Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur Bubbi vill fá lögin sín frá bankanum n Nokkrir þekktustu tónlistarmenn Íslands seldu hugverkaréttinn á tónlist sinni til Baugs 2006 n ALMC, áður Straumur, er við það að leysa réttinn til sín n Bubbi Morthens vill eignast hugverkaréttinn á tónlist sinni aftur Bubbi Morthens tónlistarmaður vill kaupa aftur réttinn á lögum sínum frá fjárfestingarbankanum ALMC, áður Straumi-Burðarási. ALMC eignast réttinn á lögum Bubba og níu annarra landsþekktra tónlist- armanna, meðal annarra Gunnars Þórðarsonar og Stefáns Hilmars- sonar, eftir að fjárfestingarbankinn tekur formlega yfir Baugsfélagið Á bleiku skýi á næstunni. Starfsmenn ALMC, Brynjar Hreinsson og Birna Káradóttir, settust í stjórn Á bleiku skýi í lok september í fyrra. Einka- hlutafélagið á Hugverkasjóð Ís- lands ehf. sem heldur utan um rétt- inn á tónlistinni. Tónlistarmennirnir seldu réttinn á lögum sínum inn í Hugaverkasjóð Íslands árið 2006 og fengu í stað- inn lán frá Baugi upp á samtals 150 milljónir króna. Bubbi Morthens fékk hæstu upphæðina fyrir rétt- inn, 36 milljónir króna. Hugmynd- in með viðskiptunum var sú að stef- gjöldin vegna laga listamannanna myndu renna til Hugverkasjóðs- ins og borga niður lánin til tónlist- armannanna á tíu árum. Í tilkynn- ingu frá Baugi um viðskiptin árið 2006 var sagt að markmið sjóðsins væri að efla íslenskt tónlistarlíf og veita listamönnunum aukið svig- rúm til sköpunar nýrra höfundar- verka. Eftir þetta tíu ára tímabil áttu tónlistarmennirnir að fá réttinn á tónlist sinni til baka. Í kjölfarið á gjaldþroti Baugs og tengdra félaga mun Á bleiku skýi enda sem eign ALMC, áður Straums. Nauðasamningar Straums voru samþykktir um mitt ár í fyrra og vinna starfsmenn bankans að því að gera búið upp og selja eignir þess til að hámarka endurheimtur kröfuhafa. Stærsti hluthafi Straums fyrir hrun var Björgólfur Thor Björ- gólfsson fjárfestir. Bubbi og Gunnar vilja lögin sín Bubbi segist ólmur vilja kaupa aft- ur réttinn á lögum sínum. „Auð- vitað hef ég áhuga á því. Ég ætla svo sannarlega að vona að ég geti keypt réttinn til baka. Stefgjöldin mín hafa farið í það að borga nið- ur upphæðina sem ég fékk á sínum tíma og ég held að það hafi geng- ið vel. Nú ætla ég að fara af stað og sjá hvað ég get gert í þessu,“ segir Bubbi aðspurður. Gunnar Þórðarson segist sömu- leiðis vilja eignast hugverkarétt- inn á lögum sínum aftur. „Já, ég hef áhuga á því. En svo er spurn- ing hvernig maður fer að því,“ seg- ir Gunnar en hann fékk 27 milljón- ir króna fyrir hugverkaréttinn þegar hann seldi sjóðnum hann á sínum tíma. Björn Jörundur Friðbjörnsson, meðlimur Nýdanskrar, sem einnig seldi réttinn á tónlist sinni á sínum tíma, segir hins vegar að breyting- ar á eignarhaldi Hugverkasjóðs Ís- lands breyti engu um þann samn- ing sem hann gerði þegar hann seldi hugverkaréttinn til sjóðsins á sínum tíma. Björn Jörundur fékk 9,5 milljónir króna fyrir réttinn. „Réttur inn fer bara til baka þeg- ar samningurinn er búinn, alveg sama hver á hann,“ segir Björn Jör- undur. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til þess að ná réttinum aftur til sín áður en samningstímanum lýkur. Hann segist heldur ekki hafa ráð á því að kaupa réttinn aftur. „Ég hef ekki efni á því þannig að ég er ekkert að pæla í þessu.“ Rétturinn verður seldur Samkvæmt upplýsingum frá ALMC hyggst bankinn selja eignirnar sem eru inni í Á bleiku skýi þegar þar að kemur. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um hvenær þess- ar eignir verða seldar og eru eng- ar viðræður hafnar um sölu þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- festingarbankanum munu form- leg eignaskipti á Á bleiku skýi eiga sér stað á næstunni en samkvæmt öllum opinberum upplýsingum er eigandi Á bleiku skýi ennþá dótt- urfélag Baugs, Stoðir Invest. En Straumur, nú ALMC, á veð í eign- um félagsins sem bankinn mun brátt leysa til sín. Baugur lánaði Á bleiku skýi 150 milljónir króna á sínum tíma og var sú upphæð notuð til að greiða tónlistarmönnunum fyrir réttinn á lögum þeirra. Á fyrri hluta árs 2008, þegar eignum Baugs var skipt upp á nokkur önnur félög, fluttist eign- arhaldið á félaginu yfir til Fjárfest- ingarfélagsins Gaums og þaðan til Stoða Invest og tók það félag jafn- framt við láninu sem áður hafði verið við Baug. Skuldin við Stoðir Invest nemur rúmum 62 milljónum króna í dag samkvæmt ársreikningi Á bleiku skýi fyrir árið 2009. Stjórnarmenn Á bleiku skýi, Kristín Jóhannesdóttir, Hreinn Loftsson og Þórdís Jóna Sigurðar- dóttir, sögðu sig öll úr stjórn félags- ins á mánuðunum eftir efnahags- hrunið haustið 2008. Standa ekki vel Staða Á bleiku skýi er ekki mjög góð í dag. Félagið tapaði tæpum sjö millj- ónum króna árið 2009 og er eigið fé þess neikvætt um rúmlega 61 millj- ón króna. Hlutafé félagsins er rúmar 100 milljónir króna. Á bleiku skýi á aðrar eignir líka þótt Hugaverkasjóð- urinn sé stærsta eign félagsins. Hug- verkasjóðurinn sjálfur stendur held- ur ekki mjög vel. Tap félagsins nam 26 milljónum króna árið 2009, eign- irnar námu tæpum 200 milljónum króna og var eigið fé félagsins nei- kvætt um nærri 80 milljónir króna. Félögin sem halda utan um hug- verkaréttinn á tónlist listamann- anna níu standa því alls ekki mjög vel. Sú staðreynd að bankinn sem heldur utan um félögin sem eiga þessi hugverkaréttindi er í upp- gjörsferli eftir samþykkt nauða- samninga þýðir að bankinn mun vilja selja sem mest af eignum sín- um á eins háu verði og mögulegt er. Hugverkarétturinn mun því að öllum líkindum enn skipta um hendur á næstunni. Í einhverjum tilfellum er hugsanlegt að tónlist- armennirnir sjálfir reyni að kaupa réttinn, ef þeir geta fjármagnað slík kaup það er að segja, en jafnframt er ekki hægt að útiloka að réttur- inn verði seldur þriðja aðila. Lög tónlistarmannanna gætu því hald- ið áfram að vera á vergangi í kjölfar hrunsins 2008, áður en þau rata aft- ur til höfunda sinna eftir um sex ár, í lok samningstímans. Gunnar Þórðarson 27 milljónir Bubbi Morthens 36 milljónir Stefán Hilmarsson 23,5 milljónir Jón Ólafsson 6,5 milljónir Valgeir Guðjónsson 17 milljónir Eyþór Gunnarsson 11 milljónir Helgi Björnsson 7 milljónir Jakob Frímann Magnússon 7 milljónir Björn Jörundur 9,5 milljónir Guðmundur Jónsson 18 milljónir Hugverkasjóðsmenn Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég ætla svo sannar- lega að vona að ég geti keypt réttinn til baka. Lög á vergangi Hugverkarétturinn að tónlist Bubba Morthens hefur verið á vergangi síðastliðin ár, fór fyrst til Milestone, þaðan til Baugs og svo áfram til Straums. Lög Gunnars Þórðarsonar og Björns Jörund- ar Friðbjörnssonar eru einnig eign Straums í dag. Stýrðu sjóðnum Hugverkasjóður Íslands var í eigu Baugs og síðan Gaums. Hér sjást Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannes- dóttir, tveir af helstu eigendum Baugs og Gaums.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.