Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 8
8 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Enn hefur ekki verið gerð grein fyrri öllum hluthöfum í Pressunni: Tíu prósent á huldu Blaðamannaverðlaun Almennur skilafrestur á tilnefningum (ábendingum) vegna Blaðamannaverðlauna ársins 2010 er til föstudagsins 21. janúar 2011 kl. 16:00. eins og áður eru verðlaunin veitt í þremur flokkum en þeir eru þessir: n Besta umfjöllun ársins 2010 n rannsóknarblaðamennska ársins 2010 n Blaðamannaverðlaun ársins 2010 almenningur getur komið með tilnefningar með því að fara inn á vef Blaðamanna- félagsins www.press.is á þar til gert tilnefningarsvæði. Tilgreina þarf nafn blaða- manns eða blaðamanna, miðil, hvað tilnefnt er fyrir, hvenær það birtist og rök fyrir tilnefningunni. einnig er hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamanna- félags Íslands í Síðumúla 23, 108 reykjavík, ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Dómnefnd mun síðan fara yfir tilnefningarnar og tilkynna um verðlaunahafa 26. febrúar nk. Íbúar langþreyttir á útblæstri: Mengunarský yfir Bíldudal Útblástur frá kalkþörungaverksmiðj- unni á Bíldudal er of mikill og er af- leiðingin sú að mengunarský leggur yfir þorpið. Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að út- blástur frá kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal sé of mikill og bætir við að mikið sé kvartað undan útblæstrin- um. Verksmiðjan var sett í gang í apríl árið 2007 og skapar starfsemin um 10 til 15 störf. Íbúi á Bíldudal segir í samtali við DV að íbúarnir séu almennt mjög ósáttir við verksmiðjuna. Sjálfur segist hann ekki geta verið í bænum þegar útblásturinn er sem mestur. Hann finnur mikið fyrir rykinu í hálsi og öndunarfærum. Þegar logn er leggur reykskýið yfir bæinn og rykið smýgur inn í alla króka og kima að hans sögn. Hann segir ástandið þó engu skárra þótt blási, því þá fjúki grófara ryk yfir bæinn frá haugnum við verksmiðjuna. Skipt hefur verið þrisvar um síu- búnað í verksmiðjunni og nú síðast í vor var settur upp í henni vothreinsi- búnaður. Kristján segir verksmiðjuna vera að þróa búnaðinn en vandræði hafi verið með að fá hann til að virka sem skyldi. Umhverfisstofnun hefur átt í bréfaskriftum við forsvarsmenn verksmiðjunnar um að bæta búnað- inn og ýta á eftir því að honum verði komið í lag. Kristján segir útblásturinn ekki vera skaðlegan heilsu fólks en þetta sé þó hvimleitt vandamál. „Fólk hefur kvartað. Þetta náttúrlega sest á bíla og hús, smýgur inn og annað slíkt. Þetta er óþægilegt og þetta er leiðinlegt og þetta er ekki í samræmi við það sem þeir eiga að gera.“ Óljóst er með eignarhald á tíu pró- senta hlut í Vefpressunni, eiganda og útgefanda Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Press- unnar, segir að níutíu prósenta eign- arhlutur sé í höndum sín, Arnars Ægissonar, Salt Investments og VÍS. Ráðist var í hlutafjárútboð í haust en einn þeirra sem boðinn var eign- arhlutur í útgáfunni var útgerðar- maðurinn Jakob Valgeir Flosason í Bolungarvík. Eigendalisti Pressunn- ar hefur ekki legið ljós fyrir í nokk- urn tíma en nú virðist vera að aðeins vanti að greina frá eigendum tíu pró- senta í félaginu. DV greindi frá því fyrr í vetur að Pressan þyrfti á 80 til 100 milljónum í hlutafé að halda og var hlutafjárút- boðið hluti af ferlinu við að tryggja það fé. Sagði Björn Ingi við DV í nóv- ember síðastliðnum að eftir því sem fleiri hefðu gengið til liðs við félag- ið ætti enginn einn hluthafi meira en rúmlega 20% í félaginu. „Það er enginn einn aðili sem er ráðandi þar með eignarhaldið,“ sagði hann en nú er ljóst að ef 90% hlutafjár í félaginu skiptast jafnt á fjóra stærstu hluthaf- ana á hver og einn 22,5% hlut. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2009 sem Viðskiptablaðið birti kem- ur fram að mikið tap er af rekstri Pressunnar. Rekstrartekjur námu 22,3 milljónum króna en rekstrar- gjöld 53 milljónum króna. Björn Ingi og Vefpressan stefna hins vegar á frekari landvinninga og segir hann fólk í útgáfustarfsemi sí- fellt vera að velta fyrir sér nýjum hug- myndum og möguleikum. Orðrómur hefur verið uppi um að nýr fótbolta- vefur eigi að fara í loftið. Björn Ingi vill ekki staðfesta það en neitar því ekki. Hann bendir á að útgáfufélagið eigi vefinn boltinn.is en segir að lít- il virkni hafi verið á vefnum undan- farið. adalsteinn@dv.is Útgefandi Björn Ingi er stjórnarfor- maður og útgefandi Pressunnar. Slitastjórn selur 400 íbúðir í Berlín Þrotabú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, á óseldar um 400 íbúðir í Berlín. Slitastjórn SPRON hefur þær til sölumeðferðar en enn hefur ekki fengist viðunandi tilboð í fasteignirnar. Allar eignir þrotabús SPRON eru til meðferðar hjá Dróma hf. en slit fjármálafyrirtækisins fara fram í gegnum það félag. Tilgang- ur þess er almenn eignaumsýsla, svo sem vegna fasteigna, peninga- sjóða, tryggingaréttinda og viðhalds og varðveisla hvers kyns réttinda. Drómi varðveitir einnig, selur, leigir eða rekur sjálft fasteignir, eins og segir í gögnum hlutafélagaskrár. Þess má geta að kröfur sem lýst hefur ver- ið í þrotabú SPRON nema liðlega 200 milljörðum króna. Magnús S. Pálmarsson situr í stjórn Dróma hf. ásamt lögfræðing- unum og slitastjórnarfulltrúunum Hlyni Jónssyni, Hildi Sólveigu Pét- ursdóttur og Jóhanni Péturssyni. Magnús segir að upphaflega hafi ver- ið um að ræða fjárfestingarverkefni á vegum SPRON í Berlín. Mikil verðmæti „Það voru fasteignafélög sem á sín- um tíma keyptu heil íbúðarhús víðs vegar um Berlín, alls 16 hús með nær 400 íbúðum. SPRON bauð aðilum að taka þátt í verkefninu með sér. Kaup- in á íbúðunum voru fjármögnuð ekki aðeins af SPRON, heldur einnig er- lendum bönkum sem nú eiga kröfur í búið.“ Magnús kveðst ekki vita um verð- mæti fasteignanna í Berlín en ýmsir hafi gert vart við sig og freistað þess að kaupa fasteignirnar á niðursettu verði. „Það stendur til að selja þetta allt. Það eru viss ákvæði í samning- um, svo sem dagsetningar, sem ráða því hvenær hagkvæmt er að greiða upp lán. Það getur verið dýrt að segja upp samningum. Það er talsverður áhugi fyrir þessu meðal annars frá ís- lenskum fyrirtækjum sem kynna sig í nafni erlendra aðila. Enn hefur þó enginn sýnt fram á að geta greitt það verð sem við verðum að fá fyrir íbúð- irnar.“ Vel staðsettar íbúðir eru vitan- lega dýrastar og seljast hugsan- lega fyrir 40 til 60 milljónir króna. Ef meðalverð er áætlað um eða yfir 30 milljónir króna fyrir hverja íbúð er heildarverðmæti þeirra 12 til 15 milljarðar króna. Magnús segir að fáist ekki nægilega hátt verð sitji SPRON uppi með skellinn þótt aðr- ir lánardrottnar verkefnisins fái eitt- hvað upp í sínar kröfur. „Þetta var mjög veðsett verkefni og veðjað á að fasteignaverð í Berlín hækkaði þeg- ar ráðist var í þetta. Það gerðist ekki. Verðið lækkaði heldur ekki að neinu marki í fjármálakreppunni þannig að íbúðaverð í Berlín er stöðugra en víða annars staðar.“ Vanhæfi? Drómi hf. á verkefnið í dag sem sér um rekstur húseignanna, en allar eru íbúðirnar í Berlín í útleigu. Að sögn Magnúsar hefur Drómi fasteignafé- lag í sinni þjónustu sem sér um að reka fasteignirnar. „Það félag hefur tekið við áreitinu. Menn héldu að hægt væri að fá þetta fyrir lítið. Okkur ber hins vegar að hámarka arðinn af eignasafninu og því hefur þetta ekki enn verið selt. Við vitum ekki hvað Drómi fær út úr þessu fyrr en búið er að selja. Ef við hefðum hlaupið til og selt hefði Drómi hf. (SPRON) ekki fengið neitt.“ Samkvæmt gögnum hlutafélaga- skrár var Drómi hf. stofnað síðastlið- ið haust. Stofnendur eru SPRON hf. og Mýrarhlíð ehf. Hlutafé er skráð liðlega 15 milljarðar króna. Mýrar- hlíð ehf., sem stofnað var snemma árs 2009, er í eigu Hlyns, Hildar Sólveigar og Jóhanns í slitastjórn SPRON. Hlutafé Mýrarhlíðar er að- eins 500 þúsund krónur. Ætla má að hlutafé Dróma komi nær algerlega frá SPRON. DV hefur borið þetta fyrirkomu- lag á slitum SPRON undir tvo lög- fræðinga. Þeim ber saman um að hætta geti verið á vanhæfi slitastjórn- armanna sem eigi nú og ráði félaginu Dróma, bæði fyrir hönd SPRON og Mýrarhlíðar. Ástæðan sé sú að venju- legur kröfuhafi í SPRON geti ekki gert greinarmun á einkahagsmunum slitastjórnarmanna sem hluthafa í Dróma og hagsmunum sem tengjast SPRON og kröfuhöfunum hins veg- ar. Ljóst sé að slitastjórnarmenn hafi tekjur sínar frá Dróma hf. sem fáist við að koma eignum SPRON í verð og fjalli um hagsmuni kröfuhafanna. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is n Þrotabú SPRON á 400 íbúðir í Berlín n Verðmæti þeirra gæti verið 12 milljarðar króna samanlagt n Þykir orka tvímælis að slita- stjórnin stofni félag með þrotabúinu og hafi af því tekjur sínar „Enn hefur þó eng- inn sýnt fram á að geta greitt það verð sem við viljum fá fyrir íbúðirnar. Formaður slitastjórnar Hlynur Jónsson, stofnaði ásamt öðrum slitastjórnarmönn- um félagið Dróma hf. um rekstur þrotabús SPRON. Framkvæmdastjórinn Hildur Sólveig Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Dróma hf. Þrotabú SPRON Lýstar kröfur í SPRON nema liðlega 200 milljörðum króna. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Hagnast í föllnu bönkunum GRÆÐA Á TÁ OG FINGRI 5.–6. janúar 2011 2. tbl. 101. árg. leið b. verð 395 kr. miðvikudagur og fimmtudagur n Tólf nefndarmenn fengu 460 milljón ir Fréttir 2 n Þrefalda hagnað sinn milli ára Steinunn Guðbjartsdóttir Árni Tómasson Ársæll Hafsteinsson jóhannes r. jóhannesson Lárentsínus Kristjánsson Halldór H. Backman Kristinn Bjarnason Heimir Haraldsson Herdís Hallmarsdóttir Ólafur Garðarsson 63 milljónir 42 milljónir 56,7 milljónir 19,1 milljón 39,4 milljónir 52,3 milljónir 52 milljónir 33,6 milljónir 22,4 milljónir 53 milljónirNýjA yFIRsTéTTIN í skIlANeFN duNum bestu útsölurnar Ornella: kveÐuR NekTINA Fólkið 26 n allt að 80% lækkun n Meiri lækkun en áður FÆddI bARNIÐ í heITA pOTTINum Fréttir 4 Enga Euro- vision- umræðu! Guðmundur þjálfari: n Hitað upp fyrir HM Sport 24–25 Schwarzenegger kveður: „HaSta La viSta!“ Erlent 16–17 Jón Gnarr og Hanna fá nýjan metanbíl Fréttir 10 n Skilur Kaliforníu eftir í skuldasúpu Neytendur 14–15 Fréttir 12 bubbi vill kaupa TóNliSTiNa aFTurForsíða 5. janúar 2011 Skilanefnd selur sögufrægt hótel Skilanefnd Landsbankans hefur samþykkt tilboð í hið sögufræga danska hótel, Hotel d‘Angleterre, í Kaupmannahöfn. Það er félag í eigu Remmen‘s Stiftung von 1986 sem kaupir hótelið og munu þeir taka við rekstrinum 1. febrúar. Kaupverðið er ekki gefið upp en er þó sagt „ásættanlegt“ í tilkynn- ingu frá skilanefnd. Hotel d‘Angleterre er um 250 ára og staðsett við Kongens Ny- torv í Kaupmannahöfn. Skilanefnd Landsbankans tók hótelið yfir í upphafi síðasta árs en það var í eigu íslenska eign- arhaldsfélagsins Nordic Partners sem keypti hótelið árið 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.