Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 19
Umræðan í Bandaríkjunum og á Íslandi um orsakir banka- kreppunnar og hrunsins er að nokkru leyti lík. Í báðum tilfellum voru hægri flokk- ar landanna við völd fyrir hrun og í báðum lönd- um tóku flokk- ar sem standa vinstra megin við þá við stjórnartaum- unum eftir haustið 2008. Í Banda- ríkjunum snýst umræðan að hluta til um það hvort Repúblikanaflokkurinn eða Demókrataflokkurinn beri meiri ábyrgð á efnahagsástandinu í land- inu, sem einkennist meðal annars af um 10 prósenta atvinnuleysi og 4 af hverjum 10 fjölskyldum segjast vera í erfiðari stöðu nú en áður. Á Íslandi snýst þessi umræða að sama skapi um hvort fyrri ríkisstjórnir, þær stjórnir sem stýrðu landinu á árunum fyrir og í aðdraganda hrunsins, eða núverandi ríkisstjórn, beri ábyrgð á kreppunni sem ríkir í landinu um þessar mund- ir. Kreppu sem meðal annars einkenn- ist af sambærilegu atvinnuleysi og í Bandaríkjunum og erfiðri skuldastöðu íslenskra heimila og aðgerðaleysi stjórnarinnar í að bregðast við þessari stöðu. Einblínt á nútíðina Öfugt við Íslendinga hafa Banda- ríkjamenn nýverið gengið í gegn- um þingkosningar þar sem almenn- ingur gat meðal annars sýnt afstöðu sína til þessarar spurningar með því að kjósa annað hvort demókrata eða repúblikana. Repúblikanar unnu stórsigur í þeim kosningum. Ís- lendingar hafa ekki gengið til þing- kosninga frá því vorið 2009, þegar vinstriflokkarnir tveir fengu hreinan meirihluta sem meðal annars orsak- aðist af skýrri kröfu kjósenda um að Sjálfstæðisflokkurinn færi frá völdum út af ábyrgð sinni á hruninu. Margt hefur breyst síðan þá og nýtur rík- isstjórnin nú einungis 36 prósenta fylgis. Afar líklegt má telja að ef geng- ið yrði til þingkosninga myndi Sjálf- stæðisflokkurinn fá mest fylgi. Ein af ástæðunum fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að ná vopnum sínum á nýjan leik er sú að sjálfstæðismenn segjast einblína á nútíðina og framtíðina í leit að raunhæfum lausnum við kreppunni. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hefur gagnrýnt að stjórn- málamenn horfi um of í baksýnis- spegilinn á árin fyrir hrunið og velti sér upp úr þeim atburðum og þeim tíðaranda sem þá var í leit að skýring- um og sökudólgum hvað varðar hrun- ið og ástandið í dag. Í stað þess segist Bjarni bjóða upp á lausnir á vanda- málum dagsins í dag – meðal ann- ars þeirra rúmlega 40 aðgerða til að bregðast við skuldavanda heimilanna sem flokkurinn hefur boðað. Gegn þessu viðhorfi hafa vinstri flokkarn- ir, og þá sérstaklega Vinstri grænir, teflt þeirri sýn að vandamál dagsins í dag séu vandamál sem margra ára stjórn Sjálfstæðisflokksins og þeirrar hugmyndafræði sem innleidd var á þeim tíma hafi getið af sér og því geti flokkurinn ekki kennt núverandi rík- isstjórn um harmleiki kreppunnar. Kjósa gegn eigin hagsmunum? Í nýjasta tölublaði bandaríska tíma- ritsins The New York Review of Books velta fjórir bandarískir fræðimenn því fyrir sér af hverju nýafstaðnar kosn- ingar þar í landi enduðu með svo af- gerandi sigri repúblikana. Einn þeirra, bandaríski réttarheimspekingurinn Ronald Dworkin, segir að hann skilji ekki af hverju bandarískur almenn- ingur hafi kosið Repúblikanaflokk- inn í svo miklum mæli þrátt fyrir fjár- málakrísuna sem reið yfir landið árið 2008 í valdatíð George Bush. Og próf- essorinn leyfir sér að spyrja retórískra spurninga. Hann segir: „Af hverju ákveða svo margir Bandaríkjamenn að kjósa gegn sínum eigin bestu hags- munum? [...] Af hverju kjósa svo marg- ir þeirra flokkinn sem bankamenn og verðbréfasalarnir, sem ollu þessu efna- hagslega gjörningaveðri, kusu? [...] ...ef einhver hefur kveikt í húsinu þínu þá myndir þú ekki reka nýja verktakann vegna þess að hann náði ekki að end- urbyggja húsið á einni nóttu og ráða brennuvarginn í staðinn til að endur- byggja það.“ Þarna líkir Dworkin Repúblikana- flokknum bandaríska við brennu- varg sem fær það verkefni að endur- reisa hús, efnahagskerfi sem hann hefur sjálfur kveikt í, vegna þess að einhverjum öðrum verktaka, Demó- krataflokknum og Barack Obama, tókst ekki að endurbyggja húsið á til- tölulega skömmum tíma. Auðvelt er að heimfæra þessa líkingu Dworkins upp á Ísland samkvæmt hugmyndum þeirra sem telja að Sjálfstæðisflokkur- inn beri ekki bara mestu ábyrgðina á hruninu heldur einnig á kreppunni. Sjálfstæðisflokkurinn er þá í hlut- verki brennuvargsins en ríkisstjórnin – þó Samfylkingin beri vitanlega sína ábyrgð á hruninu vegna stjórnarsam- starfsins við Sjálfstæðisflokkinn – er nýi verktakinn sem er rekinn frá verki sínu vegna þess að honum tókst ekki að reisa samfélagið úr ösku efnahags- hrunsins á einni nóttu. Skynsamlegt að gleyma Ef mönnum finnst þessi líking eiga rétt á sér hér uppi á Íslandi, og að Sjálfstæð- isflokkurinn beri þar af leiðandi þessa ábyrgð á hruninu og kreppunni sem hér um ræðir, þá geta þeir varla verið fylgjandi því að flokkurinn taki aftur við völdum og að núverandi ríkisstjórn fari frá eftir tiltölulega stutt stopp. En þetta getur varla verið raunin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mælast með mest fylgi allra flokka og myndi örugglega leiða nýja ríkisstjórn ef kæmi til kosninga nú. Íslendingar virðast því annað hvort ekki trúa því að þessi líking eigi við um ábyrgð Sjálf- stæðisflokksins á hruninu eða að fólk metur það einfaldlega sem svo að for- tíðin – sagan – skipti engu máli þegar við metum af hverju við teljum nútím- ann vera eins og hann er og hvað við ætlum til bragðs að taka. Við tökum þá væntanlega undir með þeim sem tala um það að nærsaga þjóðfélags- ins, atburðir sem gerðust eingöngu á síðustu árum, skipti ekki máli þegar við metum samtíma okkar. Sjálfstæð- isflokkurinn er því annað hvort ekki ábyrgur fyrir hruninu og kreppunni eða þessi ábyrgð hans skiptir einfald- lega engu máli því fortíðin á bara að tilheyra fortíðinni en ekki vera hluti af samtímanum. Svona virðist stór hluti þjóðarinnar hugsa samkvæmt skoð- anakönnunum. Ef fólk hugsar svona er lítið við því að segja annað en að það virðist telja skynsamlegt að gleyma fortíðinni út af því að þá geti framtíð- in mögulega – aðeins mögulega – orð- ið betri. REyniR PétuR ingvaRSSon er himinlifandi með mynd sína og Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur, Reynir Pétur – gengur betur, sem sýnd var í Ríkissjón- varpinu á sunnudagskvöld. Myndin er frásögn af Reyni Pétri á Sólheimum í Grímsnesi og frægri gönguferð hans hringinn í kringum landið fyrir 25 árum síðan. Hann segist þakklátur þeim sem gengu með honum vegspöl og héldu honum félagsskap. Allir stAðir hAfA sinn sjArmA 1 Fékk upp í kok aF íslandi Í helg-arblaði DV var rætt við Íslendinga sem eru fluttir til Noregs 2 slæm jólagjöF Fyrir starFs-Fólkið Niðurskurður er fram undan hjá Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands. 3 skipaði lögreglunni að drepa á bílnum Reynir Pétur gekk allan hringveginn án þess að freistast nokkurn tíma til að þiggja far. 4 Vilja ekki skítkast Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal ræddu um mál sín við helgarblað DV. 5 norður-kórea Fitar Fólk Norður-Kórea fitar fólk áður en það fær að kynnast lífi utan landamæra landsins.  6 björgVin Halldórsson: stælarnir eru mín gríma Björgvin Halldórsson er í persónu- legu viðtali í helgarblaði DV. 7 stærsta stríðið Fer Fram í Huganum Halldóra Geirharðsdóttir leitast við að verða betri manneskja og leitar mikið inn á við. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Reynir Pétur!“ Hvað drífur þig áfram? „Það jákvæða og fallega í þessum heimi og vitneskjan um að hæfileikarnir búa í okkur og vilja að þeir séu leystir úr læðingi.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég elst upp á Sólheimum mest allt mitt líf. Ég veiktist á fyrsta ári og átti þá heima í braggahverfi í Reykjavík. Þegar ég var þriggja ára þá var ráðlagt vegna veikindi minna að ég yrði sendur á Sólheima í tímabundna vist. Vistin reyndist svo góð að ég hef verið hér í eilífð og sé ekkert eftir því.“ Hver er fegursti staður jarðar? „Veistu það? Þetta er meira og minna allt mjög fallegt. Ég hef ferðast mikið um landið og mér finnst allir staðir fagrir og hafa sinn sjarma. Svo eru það íbúar á hverjum stað sem gefa líka hverjum stað ákveðinn svip. Þannig eru staðirnir fegurstir þar sem fólkið er vænst. Besta fólkið var það sem vildi ganga með mér, þá fann ég að það vildi vera vinir mínir. Það þótti mér vænt um.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar? „Maður veit aldrei hvað býr í fólki, en það er oftast sitt af hverju tagi. Fyrirmyndir er alls staðar að finna. Þær eru fjölmargar enda er mikið af góðu fólki til.“ Hvernig finnst þér sjálfum myndin? „Það var látið vel af myndinni og mér fannst þetta geggjað. Bíógestir hlógu og grétu. Það var fengin rúta til að horfa á þennan mann. Margt sem hann kann!“ Ertu farinn að hlakka til jólanna? „Já. Nú er ég að fara í bæjarferð að útrétta og þá kemst ég í enn meira jólaskap. Við erum búin að skreyta hér allt með ljósum og skrauti á Sólheimum svo það er fagurt um að litast og svo fer jólatréð að koma.“ Hvernig eru jólin þín? „Sesselja á Sólheimum lét okkur hlusta á jólaguð- spjallið sem mér finnst dásamlegur siður. Þá er hér jólatré og kveikt á lifandi kertum. Það var sérstakur vaktmaður sem fylgdist með kertunum. Það þarf alltaf að gæta vel að. Tónlistin er mér líka mikilvæg og ég nýt hennar sérstaklega á jólum. En hátindur og perla jólanna, er boðskapurinn sem er friður og kærleikur. maður dagsins „Nei, ég held ekki, ég vona ekki.“ oRRi guðjónSSEn 55 ÁRa aTViNNulauS „Nei, alveg örugglega ekki.“ óSKaR tómaSSon 50 ÁRa SMiðuR „Nei, það geri ég aldrei.“ valgEiR magnúSSon 42 ÁRa FRaMKVæMDaSTJóRi „Nei, það held ég ekki, ég sé þá um það sjálf.“ ÞóRunn SiguRðaRdóttiR 66 ÁRa STJóRNaRFoRMaðuR HöRPuNNaR „Nei, ég fer ekki í jólaköttinn.“ auðuR RagnaRSdóttiR 57 ÁRa HJúKRuNaRKoNa Ferð þú í jólaköttinn í ár? dómstóll götunnar mánudagur 6. desember 2010 umræða 19 Brennuvargarnir ingi f. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar kjallari Flutningar Hús Skúla Thoroddsens komst loks á sinn nýja stað við Kirkjustræti. Flutningurinn á húsinu gekk með nokkrum skakkaföllum. Húsið reyndist vera ríflega fjörutíu tonnum þyngra en áætlað var. Í síðustu hífingu gaf sig vökvaslanga í einum af þremur krönum. Húsið komst svo á leiðarenda í gærdag. mynd SigtRygguR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.