Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 5. janúar 2011
Northern Lights Energy er íslenskt
fyrirtæki sem vinnur markvisst að
því að gera rafbíla að raunveruleg-
um valmöguleika fyrir íslenska neyt-
endur. Markmiðið er að 31. desem-
ber 2012 geti íslenskir neytendur
valið að kaupa rafbíl án þess að eiga
á hættu að enda rafmagnslausir
úti í vegkanti vegna þess að ekki er
hægt að hlaða bílinn. „Við verðum
með heildstætt hleðslukerfi þar sem
menn geta hlaðið bílana. Við byrj-
um á að setja upp stöðvar á árinu og
stefnan er að setja þær allt í kringum
landið, þannig að þú getur alls stað-
ar hlaðið bílinn,“ segir Gísli Gísla-
son, einn stofnenda og starfsmanna
fyrirtækisins. Áætlun fyrirtækisins er
í þremur stigum og er fyrsta stigi rétt
að ljúka. Gísli segir að vinna síðustu
ára sé að tryggja Íslendingum sæti í
fremstu röð í rafbílavæðingunni.
Hröð og stöðug þróun
Íslendingarnir hafa þegar tryggt sér
umboð fyrir nokkrar rafbílategund-
ir og er um að ræða hreina rafbíla
auk svokallaðra tvinnbíla. Tvinnbíl-
ar eru ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi og
er töluverður fjöldi slíkra bíla í notk-
un hér á landi. Slíkir bílar, á borð við
Toyota Prius, hafa selst vel á undan-
förnum árum. Gísli segir að strax í
lok janúar eða byrjun febrúar muni
Northern Lights Energy hefja inn-
flutning og sölu á rafbílum. Fyrir-
tækið hefur gert samning við einn
af athyglisverðustu rafbílafram-
leiðendum heims, Tesla Motors.
„Samningarnir, sem við erum von-
andi að klára núna, gera okkur kleift
að bjóða upp á Nissan Leaf, Mitsu-
bishi-rafmagnsbílinn og Peugeot-
rafmagnsbílinn og flesta þessara raf-
magnsbíla sem verða í boði í Evrópu
á þessu ári,“ segir Gísli.
Settir saman hér á landi
Íslenska fyrirtækið hefur einnig
tryggt sér samninga við nokkra stóra
framleiðendur um samsetningu á
rafbílum hér á landi. Bílarnir sem
settir verða saman hér á landi verða
notaðir hér og jafnvel í Noregi. „Við
byrjum á því strax á þessu ári að fá
bílana berstrípaða til okkar og við
setjum þá saman,“ segir Gísli. Eitt
fyrirtækjanna sem samið hefur ver-
ið við lætur framleiða bílinn án vél-
ar í Kína, sendir hann svo hingað til
lands, þar sem vélin, sem framleidd
er í Bandaríkjunum, verður sett í bíl-
inn. Bílarnir sem um ræðir eru bæði
svokallaðir borgarjeppar og smá-
bílar. „Á næsta ári verðum við líka
með sendiferðabíla,“ segir hann en
Nor thern Lights Energy hefur gert
samning við fjölda fyrirtækja um
að setja upp hleðslustöðvar við fyr-
irtækin og skipta út hluta bílaflota
þeirra fyrir rafbíla.
Hrein raforka
Bílarnir eiga að ganga á rafmagn-
inu einu saman og verður tryggt að
svokallaðir „plug-in“ tvinnbílar, sem
ganga bæði fyrir hefðbundnu elds-
neyti og rafmagni sem hlaðið er á
bílinn með því að stinga honum í
samband, hafi ávallt aðgang að raf-
magni með því að hafa tiltölulega
stutt á milli hleðslustöðvanna. Slíkt
ætti ekki að vera stórt vandamál
í Reykjavík og ætti rafhleðslan að
duga í nokkra daga við venjulegan
innanbæjarakstur. Raforka á Íslandi
er líka framleidd með umhverfis-
vænum hætti og segja forsvarsmenn
Northern Lights Energy að það muni
hafa umtalsverð áhrif á markmið
ríkisstjórnarinnar um samdrátt í los-
un gróðurhúsalofttegunda að raf-
magnsvæða íslenska bílaflotann,
þótt ekki sé nema að hluta til.
Sparnaður fram í tímann
Helsti Akkilesarhæll rafmagnsbíla
hefur hingað til verið hversu dýrir
þeir eru. Ekki hefur verið ástæða til
að byggja upp net hleðslustöðva þar
sem áhugi neytenda á rafbílum hef-
ur verið af skornum skammti. Núna
er hins vegar að renna upp sá tími
að bílaframleiðendur geti farið að
bjóða rafmagnsbíla á samkeppnis-
hæfu verði. Rafhlöðurnar í bílun-
um eru orðnar minni og ódýrari en
samt sem áður endingarbetri. Líf-
tími slíkra rafhlaðna er þó ekki nema
tíu ár. „Ég held að fáir átti sig á því
að þetta er raunverulega að gerast,“
segir Gísli og bendir á að bílarnir
séu að breytast. „Þeir eru að verða
flottir, hraðskreiðir og fara mjög
langt. Drægnin er í flestum þessum
bílum um 95 prósent af því sem Ís-
lendingar keyra á hverjum degi.“
Rekstrar kostnaðurinn er hins vegar
umtalsvert lægri en á hefðbundn-
um bensín- eða dísilbílum. Að sama
skapi hverfur ýmis rekstarkostnaður
á borð við olíuskipti og alls kyns við-
hald á vélum, sem er skipt út fyrir
rafhlöður.
Hindranir enn í vegi
Enn eru nokkrar hindranir í vegin-
um í rafbílavæðingu á Íslandi. Hug-
arfarsbreytingu þarf til, til að slík
umbreyting getur orðið að veruleika.
Gísli segir þar skipta mestu máli að
fá fólk til að skipta út bílum sínum
fyrir rafbíla næst þegar það kaupi
sér bíl, en ekki endilega að reyna að
skipta út öllum bílaflotanum í einu.
Enn er ekki búið að finna lausn á því
hvaða hleðslukerfi á að notast við, en
til að hægt sé að búa vel um rafbíla-
markaðinn í Evrópu og víðar þarf að
vera sátt um það kerfi. Kostnaðurinn
við bílana er enn tiltölulega hár þó
að hann fari lækkandi og enn drífa
þeir ekki jafnlangt á hverri hleðslu
og hefðbundnir bensín- og dísilbílar.
n Metnaðarfullt verkefni sem snýr að rafvæðingu bílaflotans n Innflutningur á rafbílum hefst á árinu
n Fyrstu bílarnir kynntir í lok janúar eða byrjun febrúar n Ætla að setja upp rafhleðslustöðvar um land allt„Ég held að fáir átti
sig á því að þetta
er raunverulega að ger-
ast.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Rafbílavæðingin
hafin fyrir alvöru
Tesla Gísli Gíslason hjá Northern Lights
Energy við hlið Tesla-bifreiðar sinnar sem
gengur eingöngu fyrir rafmagni.
Rafmagn Hægt er að stinga rafmagnsbíl-
um í samband inni í bílskúr heima hjá sér.
Búnaðurinn Vélbúnaður rafbíls er einfaldur. Að megninu til er hann rafhlöður en vélin sjálf
er á stærð við vatnsmelónu.