Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Page 10
10 fréttir 1. desember 2010 miðvikudagur
„Við vitum ekkert hvað verður og við
hugsum ekki nema nokkra klukku-
tíma fram í tímann,“ segir María Eg-
ilsdóttir, móðir hinnar tólf ára gömlu
Helgu Sigríðar Sigurðardóttur, sem
hneig niður í sundtíma í skólanum
á miðvikudag í síðustu viku. Helga
Sigríður dvelur nú á Sahlgrenska-
háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg
en þangað var hún flutt á sunnudag
með sjúkraflugi frá Reykjavík. Helgu
fór að líða illa í sundtíma á miðviku-
dag og eftir að hafa synt tvær ferð-
ir í lauginni bað hún um leyfi til að
fara upp úr. Inni í búningsklefanum
kastaði hún upp og missti meðvit-
und. Hún fékk hins vegar aðhlynn-
ingu fljótt og var flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri áður en hún
var flutt til Reykjavíkur.
Stendur sig ágætlega
Í Íslandi í dag á mánudag kom
fram að Helga hefði í raun fengið
kransæðastíflu og veikindi henn-
ar flokkuðust ekki sem hjartagalli.
Hún hefur verið tengd í hjarta- og
lungnavél síðan hún hneig niður en
í samtali við DV á þriðjudagskvöld
sagði María að Helga standi sig
ágætlega. Læknar á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu hafi prófað að af-
tengja vélina og Helga hafi brugðist
ágætlega við því. Baráttunni sé þó
hvergi nærri lokið.
„Þetta er eintómur línudans.
Enn sem komið er plumar hún sig
ágætlega. Það er svo margt í gangi;
blæðingar og blæðingarhætta,“ seg-
ir María og bætir við að læknar séu
að athuga hvað sé best að gera.
Haldið sofandi
„Það koma litlir sigrar og svo kem-
ur bakslag þannig að við vitum
ekki alveg hvað verður. En við bíð-
um bara og bíðum og okkur er sagt
að það verði þannig,“ segir María
en Helgu er enn haldið sofandi.
Hún segir að hjartsláttur hennar og
lungnastarfsemi séu örlítið betri en
áður en enn sé óvíst hvenær hægt
verði að vekja hana. „Læknarnir
segja að þetta taki tíma.“
María segist ekki vita betur en
að Helga sé ekki heilasködduð eft-
ir atvikið og þakkar hún fyrir það.
„Hún hreyfði sig vel í dag. Við vit-
um það ekki fyrir víst en við höld-
um það.“
Ómetanlegur stuðningur
Mál Helgu hefur vakið mikla at-
hygli á Íslandi og hafa fjölmarg-
ir styrkt fjölskylduna fjárhagslega.
Þannig eru tæplega 3.000 manns
í Facebook-hópi til að sýna Helgu
stuðning og segist María öllum
þeim sem hafa sýnt þeim stuðning
ævinlega þakklát. „Öll þessi fallegu
skrif á Facebook hafa hjálpað okk-
ur, systkinum hennar og fjölskyldu
gríðarlega mikið. Það hélt okk-
ur gangandi. Þegar maður sat og
beið var frábært að fá svona hlýj-
ar kveðjur og góða strauma,“ segir
María og bætir við að heilbrigðis-
starfsfólk, bæði hér á landi og í Sví-
þjóð hafi staðið sig frábærlega.
Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára, er
enn haldið sofandi á Sahlgrenska-sjúkra-
húsinu í Gautaborg. Hún er þó ekki leng-
ur tengd við hjarta- og lungnavél. Móðir
hennar, María Egilsdóttir, segir að nú
sé tímabil óvissu og tíminn muni leiða í
ljós hvort Helga nái fullum bata. Hún er
þakklát fyrir þann mikla stuðning sem
fjölskyldunni hefur verið sýndur.
Einar þÓr SigurðSSon
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
„Eintómur línudans“
Öll þessi fallegu skrif á Facebook
hafa hjálpað okkur, syst-
kinum hennar og fjöl-
skyldu gríðarlega mikið.
Dugleg stúlka
Helgahefur
stundaðfimleika
meðFimleikafélagi
Akureyrarárum
saman.Hennier
haldiðsofandi
áSahlgrenska-
sjúkrahúsinuí
Gautaborg.