinu. Vettel var 23 ára og
134 daga gamall í gær þegar hann
varð heimsmeistari en Lewis Ham-
ilton var 23 ára og 346 daga gamall
þegar hann varð meistari árið 2008.
Fernando Alonso var með fimmtán
stiga forskot á Vettel fyrir keppnina
í Abu Dhabi í gær en taktísk mistök
liðsins fóru illa með hann auk þess
sem Vitaly Petrov gerði Vettel ótrú-
legan greiða.
Klúður hjá Ferrari
Fernando Alonso hefði dugað fjórða
sætið í gær til að landa heimsmeist-
aratitlinum þar sem Mark Webber
klúðraði snemma sínum málum og
átti aldrei möguleika. Ferrari gerði
taktísk mistök með Alonso sem kom
of snemma inn í dekkjastopp. Vildi
liðið skipta um dekk strax á eftir
Webber en Ástralinn stoppaði fyrr en
Ferrari gerði ráð fyrir þar sem dekkin
hans voru illa á sig komin.
Alonso kom því út úr dekkjastoppi
sínu á eftir Vitaly Petrov á Renault
en rétt á undan Webber. Því miður
fyrir Alonso átti Petrov eitt sitt allra
besta mót í gær og mistókst Alonso
margsinnis að komast fram úr hon-
um. Því endaði Alonso í sjöunda sæti
og missti af titlinum en Spánverjinn
sem sjaldan sýnir tilfinningar var
bugaður eftir mótið þar sem margir
reyndu að hugga hann.
„Það er auðvelt að vera vitur eftir
á og segja hvaða herbragð við hefð-
um átt að beita. Ef við hefðum ekki
stoppað hefði Webber væntanlega
tekið fram úr okkur en þar sem við
stoppuðum tóku Rosberg og Petrov
fram úr okkur. Þetta var mjög erf-
ið ákvörðun að taka,“ sagði hunds-
vekktur Alonso eftir keppnina, en
hann var mjög ósáttur við hversu
mikið Petrov fagnaði árangri sínum
í mótinu.
Vettel orðlaus
Hinn ungi Sebastian Vettel brosti
hringinn þegar hann reif af sér hjálm-
inn og steig upp úr bílnum eftir mót-
ið. Þjóðverjinn ungi var langsterkast-
ur á lokasprett keppnis tímabilsins
en hann vann þrjú af fjórum síðustu
mótunum og var bara óheppinn að
vinna ekki í Suður-Kóreu fyrir mán-
uði síðan. Hann leiddi stigamótið
aldrei fyrr en eftir keppnina í Abu
Dhabi en það dugði auðvitað til að
verða heimsmeistari.
„Ég er einfaldlega orðlaus ef satt
skal segja,“ sagði Vettel kampakátur
á blaðamannafundinum eftir keppn-
ina. „Þetta tímabil er búið að vera
mjög erfitt fyrir okkur öll, bæði and-
lega og líkamlega. Dagurinn í dag var
svo sannarlega sérstakur. Ég vakn-
aði í morgun og reyndi að hugsa sem
minnst um þetta og tala ekki við of
margt fólk. Ég er ekki búinn að vera
efstur nema einu sinni í stigakeppn-
inni og það er núna þegar það skiptir
öllu máli. Ég gæti ekki verið ánægð-
ari,“ sagði Vettel og bætti við:
„Þetta tímabil er búið að vera upp
og niður hjá mér en ég er heims-
meistari og hef mörgum að þakka,“
sagði Vettel sem er vel að titlinum
kominn. Hann vann fimm keppnir,
var tíu sinnum á verðlaunapalli og
tíu sinnum á ráspól.
Verðugur meistari
Vettel byrjaði ungur að aka bílum en
hann var aðeins átta ára þegar hann
keppti í sínu fyrsta Go Kart-móti.
Hann leit ávallt mikið upp til sjöfalda
heimsmeistarans Michaels Schu-
machers en þeir landarnir hafa tek-
ið þátt saman í Race of Champions
undanfarin tvö ár og unnið í bæði
skiptin. Schumacher var ánægður
með Vettel eftir að hann hampaði
titlinum.
„Ég er mjög ánægður fyrir hans
hönd því við erum vinir og þetta hef-
ur verið erfitt ár fyrir hann,“ sagði
Schumacher við breska ríkissjón-
varpið. „Tímabilið hans hefur verið
upp og niður og það er ýmislegt sem
hann hefur þurft að ganga í gegnum,
þó aðallega hvað varðar bílinn. Hann
á þennan heimsmeistaratitil virki-
lega skilinn. Ég vil bara óska honum
og liðinu til hamingju, það hafa all-
ir hjá Red Bull staðið sig frábærlega í
ár,“ sagði Schumacher.
Christian Horner, liðstjóri Red
Bull, var eðlilega kampakátur en
árangur Red Bull í ár er magnaður.
Liðið varð heimsmeistari bílasmiða
og átti ökumann númer eitt og þrjú í
heimsmeistarakeppni ökuþóra. Allt
þetta á sjötta ári sínu í Formúlu 1.
„Þetta er ótrúlegt!“ öskraði Horner
í viðtali við BBC. „Þetta hefur ver-
ið mjög tilfinningaþrungin vika fyr-
ir liðið. Þetta var í fyrsta skipti sem
Vettel leiddi stigakeppnina og hann
gerði það þegar það var mikilvæg-
ast. Webber getur líka verið mjög
stoltur af sinni frammistöðu í ár. Við
erum tvöfaldir meistarar. Þetta er
ótrúlegt!“
yngsti meistari
formúlunnar
Sebastian Vettel, ökumaður Red Bull, varð í gær heimsmeistari í Formúlu 1 í fyrsta skipt-
ið. Hann er yngsti maður sögunnar til að landa titlinum, aðeins 23 ára og 134 daga gamall.
Fernando Alonso fór illa út úr taktískum mistökum Ferrari og varð að láta sér annað
sætið í stigakeppninni duga. Vettel leiddi aldrei stigakeppnina fyrr en eftir lokamótið.
tóMAS þóR þóRðARSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ég er einfaldlega orðlaus ef satt
skal segja.
Bestur McLaren-ökuþórarnir sem enduðu í
2. og 3. sæti í Abu Dhabi sturta kampavíni yfir
yngsta heimsmeistarann í sögu Formúlu 1.
MynD ReuteRS
Svekkelsi
Fernando Alonso
kom vart upp orði
eftir klúðrið í Abu
Dhabi.
MynD ReuteRS