Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Side 18
Skapandi eyðilegging „Ég varð ofsalega vondur fyrst.“ n Björgvin Halldórsson söngvari um fyrstu viðbrögð hans eftir að Svala dóttir hans, eiginmaður hennar og fjölskylda hans lentu í alvarlega bílslysi á Reykjanesbraut. En slysið kom til vegna vegaframkvæmda - DV „Mér líður best bara svona í joggingall- anum heima.“ n María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á RÚV, um hvar henni líði best. Hún segir að vinabeiðnir á Facebook hafi aukist til muna eftir að hún fór að lesa fréttir. - DV „Það sem Gunnar hefði getað gert var að sýna auðmýkt.“ n Ásta Knútsdóttir, talskona þeirra kvenna sem saka Gunnar um kynferðisbrot, segir að reynt hafi verið að fara sáttaleiðina áður en ásakanirnar voru bornar upp í fjölmiðlum. -DV „...vantar kannski smá lukku til okkar í Mosfellsbæinn.“ n Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar í handknattleik karla. Afturelding tapaði aftur með minnsta mun á heimavelli gegn taplausu liði Akureyrar. - visir.is „...langar, á köflum erfiðar og á köflum stormasamar.“ n Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra um umræðurnar í kringum aðgerðir fyrir skuldsett heimili sem voru tilkynntar fyrir helgi. Heildarumfang þeirra er metið á 100 milljarða króna. - DV Of mikill sannleikur Viðhorf á Íslandi gagnvart fjölmiðl-um er gríðarlega óþroskað og ein-kennist gjarnan af þeirri kröfu að ekki megi fjalla eins um alla. Þannig er gjarnan ráðist á fjölmiðla fyrir að segja satt. Árásirnar snúast þá gjarnan að því að of mikið hafi verið sagt. Nýlegt dæmi um þetta er umfjöllun DV um ungan ógæfumann í Hafnarfirði sem var handtekinn, grunaður um að hafa myrt með hrottafengnum hætti unnusta vinkonu sinnar. Sagt var frá handtökunni á DV.is og einnig þeirri staðreynd að hinn grunaði hefði í myndböndum á alheimsmiðlinum YouTube játað ást sína til stúlkunnar. Þeg- ar unga manninnum var sleppt síðar um daginn, eftir sólarhrings varðhald, reis upp hópur fólks sem fordæmdi DV fyrir „mann- orðsmorð“ og fleira í þeim dúr. Tilraun var gerð til að standa að áhlaupi á útgáfu DV. Lögmaður unga mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, hoppaði á vagn heykvíslanna og boðaði málsókn á DV fyrir að vega að mannorði skjólstæðings síns. Flestir þekkja síðan sögulokin. Ungi ógæfumaðurinn var handtekinn aftur og hefur játað á sig morðið. Guðrún Sesselja er þögnuð rétt eins og aðr- ir sem vildu refsa fjölmiðli fyrir að segja of mikið af sannleikanum þegar ungur maður hafði verið handtekinn. Svipuð staða kom upp þegar DV sagði frétt af skuldum talsmanns Hagsmunasam- taka heimilanna. Hópur fólks reis upp og reyndi að efna til aðfarar að fjölmiðlinum. Í fararbroddi voru þingmennirnir Lilja Mós- esdóttir og Birgitta Jónsdóttir sem eiga það sameiginlegt að heimta réttlæti og gagnsæi í samfélaginu. Þeim fannst of mikið vera af sannleika um Marinó Njálsson þótt fjalla megi um aðra. Á dögunum birti DV könnun um verð á til- teknum jólabókum til að leiðbeina almenn- ingi. Í ljós kom að Bókabúð Máls og menn- ingar var langdýrust. Engin athugasemd var gerð við framkvæmd könnunarinnar. En fulltrúi Bókabúðar Máls og menningar, Dögg Hjaltalín, gerði alvarlega athugasemd í ljósi þess að verslunin hefði ætlað að lækka verð- ið á næstu dögum og vildi að tillit yrði tekið til þess í könnuninni. Við því var ekki orðið þar sem verðkönnun byggir á því að kannað sé hjá öllum á sama tíma. Viðbrögð Daggar urðu þau að afturkalla auglýsingar sem hún hafði pantað í DV. Svar hennar við sannleik- anum var að beita ofbeldi í krafti fjármuna. Um þetta snýst barátta heilbrigðra fjöl- miðla. Það má ekki láta undan síga fyrir of- beldisfólkinu sem vill stýra umfjöllun og tryggja, sjálfum sér, vinum og viðhlæjendum sérstaka meðferð. Þeir mega ekki ráða för í umræðunni á Íslandi. Þetta er fólkið sem vill drepa sannleikann. Það er lífsspursmál fyr- ir fjölmiðlun í landinu að standa sig í barátt- unni gegn slíkum öflum. Sannleikurinn er dýr. ReyniR TRauSTaSon RiTSTjóRi SkRifaR: Viðbrögð Daggar urðu þau að afturkalla auglýsingar. leiðari svarthöfði 18 umræða 6. desember 2010 mánudagur Í geitarækt n Viðbúið er að Brynjólfur Bjarna- son, fyrrverandi forstjóri Símans og Skipta, hafi næg- an tíma í sérverk- efni eftir að hann hefur hrökklast á brott frá stórfyrir- tækinu. Á meðal einkahlutafé- laga Brynjólfs er Lambi ehf. Það félag sérhæfir sig í geitarækt án þess þó að hafa haft umsvif fram að þessu. Nú er reiknað með því að forstjórinn snúi sér fyrir alvöru að geitaræktinni. Upprisa athafnamanns n Athafnamaðurinn Guðmund- ur Birgisson á Núpum hefur verið mjög til umræðu vegna skuldamála sinna. Hann var einn umsvifamesti jarðaeigandi á Íslandi undir merkj- um Lífsvals ásamt viðskiptafélaga sínum, Ingvari J. Karlssyni. Það samstarf mun nú vera í uppnámi og jarðirnar komnar undir bankann. Aftur á móti mun Guðmundur hafa komist í álnir aftur með því að kaupa skuldabréf í gömlu bönkunum. Sú fjárfesting hefur þrefaldast í verði og rofar nú til hjá Guðmundi. grætUr Í sviss n Það vakti athygli að í nýjasta hefti Fréttatímans var að þessu sinni ekkert stórviðtal við útrásarvíking- inn Heiðar Má Guðjónsson sem grætur Sjóvá á heimili sínu í Sviss. Í tvígang á nokkrum vikum hefur Frétta- tíminn rætt við Heiðar Má um bágindin og mannorðsskerðinguna. Svo er að sjá sem þeir hafi ekki náð í hann að þessu sinni. Heiðar hefur stefnt DV og vill hátt í fimm milljónir króna í bætur vegna Sjóvár. fótaskortUr ævisögUritara n Ævisaga Gunnars Thoroddsens eftir Guðna Th. Jóhannessen þykir um margt vera merkileg. Í bókinni segir að Gunnar hafi flutt kvæði í brúðkaupi Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur. Sigurður var þá ritstjóri Morgunblaðsins og þingmaður. Seg- ir frá því að Gunnar hafi flutt kvæði í brúðkaupi hjónanna. Þetta kemur Sigurði og fjölskyldu mjög á óvart því þau giftu sig í Kaupmannahöfn. Þar voru fáir viðstaddir og Gunnar var hvergi nálægur. Segir svo í bókinni að kvæðið hafi verið birt í Mánu- dagsblaðinu, sem þykir vera fráleitt. Guðna virðist þarna hafa orðið fóta- skortur. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 512 7004. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókstaflega „Maturinn verður alla vega ferskur enda ekki hætta á að hann verði ICESAVE að bráð, nú síðan hefur ÖLIÐ jafnan þótt best ískalt. Nú þá er spurningin hvort einhver gæðingurinn fái ekki afskrifaðar eins og nokkrar gráður – hver veit? segir SIGGI STorMur, veðurfræðingur Dv sem spáir hörkufrosti til landsins með um eða yfir 20 stiga frosti þá daga sem unnið er hvað harðast að lausn Icesave-deilunnar.  spurningin ÍÍslendingar munu brátt eignast stærsta tónlistarhús Norður-landanna, miðað við sæta-fjölda. r úmlega þrjú hundruð þús-und manns búa á Íslandi og fer hægt fækkandi. Um fimm milljónir búa í Nor- egi og Finnlandi og rúmlega fimm milljónir í Danmörku. Íbúafjöldi Íslands er sem sagt um 6 prósent af íbúafjölda hvers þessara landa fyrir sig. Samt þurfum við stærsta tónlistarhúsið. Harpa tekur 1.500 manns í sæti. Ástæðan liggur í aug- um uppi, þegar nánar er að gáð: Þetta er svo hagkvæmt! Það er nefnilega þannig að við Íslendingar ætlum að syngja, dansa og skrifa okk-ur út úr kreppunni. Listin er leiðin til að búa til peninga. Það segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra í það minnsta. „Munurinn á stóriðjunni og hinum skapandi greinum er að vaxtarmöguleikarn- ir í hinum skapandi greinum eru endalausir, en vaxtamöguleikarn- ir í stóriðjunni eru takmarkaðir. Þannig að ég er að sjá hinar skap- andi greinar sem eina af þunga- miðjunum í vexti atvinnulífsins á komandi árum,“ útskýrði hún. Þetta ber að taka alvarlega. Katrín veit hversu miklir vaxtarmöguleikarnir eru. Á mestu niðurskurðartímum íslensks þjóðarbús hefur ríkisstjórn landsins fjölgað fólki á listamanna- launum frá ríkinu um þriðjung. Til þess að bregðast við atvinnuleysi, auðvitað. K atrín tilkynnti um um-breytingu íslensks at-vinnulífs í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Það hét áður Regnboginn, en bar sig ekki, þannig að Besti flokkurinn ákvað í öllum niðurskurðinum að halda bíóinu gangandi með almannafé. Þar kom fram að svokallaðar „skap- andi greinar“, eða hvers kyns listir og afþreying, veltu 191 milljarði króna árið 2009. Þetta reyndist vera meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Skapandi greinar skapa hátt í tíu þúsund ársverk! m eð sömu rökum mætti segja að áfengisneysla væri mikill atvinnu-vegur. Velta tengd áfengisneyslu á Íslandi er gríðar- leg. Mörg störf skapast auk þess við það að hirða um áfengissjúklinga og veita þeim meðferð. Þetta er heill iðnaður. Í góðærinu voru bíla- sölur líka sérstaklega mikilvæg- ur atvinnuvegur. En veltan segir kannski ekki alla söguna um hvort eitthvað er gott eða vont. a uðvitað er áfengis-neysla ekki af sama meiði og neysla á menningu hvers kyns, eins og að horfa á sjón- varpið. Hinar skapandi grein- ar teljast vera sjónlist, tónleikar, dans, leikhús, bækur, fjölmiðlar, kvikmyndir, sjónvarp og bóka- söfn, svo eitthvað sé nefnt. Inni í skilgreiningunni eru hlutir sem sannarlega geta skapað gjald- eyristekjur fyrir þjóðarbúið, eins og tölvuleikir og forrit. Mest- öll menningarstarfsemi er hins vegar svæðisbundin á Íslandi og leiðir fyrst og fremst til þjóðhags- legs kostnaðar, en ekki fjárhags- legs ávinnings. Enda er stór hluti menningarstarfsemi niður- greiddur af ríkinu. J ón Daníelsson hagfræðingur varaði við því á dögunum að inngrip ríkisins í atvinnulífið gæti framlengt kreppuna og gert núverandi ástand varanlegt. Ástæðan er að ef ríkið og stjórnmála- menn fara að velja hvað er fínt og gott að fólk vinni við, hverfur hagkvæmn- in úr þjóðfélaginu. Afleiðingin er að fólk mun ekki sjálfkrafa sækja í að vinna við það sem skapar arð, heldur verður meira um að fólk vinni hjá ríkinu við eitthvað sem skapar ekki arð. Hvort sem það eru misjafnlega heppnuð leirlistaverk eða skáldverk, sem ekki seljast, leiðir það til þess að fólk vinnur frekar við það en fiskveið- ar eða annað sem skapar raunveru- legan arð. Þannig geta þjóðir dregist aftur úr öðrum. L ífið á að vera skemmtilegt, annars er ekki þess virði að lifa því. Jón Daníelsson er ekkert skemmtilegur. Það er miklu skemmtilegra að syngja og dansa en vinna í einhverju álveri. Það vita flestallir ættbálkar í heimin- um, sem lifa líka margir hverjir ham- ingjusamlega í nánum tengslum við náttúruna. MeguM við éTa það SeM úTi fRýS?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.