Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 11
ÚTSALA 20-60% afsláttur af öllum vörum Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Útsalan er líka í vefverslun Fréttir | 11Helgarblað 7.–9. janúar 2011 Þrír þingmenn Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, þau Lilja Mós- esdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason, áskilja sér allan rétt til að taka afstöðu til stefnumála rík- isstjórnarinnar eftir þingflokksfund VG síðastliðinn miðvikudag. Staðan innan þingflokksins er því sem næst óbreytt frá því sem var að öðru leyti en því að 15 þingmenn flokksins ætla að boða til fleiri funda og ræða ágrein- ings- og stefnumál. Næsti fundur þingflokksins verður á mánudag. Ásmundur sagði efnislega eftir fundinn á miðvikudag að hann myndi verja ríkisstjórnina vantrausti. Hins vegar styddi hann ekki óbreytta stefnu ríkisstjórnarinnar og nefndi sérstak- lega aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu sem leikið hefði flokkinn illa. Stjórn þingflokks VG er skipuð Árna Þór Sigurðssyni þingflokksfor- manni, Lilju Rafneyju Magnúsdótt- ur og Þuríði Backman. Árni Þór segir að stjórn þingflokksins hafi lagt fram hugmyndir að bókun á fundinum á miðvikudag. „Þessi bókun tók til verk- lags, starfa þingflokksins, meðferð- ar ágreiningsmála, stórra stefnumála sem bíða og samvinnunnar milli stjórnarflokkanna svo að nokkuð sé nefnt. Þetta verður áfram til umræðu á næstu fundum. Ég lít ekki svo á að þessum hugmyndum hafi verið hafn- að eða að einhverjir hafi neitað að kvitta undir bókun af þessum toga. Ég spurði þingflokkinn sérstaklega um stuðning við ríkisstjórnina og tel að hann sé fyrir hendi.“ Bókun með fyrirvara Umrædd bókun var skrifleg og kynnt öllum þingmönnum VG degi fyrir þingflokksfundinn. Þar af leiðandi höfðu allir þingmennirnir haft tæki- færi til að kynna sér efni hennar. Þeg- ar til kastanna kom gátu áðurgreind- ir þingmenn, Lilja, Ásmundur og Atli, ekki fellt sig við efni hennar og áskildu sér rétt til að styðja sumt, annað ekki. Niðurstaðan varð sú að bókunin kom ekki til atkvæða á fundinum og lítur Árni Þór þingflokksformaður svo á að efni hennar verði rætt á næsta fundi sem boðaður er á mánudag. Heimildir eru fyrir því að hvor- ugur ráðherrann Jón Bjarnason eða Ögmundur Jónasson hafi verið sér- lega ánægðir með efni bókunarinn- ar. Sem ráðherrar í ríkisstjórninni eru þeir hins vegar í annarri stöðu en þingmennirnir þrír sem lýstu andstöðu við margvíslega efnisþætti hennar. Naumur 32 manna meirihluti Eins og áður segir hefur Ásmundur Einar Daðason ekki lýst afdráttar- lausum stuðningi við ríkisstjórnina sjálfur þó svo að þingflokksformað- ur VG túlki niðurstöðu fundarins svo að allur þingflokkurinn styðji ríkis- stjórnina og ríkisstjórnarsamstarfið. Í Kastljósviðtali eftir fundinn sagðist Ásmundur Einar verja ríkisstjórnina vantrausti en óbreytta stefnu hennar styddi hann ekki. Líklegt er að ann- að hinna tveggja verji ríkisstjórnina vantrausti ef á reynir. Svanur Kristjánsson, stjórnmála- fræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur stöðuna fyrir og eftir miðviku- dagsfund þingflokksins óbreytta. Þingmennirnir þrír áskilji sér rétt til að styðja sum stefnumál ríkisstjórn- arinnar en önnur ekki. „Hafi þing- mennirnir ekki stutt bókun stjórnar þingflokksins er staðfestur klofning- ur í flokknum,“ segir Svanur í samtali við DV. „Nú liggur fyrir svart á hvítu að ríkisstjórnin styðst við 32 manna meirihluta á þingi því þingmenn- irnir þrír hafa í raun og veru stofnað nýjan flokk. Það verður því að líta svo á að nú standi yfir viðræður þriggja flokka um stjórnarsamstarf.“ Persónulegur tónn í deilunum Atli, Lilja og Ásmundur lögðu fram greinargerð á fundinum síðastlið- inn miðvikudag þar sem gerð er til- raun til þess að útskýra harðorða yf- irlýsingu þeirra í kjölfar afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Í þeirri yfirlýsingu var að finna gagnrýni á gerð fjárlag- anna og talað um foringjaræði og forræðishyggu. Lilja, Atli og Ásmundur voru á fundinum beðin að finna yfirlýsingu sinni stað og útskýra með hvaða hætti vinnubrögðin við gerð fjárlaganna hefðu verið ólýðræðisleg. Ýmsir í forystu stjórnarflokkanna telja að persónuleg átök yfirskyggi málefnaágreininginn í VG. Bent er á að á flokksráðsfundi VG í Hagaskóla í Reykjavík í nóvember hafi ESB-and- stæðingar orðið undir í atkvæða- greiðslu. Deilur hafi ekki hjaðnað við þetta og ekki heldur með innkomu Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn- ina. Ásmundur Einar er formaður Heimssýnar, samtakanna sem berj- ast gegn aðild Íslands að ESB. Und- ir krauma átök Jóns Bjarnasonar við flokksforystuna vegna sjávarútvegs- og Evrópumála. ESB-ógöngur Samfylkingarinnar Spyrja má hvaða þýðingu þetta kann að hafa fyrir stjórnarsamstarfið. Inn- an Samfylkingarinnar gætir þreytu gagnvart sífelldum skærum „óró- legu deildarinnar“. Hvorki þingflokk- ur Samfylkingarinnar né sá hluti þingflokks VG sem fylkir sér bak for- manni sínum telja þó að fram und- an séu erfið mál sem geti orðið rík- isstjórninni að falli. Að því gefnu að Icesave-samningurinn komist klakk- laust í gegnum þingið, sem líkur eru til að þessu sinni, sjá stjórnarliðar ekki fyrir sér nein stórfelld átakamál fyrr en kemur að gerð næstu fjárlaga. Einnig er á það bent að hagur þjóðar- innar fari nú ört batnandi og að far- ið sé að örla á nýfjárfestingum í at- vinnulífinu. Svanur Kristjánsson stjórnmála- fræðiprófessor sér þetta öðrum aug- um. „Samfylkingin hefur ekki haft burði til þess að fylgja ESB-málinu eftir af sannfæringu og festu. Óró- lega deildin í VG hefur tekið málið í gíslingu og á ég þar einnig við Jón Bjarnason, en hann ræður miklu um viðkvæm samningsmál sem sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Frammi fyrir ráðamönnum ESB er umsókn Íslands orðinn ótrúverðug- ur leikaraskapur. Þetta stærsta bar- áttumál Samfylkingarinnar er í raun og veru ónýtt. Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svía, hefur sagt að Ísland fylgi ekki Króatíu inn í samband- ið og að samningaviðræður við Ís- land muni taka mörg ár með þessu áframhaldi. Reyndar getur Samfylk- ingin sjálfri sér um kennt þar sem hún virðist ekki ráða við lýðræðis- umræðuna: að meira fullveldisafs- al felist í EES-samningnum en að ganga í ESB; að unnt sé að vera inn- an ESB án þess að taka upp evru; að margir menningarlegir, stjórnmála- legir og lýðræðislegir kostir fylgi nánari samvinnu við Evrópuþjóðir,“ segir Svanur. „Það verður því að líta svo á að nú standi yfir viðræður þriggja flokka um stjórn- arsamstarf. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is n Þrír flokkar semja nú um áframhaldandi stjórnarsamstarf, segir prófessor n Hann segir ESB-umsóknina nánast dauða og þykir lík- legt að í odda skerist vegna andstöðunnar innan VG n Þingmenn VG gátu kynnt sér skriflega bókun í sólarhring fyrir þingflokksfund n Stjórnarliðar óttast sjálfir ekki um líf ríkisstjórnarinnar „Viðræður þriggja flokka um samstarf“ Órólega deildin Ásmundur Einar Daðason kveðst geta hugsað sér að verja ríkisstjórnina vantrausti en styður ekki stefnuyfirlýsingu hennar í mikilvægum málum. Þriggja flokka stjórn? Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor telur einboðið að líta svo á að þrír flokkar eigi nú aðild að ríkisstjórn. Bókun stjórnar þingflokksins Árni Þór Sigurðssson, formaður þingflokks VG, segir ágreiningsmál verða rædd áfram. Næsti fundur verður á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.