Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 42
Þ
að er margt á huldu um
fyrstu ár Jane Toppan,
sem hét þá Honora Kell-
ey, en þó er vitað að for-
eldrar hennar voru írskir innflytj-
endur í Bandaríkjunum. Móðir
Jane lést úr berklum þegar hún var
barn að aldri og faðir hennar, Peter
Kelley, var umtalaður fyrir óhófs-
drykkju og sérvisku.
Þeir sem þekktu hann kölluðu
hann Kelley klikkaða. Peter Kelley
var uppspretta fjölda sögusagna
sem áttu að vitna um slæma geð-
heilsu hans og samkvæmt einni
slíkri átti Peter að hafa saumað
augnlokin á sér saman þegar hann
vann sem skraddari. Hvað sem
sannleiksgildi þeirrar sögu líður
eru talin lítil áhöld um að Peter
hafi átt við einhverja geðbilun að
stríða.
Sendir dæturnar á hæli
Árið 1863, örfáum árum eftir dauða
eiginkonu sinnar, fór Peter Kell-
ey með tvö yngstu börn sín, Jane
(Honoru), sem þá var sex ára, og
Delíu, átta ára, á hæli fyrir konur í
Boston sem stjórnað var af Hönnu
Stillman. Peter skildi dætur sínar
þar eftir og var það hið síðasta sem
hann sá af þeim. Í skjölum hælis-
ins segir að stúlkunum tveimur
hafi verið „bjargað af miklu eymd-
arheimili“. Engum sögum fer ann-
ars af dvöl systranna á hælinu,
en innan tveggja ára, í nóvember
1864, var Honoru komið í vist á
heimili konu að nafni Anna Topp-
an í Massachusetts.
Þrátt fyrir að Anna hafi í reynd
aldrei ættleidd Honoru tók hún
sér ættarnafnið Toppan og varð
að lokum þekkt sem Jane Toppan.
Delía hins vegar var á kvennahæl-
inu til ársins 1868 þegar hún fékk
þernustarf í New York um tólf ára
aldur. Síðar tók hún upp vændi og
lést síðar úr drykkjuskap og vol-
æði.
Sjúklingar verða tilraunadýr
Árið 1885 hóf Jane Toppan þjálfun
til hjúkrunarkonu við Cambridge-
sjúkrahúsið. Á meðan á þjálfun-
inni stóð notaði hún sjúklinga sína
sem tilraunadýr í tilraunum með
morfín og atrópín. Það gerði hún
með því að breyta lyfjamagninu og
fylgjast með áhrifum þess á and-
legt ástand sjúklinganna.
Jane komst upp með þetta því
hún eyddi löngum tímum í einrúmi
með sjúklingum sínum sem gerði
henni kleift að falsa sjúkraskýrsl-
ur þeirra og halda sjúklingunum
á mörkum meðvitundarleysis og
jafnvel skríða upp í rúm til þeirra.
Þó er ekki vitað hvort hún átti kyn-
ferðislegt samneyti við sjúklingana
og síðar sagði Jane við yfirheyrslur
að hún hefði fundið fyrir kynferðis-
legri spennu þegar sjúklingar sem
voru nánast látnir voru lífgaðir við
bara til að deyja á ný.
Jane Toppan gaf fórnarlömbum
sínum banvæna lyfjablöndu og
lagðist síðan upp í rúm til þeirra og
hélt þétt utan um þau þar til þau
tóku síðasta andvarpið.
Jane fer í einkageirann
Jane Toppan fékk fyrir meðmæli
stöðu við ríkisspítalann í Massa-
chusetts árið 1889 og náði að fjölga
fórnarlömbum sínum þar áður en
hún var rekin árið eftir fyrir óvar-
lega lyfjagjöf.
Þegar þar var komið sögu
gerðist Jane einkahjúkrunarkona
og blómstr aði sem slík þrátt fyr-
ir stöku ávæning um smáþjófnað.
Morðferill Jane komst á flug árið
1895 þegar hún myrti leigusala sína
og árið 1899 myrti hún fóstursystur
sína, Elísabetu, með strikníni. Árið
1901 flutti Jane inn til hins aldraða
Aldens Davis og fjölskyldu hans í
Cataumet í Massachusetts og átti að
hugsa um hann, en kona hans hafði
safnast til feðra sinna skömmu
áður, reyndar fyrir tilstilli Jane.
Innan örfárra vikna myrti Jane
Alden Davis og tvær dætra hans.
Jane beið ekki boðanna, flutti til
heimabæjar síns og gerði sér dælt
við eiginmann Elísabetar sálugu,
fóstursystur sinnar. Til að sanna sig
eitraði Jane fyrir eiginmanni Elísa-
betar með það fyrir augum að koma
honum til heilsu á ný. Jane gekk
jafnvel svo langt að eitra fyrir sjálfri
sér til að hljóta meðaumkun hans.
Hún hafði ekki erindi sem erfiði og
að lokum kastaði hann Jane á dyr.
Eiturefnapróf verður Jane að falli
En eftirlifandi ættingjar Aldens
Davis töldu eitthvað gruggugt við
dauða hans og dætranna tveggja og
báðu um að eiturefnapróf yrði gert
á líki yngstu dótturinnar og leiddi
það í ljós að eitrað hafði verið fyrir
henni. Lögreglan lét lýsa eftir Jane
Toppan og 26. októ ber 1901 var
hún handtekin fyrir morð.
Þegar liðið var á árið 1902
hafði Jane játað á sig ellefu morð
og 23. júní var hún lýst saklaus af
morðunum sökum geðbilunar,
en dæmd til lífstíðardvalar á geð-
sjúkrahúsi.
Skömmu eftir réttarhöldin
birtist í einu dagblaða Williams
Randolphs Hearst umfjöllun um
að Jane hefði í reynd játað fyrir
lögfræðingi sínum að hafa fram-
ið þrjátíu og eitt morð og að hún
hafi viljað fá sýknudóm byggð-
an á geðveiki svo hún ætti síðar
möguleika á lausn. Hvort sú frá-
sögn átti við einhver rök að styðj-
ast er ekki vitað en hún dvaldi á
geðdeild Taun ton-sjúkrahússins
til æviloka.
Haft var eftir Jane Toppan að
markmið hennar hefði verið „að
drepa fleira fólk – varnarlaust fólk
– en nokkur önnur kona“.
42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
„Morðferill
Jane komst
á flug árið 1895
þegar hún myrti
leigusala sína og
árið 1899 myrti
hún fóstursystur
sína, Elísabetu,
með strikníni.
Morðóða hjúkrunarkonan
Markmið Jane Toppan var að
myrða fleiri en nokkur önnur kona.
Morðkvendið í
Massachusetts
n Jane Toppan fæddist árið 1857 í Bandaríkjunum n Hún var raðmorðingi
og játaði upp úr aldamótunum 1900 að hafa framið þrjátíu og eitt morð