Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 6
6 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Ölvaður lögreglumaður reyndi að hafa áhrif á starfsbræður sína að störfum:
Sambýliskona ölvuð undir stýri
Stuttu fyrir jól stöðvaði lögreglan í
Reykjavík bifreið við reglubundið eft-
irlit. Í bifreiðinni var ölvuð kona undir
stýri og með henni í bílnum var sam-
býlismaður hennar sem var einn-
ig undir áhrifum áfengis. Sambýlis-
maðurinn starfar sem lögreglumaður
í Reykjavík og reyndi hann að hafa
áhrif á lögreglumennina sem voru að
sinna sínum störfum á vettvangi. Bað
hann þá ítrekað að láta málið niður
falla og ekki sekta sambýliskonuna
fyrir ölvunarakstur. Það var þó ekki
gert og Hörður Jóhannesson aðstoð-
arlögreglustjóri segir málið vera í eðli-
legum farvegi innan kerfisins.
Hörður staðfesti í samtali við DV
að hann þekkti til málsins og sagði
jafnframt að lögreglumaðurinn sem
um ræðir hefði fengið alvarlegt til-
tal og verið veitt aðvörun. Aðspurð-
ur hvort málið væri litið alvarlegum
augum innan lögreglunnar sagði
Hörður að „menn fengju ekki tiltal
út af engu“ og bætti við að gjörðir
mannsins væru siðferðislega rang-
ar og rangt hefði verið af honum að
koma starfsbræðrum sínum í þessa
stöðu. „En þú verður að átta þig á
því að eitthvað svipað gerist af og
til. Lögreglan er einhvers staðar að
vinna og fólk er að blaðra, en það
sem gerir málið alvarlegt er að þarna
er starfandi lögreglumaður sem hef-
ur sig í frammi.“ Spurður hvort rétt
hefði verið að leysa manninn frá
störfum spyr Hörður blaðamann á
móti hvað ástæðu hann hann hefði
til þess. DV er kunnugt um að mik-
il óánægja ríki meðal einhverra lög-
reglumanna vegna atviksins.
hanna@dv.is
Beitti þrýstingi Farþegi í bíl sem stöðvaður
var vegna gruns um ölvunarakstur reyndist
vera lögreglumaður og hafði hann sig í frammi
þegar starfsbræður hans voru við störf.
Frá janúar 2009 til októ ber 2010
fékk Sigurður Helgi Helgason
stjórnsýslufræðingur, alls tæplega
26 milljónir króna frá félags- og
tryggingamálaráðuneytinu. Sig-
urður fékk upphæðirnar í gegnum
tvö félög í hans eigu. Annars veg-
ar er um að ræða einkahlutafélag-
ið Stjórnhættir ehf., sem er alfarið
í hans eigu. Hitt félagið er Stjórn-
hættir ráðgjöf slf. sem skráð er á Sig-
urð og Stjórnhætti.
Í svari Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðhera við fyrirspurn
Kristjáns Þórs Júlíussonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, um að-
keypta þjónustu hjá ráðuneytinu
kemur fram að þessi upphæð sé
tilkomin vegna sérfræðiþjónustu.
Ekki er farið nákvæmlega út í hvers
konar þjónustu Stjórnhættir veittu
ráðuneytinu á tímabilinu. Aðeins
segir: „Stjórnhættir ehf. 13.243.852.
Sérfræðiþjónusta – Verkefnisstjórn
um verkefnaflutning. Stjórnhætt-
ir ráðgjöf slf. 12.710.120. Sérfræði-
þjónusta – Verkefnisstjórn um verk-
efnaflutning.“
Málefni fatlaðra
Auk Sigurðar er einn fastur starfs-
maður hjá Stjórnháttum ehf. DV
leitaði upplýsinga hjá Sigurði um
hvers konar þjónustu Stjórnhættir
veiti ráðuneytinu. „Þetta er flutn-
ingur á þjónustu fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga, sem tók gildi nú um
áramótin,“ segir Sigurður og bætir
við: „Við erum búin að veita þessa
þjónustu samfellt í þrjú ár.“ Er þessi
upphæð þá fyrir vinnu sem var innt
af hendi á því tímabili? „Nei, þetta
er bara fyrir vinnu þessi ár sem eru
þarna undir,“ segir Sigurður og vísar
til þess að svar ráðherra tekur frá
janúar 2009 og fram í október í fyrra.
Aðspurður hvers vegna hann
selji ráðuneytinu vinnu sína í gegn-
um tvö mismunandi félög, annars
vegar Stjórnhætti ehf. og hins veg-
ar Stjórnhætti ráðgjöf slf., vill hann
ekki svara því. „Það er bara mitt
mál. Það er misjafnt eftir tímabil-
um. Það er ekki verið að rukka fyrir
sama fyrirtækið á sama tíma.“
Vill ekki gefa upp
heildarupphæð
Sigurður svarar því neitandi þegar
hann er spurður hvort munur sé á
starfsemi félaganna tveggja. „Það
er bara prívatmál hvaða rekstrar-
form ég hef á mínum rekstri,“ seg-
ir hann.
Stjórnhættir hafa veitt mörg-
um öðrum ráðuneytum sérfræði-
þjónustu á undanförnum árum. Á
vefsíðu félagsins eru verkefni fyrir
önnur ráðuneyti tilgreind. Meðal
verkefna má nefna stefnumótun og
breytingar á þjóðskrá fyrir dóms-
mála- og mannréttindaráðuneytið.
Þá má nefna úttekt á rekstrarformi
stofnana fyrir fjármálaráðuneytið,
breytt verkaskipting félagsmála-
ráðuneytisins og heilbrigðis-
ráðuneytisins, framtíðarþróun
Byggðastofnunar og mat á áhrifum
mannvirkjalaga.
Aðspurður hversu háar upp-
hæðir í heildina fyrirtæki hans hafa
fengið í greiðslur frá ráðuneytum
á tímabilinu sem um ræðir segir
hann: „Ég gef það ekkert upp.“
Er einhver sérstök ástæða fyr-
ir því? „Nei, það er engin sérstök
ástæða. Ég tel enga ástæðu til að
gefa upp rekstrartölur frá fyrirtækj-
unum.“ Aðspurður hvort hægt sé að
áætla upphæðina í heild sinni út
frá þessum greiðslum vill Sigurður
ekkert segja um það.
26 milljónir fyrir
sérfræðiþjónustu
n Fékk 26 milljónir frá ráðuneyti í gegnum tvö félög fyrir verkefnisstjórn vegna
málefna fatlaðra n Vinnur fyrir flest ráðuneytin n Gefur ekki upp heildargreiðslur
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Nei, það er
engin sérstök
ástæða. Ég tel enga
ástæðu til að gefa
upp rekstrartölur frá
fyrirtækjunum.
Sigurður Helgi Helgason
Veitir ráðuneytum sérfræðiþjón-
ustu. Kostnaður við slíka þjónustu
vegna flutnings á þjónustu
fatlaðra kostaði 26 milljónir frá
janúar 2009 til október 2010.
Vilja debetkort
fyrir fátæka
Geðhjálp skorar á hjálparstofnanir
að taka höndum saman við yfirvöld
og móta nýtt fyrirkomulag neyðar-
aðstoðar við fátækt fólk í landinu.
„Ölmusumatargjafir með tilheyrandi
biðröðum eru lítilsvirðandi fyrir það
fólk sem þarf á sértækri aðstoð að
halda,“ segir í tilkynningu frá Geð-
hjálp en þar segir einnig að brýnt sé
að fundið verði lágmarksframfærslu-
viðmið sem lífeyrir og lágmarkslaun
taki mið af. „Fyrir þá sem ekki ná
endum saman af einhverjum ástæð-
um þarf að tryggja að þeir geti sótt
sér nauðsynjavörur með sama hætti
og aðrir landsmenn en ekki hjá sér-
stökum hjálparstofnunum. Það er
hægt að gera með útgáfu sérstakra
debetkorta sem aðeins gilda í mat-
vöruverslunum.“
Tillitsleysi í
umferðinni
Tillitsleysi annarra ökumanna í
umferðinni fer mest í taugarnar á
ökumönnum. Þetta kemur fram
í viðhorfskönnun sem Capacent
Gallup vann fyrir Umferðarstofu í
lok nýliðins árs. Rúmlega 71 prósent
aðspurðra sagði slíka hegðun valda
sér helst álagi við akstur eins og það
er orðað í tilkynningu frá Umferðar-
stofu. 66,5 prósent sögðu að skortur
á notkun stefnuljósa ylli sér álagi.
64,5 prósent sögðu of hægan akstur
valda sér álagi en farsímanotkun
ökumanns olli álagi hjá 37,8 pró-
sentum svarenda. Þar á eftir kemur
akstur á vinstri akrein en 37 prósent
nefndu það atriði.
Fyrirtæki sektuð
um milljarð
Níu fyrirtæki voru sektuð um sam-
tals tæplega milljarð króna á síðasta
ári. Þetta kemur fram í ársriti Sam-
keppniseftirlitsins fyrir árið 2010.
163 mál komu inn á borð stofn-
unarinnar í fyrra. Hæstu sektirn-
ar greiddu annars vegar Skipti og
hins vegar Hagar ásamt fimm kjöt-
vinnslufyrirtækjum, samtals um 400
milljónir króna. Sektin sem Skipti
þurftu að greiða var lögð á vegna
ólöglegs samráðs Tæknivara og
Hátækni á farsímasölumarkaði. Þá
sektaði Samkeppniseftirlitið Haga
og fimm kjötvinnslufyrirtæki vegna
samkeppnishamlandi samstarfs.