Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 25
Ungur Dalamaður á þingi leggst í víking gegn Evrópusamvinnu og heimtar Bandaríkjadollar sem þjóðarmynt. Hann dundar sér við það í fjárlaganefnd að útdeila milljarða- styrkjum til bænda sem hann selur svo tæki og tól til búrekstrar í gegnum fyrir- tæki sitt. Vill enga styrki frá ESB og fer á fund nei-hreyfingarinnar í Noregi. Reyndur verkalýðsfrömuður úr sama flokki vill að hver þingmaður sé sinn eigin stjórnmálaflokkur og gengur inn og út úr ríkisstjórn eftir því hvernig vindar blása. Reisir þjóðernis vígi gagn- vart Evrópuþjóðum þegar þær vilja ekki lána íslenskum óreiðumönnum fé refjalaust eða þegar þær fara fram á að þeir borgi skuldir sínar. Hann er búinn að uppgötva merkingu orðsins „sam- staða“ og sýnir óvinum formanns síns opinberan stuðning í nafni samstöðu. Hagfræðidoktor úr sama flokki skor- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á hólm og hefur í heitingum verði menn ekki við óskum þingmannsins um að slíta sam- vinnunni við þennan „útsendara frjáls- hyggjunnar og kapítalismans“. Lögfræðingur úr sama flokki undr- ast að menn skuli kalla þennan hóp villiketti um leið og hann talar í Mogga- grein gegn hjarðhegðun sem hann tel- ur hafa orðið þjóðinni dýrkeypt fyrir hrun. Þrjú þeirra fara með heift gegn fjár- lögum ríkisstjórnar og þingmeirihluta og tala um forræðishyggju og foringja- ræði. Ríkir verða ríkari Á meðan þessu vindur fram í íslensk- um afdölum heldur Bernie Sand- ers, þingmaður lýðræðissósíalista í Vermont, varnarræðu fyrir banda- rískan almenning sem hann telur vera að tapa stríðinu við ríka fólkið. Varla nema von þegar Barack Obama Banda- ríkjaforseti framlengir skattaívilnanir fyrir auðmennina eftir harðsvíraða og rándýra baráttu þeirra fyrir forréttind- um sínum. Sem þeir láta aldrei af hendi átakalaust. Sanders bendir á eftirfarandi: Á átt- unda áratug síðustu aldar átti ríkasta eina prósent bandarísku þjóðarinnar 8 prósent þjóðarauðsins. Þetta eina pró- sent átti meira af þjóðarauðnum en fá- tækari helmingur þjóðarinnar saman- lagt. Á níunda áratugnum átti ríkasta eina prósentið 14 prósent þjóðarauðsins. Á tíunda áratugnum átti rík- asta eina prósentið 19 prósent af þjóðarauði Bandaríkjanna. Nú eiga ríkustu Bandaríkjamennirnir, sem mynda þetta eina prósent, 23,5 prósent þjóðar- auðsins eða jafnmikið og fátækari helmingur þjóðarinnar samanlagt. Guðs eigið land í vanda Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son kvakaði fagurlega árum saman um dýrð þess frelsis sem bandarískir auðmenn hafa notfært sér til að raka til sín þjóðarauðnum. Hversu mjög brauðmolarnir myndu falla af borð- um auðmanna til fátæklinganna að- eins ef stjórnvöld stilltu sig um að hafa eftirlit með þeim, vöruðust að anda ofan í hálsmál þeirra og íþyngdu þeim ekki með sköttum og óþarfaforræð- ishyggju. Þetta dýrðarríki Hannesar hrundi í fyrstu viku októbermánaðar árið 2008. Milljónir bandarískra heimila eiga á hættu að fara undir hamarinn. Meira en 20 borgir eru gjaldþrota eða því sem næst. Mikilvægasta vígi frjálsa framtaksins, Kalifornía, er á haus- num og nýtur ekki lánstrausts. Þar eru skattar helst aldrei hækkaðir því kjós- endur greiða atkvæði gegn slíku í tíð- um almennum atkvæðagreiðslum. Vandi Kaliforníu er meiri en saman- lagður efnahagsvandi Portúgals og Grikklands. Einkennileg stjórnmál Allt hefur þetta orðið til þess að bandarískir valdamenn sjá ofsjónum yfir velgengni í norðanverðri Evrópu. ESB hleypur undir bagga með Írlandi með 13 þúsund milljarða króna láni. Rússar vilja ólmir skipta við Þjóðverja; þeir hafa allt sem Rússa vantar og Rússar hafa orku og stækkandi mark- að fyrir þá og aðrar ESB-þjóðir. Fréttir berast af því að Kínverjar vilji flytja hluta af gjaldeyrisforða sín- um úr dollurum yfir í evrur. Þeir vilja einnig aukin viðskipti við Þjóðverja. Þeir kaupa ríkisskuldabréf á Spáni og í Portúgal og styrkja þannig evr- una. Ástæðan er þverrandi trú Kín- verja á Bandaríkjadollar, en 70 pró- sent gjaldeyrisforða þeirra eru nú í þeirri mynt. Svo gæti farið að Bandaríkin, skuldugasta ríki veraldar, neyðist sjálf til að leita á náðir AGS. Sæta þeim aga sem meðal annars Íslendingar, Grikkir og Ungverjar hafa þurft að beygja sig undir eins og óþekk skólabörn með skertan vasapening vegna skamm- arstrika. Hvernig væri að íslenskir villi- kettir legðust nú á sveif með al- menningi, eins og Sanders, í stað þess að vera eins og lamandi eit- ur í beinum þingmeirihlutans sem reynir að endurreisa efna- hagslífið eftir sérhagsmuna- sukkið. Umræða | 25Helgarblað 7.–9. janúar 2011 „Ótrúlega þakklát“ Íris Mist Magnúsdóttir vann ef til vill ekki titilinn íþróttamaður ársins en hún er hástökkvari í kosningu ársins. Lenti í þriðja sæti og var þá metinn magnaður árangur hennar á Evrópu- meistaramóti í hópfimleikum. Þar keppti landslið Íslands og Íris Mist tók mikla áhættu með dirfskufullu stökki sem hefur vakið athygli á henni sem einni eftirtektarverðustu fimleikakonu Evrópu. Hver er maðurinn? „Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona.“ Hvað fannst þér um kosninguna? „Mér fannst þetta meiri háttar gaman og ég er ótrúlega þakklát.“ Hvað æfir þú oft í viku? „Ég æfi 5 sinnum í viku, 15–18 klukkutíma alls.“ Þið hafið glímt við bága fjárhagsstöðu, hvernig er staðan núna? „Við fengum þrjár milljónir frá ríkisstjórninni og nokkra smærri styrki en við erum enn að safna fé sjálfar eins og við höfum þurft að gera. Við höfum ekki fengið fleiri styrkt- araðila til liðs við okkur enn sem komið er en munum sækja um það sem er í boði á næstunni.“ Hvað myndi breytast fengjuð þið meiri fjárstuðning? „Við myndum fara í æfingabúðir. Það er nauðsynlegt en það höfum við samt ekki gert vegna fjárskorts. Áður fyrr fórum við 2–3 sinnum á ári. Varðandi keppnir og mót, þá myndum við keppa á danska og sænska meistaramótinu á hverju ári ef við hefðum fjárstyrk til þess.“ Hvað er á döfinni? „Að halda mér í góðu formi, æfa af kappi og ná meiri árangri. Íslenska mótaröðin er að byrja svo það verður annasamt á næstunni.“ Hvað gerir þú í frístundum? „Ég á ekki frístundir að ráði. Ég er í íþrótta- fræði í Háskólanum í Reykjavík og vinn við að þjálfa þegar ég er ekki að æfa. Mínar frístundir fara þess vegna í það að læra og vera með fjölskyldunni og vinunum. Ég tók mér frí frá vinnu nýlega til þess að eiga fleiri frístundir með vinum og fjölskyldu.“ Eruð þið samstilltar í landsliðinu? „Já, við erum rosalega samstilltar og þetta er sigur okkar allra. Það er ég sem tek á móti þessu fyrir hönd stelpnanna. Mig langar til að segja að okkur finnst öllum kosningin vera stórkostlegar fréttir, sérstaklega í ljósi þess að við erum konur, erum í fimleikum og erum ekki í boltaíþróttum.“ „Ég fylgist ekki með handbolta.“ Anton Ameneiro 25 ára doktorsnemi „Já.“ Sara Dröfn Valgeirsdóttir 19 ára nemi „Já, ef ég get.“ Arnar Þór Kristjánsson 22 ára myndlistarnemi „Já.“ Eysteinn Eyjólfsson 44 ára upplýsingafulltrúi „Kannski.“ Jóhann Björn Jóhannss on 18 ára nemi Maður dagsins Allt á floti „Gerðuð þið þetta?“ spurði menntamálaráðherra furðu lostinn á leiðinni á þingflokksfund Vinstri grænna á miðvikudag. Óheppinn vegfarandi hafði rétt á undan misst hádegismatinn í gólfið. MynD SiGtRyGGuR ARi JóHAnnSSon Myndin Að vinna réttu bardagana Kjallari Jóhann Hauksson Ætlar þú að fylgjast með HM í handbolta?Dómstóll götunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.