Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Side 22
22 1. desember 2010 miðvikudagur
Ævisögur íslenskra stjórnmála-
manna eru áhugaverðar að því
marki sem þeir hafa kjark til þess
að segja sannleikann, afhjúpa og af-
létta leyndarhyggju íslenskra klíku-
stjórnmála. Þær eru síður áhuga-
verðar þegar kemur að skoðunum
og túlkunum þeirra á atburðarás
í stjórnmálasögunni þar sem þeir
hafa sumir hverjir leikið lykilhlut-
verk. Slíkar frásagnir bera oft keim
af gagnrýnislausri sjálfsréttlætingu
og þrekleysi til þess að gera hlutina
upp. Þetta á alveg sérstaklega við
um áhrifamenn sem horfa um öxl
án þess að taka flokksgleraugun af
nefinu. Um þetta má hafa það sem
franski þjóðfélagsfræðingurinn og
lögfræðingurinn Maurice Duver-
ger sagði í inngangi að merkri rann-
sókn sinni um stjórnmálaflokka um
miðja síðustu öld: „Tilveran innan
flokksins er vísvitandi sveipuð dul-
úð. Það er ekki auðvelt að afla ná-
kvæmra gagna um stjórnmálaflokka,
ekki einu sinni um undirstöðuat-
riði. Þetta er líkt og að vera ofurseld-
ur frumstæðu regluverki þar sem
launung ríkir um lög og helgisiði og
hinir innvígðu halda þeim kyrfilega
leyndum fyrir óviðkomandi. Aðeins
gamalreyndir trúnaðarmenn hafa
nauðsynlega vitneskju um fram-
ferði manna og slóttugt leynimakk
sem fram fer innan flokksins. Þess-
ir menn hafa á hinn bóginn sjaldan
til að bera þá fræðilegu hugsun sem
gerir þeim kleift að halda nauðsyn-
legri hlutlægni. Og þeir tala ekki fús-
lega.“
Blekktur ráðherra
Á þessi lýsing Duvergers við um nýja
bók Árna M. Mathiesen sem skráð er
af Þórhalli Jósepssyni fréttamanni?
Svalar efniviðurinn forvitni lesand-
ans? Svarar Árni mikilvægum spurn-
ingum? Hvort verður sannleikurinn
eða sannlíkið ofan á? Er bókin mál-
svörn þar sem sannleikurinn er ekki
endilega í lykilhlutverki heldur hitt
sem gagnlegt reynist til sýknu?
Vert er að fara yfir nokkur atriði,
sýnishorn, áður en spurningunum
er svarað og dómur felldur. Spurn-
ingarnar eiga vitanlega fullan rétt
á sér þegar um er að ræða mann úr
innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins
síðustu 20 árin og ráðherra flokksins
í 10 ár.
Á einum stað segir Árni orðrétt
um eftirlitsstofnanir og á þá væntan-
lega við Fjármálaeftirlitið og Seðla-
banka Íslands: „Eftirlitsaðilarnir
gáfu okkur ranga mynd af stöðunni,
ekki vegna þess að þeir væru að
reyna að blekkja okkur, heldur vegna
þess væntanlega að þeir höfðu ekki
heldur réttu upplýsingarnar. Þá er
ekki um annað að ræða en að álykta
sem svo að bankarnir hafi blekkt. –
Fyrir okkur var ekki annað mögu-
legt en að taka þessa mynd trúan-
lega sem dregin var upp fyrir okkur.“
(bls. 180).
Rakalausar sakanir
Þegar þessi skilningur Árna er bor-
inn saman við afstöðu hans til ráð-
herraábyrgðar og landsdóms fellur
allt saman í eina rökrétta heild. Sem
kunnugt er taldi þingmannanefnd-
in, sem fjallaði um skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis, að ákæra
bæri Árna fyrir vanrækslusyndir í
embætti fjármálaráðherra. Árni seg-
ir orðrétt: „Sakargiftir eru um van-
rækslu, stórkostlegt hirðuleysi og
jafnvel ásetning. Allt byggir það á
huglægu mati, jafnvel mati byggðu á
upplýsingum sem voru ekki kunnar
fyrr en eftir að ákvarðanir voru tekn-
ar sem kenndar eru við vanrækslu
og hirðuleysi. – Í rauninni hef ég ekki
ennþá séð hvað annað við hefðum
getað gert. Enginn hefur sagt hvað
það var sem við hefðum átt að gera.
Það þarf að vera orsakasamhengi á
milli þess sem á að hafa verið van-
rækt og þess sem gerðist. Ég hef ekki
séð að gerð hafi verið grein fyrir því
að slíkt orsakasamhengi sé nokkurs
staðar sjáanlegt.“ ( bls. 199).
Vondar skýrslur
Á enn öðrum stað leggur Árni mat á
skýrslur sem gefnar voru út um litlu
kreppuna svonefndu fyrri hluta árs-
ins 2006. Margoft hefur verið gefið í
skyn að fyrri hluti þessa árs hafi skipt
sköpum, feigðarmerkin á íslensku
bönkunum hefðu átt að vera reynd-
um fagmönnum fjármálastarfsem-
innar augljós. Árni segir um þetta:
„Þá skrifuðu Tryggvi Þór Herberts-
son, þáverandi forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands, og
Frederic S. Mishkin, prófessor við
Columbia-háskóla, mjög jákvæða
skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Í
nóvember 2007 sendu Friðrik Már
Baldursson, deilarforseti Háskólans
í Reykjavík, og Richard Portes, próf-
essor við London Business School,
ennig frá sér afar jákvæða skýrslu.
– Það er ágætt að skoða samhengi
þessara skýrslna sem voru að koma
út á þessum tíma. Allir höfðu höf-
undarnir eitthvað til síns máls hvort
sem þeir voru að gagnrýna Ísland
eða verja. Í raun höfðu hinsvegar all-
ir rangt fyrir sér þegar á heildina er
litið því enginn, hvorki Danske Bank
og Fitch, né Mishkin eða Portes,
sá fyrir að yfirvofandi var alheims-
fjármálakreppa og það er hún sem
skipti mestu máli þegar á heildina er
litið.“ (bls. 150).
Um haldbæra þekkingu
og faglega vinnu
Samandregið er merkingin þessi:
Árni gat ekki annað en tekið
eftirlitsstofnanir trúanlegar sem
reyndust því miður hafa upplogn-
ar upplýsingar í höndum frá bönk-
unum. Ásakanir um vanrækslu eða
hirðuleysi eru í engu samhengi við
einmitt þetta, að Árni lifði í blekk-
ingu, og ákvarðanir hans og annarra
ráðherra voru því byggðar á sandi.
Auk þess skiptu þessar upplýsing-
ar engu máli því alheimsfjármála-
kreppan reið baggamuninn.
Um þetta má segja margt, en í
fljótu bragði má benda á, að skiln-
ingur og túlkun rannsóknarnefndar
Alþingis og síðar þingmannanefnd-
arinnar voru einfaldlega allt önnur
en sú er Árni heldur sig við.
Hér skulu nefnd þrjú atriði sem
beinlínis tengjast tilvitnunum hér að
framan. Í fyrsta lagi er álitamál hvort
ráðherrann getur hlaupið í það skjól
að hafa verið blekktur. Hér gæti það
verið verkefni frammi fyrir dóm-
stóli að draga upp mynd af orsaka-
samhengi að virtum öllum reglum
réttar farsins. Þetta er nánast sjálf-
sagt í máli sem stappar nærri þjóð-
argjaldþroti.
Í öðru lagi eru lög um ráðherra-
ábyrgð og landsdóm í gildi. Þau
voru hugsuð til brúks á mjög af-
mörkuðu sviði sem snertir aðgerðir
eða aðgerðarleysi kjörinna fulltrúa
– ráðherra – og getur varðað þjóð-
aröryggi og efnahagslegt sjálfstæði.
Danskur stjórnlagafræðingur sagði
viðtali í Spegli RÚV í síðustu viku
að lög um landsdóm væru ágæt en
þau íslensku væru sniðin eftir þeim
dönsku. Um væri að ræða eins kon-
ar kviðdóm sem sækti kunnáttu og
þekkingu til stjórnmálamanna. Rétt
eins og skipstjórar sitja við hlið dóm-
ara í sjórétti. – Loks hefur verið á það
bent af lögspekingum að lítil hætta
sé á að mannréttindi ráðherra verði
fyrir borð borin í málarekstri fyrir
landsdómi.
Í þriðja lagi læðist sá efi að les-
andanum að Árni telji sjálfsagt að
unnt sé að panta skýrslur með eða
á móti Íslandi og að undir hælinn
sé lagt hvort haldbær þekking, til
dæmis um ástand íslenska banka-
kerfisins, kunni að leynast í þeim.
Sumarið 2007 kom Robert Aliber,
sá heimskunni kreppuhagfræðing-
ur, til landsins. Aliber leit á bygg-
ingarkranana og spáði hruni innan
skamms tíma. Fjöldi Íslendinga flutti
sparifé sitt úr landi síðla það ár enda
sjúkdómseinkenni undirmálskrepp-
unnar orðin augljós fyrir menn sem
ekki treystu á blekkingar íslensku
bankanna.
Með flokksgleraugunum
Að svo miklu leyti sem fram koma
nýjar og mikilvægar upplýsingar í
bókinni um „Árna Matt“ er varða að-
draganda og orsakir hrunsins hefðu
þær einnig átt að koma fram í eið-
svarinni skýrslutöku Árna hjá rann-
sóknarnefnd Alþingis. Hafi Árni
leynt nefndina upplýsingum er það
ekki aðeins ámælisvert heldur einn-
ig refsivert. En í fljótu bragði verð-
ur ekki séð að bókin um Árna bæti
miklu við rannsóknarskýrslu Alþing-
is. Vissulega eru til dæmis áhuga-
verðar lýsingar á afstöðu Árna og
Sjálfstæðisflokksins til samstarfs-
flokksins, Samfylkingarinnar. Sama
er að segja um lýsingar Árna á mik-
ilvægum Ecofin-fundi sem hann sótti
í Brussel í nóvember 2008 og komu
Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra
á ríkisstjórnarfund í þann mund sem
hrunið varð. Mikilvægt er að færa
þetta þetta til bókar rétt eins og hitt
hvernig það smám saman rann upp
fyrir Árna í björgunaraðgerðunum að
andstaða við aðildarumsókn að Evr-
ópusambandinu var óskynsamleg.
Texti bókarinnar er lipur og ekki
illa fram settur í beinni og óbeinni
ræðu Árna, skreyttur tilvitnunum í
fjölmiðla. Árni bætir hins vegar fáu
við þá heildarmynd sem fyrir liggur
um hrunið og fellur í gryfju sjálfsrétt-
lætingar þess manns sem horfir með
flokksgleraugunum um öxl. Með
býsna fáguðum hætti þó.
Jóhann Hauksson
Stjórnmálamaður
hvítþveginn
Ævisaga Árni matt:
Frá bankahruni
til byltingar
Árni M. Mathiesen og
Þórhallur Jósepsson
Útgefandi: Veröld.
320 blaðsíður
Trúgirnin „Fyrir okkur var
ekki annað mögulegt en að
taka þessa mynd trúanlega
sem dregin var upp fyrir
okkur.“ (bls. 180).
Mynd sTefán KaRlsson