Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 29
Föstudagur 7. janúar 2011 Umsjón Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Hollt og gott snarl Oft þurfum við að fá okkur eitthvað á milli mála. Í stað þess að gúffa í okkur súkkulaði eða öðrum sætindum er sniðugt að vera með hollt og gott snarl við höndina. Það gefur okkur meiri orku og betri líðan. Í bókinni Sjö daga safakúrinn eru tillögur að snarli: 1 25 g sólblómafræ og 1 epli 2 25 g graskersfræ og 1 pera 3 25 g valhnetukjarnar og 1 appelsína 4 25 g brasilíuhnetur og 2 kíví 5 25 g pistasíuhnetur og 2 mandarínur 6 25 g pistasíuhnetur og 1 hrá gulrót, skorin í lengjur 7 25 g furuhnetur og 3 sellerístönglar Í Japan er lægsta offituhlutfall heims og íbúar lifa lengur en víðast hvar annars staðar. Japanskar konur þykja líka einstaklega hraustar og grannar, en á meðan 17 prósent Íslendinga eru of feit glíma aðeins þrjú prósent Japana við offitu. Samt borða japanskar konur aldrei með megrun í huga, heldur til þess að nærast og njóta matarins. Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað þér að tileinka þér þennan lífsstíl þeirra. 1 Borðaðu þar til þú ert 80% södd. 2 Fáðu þér hæfilega skammta og notaðu fallegan borðbúnað. 3 Borðaðu og tyggðu matinn rólega og njóttu hvers bita. 4 Taktu þér tíma til að dást að fegurð og framsetningu matarins. 5 Borðaðu meira af fiski, ferskum ávöxtum og grænmeti – og minna af mettaðri fitu og transfitu. 6 Eldaðu upp úr canola-olíu og hrísgrjóna- klíðisolíu. 7 Eldaðu japanskan ofurmorgunverð: Mísósúpu með grænmeti, eggjum og tófú. 8 Hugsaðu um grænmeti sem aðalrétt frekar en meðlæti – og um rautt kjöt sem meðlæti eða eitthvað sem þú borðar sjaldan. 9 Fáðu þér skál af stuttum, hvítum eða brúnum hrísgrjónum með matnum í staðinn fyrir hvítt brauð. 10 Drekktu kalt, ósætt japanskt te í stað gosdrykkja. 11 Gakktu í stað þess að nota bíl, alltaf þegar þú getur það. 12 Mundu að matarástin er stór hluti heilbrigðis. Það að elda og borða mat á að vera gaman. Njóttu matarins líkt og japönsk kona n Vissir þú að bananar væru kalkríkir? n Eða að epli efla ónæmiskerfið? ávaxta- og grænmetistegundirnar 10 hollustu Í bókinni Sjö daga safakúrinn er bent á hollustu ávaxta- og grænmetistegundirnar. Allar eru þær stappfullar af vítamínum, steinefnum og plöntunæringar- efnum. Blandaðu þeim saman og borðaðu úr ýmsum litaflokkum á hverjum einasta degi. 1 Melónur Þvagræsandi, hreinsandi og vökvamiklar þannig að þær vinna gegn ofþornun. 2 Kívíaldin Innihalda mikið af C-vítamíni og trefjum. Í þeim er einnig ensím sem bætir ónæmiskerfið, lækkar blóðþrýsting og hefur góð áhrif á hjartað. 3 Bananar Ein besta uppspretta kalíums sem við- heldur eðlilegum blóðþrýstingi og hjartastarfsemi. Þeir eru trefja- og kalkríkir og innihalda efni sem næra æskilegar bakteríur sem framleiða vítamín og meltingarensím. 4 Ber Rauð og vínrauð ber veita vörn gegn veiru- og bakteríusýkingum. Allar tegundir eru góðar fyrir blóðrásina. Bláber og sólber vinna gegn niðurgangi og þvagrásarsýkingum. Hindber innihalda náttúruleg verkjastillandi efni og eru góð gegn túrverkjum. Jarðarber eru góð fyrir hjarta- og æðakerfið. 5 Lárperur Innihalda alls kyns næringarefni. Geta lækkað kólesterólið, örvað fitubrennslu og meltingu og veitt vörn gegn krabbameinsvaldandi efnum. E-vítamín eflir heilbrigði húðarinnar, græðir sár og örvar ónæmiskerfið. 6 Trönuber Vinna gegn sýkingum í þvagblöðru, blöðruhálskirtli og nýrum. Geta dregið úr líkum á nýrnasteinum og veitt vörn gegn veiru- og bakteríusýkingum. 7 Sítrusávextir Appels-ínur, sítrónur, límónur og greipaldin innihalda efni sem vinna gegn krabbameini og draga úr kólesteróli í blóði og hættu á æðakölkun. Veita vörn gegn veiru- og bakteríusýkingum. 8 Papaja Bætir meltinguna og veitir vörn gegn krabbameini. Hjálpar til við uppbyggingu á C-vítamíni og gerir reykingamönnum gott. 9 Epli Innihalda andoxunar-efni, draga úr kólesteróli, hreinsa meltingarveginn og efla ónæmiskerfið. Næringarefni hjálpa til við meltingu á fitu. 10 Plómur Eru fullar af and-oxunarefnum, efla upptöku járns og styrkja ónæmiskerfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.