Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólkið 5. janúar 2011 Miðvikudagur F ramleiðslufyrirtækin Zik- Zak og Filmus sem standa að gerð myndar byggðrar á bók Stefáns Mána, Svart- ur á leik, hafa fengið leikarann Damon Younger til að taka að sér hlutverk illmennisins og skíthæls- ins Brúnós. Leikarinn Damon Younger sló í gegn í myndinni Strákarnir okkar þar sem hann lék Ása sækó á eftir- minnilegan hátt. Síðustu misserin hefur hann verið að taka ljósmynd- ir og ferðast, leikið í stuttmyndum og í myndinni Tími nornarinnar. Damon líst vel á að taka að sér hlutverkið „Brúnó er dökkur kar- akter og ég held að þetta sé mjög spennandi tækifæri til að sjá heim- inn út frá ákveðnu sjónarhorni.“ En hefur Damon lesið bókina? „Já og þetta er frábær bók. Ég hef hitt Stefán Mána, en efast um að hann muni eftir mér.“ Enn hefur ekki verið ráðið í öll hlutverk en staðfest hefur verið að Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Jóhannes Haukur fara með burð- arhlutverk í myndinni. Tökur hefj- ast með vorinu. Hlakkar til að leika skíthæl- inn Brúnó Leikarinn Damon Younger: Logi verður HM- sérfræðingur Handboltahetjan og silfurdrengurinn Logi Geirsson verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports á meðan heimsmeistara- mótið í handbolta stendur yfir í Svíþjóð. Logi er meiddur og fer því ekki með á mótið. Mun Logi verða í fjögurra manna sérfræðingateymi Þorsteins J. sem heldur utan um upphitun og eftirmála leikjanna á hverjum degi. Hinir sérfræðingarnir eru Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður og Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræð- ingur og fyrrverandi leikmaður Vals. „Það er náttúrulega hræðilegt að Logi fer ekki með út en það kemur alltaf maður í manns stað. Við getum þó allavega notið hans í settinu hjá okkur,“ sagði Þorsteinn J. við DV í gær. Trúlofaður landsliðsmaður Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, trúlofaðist kærustu sinni, Ásu Maríu Reginsdóttur, á gamlárskvöld. Vinkona parsins, fjölmiðladrottningin og rithöfund- urinn Tobba Marínós, greindi frá því á bloggsíðu sinni. Emil og Ása búa í Verona þar sem Emil spilar knatt- spyrnu í þriðju efstu deild ítalskrar knattspyrnu. Emil er uppalinn í Hafnarfirði og varð Íslandsmeistari með FH árið 2004. Hann hefur síðan þá leikið með Tottenham, Malmö, Reggina og Barnsley. Þá á hann að baki tuttugu og níu landsleiki en í þeim hefur hann skorað eitt mark. Ornella Thelmu-dóttir hefur snúið baki við ljós- myndafyrirsætuferli sínum og stefnir hátt í leiklistinni. Ornellu var boðið að sitja fyr- ir í Playboy tímaritinu sem hún og þáði á sín- um tíma. Hún segist þó ekki sjá eftir neinu. „Ég sé aldrei eftir neinu, ég er ekki þannig gerð. Ég verð að fá að prófa mig áfram á meðan ég finn út hver ég er. En leiklistin hefur nú tekið við og það er vegna þess að hún hefur algerlega heillað mig. Að fá að læra leiklist fyllir mig orku á hverjum degi.“ Dáist að Chaplin Ornella nemur leik- listina í einkareknum skóla, British Theater Comedy School í Kaup- mannahöfn. Hún hef- ur sérstaklega gaman af þeim áherslum sem þar eru á líkamlega tjáningu. „Ég læri loftfimleika og leik- list með líkamstjáningu og einna skemmtilegasti hluti námsins eru trúðafræðin, eða Commedia dell‘arte.“ Ornella segist dást að þeirri margbreytilegu tækni sem felst í trúðsleikn- um og nefnir Chaplin sem dæmi um fyrir- mynd. „Þessi tækni er ótrúlega fjölbreytt og mér þykir gaman að takast á við trúðsleik- inn því hann er bæði krefjandi og skemmti- legur.“ Ornella stefnir á að starfa sem leikkona í framtíðinni og allt útlit er fyrir að það gangi að óskum. „Ég er að fara til Bristol á næstu dögum í prufu fyrir leikrit. Ég get ekki sagt meira frá því á þessu stigi en það gæti verið spennandi tækifæri fyrir mig.“ n „Hætt að sitja fyrir á nektar- myndum n Stefnir hátt í leik- listinni n Sér ekki eftir neinu Ornella Thelmudóttir: Lærir látbragð og trúðalistir Leiklistin heillar Ornella hefur nú þegar verið boðuð í leikprufu, þrátt fyrir að hafa aðeins stundað námið í um hálft ár. MYnD björn bLönDaL Hætt að sitja fyrir Ornella segist ekki sjá eftir neinu en leiklistin sé nú í fyrsta sæti. MYnD björn bLönDaL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.