Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 15
Banque Havilland í Lúxemborg, sem stofnaður var á rústum Kaupþings í Lúxemborg, vill ekki gefa upp hvaða nítján einstaklingar það eru sem hafa áfrýjað þeirri niðurstöðu dómstóls þar í landi að veita embætti sérstaks saksóknara aðgang að gögnum sem voru haldlögð í bankanum í maí í fyrra. Havilland-bankinn hefur áfrýj- að niðurstöðunni til hæstaréttar í Lúxemborg vegna þess að hann kær- ir sig ekki um að sérstakur saksókn- ari fái aðgang að gögnunum. Bank- inn er sá eini, af þeim tuttugu sem áfrýjað hafa niðurstöðunni, sem hef- ur verið nafngreindur í fjölmiðlum. Umrædd gögn kunna að vera mikilvæg fyrir rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmis- notkun Kaupþings á árunum fyrir ís- lenska efnahagshrunið, meðal ann- ars á Al-Thani-viðskiptunum sem fram fóru í aðdraganda þess. Mörg þeirra viðskipta Kaupþings sem til rannsóknar eru hjá embætti sér- staks saksóknara fóru fram í gegn- um Kaupþing í Lúxemborg og kunna gögnin að varpa frekari ljósi á þau. Ekki er hins vegar hægt að fullyrða að svo sé þar sem ekki er vitað hvað kemur fram í gögnunum. Halldór Bjarkar Lúðvígsson, þá- verandi starfsmaður Kaupþings, bar því meðal annars við í samtali við innri endurskoðanda bankans þeg- ar Al-Thani-viðskiptin voru um garð gengin að forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg, Magnús Guðmundsson, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþingssamstæðunnar, hefðu skipulagt Al-Thani-viðskiptin. Sér- stakur saksóknari hneppti Hreiðar Má og Magnús í gæsluvarðhald og yfirheyrði ásamt nokkrum fyrrver- andi starfsmönnum bankans vegna rannsóknar á málefnum Kaupþings um mitt síðasta ár. Kaupþingsmenn hugsanlega meðal áfrýjenda Hugsanlegt er að einhverjir af fyrr- verandi starfsmönnum og stjórn- endum Kaupþings séu meðal þeirra sem hafa áfrýjað niðurstöðunni til hæstaréttar í Lúxemborg. Ástæðan er sú að hagsmunir Banque Havill- and og fyrrverandi stjórnenda Kaup- þings fara saman í málinu. Ekki er heppilegt fyrir Banque Ha- villand að gögnin fari frá bankanum og til embættis sérstaks saksóknara þar sem slíkt gæti komið sér illa fyrir fjármálafyrirtækið. Óheppilegt getur verið fyrir Banque Havilland og Lúx- emborg sem fjármálamiðstöð að það spyrjist út fyrir bankann og landið að það standi ekki vörð um þá fjármála- starfsemi sem er stunduð í ríkinu og þá bankaleynd sem henni fylgir. Spurningin um það hvort hæstiréttur muni heimila að sérstakur saksókn- ari fái gögnin er því öðrum þræði pólitísk, bæði fyrir Banque Havilland og Lúxemborg, þar sem fjármála- starfsemi er svo mikilvægur þáttur í atvinnulífi smáríkisins. Á hinn bóginn er heldur ekki heppilegt fyrir fyrrverandi yfirmenn Kaupþings að sérstakur saksókn- ari fái gögnin í hendur þar sem þau eru afar mikilvæg fyrir rannsókn embættisins á málefnum bankans. Gögnin gætu því skorið úr um hvort embætti saksóknara gefur út ákæru á hendur fyrrverandi stjórnend- um bankans eða ekki. Allur drátt- ur á málinu, og hugsanleg synjun á beiðni sérstaks saksónara, þjónar því hagsmunum þeirra starfsmanna Kaupþings sem eru til rannsóknar hjá ákæruvaldinu því það kemur í veg fyrir að embættið geti rannsakað málið sem skyldi. Jafnvel er hugsanlegt að sama aðili, lögmaður eða lögmannsstofa, haldi utan um áfrýjun allra þeirra sem hafa ákveðið að kæra niður- stöðuna til æðra dómsvalds þar sem hagsmunir þeirra allra hald- ast í hendur. Eitt sem rennir stoðum undir þetta eru ummæli sem Jonat- han Rowland, forstjóri Havilland, lét hafa eftir sér í breska blaðinu The Daily Telegraph í síðustu viku en þá staðfesti hann að bankinn og nítj- án viðskiptavinir hans hefðu ákveð- ið að áfrýja málinu til hæstaréttar. Hugsanlegt er að einhverjir fyrrver- andi starfsmenn Kaupþings séu þar á meðal og séu nú skilgreindir sem viðskiptavinir bankans. Spurning- in er sú hvaða hagsmuni almennir viðskiptavinir Havilland, sem tengj- ast málinu ekki beint, ættu að hafa af því að skipta sér af málinu. Sú stað- reynd að forstjórinn tjáði sig einnig um áfrýjun hinna 19 aðilanna renn- ir einnig stoðum undir þá kenningu að um sameiginlegt átak þessara 20 sé að ræða og að bankinn fari fyrir áfrýjuninni. Hreiðar og Sigurður vilja ekki tjá sig Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings sem búsettur er í Lúxemborg, vill ekki svara því hvort hann sé einn þeirra sem hafa áfrýj- að niðurstöðu dómstólsins í Lúxem- borg til efra dómstigs. Forstjórinn fyrrverandi ber fyrir sig bankaleynd í svari sínu símleiðis frá Lúx: „Ég hef ekki heimild til að tjá mig um mál- ið. Samkvæmt 59. grein laga um fjár- málafyrirtæki. Þar segir að mér sé óheimilt að tjá mig um nokkuð það sem ég hef orðið áskynja um í starfi mínu eða eftir það. Þessar reglur eiga við áfram.“ Aðspurður hvort hann viti hvaða aðilar það séu sem hafi áfrýjað niðurstöðunni segir Hreiðar Már: „Ég hef bara ekkert um þetta að segja. Ég vildi að ég gæti hjálpað þér.“ Hreiðar tekur því þann pól í hæðina að játa því hvorki né neita hvort hann hafi tekið þátt í því að áfrýja niður- stöðunni. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, vildi heldur ekki ræða við blaðamann DV þegar hringt var í hann til Lond- on á miðvikudaginn. „Vorum við ekki búnir að tala saman fyrir ári og ákveða að vera ekkert að ræða sam- an? ... Ok, bless,“ sagði Sigurður áður en hann skellti á. DV sendi honum fyrirspurn um málið, sem og annað mál sem viðkemur starfsemi Kaup- þings, en hann svaraði þeim ekki. Hvorugur þeirra játar því eða neitar að hafa tekið þátt í áfrýjuninni. Leitað eftir svörum hjá Havilland DV leitaði sömuleiðis eftir svörum hjá Banque Havilland í Lúxemborg á miðvikudaginn. Forstjóra bankans, Jonathan Rowland, var sent tölvu- skeyti með spurningum um hvaða 20 aðilar það væru sem hefðu áfrýjað niðurstöðunni. Rowland hafði ekki svarað spurningum DV þegar blaðið fór í prentun á fimmtudagskvöld. Embætti sérstaks saksóknara mun væntanlega fá listann með nöfnum þeirra aðila sem hafa áfrýj- að þegar niðurstaða hæstaréttar í Lúxemborg liggur fyrir. Reiknað er með að hæstiréttur þar í landi kveði upp úrskurð sinn í febrúar. Á meðan heldur rannsókn sérstaks saksókn- ara á Kaupþingsmálinu áfram, en án gagnanna frá Lúxemborg. Fréttir | 15Helgarblað 7.–9. janúar 2011 „Ég hef ekki heimild til að tjá mig um málið. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Beðið eftir gögnum Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, bíður eftir gögnun- um frá Lúx sem geta hjálpað til við rannsóknina á Kaupþingsmálinu. Niðurstöðu hæstaréttar er að öllum líkindum að vænta í febrúar. Húsleitirnar í Lúx Yfirvöld í Lúxemborg framkvæmdu húsleitir þar í landi í febrúar og maí í fyrra fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknarinnar á málefnum Kaupþings. Meðal annars voru gerðar húsleitir í höfuðstöðvum Banque Havilland, áður Kaupþingi, í Lúxemborg. Lagt var hald á mikið magn gagna í húsleitunum og munu þau hugsanlega geta nýst Ólafi Haukssyni í rannsóknunum á málefnum Kaupþings. Embætti Ólafs fór fram á réttaraðstoð við húsleitirnar með beiðni sem kallast réttarbeiðni á íslensku, derogatory request á ensku. Þetta er gert þegar yfirvöld í einu landi þurfa aðstoð yfirvalda í öðru en embætti sérstaks saksóknara hefur ekki lögsögu til að fara til Lúxemborgar og framkvæma slíkar húsleitir sjálft. Yfirvöld í Lúxemborg þurfa nú að vega og meta hvort embætti Ólafs Haukssonar eigi að fá gögnin í hendur eða ekki. Sérstakur saksóknari þarf því að lúta þeim réttarreglum sem gilda í Lúxemborg að þessu leyti og ræður embættið sjálft því ekki algerlega för í rannsókninni. Sérstakur rannsóknardómari var skipaður þar í landi til að fara yfir gögnin. Kaupþings- menn gátu gert athugasemdir við hvernig var lagt hald á gögnin og þurfti rannsóknar- dómarinn að taka tillit til athugasemda þeirra þegar hann ákvað hvort gögnin yrðu send hingað til lands eða ekki. Heimildir DV herma að gerðar hafi verið ýmsar athugasemdir við það hvernig hald var lagt á gögnin í húsleitunum. Meðal annars munu forsvarsmenn Havilland-bankans hafa gert slíkar athugasemdir. Rannsóknardómarinn úrskurðaði sérstökum saksóknara í hag, líkt og DV greindi frá í desember, en niðurstöðu hans var áfrýjað til æðra dómstigs þar í landi. Embætti sérstaks saksóknara þarf því að bíða enn um sinn eftir niðurstöðu hæstaréttar í Lúxemborg áður en gögnin koma til landsins. HREIÐAR MÁR BER FYRIR SIG BANKALEYND n 20 aðilar hafa áfrýjað niðurstöðu dómstóls í Lúx n Sérstaktur saksóknari hefði fengið aðgang að gögnum n Hreiðar Már og Sigurður Einarsson vilja hvorki staðfesta né neita Svarar ekki vegna bankaleyndar Hreiðar Már vill ekki svara því hvort hann sé einn þeirra sem hafa áfrýjað niðurstöðu dómstóls í Lúx um að veita sérstökum saksóknara aðgang að gögnum. Forstjórinn fyrrverandi sést hér á leiðinni úr yfirheyrslu hjá saksóknara í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.