Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Side 34
Margrét Hugrún Gústavsdóttir svarar fyrir sig:
34 fólkið 1. desember 2010 miðvikudagur
ingó í Veðurguðunum:
Þreyttir
Þróttarar
Vesturportsleikarinn Björn Hlynur
Haraldsson ásamt Jóni Kaldal,
ritstjóra Fréttatímans, og Sólmundi
Hólm skemmtikrafti hélt í gær
svokallaðan þjóðfund Þróttar.
Allir þrír eru dyggir stuðningsmenn
knattspyrnuliðs Þróttar en eru orðin
þreyttir á hversu illa liðinu gengur og
að það hafi aldrei náð almennilegum
árangri í sextíu ára sögu félagsins.
Vildu þeir á þjóðfundinum í gær
fá svör frá knattspyrnustjórn um
framtíðarsýn félagsins og um hvað
Þróttarar geti gert fyrir félagið til að
flýta fyrir framgangi þess og til að
stuðla að því að það staðni ekki sem
miðlungs fyrstu deildar klúbbur.
Inga Lind Karlsdóttir var bjartsýn á að
komast inn á stjórnlagaþing og nú
hefur ósk hennar ræst. Inga Lind var
talin upp á lista á heimasíðu Jónasar
Kristjánssonar, jonas.is, yfir óska-
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.
Þegar hún bauð sig fram sagðist hún
vilja bæta stjórnarskrána og laga án
þess að umbylta henni. Inga sagði
sjálf: „Ég býð mig fram af því að ég
er bjartsýn á að þessi lýðræðislega
tilraun eigi eftir að verða okkur til
gagns og heilla. Það er von mín
að fólk muni sameinast í góðum
og skynsamlegum
samræðum um
stjórnarskrána
og mæti til leiks
með það að
markmiði að
bæta hana
og laga en
umbylta henni
ekki.“
Margrét Hugrún Gústavsdóttir ein
þeirra sem stendur að Pjattrófun-
um, vefsíðu um útlit og lífsstíl, segir
það algeran brandara þegar konur
samsama sig hugmyndum karla-
veldisins um hvernig konur eiga og
eiga ekki að vera með því að skipta
sér af útliti þeirra og áhugamálum.
Síðustu daga hefur tískubloggar-
inn H, á tiskublogg.blogspot.com
gagnrýnt Pjattrófur fyrir það sem
hún telur vera neysludrifin og inni-
haldslaus skrif.
„Mér finnst þetta vera árás á
frelsi kvenna,“ segir Margrét. „Ég
skil ekki jafnréttisbaráttu sem geng-
ur út á að konur verði að einhvers
konar karl-konum og að gildismat
karla þurfi að verða að einhverju
sem konur eiga að keppa að. Ég er
hrifin af því sem mannfræðingurinn
Joseph Cambell segir um að kon-
um hafi verið seld viðmið karla. Ég
er sammála þeim og finnst að konur
mættu hefja til meiri virðingar eig-
in gildi. Í því samhengi er leiðinlegt
þegar konur gera lítið úr kynsystrum
sínum því það eru sjálfsögð kven-
réttindi að fá að vera pjattrófa.
Í Afganistan eru konur meðal
annars að berjast fyrir því að fá að
vera pjattrófur. Þær stelast í nám í
snyrtiskóla og punta sig undir búrk-
unum.
Meðan hér á Íslandi eru það kyn-
systur okkar sem hæðast að hver
annarri fyrir það að vilja vera sætar
í nafni kvenfrelsis.“
kristjana@dv.is
Alger
brAndAri!
Óskafram-
bjóðandi Sjálf-
stæðisflokks
Ingó Veðurguð mun eyða jólunum í villunni hans Guðna Ágústssonar á Selfossi. Foreldar Ingós, Anna og Þórarinn, voru að festa kaup á húsinu hans Guðna Ágústsonar fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra. Þau munu fá
húsið afhent um miðjan desember og Ingó
mun því njóta jólanna með dásamlegu út-
sýni yfir Selfosskirkju, Ölfusárbrú og bakka
Ölfusár. Ingó segist þekkja umhverfið vel
enda dvelji hann mikið á Selfossi. „Þarna er
fallegt útsýni og það verður eflaust gott að
dvelja í þessu húsi. Við verðum þarna fyrst
um jólin því foreldrar mínir hafa nýverið
fest kaup á því.“
Guðni segist ekki ætla að sakna neins
því hann muni eftir sem áður dvelja mikið
á Selfossi. Hann flyst í Vesturbæinn þar sem
hann og eiginkona hans Margrét hafa átt
íbúð til margra ára. „Lífið er alltaf háð breyt-
ingum og snýst um börnin og barnabörnin
þegar maður eldist. Dætur okkar Margrétar
búa hér í Reykjavík, ég er að vinna í höfuð-
borginni og með þessu er ég að einfalda mitt
líf.
Þannig að þetta er bara eitt skref enn inn
í framtíðina hjá okkur. Við eigum hús í Vest-
urbænum sem er dásamlegur staður. Mela-
búðin og Vesturbæjarlaugin, hér er afskap-
lega gott að vera. Ég ætla ekki að sakna neins
frá Selfossi því ég mun verða þar áfram eins
og ég hef verið, þar er mikið af mínu fólki. Ég
held sömu tryggð við staðinn og ég hef gert.“
Guðni segir þó að öllum breytingum fylgi
viss tregi. „En það er um að gera að horfa fram
á veginn og svo sannarlega hef ég ekki áhyggjur
af þessum vistaskiptum. Húsið er komið í góðar
hendur því Ingó og yngri bróðir hans hafa miklar
og góðar söngraddir og munu fylla húsið af söng
og lífsgleði.“
Ingó í veðurguðunum mun eyða jólunum í
villunni hans Guðna Ágústssonar á Sel-
fossi. Foreldrar ingós, Anna Guðmunds-
dóttir og Þórarinn Ingólfsson, hafa
fest kaup á húsi guðna fyrrverandi
landbúnaðarráðherra sem vill vera
nærri barnabörnum sínum í höf-
uðborginni.
Veðurguð
flytur í villu
fyrrverandi
ráðherra
Jól í villu Guðna Ingó
segist hlakka til að eyða
jólunum á nýjum en
góðum stað.
Býr í borginni Guðni segist
stíga eitt skref inn í framtíðina
með flutningunum og kann
vel við sig í Vesturbænum.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir
„Ég skil ekki jafnréttisbaráttu sem
gengur út á að konur verði að
einhvers konar karl-konum.“