Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 31
miðvikudagur 1. desember 2010 goðsagnir 31 Á meðal þeirra sem gaf orðrómn- um líf var fyrrnefndur Danny Sug- arman, í félagi við rithöfundinn Jerry Hopkins, en í bók þeirra No One Here Gets Out Alive sögðu þeir að kenn- ingin um sviðsettan dauða Jims Mor- risons „væri ekki eins langsótt og ætla mætti“, en félagarnir drógu í land árið 1995 þegar nýr eftirmáli var skrifaður í bókina. Fleygt í baðkerið Nýlegustu kenninguna um dauða Jims Morrisons má rekja til viðtals sem birtist árið 2007 við mann að nafni Sam Bernett, sem sagðist hafa verið náinn vinur Jims. Bernett sagði að Jim hefði í reynd dáið á Rock ‘n’ Roll Circus-næturklúbbnum í París. Þangað hafði Jim lagt leið sína með það fyrir augum að kaupa heróín fyr- ir Pamelu Courson. Jim ákvað að fá sér skammt og var skömmu síðar liðið lík inni á baðherbergi klúbbsins. Samkvæmt frásögn Bernetts var lík Jims flutt í hótelíbúðina af tveimur dópsölum, þeim sömu og höfðu selt honum heróínið, og því fleygt í bað- kerið. Allir þeir sem einhverja vitn- eskju höfðu um atburðarás þessar síð- ustu stundir í lífi Jims Morrisons voru látnir sverja þess eið að þeir myndu aldrei upplýsa um hana – til að vernda orðspor klúbbsins, sagði Bernett. Ber- nett sagði ennfremur að einhverjir þeirra sem í hlut áttu hefðu yfirgefið Frakkland strax í kjölfarið. Jim Morrison var tuttugu og sjö ára og 207 daga þegar hann lést, og þess má geta að kærasta hans, Pamela Courson, var einnig tuttugu og sjö ára þegar hún lést – úr of stórum skammti heróíns. Endasleppt algleymi Komið var að Kurt Cobain látnum á heimili hans í Seattle í Bandaríkjunum 8. apríl, 1994. Cobain var aðalsöngvari Grunge-hljómsveitarinnar Nirvana og átti við eiturlyfjafíkn að stríða, var ný- kominn út af meðferðarstofnun og var að sögn konu sinnar, Courtney Love, í sjálfsmorðshugleiðingum. Samkvæmt skýrslum lögreglunn- ar í Seattle lá haglabyssa við líkið af Cob ain, hann var með skotsár á höfði og handskrifað sjálfsvígsbréf fannst skammt frá líkinu, nánar tiltekið und- ir blómapotti sem hafði oltið um koll. Nálarför voru sjáanleg á innanverðum báðum olnbogum. Þrátt fyrir opinberan úrskurð um að um sjálfsvíg hefði verið að ræða hafa þó nokkrar samsæriskenningar skotið upp kollinum og má rekja eina þeirra til einkaspæjara sem Courtney hafði ráðið til að finna Cobain eftir að hann kom úr meðferðinni. Einka- spæjarinn, Tom Grant, hefur viðrað þá skoðun sína að Kurt Cobain hafi verið myrtur og hefur kenning Grants verið efniviður sjónvarpsþátta, kvikmynda og bóka. Talið er að Kurt Cobain hafi hlust- að á Automatic for the People, hljóm- plötu hljómsveitarinnar R.E.M., síð- ustu stundir lífs síns, en úrskurðað var að hann hefði farið yfir móðuna miklu þann 5. apríl. Heimildir Wikipedia og víðar Vafasamur félagsskapur Hinsta hvíla Jims Morrisons Père Lachaise-grafreiturinn í París, en Jim eyddi síðustu dögum lífs síns í höfuðborg Frakklands. Til minningar um Kurt Cobain Bekkur í Viretta-garði, skammt frá einu heimila Kurts í Washington. Nafn Dánardægur Dánarorsök Ástæða frægðar Alexandre Levy 17. Janúar, 1892 Óþekkt Lagasmiður Louis Chauvin 26. mars, 1908 Tengd sárasótt Ragtime-tónlistarmaður Robert Johnson 16. ágúst, 1938 Óþekkt Blústónlistarmaður Nat Jaffe 5. ágúst, 1945 Hár blóðþrýstingur Blústónlistarmaður Jesse Belvin 6. febrúar, 1960 Bílslys R&B-söngvari og lagasmiður Rudy Lewis 20. maí, 1964 Fíkniefni Söngvari The Drifters. Malcolm Hale 31. október, 1968 Kolsýringseitrun Stofnmeðlimur Spanky and Our Gang. Dickie Pride 26. mars, 1969 Of stór skammtur svefnlyfja Breskur rokktónlistarmaður Alan „Blind Owl“ Wilson 3. september, 1970 Mögulegt sjálfsvíg Forsprakki Canned Heat. Arlester „Dyke“ Christian 13. mars, 1971 Skotinn Forsprakki Dyke & the Blazers. Linda Jones 14. mars, 1972 Sykursýki R&B-söngvari Ron „Pigpen“ McKernan 8. mars, 1973 Innvortis blæðingar í bland við áfengissýki Stofnfélagi Grateful Dead. Roger Lee Durham 27. júlí, 1973 Slys í útreiðartúr Söngvari og slagverksleikari Bloodstone. Wallace Yohn 12. ágúst, 1974 Fórst í flugslysi ásamt þremur félögum Hljómborðsleikari Chase. Dave Alexander 10. febrúar, 1975 Lungnasjúkdómur Bassaleikari Stooges. Peter Ham 14. apríl, 1975 Sjálfsvíg Hljómborðs- og gítarleikari Badfinger. Gary Thain 8. desember, 1975 Fíkniefni Hafði verið bassaleikari Uriah Heep. Helmut Köllen 3. maí, 1977 Kolsýringseitrun Bassaleikari þýsku hljómsveitarinnar Triumvirat. Chris Bell 27. desember, 1978 Bílslys Söngvari, lagasmiður og gítarleikari Big Star Jacob Miller 23. mars, 1980 Bílslys Jamaískur reggí-tónlistarmaður D. Boon 22. desember, 1985 Bílslys Gítarleikari og aðalsöngvari pönksveitarinnar Minutemen. Alexander Bashlachev 17. febrúar, 1988 Sjálsvíg Rússneskt skáld, rokktónlistarmaður og lagasmiður Jean-Michel Basquiat 12. ágúst, 1988 Fíkniefni Stofnandi hljómsveitarinnar Gray. Pete de Freitas 14. júní, 1989 Umferðarslys Trommuleikari Echo & the Bunnymen. Mia Zapata 7. júlí, 1993 Ofbeldisglæpur Aðalsöngvari Gits. Kristen Pfaff 16. júní, 1994 Fíkniefni Bassaleikari Hole and Janitor Joe. Richey James Edwards 1. febrúar,  1995 Hvarf; úrskurðaður dáinn 23. nóv., 2008. Textasmiður og gítarleikari Manic Street Preachers. Fat Pat 3. febrúar, 1998 Skotinn Rappari og meðlimur Screwed Up Click. Freaky Tah 28. mars, 1999 Skotinn Rappari og meðlimur Lost Boyz. Sean Patrick McCabe 28. ágúst, 2000 Kafnaði í eigin ælu v. drykkju Aðalsöngvari Ink & Dagger. Maria Serrano Serrano 24. nóvember, 2001 Flugslys Bakraddasöngkona Passion Fruit. Jeremy Michael Ward 25. maí, 2003 Fíkniefni Hljóðmaður The Mars Volta og De Facto Bryan Ottoson 19. apríl, 2005 Of stór skammtur læknalyfja Gítarleikari American Head Charge. Valentín Elizalde 25. nóvember, 2006 Morð Mexíkósur banda-tónlistarmaður Orish Grinsteadc 20. apríl, 2008 Nýrnabilun Stofnfélagi R&B-sveitarinnar 702. Lily Tembo 14. september, 2009 Heiftarleg magabólga Sambísk tónlistarkona Minna þekktir MeðliMir 27-klúbbsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.