Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Jón Laxdal Arnalds
fyrrv. ráðuneytisstjóri og borgardómari
f. 28.1. 1935, d. 2.1. 2011
MERKIR ÍSLENDINGAR
Guðrún fæddist á Valþjófsdal
í Fljótsdal, dóttir Lárusar
Halldórssonar, pr. og
alþm. á Valþjófsdal, og
k.h., Kirstínar Katr-
ínar, dóttur Péturs
Guðjohnsens,
alþm., dómorgan-
ista og söngstjóra
og ættföður Guð-
johnsensættar.
Kirstín átti þrjár
systur sem giftar
voru þingmönn-
um; Mörtu, konu
Indriða Einarsson-
ar og tengdamóður
Ólafs Thors forsætis-
ráðherra, sem aftur var
tengdafaðir Péturs Bene-
diktssonar alþm. en tengda-
sonur hans er Ólafur Hannibalsson,
fyrrv varam.; Guðrúnu, sem gift var
Jens Pálssyni en þau voru langafi og
langamma Katrínar Fjeldsted, fyrrv.
alþm., og Önnu Lovísu sem var gift
Þórði Thoroddsen, lækni og alþm..
Þá var fjórða systirin Kristjana, móðir
Péturs Halldórssonar, alþm og borg-
arstjóra.
Guðrún naut góðrar barna- og
unglingamenntunar í heimahús-
um. Hún var bæjarfulltrúi í
Reykjavík 1912–18 og varð
önnur konan sem var
kjörinn til Alþing-
is, þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokk-
inn frá 1930 og til
æviloka.
Eiginmaður
Guðrúnar var Sig-
urbjörn Ástvaldur
Gíslason, ritstjóri,
rithöfundur og
prestur. Þau hjón-
in bjuggu að Ási,
nú við Ásvallagötu
í Reykjavík og voru í
hópi þekktari borgara
höfuðstaðarins. Með-
al barna þeirra má nefna
Gísla, forstöðumann Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar og Áss
í Hveragerði, og Lárus skjalavörð sem
var mikill áhugamaður um minjar í
Reykjavík og átti mestan þátt í stofn-
un og uppbyggingu Árbæjarsafns.
Guðrún lést í mjög eftirminnilegu
og sviplegu slysti en hún drukknaði í
Tungufljóti i Biskupstungum ásamt
tveimur dætrum sínum, er bifreið
sem fjölskyldan hafi farið með í ferða-
lag rann út í fljótið.
Guðrún Lárusdóttir
skáldkona og alþingismaður
f. 8.1. 1880, d. 20.8. 1938
Merkir Íslendingar
Merkir Íslendingar
Jón Gunnar fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp í Ár-
bæjarhverfinu. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
1981, lagði stund á
sagnfræði við Há-
skóla Íslands, lauk
þaðan BA-prófi
í sagnfræði árið
1986, stundaði síð-
an framhaldsnám
í Svíþjóð frá 1989
og lauk doktors-
prófi frá Háskólan-
um í Lundi árið 1995.
Jón Gunnar var
dagskrárgerðarmaður
á Rás 1 og hjá Ríkissjón-
varpinu að loknu BA-prófi en
eftir doktorsnámið hóf hann störf á
fréttastofu Sjónvarps vorið 1996 og
var þar fréttamaður síðan.
Jón Gunnar gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum á vegum háskóla-
stúdenta og háskólaráðs. Hann sat í
stjórn handknattleiksdeildar Fylkis
á yngri árum, var formaður tennis-
deildar BH í Hafnarfirði, var gjald-
keri Tennissambands Íslands og
formaður Íþróttabandalags Hafnar-
fjarðar um skeið frá 2003, sat í
stjórn Félags fréttamanna
1999–2005 og var for-
maður þess frá 2001.
Jón Gunnar var
kvæntur Önnu
Borg Harðardótt-
ur og eignuðust
þau þrjú börn,
Andra, Söndru og
Tinnu. Foreldrar
Jóns Gunnars eru
Grétar Þorsteins-
son, fyrrv. forseti
ASÍ, og Sandra Jó-
hannsdóttir. Móðir
Grétars var Jónína,
dóttir Árna, hálf-
bróður Guðmundar,
steinsmiðs í Reykjavík,
föður prentsmiðjustjóranna
Ágústs í Alþýðuprentsmiðjunni og
Hafsteins í Þjóðsögu. Móðir Söndru
er Sesselja, systir Helgu Kristínar,
ömmu Sigríðar, pr. á Hvanneyri.
Jón Gunnar greindist með heila-
æxli og lést af völdum þess, langt
fyrir aldur fram, tæplega fjörutíu
og sjö ára. Hans var sárt saknað af
ættingjum og samstarfsfólki enda
afbragðsfréttamaður og góður
starfsfélagi.
Jón Gunnar Grjetarsson
sjónvarpsfréttamaður hjá RÚV
f. 9.1. 1961, d. 8.12. 2007
Jón fæddist í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1955, embættisprófi í
lögfræði frá Háskóla Íslands 1961
og stundaði framhaldsnám í hug-
verka- og auðkennarétti í London
1961–62 og í München og Kaup-
mannahöfn 1962.
Jón starfaði sem héraðsdóms-
lögmaður eftir framhaldsnámið og
varð síðar hæstaréttarlögmaður, var
stjórnarráðsfulltrúi 1964–65, var
deildarstjóri í atvinnumálaráðu-
neytinu 1966–69, ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins 1970–
85, hæstaréttarlögmaður 1985,
dósent við lagadeild Háskóla Ís-
lands 1984–87 og prófdómari þar
um langt skeið frá 1984, borgar-
dómari 1987–92 og héraðsdómari í
Reykjavík frá 1992.
Þá átti hann og starfrækti einka-
leyfaskrifstofuna Faktor 1969–
2006.
Jón sat í stjórn Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins 1969–84, var
formaður stjórnar Hafrannsókna-
stofnunar 1974–78, formaður
stjórnar Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins 1974–85, var formað-
ur ýmissa gerðardóma, átti sæti í
og var formaður í fjölmörgun op-
inberum nefndum, einkum um
sjávarútvegsmál, sat í FAO-nefnd-
inni 1983–84, var fulltrúi Íslands í
ýmsum alþjóðlegum nefndum um
fiskveiðimál á þeim árum þegar Ís-
lendingar færðu út landhelgina úr
12 mílum í 200 mílur og má sem
dæmi nefna að hann var fulltrúi
Íslands í íslensk-norskri fiskveiði-
nefnd um framkvæmd á stjórn-
un fiskveiða á Jan Mayen svæðinu
1980–85 og formaður sendinefnd-
ar Íslands á aðalfundum Norðaust-
ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinn-
ar 1972–85 og forseti nefndarinnar
í nokkur ár, í sendinefnd Íslands á
hafréttarráðstefnum Sameinuðu
þjóðanna 1974–82 og í ýmsum við-
ræðunefndum Íslendinga við aðrar
þjóðir um fiskveiðiréttindi.
Jón átti sæti í fjölmörgum op-
inberum nefndum og stjórnum.
Hann sat um skeið í stjórn Verð-
bréfaþings Íslands hf. og Kauphall-
arinnar hf. og var alllengi forseti
Guðspekifélags Íslands, svo og að-
alræðismaður Indlands.
Eftir Jón liggja ýmis fræðirit og
greinar um einkaleyfarétt og helstu
meginreglur vörumerkjaréttar.
Jón var sæmdur Kommandör-
kross sænsku Norðurstjörnunn-
ar 1975 og riddarakrossi íslensku
Fálkaorðunnar 1979.
Fjölskylda
Jón kvæntist 15.9. 1995, eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ellen Júlíusdótt-
ur, f. 18.10. 1935, félagsráðgjafa og
myndlistarkonu. Foreldrar hennar
voru Estella Dagmar Björnsson, f.
Hansen, f. 26.7. 1907, d. 2.1. 1984,
húsmóðir, og Pétur Emil Júlíus
Björnsson, f. 25.7. 1904, d. 26.11.
1991, verkfræðingur og deildar-
stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur.
Jón var áður kvæntur Sigríði
Eyþórsdóttur, f. 21.8. 1940, kenn-
ara og leikstjóra. Foreldrar hennar
voru Bergljót Guðmundsdóttir, f.
18.2. 1906, d. 19.6. 1980, kennari,
og Eyþór Þórðarson, f. 20.3. 1898,
d. 6.10. 1988, bóndi.
Börn Jóns og Sigríðar eru Eyþór,
f. 24.11. 1964, framkvæmdastjóri
og formaður bæjarráðs í Árborg en
kona hans er Dagmar Una Ólafs-
dóttir, f. 1.6. 1981, yogakennari og
eru synir þeirra Jón Starkaður Lax-
dal Arnalds, f. 26.12. 2002, og Þjóð-
rekur Hrafn Laxdal Arnalds, f. 13.7.
2009; Bergljót, f. 15.10. 1968, leik-
kona og rithöfundur í Kópavogi en
maður hennar er Páll Ásgeir Dav-
íðsson, f. 26.1. 1970, lögfræðingur
hjá Sameinuðu þjóðunum en dótt-
ir þeirra er Elíndís Pálsdóttir Arn-
alds, f. 11.10. 2009.
Albróðir Jóns er Ragnar, f. 8.7.
1938, rithöfundur í Reykjavík og
fyrrv. alþm., ráðherra og formaður
Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæð-
issinna í Evrópumálum.
Hálfbræður Jóns, samfeðra, eru
Sigurður Steingrímur Arnalds, f.
9.3. 1947, verkfræðingur í Reykja-
vík; Andrés Arnalds, f. 4.12. 1948,
dr. í gróðurfræði og fagmálastjóri
Landgræðslu ríkisins; Einar Arn-
alds, f. 6.2. 1950, d. 18.4. 2004, rit-
höfundur og ritstjóri; Ólafur Gestur
Arnalds, f. 5.1. 1954, dr. í jarðvegs-
fræði og deildarforseti umhverfis-
deildar Háskólans á Hvanneyri.
Hálfsystir Jóns, sammæðra, er
Elín Stefánsdóttir, f. 4.12. 1953,
æðaskurðlæknir við Haukeland
háskólasjúkrahús og prófessor við
læknadeild háskólans í Bergen.
Foreldrar Jóns: Sigurður Arn-
alds, f. 15.3. 1909, d. 10.7. 1998,
útgefandi og stórkaupmaður í
Reykjavík, og f.k.h., Guðrún Jóns-
dóttir Laxdal, f. 1.3. 1914, d. 7.9.
2006, kaupkona í Reykjavík.
Ætt
Bræður Sigurðar voru Einar Arn-
alds borgardómari og Þorsteinn
Arnalds, forstjóri BÚR. Sigurður er
sonur Ara Arnalds, alþm. og sýslu-
manns á Seyðisfirði Jónssonar, b. á
Hjöllum í Gufudalssveit Finnsson-
ar, b. á Hjöllum Arasonar, bróður
Jóns, afa Björns Jónssonar ritstjóra,
föður Sveins forseta og Ólafs, rit-
stjóra og stofnanda Morgunblaðs-
ins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forseta
borgarstjórnar. Móðir Ara var Sig-
ríður Jónsdóttir.
Móðir Sigurðar var Matthild-
ur, systir Ragnars, föður Ævars R.
Kvaran, leikara og rithöfundar,
föður Gunnars sellóleikara. Ann-
ar bróðir Matthildar var Einar, afi
Guðrúnar orðabókaritstjóra. Matt-
hildur var dóttir Einars H. Kvaran,
rithöfundar og forseta Sálarrann-
sóknarfélagsins, bróður Sigurðar
læknis, afa Ásdísar Kvaran lögfræð-
ings. Annar bróðir Einars var Jósef,
afi Karls Kvaran listmálara, föður
listfræðinganna, Ólafs og Gunnars
Kvaran. Einar var sonur Hjörleifs,
prófasts á Undirfelli Einarsson og
Guðlaugar Eyjólfsdóttur, b. á Gísla-
stöðum á Völlum Jónssonar.
Guðrún var dóttir Jóns Laxdals,
tónskálds í Reykjavík Jónssonar,
hafnsögumanns á Akureyri Guð-
mundssonar. Móðir Jóns Laxdals
var Guðrún Grímsdóttir Laxdal,
bókbindara á Akureyri.
Móðir Guðrúnar var Elín, syst-
ir Steingríms læknis, föður Þor-
valds, fiðluleikara, konsertmeist-
ara og skólastjóra, föður Sigriðar
leikkonu. Elín var dóttir Matthías-
ar, skálds og prests, m.a. á Sigur-
hæðum á Akureyri Jochumssonar,
b. í Skógum í Þorskafirði Magn-
ússonar. Móðir Jochums var Sig-
ríður Aradóttir, systir Guðrúnar,
langömmu Áslaugar, móður Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra.
Móðir Matthíasar var Þóra , systir
Guðrúnar, ömmu skáldkvennanna
Herdísar og Ólínu Andrésdætra.
Þóra var einnig systir Guðmundar,
pr. og alþm. á Kvennabrekku, föður
Theodóru Thoroddsen skáldkonu,
ömmu Dags Sigurðarsonar skálds
og Skúla Halldórssonar tónskálds,
föður Magnúsar arkitekts. Theo-
dóra var einnig langamma Einars,
læknis og vínsmakkara, Guðmund-
ar heitins myndlistarmanns, Jóns,
kennara og heimspekings, og Katr-
ínar Jakobsdóttur menntamálaráð-
herra. Önnur dóttir Guðmundar á
Kvennabrekku var Ásthildur Thor-
steinsson, móður Muggs og amma
Péturs Thorsteinsson sendiherra.
Þóra var dóttir Einars, b. í Skáleyj-
um Ólafssonar. Móðir Elínar var
Guðrún, systir Þórðar, föður Björns
forsætisráðherra. Systir Guðrún-
ar var Sigríður, móðir Matthías-
ar Þórðarsonar þjóðminjavarðar.
Guðrún var dóttir Runólfs, hrepp-
stjóra í Saurbæ á Kjalarnesi Þórð-
arsonar, hreppstjóra í Saurbæ á
Ólafssonar, b. á Vallá Eyjólfsson-
ar. Móðir Runólfs var Sigríður Þór-
ólfsdóttir, b. í Engey Þorbjörnsson-
ar, bróður Guðlaugar, langömmu
Guðrúnar, langömmu Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra,
föður Valgerðar alþm. og Björns,
fyrrv. alþm. og ráðherra, en bróð-
ir Bjarna forsætisráðherra var
Sveinn, afi Bjarna Benediktsson-
ar, alþm. og formanns Sjálfstæðis-
flokksins..
Jón verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, laug-
ardaginn 8.1. og hefst athöfnin
klukkan 14.00.