Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 34
Mjólkurmaski
Einfaldur og áhrifaríkur maski sem endurnærir
þreytta og stressaða húð. Hann endurheimtir
náttúrulegt pH-gildi húðarinnar og verndar
hana gegn þurrki vegna frosts og vinda.
Mjólkurmaski er einnig góður á bæði
sólbrennda og þurra húð þar sem hann mýkir
og dregur úr pirringi.
n 1 bolli af náttúrulegri jógúrt, súrmjólk eða
sýrðum rjóma. Best er að mjólkin sé tekin
beint úr ísskápnum
n ½ bolli af haframjöli
Ef húðin er þurr er gott að bæta út í nokkrum
matskeiðum af hunangi. Ef húðin er feit er aftur
á móti gott að bæta við nokkrum dropum af
sítrónu- eða límónusafa. Blandaðu hráefnun-
um saman. Berðu mjólkurmaskann á andlitið
en forðastu augnsvæðið. Slakaðu svo á í tíu til
fimmtán mínútur. Hreinsaðu maskann af með
köldu vatni eða þvottapoka sem hefur verið
hitaður aðeins í örbylgjuofni (passið þó að hann
sé ekki of heitur!).
Andlitshreinsir úr sítrónum
Sítrónusafinn hreinsar húðina, fjarlægir
dauðar húðfrumur og gefur húðinni ferskan
blæ.
n 1 bolli sítrónusafi
n 1/5 bolli vatn
Blandaðu sítrónusafa og vatni saman.
Nuddaðu blöndunni á andlitið en gættu þess
að þrífa andlitið svo vel með vatni því blandan
getur valdið óþægindum ef hún er of lengi á
andlitinu.
Andlitshreinsir úr mjöli
n ½ bolli af hafra- eða maísmjöli
n Hrein jógúrt
Blandaðu höfrum og jógúrt saman. Notaðu
nægilegt magn af jógúrt til þess að blandan
verði mjúk og þétt. Berðu hreinsinn á andlitið
en forðastu að bera á augnsvæðið. Notaðu
volgt vatn til þess að þrífa hann af.
Andlitshreinsir með
valhnetum og jógúrt
Mjög mildur og næringarríkur andlitshreinsir.
n ¼ bolli af hreinni jógúrt
n ¼ bolli af valhnetum
Saxið valhneturnar mjög fínt. Blandaðu öllum
hráefnunum saman. Bleyttu andlitið áður en þú
berð hreinsinn varlega á húðina. Notaðu heitt
vatn til þess að þrífa hreinsinn af.
Skrúbbur úr höfrum og brúnum sykri
n 2 matskeiðar af möluðum höfrum
n 2 matskeiðar af brúnum sykri
n 2 matskeiðar af aloe vera
n 1 matskeið af sítrónusafa
Blandaðu öllum hráefnum saman í hreina skál
þar til blandan verður mjúk og þétt. Nuddaðu
skrúbbnum varlega á raka húð og hreinsaðu
hann síðan af með heitu vatni. Þrefaldaðu
uppskriftina og þá ertu komin með skrúbb
fyrir allan líkamann. Athugaðu að skrúbburinn
geymist ekki.
Húðmjólk
Húðmjólk
Kamilla jafnar og mýkir húðina og er því
gjarna notuð í sápur og sjampó. Mjólkin gefur
einnig mýkt og raka auk þess að hreinsa
húðina. Hveitikím nærir og mýkir þar sem
það inniheldur prótín og E- og B-vítamín.
Húðmjólkin virkar einnig sem afar fínlegur
skrúbbur og hentar einnig fyrir þurra og
viðkvæma húð.
n 1 bolli af þurrkaðri kamillu
n 4 matskeiðar af hunangi
n 1 bolli mjólk
n 8 teskeiðar af hveitikími
Látið kamillu liggja í mjólk í nokkrar klukku-
stundir. Sigtið kamilluna úr, bætið hunangi
og hveitikími út í mjólkina og hrærið vel. Berið
húðmjólkina á húðina. Ef hún er sett í flösku
geymist hún í allt að viku í kæli.
Avókadómaski
Avókadómaskinn hentar þroskaðri húð þar
sem hann vinnur gegn hrukkum og þurrki.
Hann nærir og mýkir húðina, enda ríkur af
steinefnum, vítamínum og andoxunarefnum.
Ekki skemmir fyrir að bæði avókadó og
hunang er mjög rakagefandi.
n ½ avókadó, best er að nota þroskað, ferskt,
lífrænt avókadó.
n ¼ bolli hunang, í stað hunangs er hægt að
nota slurk af extra virgin-ólífuolíu.
Maukaðu avókadóið í skál. Hrærðu hun-
angið saman við þar til blandan verður að
kremkenndu mauki. Berðu maskann á andlitið
og láttu hann standa á húðinni í tíu mínútur.
Þrífðu andlitið með köldu vatni.
Bananabrauðsmaski
Maski sem hentar öllum, enda hefur hann
margvísleg áhrif. Bananarnir gefa raka,
hafrarnir slípa húðina og jafna húðtóninn,
mjólkin mýkir húðina, múskatið hreinsar hana
og heilhveitið er andoxandi.
n 1 mjög þroskaður banani
n Smávegis af múskati
n 2 matskeiðar af heilhveiti
n 2 matskeiðar af möluðum höfrum
mjólk eða rjómi eins og þörf krefur
Blandaðu banananum, múskati og heilhveiti
saman. Bættu haframjöli og mjólk eða rjóma
út í blönduna eins og þörf krefur til þess að
blandan myndi mjúkan, þéttan maska. Berðu
maskann á andlitið og leyfðu honum að liggja á
í fimm til tíu mínútur.
Eggjahvítumaski
Víða í Asíu nota konur þennan maska til þess
að fá hvítari húð og unglegra yfirbragð. Ann-
ars er eggjahvítumaskinn líka góður fyrir feita
húð með stórum svitaholum. Hann frískar
upp á og þéttir húðina þannig að yfirbragð
hennar fær heilbrigðari blæ. Á veturna skapar
maskinn vörn gegn vindum og frosti. Ekki er
gott að nota maskann oftar en vikulega, því
húðin venst honum og áhrifin verða minni.
Þeyttu eggjahvítur þar til þær verða freyðandi.
Ef þér þykir það betra getur þú einnig blandað
haframjöli saman við eggjahvíturnar en það
er óþarfi. Berðu maskann síðan á andlitið og
leyfðu eggjahvítunum að þorna á andlitinu.
Best er að maskinn standi í svona hálftíma áður
en þú þrífur hann af með köldu vatni.
Athugaðu! Þú getur einnig blandað
eggjahvítum saman við sjampóið þitt til
þess að gera hárið þykkt og glansandi.
Gulrótarmaski
Gulrótarmaskinn er góður fyrir venjulega
og feita húð. Hann nærir og mýkir húðina.
Gulrætur innihalda A- og C-vítamín, fólasín
og kalíum. Hunang inniheldur hins vegar
ávaxtasykur, þrúgusykur og vatn auk ensíma,
steinefna og vítamína.
n 2–3 stórar gulrætur
n 2 matskeiðar af hunangi
Sjóðið gulræturnar og maukið þær síðan.
Setjið hunangið út í og blandið vel saman.
Berið maskann varlega á andlitið og látið hann
standa í tíu mínútur. Notið kalt vatn til þess að
þrífa hann af.
Haframjölsmaski
Haframjölsmaski mýkir húðina, endurnærir
hana og heilar. Haframjölið drekkur í sig olíur
og óhreinindi úr húð og svitaholum og er þar
að auki fínlegur skrúbbur sem fjarlægir einnig
dauða húð. Gott er að taka mið af húðgerð
þegar maskinn er búinn til.
Fyrir húð sem er þurr og veðurbarin
n ½ bolli haframjöl
n ½ bolli eggjarauða
n ½ bolli hunang
Blandaðu hráefnunum saman. Láttu maskann
vera á andlitinu í svona tuttugu mínútur áður
en þú þværð hann af með volgu vatni.
Fyrir feita húð
n 1/3 bolli haframjöl
n ¼ bolli hunang
n ½ bolli vatn
Settu haframjölið út í vatnið og hitaðu þetta
í eina til þrjár mínútur. Leyfðu haframjölinu
svo að kólna áður en þú blandar hunanginu
saman við. Berðu þunnt lag af maskanum yfir
húðina en farðu varlega í kringum augnsvæðið.
Haframjölið getur valdið roða eða ertingu á
augnsvæðinu og því er gott að verja augun með
notuðum tepokum.
Jarðarberjamaski
Jarðarberjamaskinn hentar einnig feitri húð en
jarðarber eru einstaklega rík af C-vítamínum.
n 8–9 jarðarber
n 3 matskeiðar hunang
Maukaðu jarðarberin með gaffli en gættu þess
að mauka þau ekki um of því þá er hætt við
því að maskinn renni til. Blandaðu stöppunni
saman við hunangið. Berðu maskann á andlitið
og láttu hann standa í nokkrar mínútur.
34 | Heilsa 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Lykillinn að vellíðan er að líða vel í eigin skinni. Auk þess
er falleg húð grunnurinn að góðu útliti. Hugsaðu vel um
húðina, bæði í andliti og á líkama, og þú ljómar.
Heilbrigt útlit
A
llir þrá húð sem ljómar af
hreysti og ferskleika. Enda
er húðin stærsta líffærið og
þegar hún er ekki upp á sitt
besta hefur það óneitanlega áhrif á
útlitið. Ekki örvænta þó, því það er
auðveldara en þú heldur að búa til
snyrtivörur sem lífga upp á húðina og
gefa henni ljóma. Það fylgir því líka
ákveðin stemning. Við tókum saman
nokkrar uppskriftir að húðvörum
sem eiga það sameiginlegt að vera líf-
rænar, hollar og góðar. Þar fyrir utan
er auðvelt að finna hráefnin í flestar
uppskriftirnar og það á góðu verði.
Athugið þó að blöndurnar verður að
geyma í kæli og fæstar þeirra geym-
ast lengur en í viku þar sem þær inni-
halda engin rotvarnarefni.
Mikilvægt er að þekkja eigin húðgerð til
þess að velja réttar vörur og vita hvað
þarf að hafa í huga. Ef þú strýkur þurrum
klút yfir andlitið um leið og þú vaknar
sérðu hvaða húðgerð þú hefur.
n Ef húðin er venjuleg sest olía ekki í
klútinn og húðin er stinn og falleg.
n Ef húðin er þurr helst klúturinn einnig
þurr en húðin flagnar og verður þurr eftir
að þú hefur strokið yfir hana.
n Feit húð skilur eftir sig fitubletti,
sérstaklega ef strokið er yfir kinnar, nef
og enni.
Venjuleg eða þurr húð
Gott jafnvægi er á pH-gildum í húðinni
sem gerir áferð húðarinnar mjúka og
fína. Þann eiginleika er vert að vernda
gegn öldrunaráhrifum og umhverfi. Með
því að hreinsa, skrúbba, rakanæra og
verja húðina með réttum vörum heldur
þú húðinni fallegri og þá þarftu lítið að
hafa fyrir fegurðinni.
Þurr eða mjög þurr húð
Húðin er mjög viðkvæm og mikilvægt
er að varast mikinn hita og kulda og
mengun. Auk þess hefur hækkandi
aldur oft mikil áhrif á húðina. Allir
þessir þættir geta valdið ótímabærum
hrukkum og rauðum dílum. Því þarf
að næra húðina og gefa henni raka,
en áttatíu prósent kvenna með þessa
húðgerð gera ekki nóg af því. Kannski er
rakatæki á skrifstofunni, notaðu það.
Feit húð
Húðin er þykk og þolir bæði mengun og
öldrun betur. Aftur á móti eru svitaholur,
fílapenslar og bólur algeng vandamál
auk þess sem húðin er gjarna glansandi.
Mikilvægt er að huga að mataræði og
hreinlæti til að vinna gegn þessu.
Ráð! Sjávarsalt dregur einnig
eiturefni úr líkamanum. Blandaðu
sjávarsalti saman við vatn og nuddaðu
blöndunni á líkamann. Best er að
gera það áður en þú ferð í sturtu, en
leyfðu saltvatninu að vera eina mínútu
á líkamanum áður en þú þrífur það
af. Auk þess að hreinsa húðina gefur
saltvatnið einnig ferskan blæ.
Ráð! Á tveggja tíma fresti er gott
að drekka bolla af heitu vatni með
sítrónusafa. Það hreinsar eiturefni úr
líkamanum.
Ef þú ert með þurra húð er
einnig gott að nota:
n Eggjarauður með ólífuolíu og volgu
hunangi
n Sýrðan rjóma
n Hreina ólífuolíu
n Avókadó
Ef þú ert með feita húð er einnig
gott að nota:
n Teskeið af geri sem er leyst upp með
heitri mjólk, þegar blandan freyðir er
hún borin á húðina
n Hreint kjöt af tómötum sem
blandað er saman við kartöflumjöl
n Gúrku
n Þeytt egg með nokkrum dropum af
sítrónusafa
n Gulrætur
með heimagerðum möskum