Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur H&M sagt skipta við þrælaverksmiðju: Líklega ekkert aðhafst Forsvarsmenn Landsbanka Ís- lands eru ósáttir við uppgjör á búi heildverslunarinnar Dreifingar og íhuga að leita réttar síns. Bankinn er stærsti kröfuhafi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Krist jánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn DV um afstöðu bankans til uppgjörs- ins á búi Dreifingar. „Forsvarsmenn Landsbankans eru mjög ósáttir við hvernig þetta mál hefur þróast og eru að skoða hvort rétt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Líkt og DV greindi frá í síðustu viku gerði matvæla- og drykkjar- vörufyrirtækið Ölgerðin Egill Skallagrímsson ráðgjafarsamning við forstjóra og eiganda Dreifingar, Hauk Hjaltason, um það leyti sem félagið varð gjaldþrota í nóvem- ber. Í ráðgjafarsamningnum felst að Haukur tryggi Ölgerðinni um- boð og samninga við erlenda aðila sem Dreifing hafði áður. Dreifing var meðal annars með samninga við kanadíska matvælafyrirtækið McCain en viðskipti við það fyrir- tæki stóðu fyrir á milli 50 og 60 pró- senta af heildarveltu fyrirtækisins. McCain framleiðir til að mynda franskar kartöflur. Þrotabú Dreifingar, sem Ást- ráður Haraldsson lögmaður stýrir, skoðar nú hvort brotið hafi verið á hagsmunum kröfuhafa fyrirtækisins með viðskiptum Ölgerðarinnar og Dreifingar. Skoða möguleg lögbrot Kristján segir að forsvarsmenn Landsbankans séu meðal annars að skoða hvort eitthvað ólöglegt hafi verið við samninginn á milli Ölgerð- arinnar og Hauks. „Hafi eitthvað ólöglegt verið gert í tengslum við gjaldþrot Dreifingar eða í aðdrag- anda þess, mun bankinn leita réttar síns vegna þeirra gjörða.“ Forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson, sagði við DV í síðustu viku að ekkert ólöglegt hefði verið við viðskiptin og að Haukur ynni að því að ná samningum við fyrrverandi birgja Dreifingar. „Hann er að beita sér fyrir því að þessir að- ilar sem hann hefur verið í áratuga- viðskiptum við geri samninga við okkur. Þetta er bara bisniss fyrir okk- ur og það er ekkert ólöglegt í þessu sem Haukur er að gera.“ Andri vildi ekki gefa upp hversu háa fjárhæð Haukur fengi fyrir ráð- gjöf sína en DV hafði heimildir fyr- ir því að um væri að ræða í kringum 180 milljónir króna. 500 til 600 milljóna skuldir Á meðan Landsbankinn og þrota- bú Dreifingar skoða stöðu sína í Dreifingarmálinu eiga Ölgerðin og fyrrverandi birgjar heildverslunar- innar í samningaviðræðum. Þetta á meðal annars við um samninga við McCain. Haukur tekur þátt í þessum samningaviðræðum fyrir hönd Öl- gerðarinnar, líkt og gert er ráð fyrir samkvæmt samkomulagi hans við matvælafyrirtækið. Um þetta sagði Andri í samtali við DV í síðustu viku: „Við tókum við þessum um- boðum um það leyti sem Dreifing varð gjaldþrota, það er svona einn og hálfur mánuður síðan. Og við höfum smám saman verið að gera samninga við birgja síðan.“ Ætla má að heildarskuldir Dreif- ingar séu á bilinu 500 til 600 millj- ónir króna og er Landsbankinn langstærsti kröfuhafi félagsins líkt og áður segir. Ástráður veit ekki nákvæmlega hversu miklar eignir munu fást upp í skuldir Dreifingar en ætla má að kröfuhafar fyrirtækis- ins þurfi að afskrifa talsvert af kröf- um sínum vegna gjaldþrots félags- ins. n Landsbankinn skoðar réttarstöðu sína í Dreifingarmálinu n Bankinn hyggst leita réttar síns reynist hafa verið gengið á rétt hans n Fyrrverandi forstjóri Dreifingar vinnur við að tryggja Ölgerðinni umboð Dreifingar n Dreifing varð gjaldþrota í nóvember „Mjög ósáttir“ við Dreifingarmálið „Hafi eitthvað ólög- legt verið gert í tengslum við gjaldþrot Dreifingar eða í aðdrag- anda þess, mun bank- inn leita réttar síns vegna þeirra gjörða. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Bankinn skoðar stöðu sína Forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson, taldi ekkert athugavert við ráðgjafarsamning- inn við Hauk Hjaltason, fyrrverandi forstjóra Dreifingar, þegar DV ræddi við hann í síðustu viku. Minna virði Bú Dreifingar er minna virði en áður þar sem samningar við erlenda birgja fylgja ekki. Stærsti kröfuhafi Dreifingar er Landsbankinn sem Steinþór Pálsson stýrir. „Fólk sem framleiðir föt fyrir H&M vinnur fyrir 238 krónur á dag. Það er ástæða þess að fötin eru ódýr,“ segir Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmd- astýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Eru þetta viðbrögð hennar við fréttum af áhuga H&M á því að opna verslun hér á landi. Þetta kemur fram í pistli sem hún skrifar frá Svíþjóð og er birtur á Smugunni. „Í september lögðu 10.000 manns niður vinnu í Kambódíu til að freista þess að hækka lágmarks- laun en ríkisstjórn Kambódíu setti lög á verkfallið,“ segir hún, en í októ ber birtust fréttir um launakjör fólks sem vinnur í verksmiðjum í Kambódíu sem framleiða föt fyrir H&M í Svíþjóð. „Ég held að við myndum almennt séð taka því fagnandi ef nýir aðilar sjá tækifæri í því að koma hingað. Það stækkar markaðinn og gerir viðskipta- lífið öflugara,“ segir Andrés Magnús- son, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu. Hann dregur í efa að eitthvað í þessa veru myndi hafa áhrif á starfsleyfi fyrirtækisins hér á landi en bendir á að almenningsálitið gæti orðið neikvætt og að það geti haft mikil áhrif. „Við höfum heimild í lögum okkar til að hafna fyrirtækjum sem sækja um hjá okkur, það er líka heimild í okkar lögum til að víkja fyrirtækjum úr sam- tökunum, ef við teljum starfsemi þeirra ekki samboðna virðingu okkar.“ adalsteinn@dv.is Til Íslands? Forsvarsmenn H&M komu nýlega til Íslands til að skoða hugsanleg verslunarrými fyrir H&M-verslun í Reykjavík. Fleiri konur leituðu aðstoðar Mun fleiri konur en karlar leit- uðu sér aðstoðar hjá hjálparsam- tökum í formi matarúthlutunar þann 24. nóvember síðastliðinn. Hlutfall kvenna var um 57 pró- sent á móti rúmum 42 prósent- um karla. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnunina að beiðni velferðarráðuneytisins. Ætla má að 800 manns hafi leitað sér aðstoðar þennan dag. Flestir voru á aldrinum 30–50 ára. Um sjö prósent hópsins voru í laun- aðri vinnu og um fjögur prósent á eftirlaunum. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum sögðust hafa haft undir 150.000 krónum í heildar- tekjur fyrir skatt, mánuðinn fyrir könnunina. Íslendingar svartsýnir Samkvæmt skoðanakönnun sem BVA-Gallup framkvæmdi í 53 lönd- um eru Íslendingar mjög svartsýn- ir miðað við aðrar þjóðir. Í könn- uninni var meðal annars spurt um efnahagshorfur og horfur á vinnu- markaði. Íslendingar sitja í öðru sæti listans á eftir Frökkum sem eru svartsýnastir. Bretar eru í þriðja sæti. Þjóðverjar eru bjartsýnastir sam- kvæmt könnun BVA-Gallup en ofar- lega á listanum voru til dæmis Víet- namar, Nígeríumenn og Kínverjar. Tveimur sleppt úr haldi Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði á þriðjudag tvo menn í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna skot- árásar á hús við Ásgarð á aðfangadag jóla. Voru mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. febrúar. Lögregl- an fór fram á að tveir menn sem eru grunaðir um aðild að málinu sættu einnig áframhaldandi varðhaldi. Dómari féllst hins vegar ekki á þá kröfu og hefur þeim nú verið sleppt. Mennirnir hafa allir játað aðild að málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.