Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 21
Fréttir | 21Helgarblað 7.–9. janúar 2011 Sefur tvær vikur í einu aftur. Svo vildi hún láta strjúka sér og röddin breyttist líka,“ segir Lene. Það hefur þó dregið úr slíkri hegðun hjá henni eftir því sem köstin hafa orðið fleiri. Daði segir síðasta kast hafa verið hennar besta til þessa. „Hún svaf bara og ekkert rugl og leiðindi.“ Sandra man lítið sem ekkert hvað gerðist þegar hún kemur til sjálfar sín eftir köstin. „Þetta er bara eins og ég sofni og vakni daginn eft- ir, nema að það eru kannski liðn- ir fjórtán dagar. Ég er reyndar byrj- uð að muna meira en ég gerði fyrst. Ég kannski man samt ekki beint en ef fólk segir mér hvað ég gerði þá rifjast það upp fyrir mér. En stund- um man ég ekkert.“ Alla jafna sef- ur Sandra draumlausum svefni en þegar köstin standa yfir fær hún oft martraðir. Lene telur að það geti stafað af því að undirmeðvitundin sé meðvituð um ástandið sem lík- aminn er fastur í og það valdi óþæg- indum. Vegna þess hve persónuleiki Söndru breytist mikið í köstun- um hafa foreldrar hennar brugðið á það ráð að taka af henni tölvuna, á meðan þau standa yfir, til að tak- marka samskipti hennar við um- heiminn. „Ég væri bara að flippa í fólki og segja eitthvað. Í fyrstu var síminn líka tekinn af mér en núna er ég meðvitaðri um hvað ég geri svo ég er með hann hjá mér. Áður fyrr hringdi ég bara í einhvern og spurði: Hver er þetta? Hvað viltu?“ segir Sandra og sýnir með leikræn- um tilþrifum hvað hún getur orð- ið æst og pirruð í köstunum. Daði segir að hún ákveði að hringja eitt- hvert en svo man hún ekkert hvert hún var að hringja. Til að byrja með voru vinkonur hennar hálfhrædd- ar þegar þær fengu símtal frá henni í þessu ástandi. Þær hringdu því stundum í foreldrana til að fullvissa sig um að það væri í lagi með hana. Æðisleg jólagjöf Eftir að hafa sofið nánast samfellt í marga daga á Sandra mjög erf- itt með svefn fyrstu næturnar eftir köstin. Þótt hún græði þar nokkra tíma vakandi og bæti aðeins upp fyrir allan svefninn segir hún frek- ar pirrandi að geta ekki sofið á nótt- unni þegar aðrir sofa. „Ég reyni auðvitað að skipuleggja daginn eins snemma og ég get þegar ég get ekki sofið og fer eins mikið út og hægt er. Þegar ég vakna af köstunum er ég náttúrulega ekki búin að fá ferskt loft í tvær vikur. Allir vinir mínir eru tilbúnir að vakna snemma fyrir mig, koma og gera eitthvað og nýta allan daginn. Það er alveg æðislegt,“ seg- ir Sandra sem er mjög þakklát fyrir að eiga frábæra og skilningsríka vini sem veita henni mikinn stuðning. „Þegar ég fer út fyrsta daginn vilja allir hitta mig og það er rosalega gaman,“ bætir hún við. „Svo er svo gaman þegar hún smellur inn, eftir að hafa verið í kasti. Köstin eru þetta 12 til 15 dagar og þegar hún sofnaði fyrir jól, þann 13. desember, fór maður að reikna að hún myndi detta inn á annan í jólum og þá væri hún búin að missa af jólunum. Það er ferlega leiðinlegt því hún missti af þarsíðustu jólum þegar við vorum úti í Danmörku. Svo sátum við hérna inni í stofu kvöldið 22. desember og hún kom allt í einu fram og sagði: Hæ! Og við spruttum á fætur og spurðum hvort hún væri komin inn. Þetta var æð- isleg jólagöf. Þá var þetta bara níu daga kast, sem er mjög stutt og kom akkúrat á réttum tíma,“ segir Daði. Var látin prófa rítalín Hvað orsakar Kleine-Levin Syn- drome er læknum hulin ráðgáta. „Þetta byrjar undantekningalaust hjá krökkum á gelgjuskeiðinu. Svona á fjórtánda ári, og það var þannig hjá henni. Grunur leikur á að þetta hafi byrjað með flensu, eða smokri sér inn með flensu og setj- ist sem einhvers konar vírus í mið- taugakerfið, en það er ekkert sann- að. Þetta er það sem við höfum lesið,“ segir Daði. Algengara er að sjúkdómurinn leggist á stráka, eða í um 80 prósentum tilfella. Stelpur sem fá Kleine-Levin þjást þó oft- ar lengur af sjúkdómnum en strák- arnir. Hann virðist vara í 3 til 13 ár hjá strákum en í 8 til 18 ár hjá stelp- um. Sjúkdómurinn mun því að öll- um líkindum eldast af Söndru þeg- ar fram líða stundir. Það er ýmislegt sem getur komið svefnköstunum af stað. „Hjá henni eru það til dæmis flugferðir. Hún má ekki drekka áfengi, sem er sosum allt í lagi fyrir mömmu og pabba,“ segir Daði og lítur hlæjandi á dóttur sína. „En hún hefur fengið köst bara upp úr þurru. Þau virðast líka koma einhvern veginn í kring- um frídaga. Hún hefur fengið köst í kringum páskana og í jólafríinu, strax eftir prófin. Kannski er þetta spennufall. Svo virðist sem rútína geri það að verkum að hún fái síð- ur köst.“ Engin lækning er til við Kleine- Levin og vegna þess hve sjúkdóm- urinn leggst á fáa hefur lítið verið prófað af lyfjum til að halda hon- um niðri. „Við vorum látin prófa að setja hana á rítalín til að sjá hvort það héldi henni vakandi eða að hún myndi smella inn fyrr en hún lá bara uppi í rúmi og var alveg jafn þreytt en gat ekki sofnað,“ segir Lene. „Ég varð alveg rosalega pirruð og þetta var mjög óþægilegt,“ skýtur Sandra inn í. „Það er eins og líkami henn- ar þurfi þennan svefn og það verð- ur bara að leyfa henni að sofa. Það á ekki að neyða hana til að vaka,“ segir Lene sem þótti mjög erfitt að horfa upp á dóttur sína undir áhrif- um rítalínsins. Skelfileg jól í Danmörku Sandra fékk fyrsta kastið sumar- ið 2008, þá var hún að koma úr heimsókn frá ættingjum sínum í Danmörku og fór beint nokkr- um klukkutímum síðar í fimleika- keppnisferð til Frakklands. „Ég var sofandi allan tímann. Ég bara svaf og man rosalega lítið og missti af öllu. Ég sagði bara að ég vildi sofa og þjálfararnir mínir urðu náttúru- lega bara brjálaðir. Það var bara öskrað á mig en mér var alveg sama, ég var alveg bara: Uss! Leyfiði mér að sofa. Þegar ég kom heim var ég orðin hress og þess vegna hélt ég að þetta væri bara flugþreyta,“ segir hún um það hvernig sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Fimleikana varð Sandra svo að gefa upp á bátinn vegna áhrifa veik- indanna á líkama hennar. „Á með- an ég er í kasti ligg ég náttúrulega bara og þegar ég vakna er mér allt- af illt í bakinu og hnjánum og ég get ekki gert neitt. Eini möguleikinn var eiginlega bara að hætta.“ Um jólin 2008 fór fjölskyldan svo aftur til Danmerkur að heimsækja ættingja og þá varð Sandra mjög veik. Daði segir fjölskylduna hafa upplifað skelfileg jól í Danmörku vegna veikinda Söndru. „Þá sáum við foreldrarnir þetta fyrst. Hún var svo rugluð, horfði í gegnum okk- ur og vildi bara sofa og sofa. Við reyndum að rífa hana upp til að fara í jólaboð því við vissum ekkert hvað þetta var, en svo fórum við að lokum með hana á spítala.“ „Ég hélt virkilega um tíma að ég væri að deyja“ Í fyrstu töldu læknarnir að Sandra væri í eiturlyfjum en í blóðprufum kom í ljós að svo var ekki. Þá var tal- ið að hún hefði orðið fyrir áfalli eða verið misnotuð á einhvern hátt. „Við vissum bara ekkert og gátum ekki svarað einu eða neinu. Við fórum að hringja heim og spyrja vinkonurn- ar hvort hún hefði lent í einhverju áfalli eða sjokki. Manni fannst mað- ur sjálfur jafnvel liggja undir grun,“ segir Daði og hugsar með hryllingi til þessa tímabils. „Hún fór í ótal margar rannsóknir, til að mynda mænustungu og heilaskanna. Það Kleine-Levin Syndrome er mjög sjaldgæfur taugasjúkdómur sem aðeins hefur greinst í 1.000 einstaklingum frá því í kringum 1950. Hann er oft ranglega greindur sem sálrænn sjúkdómur. Á meðan á Kleine-Levin svefnkasti stendur minnkar blóðflæði til undir- stúku heilans, sem stýrir frumþörfum mannsins; árásarhneigð, kynlífi og hungri. Minna blóðflæði til undirstúk- unnar veldur bæði líkamlegum breyting- um og breytingum á hegðunarmynstri einstaklinga. Svefnþörf eykst gífurlega, sem og hungurtilfinning. Persónuleikinn breytist og fólk fer í einhvers konar draumkennt ástand. Þeir sem þjást af sjúkdómnum geta með engu móti ráðið við þessar breytingar. Köstin geta varað allt frá nokkrum dögum eða vikum upp í nokkur ár í einu. Á milli kastanna getur einstaklingur með Kleine-Levin lifað nokkuð eðlilegu lífi og jafnvel haldið köstunum í skefjum ef hann lærir að þekkja hvað það er sem orsakar þau. Það er mjög einstaklingsbundið hvað það er sem kemur köstum Kleine-Levin sjúklinga af stað. Eftirfarandi þættir virðast þó vera algengastir n Áfengisneysla n Svæfing eða deyfing n Kuldi n Ofþornun n Mikið álag n Flensa n Sýkingar n Meiðsli n Líkamlegt erfiði n Flugþreyta n Svefnleysi n Sólbruni Kleine-Levin svefnköst geta valdið eftirfarandi breytingum á einstaklingum n Uppnámi n Einbeitingarskorti n Barnalegri hegðun n Ringulreið n Draumkenndu ástandi n Ofskynjunum n Ofáti n Ljósfælni n Hljóðfælni n Aukinni kynhvöt n Gríðarlegri svefnþörf n Skapstyggð n Orkuleysi n Minnisleysi Kleine-Levin Syndrome „Þetta er bara eins og ég sofni og vakni daginn eftir, nema að það eru kannski liðnir fjórtán dagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.