Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval Sleppa með arðinn Á árunum fyrir íslenska efnahagshrun- ið árið 2008 voru greiddar út gríð- arlegar fjárhæðir í arð til hluthafa fjármálafyrirtækja og eignarhalds- félaga. Í sum- um tilfellum námu arðgreiðslurnar milljörðum króna á einstökum árum á meðan þær hlupu á tugum eða hundruðum milljóna króna í öðrum tilfellum. Flest þessara fyrirtækja eru gjaldþrota í dag, eru í fjárhags- legri endurskipulagningu eða í eigu nýrra aðila. Meðal hæstu arðgreiðsln- anna til einstaklinga á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið má nefna þriggja milljarða arð sem eignar- haldsfélag Hannesar Smárasonar í Hollandi, Oddaflug B.V., fékk vegna rekstrarársins 2006 hjá FL Group. Fæddi barnið í heita pottinum Eva Björg Sigurð- ardóttir lenti í þeirri óvenjulegu lífsreynslu að fæða barn í heita pottinum í garð- inum heima hjá sér í Grindavík á gamlársdag. Það var faðir barnsins, Rafn Franklín Arnarson, sem tók á móti syni sín- um í pottinum en fyrir áttu þau tvo stráka. Nágrannakona sem vakn- aði við umstangið sagði Evu að hún hefði hreinlega farið að gráta af gleði þegar hún áttaði sig á að hún væri að verða vitni að fæðingu og fannst þetta mögnuð upplifun. Hin nýja auðstétt hrunsins Tólf skila- nefndar- og slitastjórn- armenn í stóru bönkunum sem féllu haustið 2008 högnuð- ustu samanlagt um 460 milljónir króna árið 2009. Allir reka þeir einkahlutafélög og afla tekna í gegnum þau. Að jafnaði gat hver og einn þeirra haft um 3,2 milljónir króna á mánuði í gegn- um einkahlutafélögin. Árstekjur hvers og eins geta verið mun hærri afli þeir einnig tekna annars staðar. Árstekjur þeirra geta hins vegar ekki verið lægri en ársreikningarnir gefa til kynna. Fréttir vikunnar í DV F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fengu milljarða í beinhörðum peningum: Þeir SLePPA MeÐ ArÐiNN 3.–4. janúar 2011 1. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. Mánudagur og þriðjudagur Pálmi Haraldsson Úttekt 2–3 n Starfsmenn Kaupþings borguðu ekki hlutabréfin en fengu samt arð n Kröfuhafar geta ekki náð í arðinn n arðgreiðslur réðust af uppblásnu hlutabréfaverði Ágúst Guðmundsson Ólafur Ólafsson Hannes Smárason Sigurður Einarsson Hreiðar Már Sigurðsson Átta viðskiptavinir Catalinu saklausir n Heimsend þjónusta kostaði 40 þúsund krónur Fékk koss hjá Cavalli Sunddrottningin Ragnheiður: n Eldsvoði á Akureyri: Bjargaði fjórum úr brenn- andi húsi Fólk 26 Dýrara að lifa 2011 Neytendur 14–15 Fókus 20 Jón Viðar dæmir Lé konung Stóru stundir áratugarins Sport 24–25 Forkólfar hrunsins komust undan með milljarða Hörð átök um framtíð Jóns á ráðherrastóli n Forsætisráðherra stendur fast við áform um fækkun ráðuneyta jón Ásgeir jóhannesson Kristján arason Björgólfur Th or Björgólfsson Björgólfur Guðmundsson Leynigögn 4 Fréttir 10 Fréttir 8 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Hagnast í föllnu bönkunum GRÆÐA Á TÁ OG FINGRI 5.–6. janúar 2011 2. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. miðvikudagur og fimmtudagur n Tólf nefndarmenn fengu 460 milljónir Fréttir 2 n Þrefalda hagnað sinn milli ára Steinunn Guðbjartsdóttir Árni Tómasson Ársæll Hafsteinsson jóhannes r. jóhannesson Lárentsínus Kristjánsson Halldór H. Backman Kristinn Bjarnason Heimir Haraldsson Herdís Hallmarsdóttir Ólafur Garðarsson 63 milljónir 42 milljónir 56,7 milljónir 19,1 milljón 39,4 milljónir 52,3 milljónir 52 milljónir 33,6 milljónir 22,4 milljónir 53 milljónirNýjA yFIRsTéTTIN í skIlANeFNduNu m bestu útsölurnar Ornella: kveÐuR NekTINA Fólkið 26 n allt að 80% lækkun n Meiri lækkun en áður FÆddI bARNIÐ í heITA pOTTINum Fréttir 4 Enga Euro- vision- umræðu! Guðmundur þjálfari: n Hitað upp fyrir HM Sport 24–25 Schwarzenegger kveður: „HaSta La viSta!“ Erlent 16–17 Jón Gnarr og Hanna fá nýjan metanbíl Fréttir 10 n Skilur Kaliforníu eftir í skuldasúpu Neytendur 14–15 Fréttir 12 bubbi vill kaupa TóNliSTiNa aFTur 4 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur Ólafur Gottskálksson tekinn af lögreglu vegna líkamsárásar: Sleppt að lokinni skýrslutöku Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Eva Björg Sigurðardóttir lenti í þeirri óvenjulegu lífsreynslu á gamlársdag að fæða barn í heita pottinum í garðin- um heima hjá sér í Grindavík. Það var faðir barnsins, Rafn Franklín Arnar- son, sem tók á móti syni sínum í pott- inum en fyrir eiga þau tvo stráka. Ætlaði að eiga heima „Við ætluðum að eiga hann hérna heima og vorum búin að vera með til- búna fæðingarlaug hér inni í þrjár vik- ur. Við ætluðum að hafa þetta mjög náttúrulegt með kertaljósum, rólegri tónlist og ilmolíum og það átti að koma ljósmóðir,“ segir Eva Björg en af fyrri reynslu bjóst hún við að fæðingin tæki talsvert langan tíma. „En svo vakna ég með verki klukk- an sex að morgni gamlársdags og fer á fætur um hálfsjö. Ég sendi ljósmóður- inni smáskeyti um að ég sé að byrja að fara af stað og hún hringir í mig róleg og segir mér að hafa samband ef eitt- hvað breytist. Ég er síðan inni í um það bil 40 mínútur en ákveð síðan að fara í pottinn úti í garði til að lina verkina og svo að maðurinn minn geti gert allt tilbúið fyrir fæðinguna hérna inni á meðan.“ Kom syndandi út Eva Björg var búin að vera í fimmtán mínútur í heita pottinum þegar hún fann að barnið væri að fara að fæð- ast. Þá kallaði hún í Rafn Franklín og sagði honum að hann yrði að koma út og taka á móti barninu. Hann hringdi strax í ljósmóðurina sem býr á Vatns- leysuströnd og lagði hún strax af stað. „Síðan líða um 10 mínútur og þegar maðurinn minn sér hausinn vera að koma hringir hann í ofboði aftur í ljós- móðurina sem var ókomin. Hún talar hann í gegnum þetta og biður hann um að segja mér að vera bara róleg og bíða eftir næstu hríð. Maðurinn minn kraup síðan við pottinn og í sömu andrá og strákurinn kom syndandi út kom mamma hlaupandi fyrir hornið. Þannig að klukkan hálfátta á gamlárs- dagsmorgun vorum við með nýfætt barn hérna í pottinum úti í garði. Þetta var alveg æðislegt,“ segir nýbakaða móðirin og ljómar. Grét af gleði Nágrannakona sem vaknaði við um- stangið sagði við Evu að hún hefði hreinlega farið að gráta af gleði þegar hún áttaði sig á því að hún væri vitni að fæðingu og fannst þetta mögnuð upplifun. Ljósmóðirin hafði hringt í sjúkrabíl til vonar og vara ef drengurinn þyrfti að komast fljótt undir læknishend- ur og komu sjúkraflutningamenn- irnir skömmu eftir að drengurinn var kominn í heiminn. Þeir hurfu þó fljót- lega frá þar sem bæði móður og barni heilsaðist vel. Ljósmóðirin kom einn- ig fljótlega á staðinn og var hjá Evu á meðan hún fæddi fylgjuna í pottin- um. „Þetta var bara yndislegt og hálf- tíma eftir fæðinguna fékk ég mér ristað brauð með graflaxi og kaffi inni í eld- húsi. Við erum alveg í skýjunum.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var færður á lögreglu- stöðina í Reykjanesbæ á nýársdags- morgun, grunaður um að hafa í fé- lagi við annan mann brotist inn á heimili í bænum þar sem íbúi lá sof- andi og ráðist á hann. Ekki er vitað um tilefni meintrar árásar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjanesbæ barst til- kynning klukkan 8.44 á nýársdags- morgun um að verið væri að ráðast á mann á Hafnargötunni í Keflavík. Lögreglumenn fóru á staðinn en urðu einskis varir. Í lögregluskýrslu kemur fram að lögreglumenn hafi síðar fengið upplýsingar um að árás- in ætti sér stað á heimili manns við götuna. Lögreglan fór inn á heimil- ið og var Ólafur færður á lögreglu- stöðina í viðtal en fékk að fara heim að því loknu. Í lögregluskýrslu segir að fórnarlamb árásarinnar hafi ver- ið með smávægilega áverka í andliti en hafi ekki viljað þiggja aðstoð frá lögreglu á vettvangi. Meint árás hef- ur ekki verið kærð og mun lögregl- an ekkert aðhafast fyrr en kæra hef- ur borist. Fórnarlambið þurfti að leggjast inn á sjúkrahús á nýársdag þar sem hann lá í tvo sólarhringa. Samkvæmt heimildum DV er fórnarlambið með samfallið lunga og rifbeinsbrotið. Ólafur, sem er grunaður um að eiga þátt í málinu, var á síðasta ári dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa ráðist inn á heimili í félagi við annan mann, gengið í skrokk á heimilismanni og haft á brott með sér fartölvu. Hann lék á sínum tíma 9 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og var atvinnumaður í knattspyrnu þar til hann var dæmdur í ævilangt keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Árás Ólafi Gottskálkssyni var sleppt að lokinni skýrslutöku. Fæddi barnið í heita pottinum n Barnið fæddist í heita pottinum heima á gamlársdag n Faðirinn tók á móti barninu n Nágrannakonan grét af gleði þegar hún heyrði barnið koma í heiminn Potturinn góði Eva Björg og Rafn Franklín við heita pottinn í garðinum. Hamingja Eva Björg segir fæðinguna hafa verið æðislega og að allt hafi gengið eins vel og hugsast gat. MyNdir rÓBert reyNiSSoN Fjölskyldan Eva Björg og Rafn Franklín ásamt strákunum sínum þremur. Siv gegn Sigmundi Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, vill ekki þjóðstjórn líkt og formaður Framsóknarflokks- ins. Hún vill heldur ekki að boðað verði til kosninga. Talar hún þar með þvert gegn Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni flokks hennar, sem hefur ítrekað talað um þjóð- stjórn og nýjar kosningar. Ummælin lét Siv falla í Morgunútvarpinu á Rás 2 á þriðjudagsmorgun. Sagði hún meðal annars að hún teldi að kosningar á þessum tíma- punkti væru eitt af því sísta sem samfélagið þyrfti á að halda. Siv sagðist aldrei hafa verið hrifin af hugmyndinni um þjóðstjórn. Sagði hún að lýðræðinu væri betur þjón- að með því að hafa bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem gæti veitt að- hald og bent á það sem betur mætti fara. Lottóvinningshafi fer huldu höfði Lottóvinningshafinn heppni á Þing- eyri fer ennþá huldu höfði. Þorps- búar hafa margir hverjir bendlað ákveðinn aðila við vinninginn en sá segist ekki hafa keypt lottómiða í mörg ár. Hann hefði þó glaður tekið á móti 25 milljónunum ef miðinn hefði verið hans. Leitin að milljónamæringnum á Þingeyri heldur því áfram og þorps- búar verða að halda áfram með getgáturnar þangað til hinn heppni stígur fram, ef hann gerir það þá. Vinningsmiðinn var keyptur í söluskála N1 á Þingeyri á milli jóla og nýárs. Starfsstúlka í söluskálan- um sagði í samtali við DV í byrjun vikunnar að hún teldi nokkuð víst að vinningshafinn væri heimamaður, enda hefði verið lítið um að utan- bæjarfólk væri á ferðinni á þessum tíma.  1 2 3 Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur vinnur nú að ritun sögu Hafnarfjarðarkirkju og hefur sú vinna staðið yfir frá árinu 2003 með hléum. Samhliða því verkefni vinnur Gunnlaugur að ritun sögu Akranes- bæjar, en hann hefur fengið greiddar að minnsta kosti 75 milljónir króna fyrir það verkefni. Sú bók er ekki enn komin út. Sóknarnefnd Hafnar- fjarðarkirkju fundaði sérstaklega um fyrirspurn DV sem vildi fá upplýst hvaða greiðslur Gunnlaugur hefur fengið frá kirkjunni. Ekki við hæfi Niðurstaða sóknarnefndarinnar er sú að ekki sé við hæfi að upplýsa um launagreiðslur til Gunnlaugs. Kirkjan er rekin, eins og aðrar kirkj- ur, fyrir sóknargjöld og styrki frá rík- inu. Sóknarnefndin er ekki tilbúin að upplýsa sóknarbörn Hafnarfjarðar- kirkju um greiðslurnar til Gunnlaugs. „Við ræddum það töluvert og okkur finnst viðkunnanlegra að Gunnlaug- ur geri grein fyrir því,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður sóknarnefndar kirkjunnar. Á aðalfundum séu lagð- ir fram reikningar en það sé ekki við hæfi að upplýsa um greiðslurnar, frekar en laun einstakra starfsmanna sem eru í föstu starfi hjá kirkjunni. Eina málið „Þetta var bara samtal sem við átt- um um þetta mál. Þetta er eina mál- ið sem hvílir á okkur,“ segir Sigurjón um niðurstöðu sóknarnefndar. Sig- urjón var tilbúinn að ræða framgang verkefnisins og hver staða þess væri. Sagði hann að Gunnlaugur væri bú- inn með um sextíu prósent af bók- inni. Verkefnið hefði þó gengið hægt vegna annarra verkefna Gunnlaugs, og átti hann þar við sögu Akranes- bæjar. „Kirkjan verður 100 ára árið 2014, þá var meiningin að gefa handrit- ið. Við erum búin að vera í miklum framkvæmdum. Búin að kaupa tvö ný orgel og setja nýtt rafmagn og hita og fleira í kirkjuna.“ Sigurjón segir að fjárhagsstaða kirkjunnar sé þannig að henni liggi ekki á að verkið verði klárað. Hann segir alla sóknarnefnd- ina vera sammála um að Gunnlaug- ur hafi unnið mjög vandaða vinnu, miðað við það sem hann hefur skil- að af sér. Sex milljónir „Ég tók þetta að mér fyrir fast verð og ég skila mínu fyrir sumarið. Eftir að ég skila af mér handritinu er minni vinnu lokið. Þá er þeirra að koma þessu í prent,“ segir Gunnlaugur en hann segist þiggja sex milljónir króna í verktakagreiðslur vegna verksins. Hann segir þó aðeins hluta þessara tekna, rétt eins og teknanna af rit- un sögu Akranesbæjar, fara í laun til sín. „Þú mátt alveg reikna með því að helmingurinn sé laun sem ég hef. Hitt er kostnaðurinn til að reka fyrir- tækið,“ segir hann og bendir á að hann þurfi að standa straum af öll- um kostnaði af sinni vinnu þar sem hann sé ekki fastráðinn starfsmað- ur á skrifstofu sóknarnefndarinnar. „Það er húsnæði, það eru tækin, það er allur kostnaður við kyndinguna, tryggingarnar og allt þetta.“ Akranesbær tafið Sigurjón segir að Gunnlaugur hafi tekið að sér verkefnið þegar hlé hafi verið gert á ritun sögu Akranesbæjar. Hann hafi unnið að verkefninu með hléum árin 2004 til 2006 og þá hafi hann klárað um sextíu prósent þess. „Það er Akranesbókin sem er alltaf að trufla hann.“ Gunnlaugur bað á þessum tíma- punkti um frí frá verkefninu fyrir Hafnarfjarðarkirkju. Sóknin ákvað að gangast við því að ekki væri hægt að vinna verkin samhliða. Síðan þá hefur sóknarnefndin fundað reglu- lega með Gunnlaugi til að fylgjast með Akranesverkefninu. „Við von- umst eftir að Gunnlaugur geti þá farið að snúa sér að Hafnarfjarðar- kirkju,“ segir Sigurjón sem telur lík- legt að Akranesbókin fari í prentun í febrúar. n Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju vill ekki gefa upp launagreiðslur n Ritun bókarinnar hefur staðið frá 2003 n Rúmlega helmingur bókarinnar tilbúinn Sóknarnefnd leynir launum rithöfundar „Við ræddum það töluvert og okkur finnst viðkunnanlegra að Gunnlaugur geri grein fyrir því. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Saga kirkjunnar Gunnlaugur tekur fasta upphæð fyrir ritun sögu Hafnarfjarðarkirkju. Bandarísk sendiráðsskjöl: Íhuga að kæra Árna fyrir landráð Aðilar tengdir hvalveiðum á Íslandi íhuga nú alvarlega að kæra Árna Finnsson, formann Náttúruverndar- samtaka Íslands, fyrir landráð. Vilja þeir fá skor- ið úr um það hvort Árni hafi framið land- ráð með því að fara fram á við bandarísk stjórnvöld að þau beittu íslensk stjórnvöld þving- unum vegna hvalveiða í atvinnu- skyni. Árni átti fund með sendiráðs- starfsmönnum Bandaríkjanna hér á landi í kjölfar ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, um að leyfa hvalveið- ar í atvinnuskyni. Málið komst upp eftir birtingu Wikileaks-uppljóstrun- arvefsins á bandarískum sendiráðs- skjölum. „Mér finnst það vera fjarlægur möguleiki að þetta gætu verið landráð. Þetta fellur nú ekki undir hugtakið landráð í lögunum,“ segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um grundvöll hugsanlegrar kæru. „Það byggir á því að ríkisstjórnir stefni að því að skerða með einhverjum hætti fullveldi eða sjálfstæði ríkisins,“ segir hann aðspurður hvort 87. grein al- mennra hegningarlaga eigi við um mál Árna. „Ekki finnst mér fljótt á lit- ið að það falli undir landráð.“ Í almennum hegningarlögum, nánar tiltekið 87. grein í kafla tíu, segir að hver sá sem myndar sam- band við stjórn erlends ríkis í þeim tilgangi að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eigi að sæta að minnsta kosti tveggja ára fangelsi. Þyngsta refsing við slíku broti er lífstíðarfangelsi. Sé þetta samband myndað í því skyni að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varði það allt að átta ára fangelsi. adalsteinn@dv.is Árni Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.