Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 22
22 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 6. desember 2010 mánudagur
„Við erum búin að eyða deginum í að
hvílast og funda,“ segir Júlíus Jónas-
son, landsliðsþjálfari kvenna í hand-
bolta, en DV sló á þráðinn til hans í
gær. Stelpurnar okkar áttu að taka
lokaæfingaleikinn fyrir mót á sunnu-
daginn gegn Spáni en vegna verk-
falls flugvallastarfsmanna þar í landi
mæta Spánverjar ekki fyrr en í fyrsta
lagi í dag. „Það var farið á fullt við að
reyna að finna leik við dönsk félags-
lið en okkur var tjáð það í morgun að
það myndi ekki ganga upp. Þetta hef-
ur sett prógrammið aðeins úr skorð-
um. Þetta er kannski ekki æskilegt en
það er lítið við þessu að gera,“ segir
Júlíus sem dreif því stúlkurnar bara
út í vetrarparadísina. „Við tókum okk-
ur góðan göngutúr áðan í ekta ís-
lensku vetrarveðri, snjór og flottheit.
Við ætluðum að nýta æfingaleikinn
til að fara yfir það sem við höfum ver-
ið að gera undanfarið, bæði nýtt og
gamalt. Við tökum þess í stað bara
æfingu þar sem ég legg upp með að
spila mikið. Það er alltaf gott að spila,“
segir Júlíus.
skemmtilegasti tíminn í starfinu
Júlíus Jónasson er eins og allir vita
margreyndur landsliðsmaður og á
að baki magnaðar stundir með strák-
unum okkar. Sér hann á andlitum
stelpnanna sama eftirvæntingarsvip
og var á honum þegar hann reyndi
fyrst fyrir sér á stórmóti? „Já. Ég finn
fyrir mikilli eftirvæntingu, spennu
og sérstaklega tilhlökkun. Ég er núna
búinn að þjálfa þessar stelpur í fjögur
ár og ég verð að segja að þesar tvær
síðustu vikur hafa verið skemmtileg-
asti tíminn í starfinu. Ég sé á stelpun-
um hversu einbeittar þær eru. Auð-
vitað er mikil spenna líka en hún datt
mikið til niður á þriðjudaginn þeg-
ar endanlegur hópur var tilkynntur.
Það er mikil gleði í þessum hóp og
stemningin ekkert ósvipuð því þeg-
ar við náðum þessu markmiði,“ seg-
ir Júlíus.
miklu stærra en einn leikur
Júlíus notar reynslu sína frá ótal stór-
mótum til þess að róa taugar stelp-
nanna en einnig kemur Einar Þor-
varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ,
að undirbúningnum enda býr hann
yfir gífurlegri reynslu, bæði sem leik-
maður, þjálfari og svo sem yfirmaður
innan hreyfingarinnar. „Ég reyni að
miðla til stelpnanna því sem ég upp-
lifði og þannig smita út frá mér. Það
er náttúrulega æðislegt að taka þátt í
svona stórmótum. Ég reyni að segja
þeim frá minni eigin reynslu og vara
þær við ýmsum hlutum. Við tók-
um einmitt ágætisfund um þetta úti
í Noregi,“ segir Júlíus, en um síðast-
liðna helgi tapaði liðið öllum þremur
leikjum sínum á sterku æfingamóti.
„Ég og Einar Þorvarðar settum
upp fund þar sem við fórum vel yfir
hvernig þessi heildarpakki er og
verður. Allt í kringum umgjörðina,
bæði af hálfu HSÍ og svo mótshöld-
urum. Þetta er náttúrulega miklu
stærra dæmi en bara einn leikur ein-
hvers staðar úti í heimi. Hér er allt
miklu stærra. Meiri umfjöllun, fleiri
áhorfendur. Allur pakkinn er stærri
og stelpurnar verða að vera tilbúnar
í það,“ segir Júlíus.
Ýmsum brögðum beitt
Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn
sterku liði Króatíu á þriðjudags-
kvöldið. Júlíus segist eiga efni til að
sýna stelpunum en öllum brögðum
er beitt í lokaundirbúningi fyrir stór-
mót þannig að erfiðara sé að kort-
leggja andstæðingana. „Við erum
með efni með þeim frá því í sumar
sem við erum búnir að klippa. Við
áttum að fá nýrra efni því Króatía
átti að spila á æfingamóti um síð-
ustu helgi. Þær svikust samt um að
mæta á það mót þannig Hollending-
arnir sem við vorum búnir að semja
við gátu eðlilega ekkert látið okkur fá.
Það er svona þegar líður að móti þá
er ýmsum brögðum beitt. Til dæm-
is mætti Svartfjallaland á æfingamót
um daginn með unglingaliðið,“ seg-
ir Júlíus en Svartfjallaland er einnig
með Íslandi í riðli ásamt Króötum og
Rússum. Júlíus á þó von á nýrra efni
með Króötum sem ætti að hjálpa til
við undirbúninginn.
„Ég á von á nýju efni núna bara á
eftir [í gær] af tveimur æfingaleikjum
Króata gegn Svíum. Fái ég það fara
kvöldið og nóttin í að klippa það til,“
segir Júlíus.
sautján manna hópur
Íslenska liðið varð fyrir miklu áfalli í
vikunni þegar í ljós kom að stórskytt-
an Stella Sigurðardóttir væri meidd á
öxl eftir æfingamótið í Noregi og geti
að öllum líkindum ekki verið með.
Stella ferðaðist samt með stelpunum
til Noregs og verður hluti af hópnum.
Það kemur ekki endanlega í ljós fyrr
en á miðvikudaginn hvort hún sé al-
gjörlega frá en til öryggis var Sigur-
björg Jóhannsdóttir, liðsfélagi Stellu
úr Fram, kölluð inn í hópinn en hún
æfði með liðinu á fimmtudaginn í
Víkinni.
„Stella varð fyrir höggi á æfingu
fyrir Noregsferðina og það reynd-
ist vera alvarlegra en við reiknuðum
með. Við tókum hana samt með til
Noregs og höfðum hana í meðhöndl-
un þar. Því miður urðum við að taka
inn nýjan leikmann þannig að Sibba
kom inn í þetta hjá okkur. Hópurinn
okkar er núna sautján leikmenn því
við fáum ekki endanlegar niðurstöð-
ur varðandi Stellu fyrr en á miðviku-
daginn. Þetta er auðvitað mikið áfall
fyrir hana,“ segir Júlíus en aldrei kom
annað til greina en að taka hana með.
„Við vildum bara nýta sjúkrateymið
okkar og leyfa því að hugsa um hana.
Svo er þetta auðvitað kjörið tækifæri
til að gefa henni einhverja reynslu á
stórmóti. Hún sér alla vega hvern-
ig þetta er hvort sem hún spilar eða
ekki,“ segir Júlíus.
allt þarf að ganga upp
Ísland er í mjög erfiðum riðli með
Svartfjallalandi, Króatíu og Rúss-
landi. Júlíus reiknar með því að einn
sigur dugi liðinu í milliriðla og á það
hefur verið stefnt. Hann veit samt vel
hversu erfitt þetta verður. „Við gerum
okkur alveg grein fyrir því að þetta
verður mjög erfitt. Þetta eru náttúru-
lega úrslitin á EM. Hérna eru mjög
erfiðir andstæðingar og við erum hér
í fyrsta skipti og allt það. Við erum
samt ekki komin hingað til að vera
einhverjir farþegar. Við ætlum að ná
árangri og nýta þær aðstæður sem
við höfum til þess að ná okkar mark-
miðum,“ segir Júlíus, en hver eru þá
markmiðin?
„Þau eru að komast upp úr riðlin-
um. Til þess þurfum við að vinna einn
leik, ég held að það ætti að duga. En
til þess að það gerist þarf allt að ganga
upp. Þetta er samt íþrótt og eins og
allir vita getur allt gerst í íþróttum,“
segir hann, en hefur hann trú á því
að stelpurnar séu komnar þarna til
að gera einhverja hluti? „Ekki spurn-
ing. Þær ætla að njóta stundarinn-
ar en þær eru ekkert bara komnar til
að vera í þeim pakka. Eins og ég hef
sagt við þær þá er auðvelt að gleyma
hlutverkinu sínu á svona löngu móti
en ég sé það á þeim að þær eru mætt-
ar til þess að ná árangri,“ segir Júlíus
Jónasson.
Mættar til að
ná árangri
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, stelpurnar okkar, hefja leik á Evrópumótinu á þriðjudagskvöldið
gegn Króatíu. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á stórmóti. Júlíus Jónas-
son landsliðsþjálfari sér það á stelpunum að þær eru ekki mættar bara til þess að horfa stjörnurnar. Þær
vilja láta taka eftir sér.
tómas þór þórðarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ég finn fyrir mikilli eftir-
væntingu, spennu og
sérstaklega tilhlökkun.
Ábyrgur júlíus jónas-
son stýrir fyrsta íslenska
kvennalandsliðinu á
stórmóti í handbolta.
mYnD EGGErt JóHannEsson
Kátar konur stelpurnar okkar brjóta nú blað í sögu íslenskrar íþróttasögu.
mYnD sIGtrYGGUr arI
Á flugi Karen Knútsdóttir og stelpurnar okkar ætla sér stóra hluti á Em.
mYnD EGGErt JóHannEsson