Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 14
14 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Viðskiptasamband komst á milli Kaupþings og úsbekska fjárfestisins Alishers Ushmanovs í gegnum dótt- urfélag Kaupþings í London, Singer og Friedlander, samkvæmt heimild- um DV. Úsbekinn byrjaði að stunda viðskipti við Kaupþing í London árið 2007 eftir að viðskiptafélagi hans kom á sambandi milli hans og einka- bankaþjónustu Kaupþings þar í landi. Viðskiptin við bankann gengu fyrst og fremst út á það að bankinn fjár- magnaði verðbréfakaup fyrir Usman- ov. Úsbekinn skuldaði íslensku bönk- unum tæplega 40 milljarða króna við fall þeirra árið 2008, samkvæmt rann- sóknarskýrslu Alþingis, og voru lánin nær eingöngu við Kaupþing. Forstjóri Singer og Friedlander í London var Ármann Þorvaldsson. Í kjölfar þessara viðskipta Us- manovs við Singer og Friedlander, sem gengið höfðu vel og skilað höfðu miklum tekjum til bankans, komst á viðskiptasamband milli hans og móð- urbankans á Íslandi. Usmanov, eða menn á hans vegum, byrjuðu þá að eiga í beinum samskiptum við æðstu stjórnendur bankans, Hreiðar Má Sigurðsson og eða Sigurð Einarsson. Heimildir DV herma að æðstu stjórn- endur bankans hafi fundað með Us- manov vegna viðskipta við hann. „Samskipti hans við bankann færð- ust í auknum mæli til Íslands,“ segir heimildarmaður DV. Usmanov er í 100. sæti yfir rík- ustu menn heims og á fjórðungshlut í breska fótboltafélaginu Arsenal. Hann er stjórnarformaður í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom. Úsbekinn er bendlaður við rússnesku mafíuna á ýmsum vefsíðum á netinu. Lán Usmanovs Þessi samskipti við móðurbankann leiddu til þess að gerðir voru stór- ir samningar við Usmanov. Í rann- sóknarskýrslu Alþingis kemur fram að tæplega 30 milljarða framvirkur samningur hafi verið gerður við hann í ágúst 2008, skömmu fyrir hrunið. Undirliggjandi hlutabréf í þeim við- skiptum voru bréf í alþjóðlega námu- fyrirtækinu Mmc Norilsk Adr sem stofnað var í Rússlandi. Félag Us- manovs sem átti í viðskiptunum heitir Gallagher Holdings Limited. Til tals kom í lánanefnd Kaup- þings þann 24. september 2008, í aðdraganda efnahagshrunsins, að lána Usmanov 270 milljarða króna til að kaupa 10 prósenta hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo en fréttastofa RÚV greindi ítarlega frá þeirri hugmynd í vikunni. Lán- ið virðist hins vegar ekki hafa ver- ið afgreitt út úr bankanum og má ætla að fall Glitnis kunni að spila þar inn í. Kaupþingi féll svo um tveim- ur vikum síðar. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er fjallað um þessa lánas- umsókn Usmanovs. Þar segir: „Sam- kvæmt  lánaumsókn í Kaupþingi 24. september 2008 er Usmanov sagð- ur eigandi 1,48% hlutar í Kaupþingi en sú lánaumsókn sneri að láni til kaupa tæplega  10% hlutar í finnska tryggingafélaginu Sampo.“ Sérstök tengsl Jafnvel þó að lánveitingin hafi ekki verið greidd út úr bankanum er nokkuð sérstakt að átt hafi að veita Usmanov svo hátt lán á þessum tíma þegar gríðarlegir erfiðleikar steðj- uðu að íslenska fjármálakerfinu og hrunið var á næsta leiti. Ýjað hef- ur verið að því í fjölmiðlum að til- gangur lánveitingarinnar hafi ver- ið að Usmanov keypti hluta þeirra hlutabréfa sem Exista, stærsti hlut- hafi Kaupþings, átti í Sampo. Ekki er hægt að fullyrða að þetta sé rangt en hugsanlegt er að hrun Glitnis hafi sett strik í reikninginn og komið í veg fyrir að viðskiptin með hlutabréf Ex- ista í Sampo gengju í gegn. Þessi þró- un hafi svo leitt til þess að Exista seldi hlutabréf sín í Sampo á brunaútsölu í byrjun október. Heimildir DV herma að æðstu stjórnendur Kaupþings beri því samt við í dag að veita hafi átt lánið á viðskiptalegum forsendum. Ekki er hins vegar vitað af hverju Usmanov var sá aðili sem ætlaði að kaupa í Sampo með láni frá Kaup- þingi á þessum tíma. Ein skýring er sú að einhver innan Kaupþings hafi kynnt hugmyndina um kaupin fyr- ir Usmanov og að honum hafi ein- faldlega litist vel á tryggingafélagið finnska. Sú staðreynd að Exista var að reyna að losna við bréf sín í Sampo á þessum tíma rennir hins vegar stoð- um undir að líklega sé skýringin ekki alveg svo einföld. Þótti góður viðskiptavinur Usmanov þótti mjög góður viðskipta- vinur Kaupþings í London. Hann var með verðbréfastöður í nokkrum af helstu fyrirtækjum heims og fjár- magnaði Kaupþing meðal annars þessi viðskipti hans. Námafyrirtæk- ið Norilsk var meðal þessara fjár- festinga eins og áður segir. Viðskipti Usmanovs við bankann voru ein- skorðuð við þessi verðbréfaviðskipti eftir því sem DV kemst næst. Samkvæmt heimildum DV þótti Usmanov mikill happafengur fyr- ir Kaupþing þegar hann byrjaði að eiga í viðskiptum við bankann enda einn af auðugustu mönnum heims. „Hann er einn allra sterkasti kaup- sýslumaður heims í dag... Þetta var frábær viðskiptavinur,“ segir heim- ildarmaður DV. Einkabankaþjón- ustur vilja, eðlilega, eiga í viðskipt- um við stönduga einstaklinga þar sem slíkir aðilar eru betri viðskipta- vinir en þeir sem eiga minna und- ir sér þar sem líklegra er að þeir séu borgunarmenn fyrir skuldum sín- um. Þegar gæði slíkra viðskiptavina eru metin hugsa stjórnendur banka fyrst og fremst um fjárhagsstöðu við- skiptavinarins en velta því ekki fyrir sér hvort viðskiptavinurinn tengist einhverjum vafasömum viðskiptum eða ekki. Þetta átti líklega við um Us- manov. Eftir því sem DV kemst næst stóð Usmanov í skilum við Kaupþing með sín viðskipti og átti ekki úti- standandi skuldir við bankann þeg- ar hann féll haustið 2008. Viðskipti hans skiluðu sömuleiðis heilmikl- um tekjum til Kaupþings í formi vaxtagreiðslna og þóknana. Útibússtjórinn ákveðinn Önnur möguleg skýring á ætlaðri lánveitingu til Usmanovs kann að vera sú að Kaupþing hafi viljað kom- ast í enn betri samskipti við auðug- an rússneskan fjárfesti sem jafn- framt hefði góð tengsl við rússneska stjórnmálamenn, meðal annars Vladimír Pútín, forsætisráðherra og fyrrverandi forseta landsins. Ástæðan fyrir því að Kaupþing vildi auka viðskipti sín við Usman- ov kann að hafa verið sú að bankinn ætlaði að opna útibú í Rússlandi, að öllum líkindum í Moskvu. Skipu- lagning á opnun útibúsins var kom- in svo langt að búið var að ákveða hver yrði útibússtjóri þar í landi, samkvæmt heimildum DV. Um var að ræða einn af starfsmönnum Kaupþings á Íslandi. Hugsanlega hefði verið gott fyrir Kaupþing að hafa tengsl inn í rússneskt athafna- og stjórnmálalíf í gegnum Usmanov ef af þessum hugmyndum um rúss- neska útrás hefði orðið. Ekkert mun hins vegar vera hæft í þeirri kenningu að Usmanov hafi átt að fá lánið sem einhvers kon- ar borgun vegna slælegrar fram- komu Kaupþings í garð annarra rússneskra viðskiptavina bankans, líkt og haldið hefur verið fram í fjöl- miðlum. Samkvæmt þessari kenn- ingu átti Usmanov að hafa gegnt starfi einhvers konar rukkara gagn- vart Kaupþingi. Þessi kenning geng- ur meðal annars ekki upp þar sem Usmanov mun hafa verið eini rúss- neski viðskiptavinur Kaupþings auk þess sem bankinn vildi ólmur eiga í viðskiptum við hann sökum auð- legðar hans. Rússlandsútrás eftir Usmanov-lánið n Alisher Usmanov hóf viðskipti við Kaupþing í London n Hitti æðstu stjórnendur bankans n Kaupþing ætlaði að opna útibú í Rússlandi „Hann er einn allra sterkasti kaupsýslu- maður heims í dag... Þetta var frábær viðskiptavinur. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tengdur í Rússlandi Usmanov er einn auðugasti maður Rússlands og mjög tengdur inn í rússneskt stjórn- málalíf. Hann hefði hugsanlega getað aðstoðað Kaupþing við útrás bankans í Rússlandi sem var yfirvofandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.