Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 5. janúar 2011 Miðvikudagur Skinka með samloku „Hann sýndi okkur að hann kann enn nokkrar æfingar þó svo að hann sé kominn á sextugsaldurinn og var með nokkrar af sínum uppáhalds í dag.“ n Guðjón Valur Sigurðsson um landsliðsþjálfarann Guðmund Þórð Guðmundsson sem lét strákana okkar taka á því á fyrstu æfingu liðsins fyrir HM. – Fréttablaðið „Ég get stað- fest það að ég á von á barni með kærasta mínum, Pétri Rúnari.“ Eitt sinn fegursta kona heims, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, núverandi meistaranemi í lögfræði, er með barni. – Fréttablaðið „Ritstjórinn heldur greini- lega að hann geti sent slepjulega sjálfsréttlæt- ingarpistla sína í smá skömmtum til þjóðarinn- ar.“ n Hilmar Jónsson bloggari var ósáttur við viðtal Viðskiptablaðsins við Davíð Oddsson. – Morgunblaðið „Það verður meiri hasar, meiri lífshætta.“ n Sigurjón Kjartansson, handritshöf- undur Pressu 2, sem verður sýnd á Stöð 2 í mars. Leikstjórar og leikendur kíktu á DV milli jóla og nýárs til að sækja sér innblástur. – DV „Þú ert ógeðsleg mann- eskja ég horfði á þig faðma og kyssa manninn minn að sjúklegri nautn.“ n Brot úr tölvupósti sem Jónína Benediktsdóttir sendi talskonu kvenna sem bera Gunnar Þorsteinsson sökum um kynferðislega áreitni. – Pressan Draugur Steingríms Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstri grænna, stend-ur nú frammi fyrir því að glíma við sinn eigin draug í líki Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ás- mundar Einars Daðasonar. Þau þrjú í Vinstri grænum, sem hafa neitað að samþykkja fjárlaga- frumvarpið, eru í sjálfu sér ekki að gera neitt rangt með því að neita að samþykkja það. Gagnrýnin á „vitringana þrjá“ hefur yfirleitt snúið að því að rangt sé af þeim að styðja ekki ríkisstjórnina. Það er hins veg- ar ekkert rangt við það í sjálfu sér að hafa aðra skoðun en leiðtogi flokks- ins. Foringjaræðið innan Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar var ein af meg- inástæðum gagnrýnisleysisins sem skapaði aðstæður fyrir efnahagsból- una og hrunið. Hluti af hreinsuninni var að fá til valda leiðtoga sem fóstr- uðu gagnrýna umræðu. Steingrím- ur J. Sigfússon formaður hefur leyft andstöðuna og umræðuna. Vandi Steingríms er að Lilja, Ás- mundur og Atli eru hin sönnu vinstri grænu. Þau eru eins og hann var sjálf- ur fyrir valdatökuna. Jafnvel andstaða þeirra við fækkun opinberra starfa í of- urskuldugu kreppulandi með góðær- isútgjöld er vinstri-grænni en stefna Steingríms í dag. Ein megingagnrýnin í yfirlýsingu þeirra fyrir jól var að fjár- lagafrumvarpið gerði ráð fyrir fækkun opinberra starfa um hátt í þrjú þús- und á tveimur árum. Opinber störf voru tæplega 19 þúsund í lok árs 2009, en aðeins tæplega 14 þúsund fyrir tíu árum. Við erum því í góðærisfasa þeg- ar kemur að opinberum störfum. Steingrímur J. framfylgir nú stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stórum hluta. Hann er nú talsmaður raunsæis og öryggis. Hann hefur tekið þá af- stöðu að fara áhættuminnstu leiðina. Hann gerði það í Icesave-málinu þeg- ar hann reyndi að semja sem hraðast og hann gerði það líka þegar kom að gjaldeyrissjóðnum. Á hinn bóginn eru „vitringarnir þrír“ fylgjandi áhættumeiri leiðinni í efnahagslegum skilningi, því að hætta jafnvel samstarfi við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og skera ekki niður í velferð- arkerfinu. Í því felst meiri óvissa. Þegar allt kemur til alls er þetta það sem aðskilur þau helst. Steingrímur og hans fólk vilja lágmarka áhættu, hin þrjú vilja taka sénsinn og kasta Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Kannski hef- ur Steingrímur rétt fyrir sér út frá raun- veruleikanum, en vitringarnir hafa rétt fyrir sér út frá hugsjónum vinstri grænna. Einu sinni var Steingrímur hug- sjónamaður, óspjallaður af ábyrgð. Þau þrjú eru eins og Steingrímur J. sprelllifandi úr fortíðinni. Hans eig- in draugur ásækir hann, draugur þess Steingríms sem vildi kasta Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum úr landi. Silfurfat sægreifanna n Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra fær stuðning úr óvæntri átt við að taka aflaheimildir út úr kvótakerfinu og leigja í nafni almennings. Emil Thoraren- sen, fyrrverandi stjórnarmaður í LÍÚ, tjáði sig á DV.is um stöðu Jóns. „Sem ráð- herra sjávar- útvegsmála hefur Jón haft þor og kjark til að framkvæma leiðréttingu, vilja mikils meirihluta þjóðarinnar vegna stærsta ráns Íslandssögunn- ar, sem sægreifarnir fengu rétt á silf- urfati, með sértækri hjálp Kristjáns Ragnarssonar hjá LÍÚ, hættulegasta sjávarútvegsráðherra landsins í ára- tugi,“ segir Emil og víst er að göml- um félögum hans rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Vottorð saksóknara n Mál Catalinu Ncogo er með þeim allra dularfyllstu. Mikil leynd hvíl- ir yfir því hvaða einstaklingar hafa verið dæmdir sekir í málinu. DV upplýsti á mánudaginn að átta viðskiptavin- ir hennar væru saklausir vegna þess að viðskipt- in áttu sér stað áður en ný lög um hórur og hórkarla tóku gildi. Dæmi eru um að þeir einstaklingar sem í hlut eiga hafi fengið uppáskrif- að vottorð frá saksóknara um að þeir séu ekki grunaðir í málinu eða vitni. Óvissa ráðherrans n Fyrir ári virtist mörgum foringja- kreppa í uppsiglingu innan Sam- fylkingarinnar. Jóhanna Sigurðar- dóttir var að sjá hundþreytt, og virtist helst vilja hætta. Stöðugur orðrómur var um að hún gæti ekki hugsað sér að halda áfram að smala villiköttum VG í hvert sinn sem mikilvægt mál kom upp. Þeir tveir sem einkum höfðu verið líklegir til að slást um formennsku voru Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og vara- formaður, og Árni Páll Árnason. Þeir hafa nú tapað pólitískri vigt og eru almennt álitnir vera úr leik að sinni. Ólíklegt er jafnvel að Árni Páll lifi af næstu ráðherrahrókeringu þegar atvinnuvegaráðuneytið verður sett á stofn og þarf að fækka ráðherrum. Jóhanna í banastuði n Össur Skarphéðinsson, valdamesti maður Samfylkingar á eftir Jóhönnu, hefur þverneitað að hann vilji taka við af Jóhönnu og ítrekað sagt að hann vilji fylgja ESB-umsókninni á enda. Guðbjartur Hannesson, sem er í miklum metum hjá formann- inum, hefur þá verið nefndur sem mögulegur biðleikur, og sumir hafa velt fyrir sér Ólínu Þorvarðardóttur sem annaðhvort formanni eða vara- formanni. Nú virðist Jóhanna hins vegar vera að ganga í endurnýjun lífdaga. Hún hefur verið í banastuði um áramótin og lýst stríði á hend- ur sægreifunum og Mogganum og nýtur óskoraðs stuðnings ráðherra sinna og þingflokks. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 rEykjaVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Er kuldi í kortunum? „Það er hálfgerð ísöld, með frostrósum en hlýju í hjarta,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur en það sem af er fyrstu viku ársins hefur kuldi bitið landann. Spurningin Bókstaflega Einn allra besti stjórnmála-maður á Íslandi er Jón Gnarr. Borgarstjórinn ástsæli lofaði spillingu í stjórnmálabaráttunni. Þvert á það sem gerist hjá öðrum flokkum stóð hann við loforðin og spillingin grasserar sem aldrei fyrr. Jón Gnarr nefndi það sem ástæðu fyrir framboði sínu að hann vildi fá rólega og vel borgaða innivinnu auk bitlinga. Nú er allt þetta komið á dag- inn auk þess að hann þiggur 100 þúsund krónur á mánuði fyrir að mæta hugsanlega á fundi hjá slökkviliðinu. Og hann er með bíl til einkanota sem kostar milljón- ir og að öllum líkindum einka- bílstjóra. Alveg eins og allir hinir spillingarkólfarnir sem voru á undan. Og Jón borgarstjóri hefur fengið valdsmannsbrag. Pólitískir öfundarmenn Jóns segja nú frá uppnámi sem varð vegna samloku. Kokkurinn í Ráðhúskaffi er flúinn undan ofríki hans og einhver annar kominn í eldhúsið í staðinn. Hermt er að Jón, í allri sinni tign, hafi komið í kaffiteríuna þar sem hann beið auðmjúkur eftir afgreiðslu. Þeg- ar afgreiðslumaðurinn loksins sá borgarstjórann pantaði hann þann alþýðlega skyndibita samloku með skinku og osti. Svo illa vildi til að pöntunin gleymdist. Þarna stóð borgarstjórinn eins og illa gerður hlutur án þess að bólaði á pönt- uninni. Þetta var auðvitað óboðleg framkoma við æðsta mann borg- arinnar. Þegar mistökin uppgötv- uðust dugði ekkert „sorrí“ að því er heimildir herma. Borgarstjórinn fór fram á að fá langþráða samlok- una senda á skrifstofu sína. Við því var orðið. Þegar pöntun Jóns barst loks-ins á skrifstofuna segir sagan að það hafi orðið uppnám. Samlokan sem átti að innihalda bæði ost og skinku var gölluð. Það vantaði skinkuna að öðru leyti en því að það var skinka sem kom með samlokuna. Borgarstjóranum var algjörlega ofboðið vegna þessa og það heyrðist þá gnarr í Ráðhús- inu. Kokkurinn í Ráðhúskaffi er hættur störfum og skinkan fór sömu leið. Hann hrökklaðist út á land, bæði sár og reiður vegna örlaga sinna. Borgarstjórinn hefur aftur á móti sýnt hvað í honum býr. Hann stendur við kosningaloforð sín og er húsbóndi í sínu ráðhúsi. Svarthöfði Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Vandi Steingríms er að Lilja, Ás- mundur og Atli eru hin sönnu vinstri grænu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.