Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Page 25
Kolbeinn sKoraði gegn ajax Hollenska liðið AZ Alkmaar, sem íslensku landsliðsmenn- irnir Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmunds- son leika með, vann góðan sigur á Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Kolbeinn gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark liðsins sem innsiglaði sigurinn á stórveldinu Ajax. Jóhann Berg varð fyrir því óláni að meiðast í leiknum og er nú alls óvíst um þátttöku hans í landsleik Íslands gegn Ísrael á miðvikudaginn. gylfi léK allan tímann í tapleiK Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var kominn aftur í byrj- unarlið Hoffenheim sem mætti Freiburg í þýsku Bundesligunni í gær. Gylfa gekk þó ekki jafnvel og síðast þegar hann var í byrjun- arliði Hoffenheim en þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4–0 sigri liðsins. Gylfi lék allan tímann með Hoffenheim í síðasta leik en liðið fékk á sig sigurmark í uppbótartíma og tapaði leikn- um 1–0. Hoffenheim er því áfram í sjöunda sætinu. Freiburg er í fjórða sæti Bundesligunnar, en Borussia Dortmund er á toppnum. Úrslit mánudagur 15. nóvember 2010 sport 25 Sunderland hélt heldur betur lífi í toppbaráttunni í ensku úrvals- deildinni þegar liðið gerði sér lít- ið fyrir og lagði Englandsmeistara Chelsea að velli, 3–0, á Stamford Bridge. Nedum Onuhoa, Asam- oah Gyan og Danny Welbeck sáu um markaskorun en Sunder- land-liðið átti ekkert minna skilið en tölurnar gefa til kynna. Mark Nedum Onuhoa var einstaklega skemmtilegt en honum tókst þá eitthvað sem bestu framherj- um heimsins hefur oft mistekist, að sóla Chelsea-vörnina upp úr skónum og skora eftir laglegan einleik. Með markinu varð Onu- hoa aðeins þriðji leikmaðurn- in til að skora fyrir Sunderland á tímabilinu en Darrent Bent og Asamoah Gyan hafa séð um það hingað til. Sigurinn gerir það að verkum að Arsenal er aðeins tveimur stig- um á eftir Chelsea á toppnum og stigi þar fyrir aftan er Manchest- er United. Arsenal lagði Evert- on að velli, 2–1, á Goodison Park þar sem Cesc Fabregas og Bac- ary Sagna skoruðu mörkin fyrir Arsenal en Tim Cahill minnkaði muninn fyrir Everton undir blá- lokin. „Við spiluðum vel í dag. Ev- erton gerði nánast ekkert fyrr en þegar fimm mínútur voru eftir og þá var það bara líklegt til að jafna leikinn. Við verðum að halda bet- ur út en það var virkilega gott að sigra hérna. Þetta er erfiður úti- völlur að sækja heim og stigin hjálpa okkur mikið. Núna verð- um við bara að strengja saman nokkra sigra og reyna að komast á flug,“ sagði hinn óvænti marka- skorari Arsenal, Bacary Sagna, eftir leikinn. tomas@dv.is Sunderland hélt lífi í titilbaráttunni: Öruggur sigur á Brúnni „Ég stefndi á að vinna þetta þannig að þetta kom mér ekkert þannig séð á óvart,“ segir badmintondrottningin Ragna Ingólfsdóttir en hún vann Ice- land International-mótið, alþjóðlegt mót sem haldið var í fjórða skiptið í húsakynnum TBR um helgina. Ragna var efst á styrkleikalista mótsins og mætti hún stúlkunni sem átti að vera næststerkust, Anitu Raj frá Malasíu, í úrslitaleiknum. Ragna hafði sigur í tveimur lotum, 21–17 og 21–18. Fyr- ir sigurinn fær Ragna aðeins 1.700 stig á heimslistanum og missir þar með 800 stig frá sigrinum í fyrra. Hún stefnir þó á að komast upp fyrir 60. sæti á heimslistanum fyrir áramót. Ragna vann einnig tvíliðaleikinn ör- ugglega ásamt Katrínu Atladóttur en þær unnu Tinnu Helgadóttur og Erlu Björg Hafsteinsdóttur, 21–14 og 21– 13, í úrslitum. Orðin þreytt Þrátt fyrir að úrslitaleikurinn hafi klárast í tveimur lotum var hann rétt tæpar fjörutíu mínútur en svo langir leikir fara vanalega í oddalotu. „Það var alveg rosamikið spil í leiknum og ég var orðin þreytt þarna undir lokin. Anita klúðraði rosalega litlu og hélt boltanum lengi í spili. Hún er lágvax- inn og þannig spilarar reyna oft að halda spilinu gangandi,“ segir Ragna. „Tilfinningin að vinna þetta var góð. Ég hef ekki unnið titil síðan á þessu sama móti í fyrra,“ bætir hún við. Ragna virðist vera búin að ná sér af alvarlegum hnémeiðslum sem hafa hrjáð hana lengi. „Ég finn ekkert til lengur. Ég er búin að vera verkja- laus í nokkra mánuði og er hætt að spila með hlífina. Mér er aldrei illt í hnénu,“ segir hún. Lækkar á heimslistanum þrátt fyrir sigurinn Ragna hefur átt góðu gengi að fagna síðan hún byrjaði aftur að keppa í september og sigurinn á Iceland Int- ernational því rökrétt framhald af ár- angri undanfarinna vikna. Sigurinn verður Rögnu þó dýr þegar litið er á heimslistann. „Það var alveg spurn- ing um hvort ég myndi keppa á þessu móti. Ég fékk bara 1.700 stig fyrir að vinna þetta en ekki 2.500 eins og í fyrra,“ segir Ragna en þar sem mót- ið er minna og engin peningaverð- laun voru í boði fengust færri stig á heimslistann fyrir að keppa á Iceland International. Telur því sigur Rögnu á sama móti í fyrra ekki og missir hún því 800 dýrmæt stig á heimslist- anum. „Ég verð bara að keppa á heima- velli. Ég gæti aldrei sleppt þessu móti,“ segir Ragna sem ætlar að reyna koma sér upp fyrir sextugasta sæti heimslistans fyrir áramót. Tvö sterk mót fyrir áramót Ragna heldur til Noregs í vikunni en hún á að keppa á sterku móti þar um næstu helgi og svo öðru móti á Ír- landi eftir það áður en hún fer svo í frí fram í miðjan janúar. „Mótið í Nor- egi er svona tveimur stigum hærra en Iceland International. Stelpan sem er talin sterkust þar er held ég í 20. sæti á heimslistanum. Það eru líka fleiri stig í boði á því móti. Fyrir að komast í átta liða úrslitin fæ ég 2.200 stig. Það væri fínt til að halda mér á pari en ég stefni að því að reyna ná að meðaltali 2.000 stigum út úr öll- um mótum,“ segir Ragna. Ég verð bara að keppa á heima- velli. Ég gæti aldrei sleppt þessu móti. Tapar á sigrinum Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir fór létt með að vinna Iceland International-mótið sem haldið var í húsum TBR um helgina. Ragna hefur unnið mótið í öll fjögur skiptin sem það hefur verið haldið. Sigurinn gefur þó það fá stig að Ragna lækkar á heimslistanum. Tómas þóR þóRðaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Fjórir af fjórum Ragna er ósigrandi á heimavelli. mynd amE Flottur Asamoah Gyan skoraði sitt fimmta mark í deildinni gegn Chelsea. mynd REuTERs Enska úrvalsdEildin aston Villa - man. united 2-2 1-0 Ashley Young (72. víti), 2-0 Marc Albrighton (76.), 2-1 Fedrico Macheda (81.), 2-2 Nemanja Vidic (85.). man. City - Birmingham 0-0 newcastle - Fulham 0-0 Tottenham - Blackburn 4-2 1-0 Gareth Bale (16.), 2-0 Roman Pavlyuchenko (42.), 3-0 Peter Crouch (69.), 4-0 Gareth Bale (76.), 4-1 David Dunn (80.), 4-2 Gael Givet (87.). West Ham - Blackpool 0-0 Wigan - WBa 1-0 1-0 Victor Moses (70.). Úlfarnir - Bolton 2-3 0-1 Richard Stearman (1. sm), 0-2 Johan Elmander (62.), 0-3 Stuart Holden (67.), 1-3 Kevin Foley (69.) 2-3 Steven Fletcher (78.). stoke - Liverpool 2-0 1-0 Ricardo Fuller (56.), 2-0 Kenwyne Jones (90.). n Lucas Leiva, Liverpool (90.). Everton - arsenal 1-2 0-1 Bacary Sagna (36.), 0-2 Cesc Fabregas (46.), 1-2 Tim Cahill (89.). Chelsea - sunderland 0-3 0-1 Nedum Onuhoa (45.), 0-2 Asamoah Gyan (52.), 0-3 Danny Welbeck (87.). staðan Lið L u J T m st 1. Chelsea 13 9 1 3 28:8 28 2. Arsenal 13 8 2 3 26:12 26 3. Man. Utd 13 6 7 0 26:15 25 4. Man. City 13 6 4 3 15:10 22 5. Bolton 13 4 7 2 21:19 19 6. Sunderland 13 4 7 2 15:13 19 7. Tottenham 13 5 4 4 18:17 19 8. Newcastle 13 5 3 5 21:16 18 9. Aston Villa 13 4 5 4 15:18 17 10. Stoke City 13 5 1 7 15:18 16 11. Liverpool 13 4 4 5 13:17 16 12. WBA 13 4 4 5 16:22 16 13. Everton 13 3 6 4 14:13 15 14. Blackburn 13 4 3 6 15:18 15 15. Blackpool 13 4 3 6 19:26 15 16. Fulham 13 2 8 3 13:13 14 17. Wigan 13 3 5 5 10:21 14 18. Birmingham 13 2 7 4 14:17 13 19. Wolves 13 2 3 8 13:23 9 20. West Ham 13 1 6 6 11:22 9 Enska b-dEildin Burnley - Watford 3-2 Crystal Palace - Coventry 2-0 Aron Einar Gunnarsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Ipswich - Barnsley 1-3 Leeds - Bristol 3-1 Leicester - derby 2-0 millwall - sheff. united 0-1 nott. Forest - QPR 0-0 Heiðar Helguson er enn frá vegna meiðsla í liði QPR. Portsmouth - doncaster 2-3 Hermann Hreiðarsson var ónotaður varamaður í liði Portsmouth. scunthorpe - Cardiff 2-4 Reading - norwich 3-3 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir frá vegna meiðsla í liði Reading. staðan Lið L u J T m st 1. Cardiff 17 11 3 3 33:16 36 2. QPR 17 9 8 0 30:7 35 3. Swansea 17 10 2 5 22:13 32 4. Derby 17 8 3 6 29:19 27 5. Leeds 17 8 3 6 31:31 27 6. Burnley 17 6 8 3 28:21 26 7. Doncaster 17 7 5 5 29:27 26 8. Norwich 17 7 5 5 26:24 26 9. Reading 17 6 6 5 27:21 24 10. Nottingham F. 17 5 9 3 19:16 24 11. Coventry 17 7 3 7 24:23 24 12. Ipswich 17 7 3 7 20:21 24 13. Watford 17 6 4 7 31:29 22 14. Portsmouth 17 6 4 7 24:25 22 15. Barnsley 17 6 4 7 23:29 22 16. Leicester 17 6 4 7 23:29 22 17. Millwall 17 5 5 7 20:21 20 18. Scunthorpe 17 6 2 9 21:27 20 19. Sheffield Utd 17 5 4 8 13:22 19 20. Hull 17 4 6 7 14:21 18 21. Middlesbro 17 5 2 10 17:26 17 22. Bristol City 17 4 5 8 17:28 17 23. Cr. Palace 17 5 2 10 20:32 17 24. Preston 17 4 2 11 22:35 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.