Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Side 14
Veljum íslenskt
Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00
HÖFUM FRAMLEITT SPRINGDÝNUR SAMFLEYTT, LENGUR
EN NOKKUR ANNAR Á ÍSLANDI.
Veljum íslenskt
Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00
HÖFUM FRAMLEITT SPRINGDÝNUR SAMFLEYTT, LENGUR
EN NOKKUR ANNAR Á ÍSLANDI.
Opnunartími
fram að jólum:
Virka daga frá 9 - 18
Laugardaga frá 10 - 16
Sunnudaga frá 13 - 16
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 200,7 kr. verð á lítra 200,7 kr.
Skeifunni verð á lítra 203,6 kr. verð á lítra 203,6 kr.
Algengt verð verð á lítra 205,6 kr. verð á lítra 205,3 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 196,3 kr. verð á lítra 196,3 kr.
Melabraut verð á lítra 203,6 kr. verð á lítra 203,6 kr.
Algengt verð verð á lítra 203,7 kr. verð á lítra 203,7 kr.
ÍSlenSk frA -
leiðSlA verð-
lAunuð
Íslenska fyrirtækið RB Rúm hlaut
fyr r skömmu ve ðlaun á Inter-
national Quality Crown Awards
fyrir vandaða framleiðslu og mark-
aðssetningu. Þetta kemur fram í
Akureyri sem er gefið út af Kaup-
mannasamtökum Íslands. Fyrir-
tækið hefur framleitt rúm og dýnur
í tæp sjötíu ár og er staðsett í Hafn-
arfirði. Birna Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri RB Rúma, sagði í
samtali við Akureyri að hún væri að
vonum ánægð þar sem þetta væru
stór alþjóðleg verðlaun og einungis
eitt fyrirtæki sem hlyti verðlaun í
hverjum flokki. Hún segir fyrirtæk-
ið hafi verið tilnefnt til verðlaun-
anna sem eru veitt af alþjóðlegum
samtökum sem kallast Business
Initiative Directions. Alls voru
fulltrúar frá 74 löndum viðstaddir
verðlaunaafhendinguna sem fram
fór í Lundúnum á dögunum.
Myrkvuð
bÍlAStæði
n „Viðskiptavinir Bónus í Holtagörð-
um gengu um í myrkri á bílastæði
verslunarinnar seinnipart mánu-
dags. Niðamyrkur var úti en ljóslaust
var á Bónushelmingi bílastæðisins á
háannatíma. Viðskiptavinir ráfuðu
því óttaslegnir um í myrkri innan
um mikla umferð bíla. Illa hefði get-
að farið og klárlega ekki
viðskiptavinum bjóð-
andi,“ sagði viðskipta-
vinur við DV. Annar
viðskiptavinur hafði
samband og sagði að
í Holtagörðum væri hvorki
klósett fyrir fatlaða né skipti-
aðstaða fyrir börn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
GóMSætt
SuShi-SAlAt
n Lofið fær veitingastaðurinn
Mmmmm Laugavegi 42. „Þar fékk
ég virkilega gott sushi-salat, sem ég
hef hvergi séð eða fengið áður,“ sagði
ánægður viðskiptavinur sem
var hæstánægður með heim-
sóknina á staðinn. „Þetta
er huggulegur staður og
salatið var einstak-
lega gott og ferskt,“
sagði hann. Athugið að
myndin tengist þessu
ekki með beinum hætti.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 6. desember 2010 MÁNUDAGUR
drAgA úr vægi verðTryggingAr „Ríkis-
stjórnin mun hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í ís-
lensku efnahagslífi, samanber einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“
segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Þar kemur líka fram að í ljósi þess að
þátttaka lífeyrissjóðanna í aðgerðum gegn skuldavanda heimilanna legg-
ist með misjöfnum hætti á sjóðina og félaga þeirra muni ríkisstjórnin leita
leiða til að draga úr því misvægi og hraða vinnunni sem í gangi sé er varði
framtíðarfyrirkomulag lífeyrismála. Um frekari aðgerðir ríkisstjórnarinnar
má lesa hér á opnunni.e
L
d
S
n
e
y
T
i
Munar Miklu á
innheiMtuhörku
Lög um innheimtu segja til um
hvernig fyrirtæki mega innheimta
ógreiddar skuldir viðskiptavina en
vinnureglur fyrirtækja geta verið
mismunandi þótt farið sé eftir lög-
unum. Blaðamaður DV óskaði eftir
upplýsingum um vinnureglur nokk-
urra símafyrirtækja til að bera sam-
an með hvaða hætti fyrirtækin inn-
heimta skuldir. Einungis fengust svör
frá tveimur fyrirtækjum, Símanum
og Vodafone en þegar bornar eru
saman vinnureglur þessara tveggja
fyrirtækja kemur í ljós að töluverður
munur er þar á.
mismunandi
innheimtuaðgerðir
Hjá báðum fyrirtækjum er send
innheimtuviðvörun tveimur dög-
um eftir eindaga og er kostn-
aður við það 590 krónur sem
er í samræmi við reglugerð um
hámarksfjárhæð innheimtukostn-
aðar. Bæði fyrirtæki senda út loka-
aðvörun áður en málið er sent í
milliinnheimtu. Vodafone send-
ir málið til innheimtufyrirtæk-
is 16 dögum eftir eindaga og 30
dögum eftir eindaga sendir inn-
heimtufyrirtækið lögfræðibréf.
Hjá Símanum líða að jafnaði 100
dagar frá eindaga elstu ógreiddu
kröfu þar til skuld er send í milli-
innheimtu en ferlið þar tekur um
það bil 60 daga. Því líða 160 dagar
frá eindaga þar til skuldin er send
í lögfræðiinnheimtu. Þegar málið
er komið á þetta stig fer það eftir
gjöldum innheimtufyrirtækis sem
og upphæð skuldar hver kostnað-
ur viðskiptavinar er.
Hraði í innheimtu mikill
„Það sem við höfum heyrt er ann-
ars vegar að innheimtuharkan hafi
almennt verið að aukast hjá fyrir-
tækjum í landinu. Innheimtuviðvör-
un sé send og svo er málið sent til
innheimtu. Hins vegar að fyrirtæki
séu farin að slaka á í innheimtu en
því miður eru þau tilvik færri,“ seg-
ir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög-
maður hjá Neytendasamtökunum,
aðspurð um hvort hún finni fyrir
breytingu á innheimtuaðferðum fyr-
irtækja. Hún bætir við að þó hraðinn
í innheimtu geti verið mikill þá sé
hann ekki óheimill.
Hún segist ekki hafa rekið sig mik-
ið á ólögleg innheimtuferli en gallinn
við lögin sé að þau ná einungis yfir
frum- og milliinnheimtu. „Það er
skylda að senda innheimtuviðvör-
un en eftir það er ekkert því til fyrir-
stöðu að málið sé sent til lögfræði-
innheimtu og þar er ekkert þak,“segir
hún.
Innheimtulög
Samkvæmt innheimtulögum skal
kröfuhafi senda skuldara eina skrif-
lega viðvörun þess efnis að farið verði
í frekari innheimtuaðgerðir verði
krafan ekki greidd innan tíu daga.
Kröfuhafi getur þó veitt lengri frest.
Í viðvöruninni skulu koma fram all-
ar helstu upplýsingar, svo sem nöfn,
kennitölur og heimilisfang skuldara,
kröfuhafa og innheimtuaðila. Eins
þarf þar að vera lýsing á kröfu og
upphæð hennar en þar skal sundur-
liða hver sé höfuðstóll og hverjar séu
viðbótarkröfu, svo sem dráttarvext-
ir og innheimtuþóknun. Einnig skal
tilgreina greiðslustað og tilkynna
skuldara að frekari tafir á greiðslu
geti leitt til málshöfðunar eða ann-
arra innheimtuaðgerða sem leiða til
aukins kostnaðar fyrir skuldara.
Þegar bornar eru saman innheimtuaðferðir tveggja símafyrirtækja kemur í ljós mikill
munur þó þau fari bæði eftir lögum um innheimtu. Lögfræðingur hjá Neytendasam-
tökunum segir að innheimtuharka hafi almennt aukist hjá fyrirtækjum. Dæmi séu þó
um að fyrirtæki séu að slaka á í innheimtu.
Það sem við höfum heyrt er annars vegar að innheimtuharkan hafi almennt verið að
aukast hjá fyrirtækjum í landinu. Innheimtuvið-
vörun sé send og svo er málið sent til innheimtu.
Hins vegar að fyrirtæki séu farin að slaka á í inn-
heimtu en því miður eru þau tilvik færri.
gunnHIldur steInarsdóttIr
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Hámarkskostnaður við innheimtu eftir gjaldfallna skuld.
n 1. Innheimtuviðvörun = 900 kr.
milliinnheimtubréf:
n 2a. Höfuðstóll kröfu til og með 2.999 kr. = 1.250 kr.
n 2b. Höfuðstóll kröfu 3.000 til og með 9.999 kr. = 2.000 kr.
n 2c. Höfuðstóll kröfu 10.000 til og með 79.999 kr. = 3.500 kr.
n 2d. Höfuðstóll kröfu 80.000 kr. og yfir = 5.500 kr.
n 3. Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
n 4. Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs (sama gjald og í 2 a-d)
n 5. Eitt símtal í milliinnheimtu = 500 kr.
Samkomulag
n 6. Gerð skriflegs samkomulags um greiðslu kröfu = 2.500 kr.
hámarkskostnaður við innheimtu
n Fyrir skömmu fékk sex ára stúlka bréf frá bókasafni mosfellsbæjar um vanskil á
barnabókum. Í bréfinu var því hótað að andvirði bókanna auk dagsekta yrði send
í innheimtu til Intrum með tilheyrandi innheimtukostnaði ef ekki yrðu gerð skil
eða samið um málalok innan 15 daga. Þar stóð einnig að um væri að ræða þriðju
og síðustu tilkynningu um vanskil. Þegar foreldrarnir leituðu skýringa og fengust
þau svör hjá bókasafninu að tilkynningar hefðu verið sendar rafrænt og bentu
þau þá á að sex ára barn væri ekki með netfang.
n Í haust fjallaði DV um að kröfuhafar hafi verið sakaðir um að ganga grimmilega
hart að fólki eftir hrun og þar er innheimtufyrirtækjum venjulega beitt við
innheimtu. Kostnaðurinn sem af þessum aðgerðum hlýst hefur sætt gagnrýni
og sérstaklega þegar sveitarfélög siga innheimtufyrirtækjum á einstaklinga og
fyrirtæki og velta þar með auknum kostnaði yfir á skuldarann sem þegar er í
slæmum málum. Sveitarfélagið Árborg sagði upp samningi sínum um milliinn-
heimtu við Intrum þar sem bæjaryfirvöld vildu sýna íbúum svigrúm í kreppunni
og ekki velta auknum kostnaði yfir á þá með innheimtuaðgerðum á kröfum sem
oft eru mjög öruggar.
harkaleg innheimta
skuld í lögfræðiinnheimtu Það er
skylda að senda innheimtuviðvörun.
Farsímar mikill munur er á
þeim tíma sem fólki gefst til
að greiða skuldir.