Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 26
Fjallað um íslenskar konur í nóvemberhefti Marie Claire: Heilluð af Katrínu 26 fólKið 15. nóvember 2010 Mánudagur Andlit Bláa lónsins Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er nýtt andlit Bláa lónsins. Unnur Birna mun koma fram í nýrri auglýsingaherferð Bláa lónsins auk þess sem hún mun vera andlit þess á kynningarviðburðum víða um heim. Unnur Birna hefur mikla reynslu í því að vera í forsvari fyrir Ísland og íslenskar afurðir í útlöndum en hún var eins alþjóð veit ungfrú heimur árið 2005 auk þess sem að hún var kynningarstjóri íslenska skálans á heimssýningunni í Sjanghæ nú í haust. Ásamt því að starfa með Bláa lóninu klárar Unnur mastersnám í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. Litli bróðir Ingós slær í gegn Litli bróðir Ingós í Veðurguðunum vakti mikla athygli þegar hann tók lagið á milli atriða í Söngkeppni Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Bróðir Ingós heitir Guðmundur Þórarinsson og spilar með ÍBV í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann vann söngkeppn- ina árið 2008 og hefði tekið þátt í ár en annir í boltanum komu í veg fyrir þátttöku. Ingó segir bróður sinn hafa góða hæfileika en hann sé of upptekinn af boltanum til þess að vilja gera meira úr ferlinum. „Þetta er áhugamál hjá Gumma eins og þetta var hjá mér einu sinni. En Gummi er í boltanum og stendur sig það vel með meistaraflokknum að hann hefur í raun engan tíma fyrir þetta eins og er. Svo er bara og bíða og sjá hvað verður en drengurinn hefur auðvitað vakið mikla athygli.“ Menntamálaráðherra er frábær fyrirmynd Það er vart hægt að hugsa sér betri fyrirmynd en Katrínu Jakobsdóttur fyrir ungar konur heimsins. S tefán Hallur Stefáns-son leikari er á bóla-kafi í kreppunni enda fer hann með aðalhlut- verk í tveimur áleitnustu verkum vetrarins er viðkoma málefnum tengdum hruni og siðspillingu. Í Enron fer hann með burðar- hlutverk forstjóra Enron, Jeffreys Skillings, og í Mojito, nýju ís- lensku leikverki eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson, fer hann með annað aðalhlutverka á móti Þóri Sæmundssyni. Forsýning á verk- inu verður á þriðjudagskvöld og frumsýning á miðvikudagskvöld. Stefán Hallur hefur átt mik- illi velgengni að fagna síðustu misseri og hlaut til að mynda lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í Enron. „Jú, ég er í kreppunni og fjalla um báðar hliðar á sama peningi, í Enron er fjallað um það sem við hefðum átt að draga lærdóm af, aðdragandann. Með- an í Mojito skoðum við eftirleik- inn og glímuna við hann,“ segir Stefán. Steig fyrst á fjalir í Tjarnarbíói Stefán Hallur kann vel við sig á sviðinu í Tjarnarbíói. „Þær breytingar sem hafa verið gerðar hér innandyra eru til þess fallnar að halda lífi í sögu og gömlum anda hússins. Hér eru komnar betri græjur og gott fólk og þótt að húsið sé skemmtilegt til tón- leikahalds þá hentar það líka vel til þess að setja upp leikverk. Ég hvet alla sviðslistamenn til að kíkja þarna niður eftir.“ Stefán Hallur steig fyrst á svið sem leikari á sviði Tjarnarbíós árið 1996. „Jú, það er skemmti- legt að segja frá því. Hér lék- um við leikararnir Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir í verk- inu Animal Farm í uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð. Ég lék hið stórkostlega hlutverk hrafnsins. Þetta var mögnuð sýn- ing.“ Veislan góða og vesenið „Mojito er einfaldlega leikrit sem fólk þarf að sjá,“ segir Stef- án. „Söguþráður verksins er á þá leið að tveir menn hittast fyr- ir tilviljun og annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á ind- versk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík sem endaði með því- líkum ósköpum. Við hefðum get- að sett upp verkið á allan mögu- legan máta; við hefðum getað sett þetta upp sem skemmtilegt leikrit þar sem gesturinn hefði ekkert þurft að reyna á sig held- ur bara láta hafa ofan fyrir sér. En þótt verkið sé líka fyndið þá reynir það líka á. Í verkinu er fjallað um gildismat síðustu ára og hvaða gjald það felur í sér. Það þarf að rifja upp veisluna og gera ákveðin reikningsskil. Þetta er djúpt og marglaga verk sem tekur á þeim djúpa sársauka sem verður til þegar við viljum ekki viðurkenna gjörðir okkar en erum samt að glíma við afleið- ingar þeirra. Hér á landi erum við enn í þessu sama blessaða veseni sem hrunið er en það heitir öðru nafni. Við glímum við afleiðing- arnar bókstaflega og andlega.“  kristjana@dv.is Stefán Hallur Stefánsson fer með annað aðalhlutverka í nýrri uppfærslu Tjarnar- bíós, Mojito, sem frumsýnd verður á mið- vikudaginn. Stefán steig sín fyrstu skref á sviði Tjarnarbíós í uppfærslu Mennta- skólans við Hamrahlíð á Animal Farm og þykir vænt um hversu vel hefur tekist að lífga upp á gamlan anda hússins. Á bólakafi í Kreppunni TVeir SVellkaldir Stefán Hallur Stefánsson leikari (t.h.) og kollega hans, Þórir Sæmundsson, á ísi lagðri Reykjavíkurtjörn. Mynd róBerT reyniSSon StefÁn Hallur StefÁnSSOn: „Ísland er land kvenfrelsis, þar hefur glerþakið splundrast.“ Þetta er niðurstaða blaða- mannsins Bridget Freer hjá breska Marie Claire sem kynn- ir áhugaverðar íslenskar kon- ur fyrir lesendum sínum í nóv- emberhefti blaðsins. Bridget ræddi meðal annars við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráð- herra, Gerði Kristnýju rithöfund, Láru Ómarsdóttur blaðamann, og Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Besta flokks- ins. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmynd- arinn Bernhard Kristinn. Hann segir Bridget hafa heillast mjög af Katrínu Jakobsdóttur. Það er auðsjáanlegt í blaðinu en þar fjallar blaðamaður um Katrínu sem greinda, fallega, fjölskyldu- sinnaða og hjartahlýja konu. Hún rekur feril Katrínar úr kenn- arastarfi í ráðherrastól og er gáttuð á skjótum frama hennar. Bernhard segir Bridget ekki hafa áttað sig á því í fyrstu í hversu miklu ævintýralandi kvenna hún væri stödd. „Hún ætlaði sér fyrst að tala við frægar konur á Íslandi en skipti fljótt um skoðun eft- ir að hún hafði rætt við nokkrar skemmtilegar konur um hvaða konur það væru í raun og veru sem væru áhugaverðar viðtals. Hún heillaðist ákaflega af Katr- ínu Jakobsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði og fannst Heiða Kristín, þáver- andi aðstoðarkona borgarstjóra, hrikalega góð fyrirmynd fyrir lesendur blaðsins. Mér finnast myndirnar koma skemmtilega út í blaðinu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndir Bernhards Kristins birt- ast í erlendum fjölmiðlum. Hann tók forsíðumynd af Björk á Roll- ing Stone og átti mynd af for- setahjónunum í blaðinu Even- ing Standard svo einhverjar séu nefndar. „Ég hef ekki fylgt því nægilega eftir í hvaða blöðum myndir mínar hafa birst,“ segir Bernhard. „En þessi myndataka er á stærri mælikvarða en aðr- ar sem ég hef tekið þátt í og ein- staklega skemmtilegt verkefni.“ kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.