Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 1. desember 2010 fréttir 3
„Við þurfum
að þrauka“
„Flestir hérna eru sammála því
sem verið er að gera. Við þurfum
að þrauka og sigla til Landeyja-
hafnar í stað þess að fara alltaf til
Þorlákshafnar því ef við færum
alltaf þangað yrði ekkert unnið í
Landeyjahöfn. Við verðum bara
að þrauka,“ segir Eyjakonan Erla
Björk Halldórsdóttir um skoðanir
Eyjamanna á Landeyjahöfn.
Höfnin ófær í rúman mánuð
Vonir um bættar samgöngur á
milli lands og Eyja eru að ein-
hverju leyti brostnar síðan sigling-
ar til Landeyjahafnar hófust um
mitt síðasta sumar. Höfnin var tek-
in í notkun þann 21. júlí með mik-
illi viðhöfn og búist var við að hún
yrði mikil bót í samgöngum og
myndi auka samvinnu í atvinnu-
og félagslífi á milli íbúa Vest-
mannaeyja og íbúa Suðurlands.
Ferðum skipsins átti að fjölga til
muna og áætlað var að yfir sum-
artímann ættu að vera fimm ferðir
á dag en samkvæmt vetraráætlun
átti þeim að fækka niður í fjórar.
Höfnin hefur hins vegar verið að
miklu leyti lokuð frá því í lok sept-
ember vegna efnisburðar inn í
hana sem að hluta til má rekja til
eldgossins í Eyjafjallajökli.
Siglt til Þorlákshafnar
Samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni var Herjólfi siglt til Þor-
lákshafnar í flestum tilfellum þeg-
ar Landeyjahöfn var ófær vegna
efnisburðar. Í júlí féll niður ein
ferð vegna þessa en engin í ág-
úst. Í september fór Herjólfur fjór-
tán sinnum til Þorlákshafnar fram
til 29. september en frá og með
þeim degi var Landeyjahöfn með
öllu ófær í rúman mánuð. Í nóv-
ember var höfnin opin í 20 daga
og síðustu dagana var fært. Dýpk-
unarskip hafa unnið nær sleitu-
laust að því að gera höfnina færa
en stundum virðist sem verkið sé
endalaust.
Horfum bara fram á veginn
Erla Björk segir sumarið hafi verið
ævintýri líkast og hún treysti áfram
á ferðamennsku í Eyjum. „Þess-
ir mánuðir sem höfnin var opin
voru frábærir og við fundum mik-
inn mun hér í bænum þegar þeir
hættu að sigla. Þetta var eins og
manni væri rétt súkkulaði, við tók-
um einn bita og svo var því kippt af
manni aftur,“ segir hún.
Aðspurð hvort hún og aðr-
ir Eyjamenn séu þeirrar skoðun-
ar að rannsóknir hefðu mátt vera
betri eða hvort hægt hefði verið að
standa að byggingu hafnarinnar
á annan hátt segir hún: „Við eig-
um ekkert að horfa til baka. Við
erum komin svo langt og nú horf-
um við bara fram á veginn.“ Erla
Björk segir að þau treysti skipstjór-
unum fullkomlega þegar taka skal
ákvörðun um til hvorrar hafnar-
innar skuli siglt.
gunnHildur SteinarSdóttir
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Við eigum ekk-ert að horfa til
baka. Við erum komin
svo langt og nú horf-
um við bara fram á
veginn.
Landeyjahöfn átti að bæta samgöngur
við Vestmannaeyjar og í niðurstöðum
rannsókna kom fram að höfnin yrði
atvinnulífi og byggð þar, og á Suður-
landi öllu, veruleg lyftistöng. Höfnin
hefur ekki staðið undir væntingum
þar sem hún hefur verið ófær megnið
af tímanum og stundum þurft að fella
niður ferðir á milli lands og Eyja.
Herjólfur Hefuroftarengóðu
hófigegnirþurftaðfaratil
Þorlákshafnarvegnaófærðar
umLandeyjahöfn.
erla Björk Halldórsdóttir Viðverðumbaraaðþrauka.
mP banki þarf
aukið eigið fé
stjórnarformaður bankans en Marg-
eir Pétursson situr ekki lengur í stjórn-
inni. Samvæmt heimildum DV sinnir
Margeir fjárfestingum sínum í aust-
anverðri Evrópu, meðal annars í Úkr-
aínu. Margeir ófst inn í svonefnt Exet-
er-mál á hendur helstu stjórnendum
Byrs og MP banka. Ákæran var sú
fyrsta sem gefin var út af embætti sér-
staks saksóknara. Meðal ákærðra var
Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri
MP banka, og fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri og stjórnarformaður Byrs spari-
sjóðs. Styrmir er ákærður fyrir pen-
ingaþvætti en allir þrír voru ákærðir
fyrir umboðssvik. DV greindi frá því í
júlí að þótt ekki hafi þótt ástæða til að
kæra Margeir hafi þáttur hans í málinu
verið rannsakaður. Telja verður enda
ólíklegt að Exeter-viðskiptin hafi far-
ið fram án vitundar, vilja og samþykk-
is Margeirs. Hann staðfesti reyndar í
viðtali við DV í fyrra að MP banki hefði
haft milligöngu um viðskiptin.
Heimildir DV herma að heildar-
skuldir Margeirs og félaga hans við Byr
nemi um eða yfir 2 milljörðum króna.
Í ársreikningi Margeirs Pétursson-
ar ehf., einkahlutafélags í hans eigu,
kemur fram að skuldir félagsins við
lánastofnanir nemi um 1.200 milljón-
um króna og að þær hafi verið á gjald-
daga árið 2009. Stærstur hluti þessara
skulda, tæpur milljarður króna, var í
íslenskum krónum.