Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 46
46 | Fókus 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Óvæntur Óskar? Í síðustu viku skók vestrinn
True Grit Hollywood eins og meðal jarðskjálfti. Myndin sem
Coen-bræður leikstýra hefur halað inn 95 milljónir dollara
í kassann þann stutta tíma sem hún hefur verið sýnd og
áhorfendur lofa hana. Myndin er byggð á sömu skáldsögu
og samnefnd mynd með John Wayne frá 1969 og skartar
Jeff Bridges í aðalhlutverkinu. Þykir hún nú sigurstranglegri
en ballett-tryllirinn; The Black Swan og The Fighter, það er
að segja, ef áhorfendur fá nokkru um ráðið.
Jack Black er Lemuel Gulliver Jack Black fer á kostum
í nýrri mynd byggðri á sígildum ævintýrum Gúllívers í Putalandi sem frum-
sýnd er í kvikmyndahúsum þessa helgina. Black leikur Lemuel Gulliver,
hraðlyginn starfsmann í póstdreifingu, sem dreymir um að verða frægur
höfundur ferðabóka um fjarlæga staði á jörðinni. Gallinn er hins vegar sá að
hann hefur afar lítið ferðast og býr yfir enn minni þekkingu á skrifum. Einn
daginn nær hann hins vegar að ljúga sig upp í stöðu ferðaritara og er sendur
af yfirmanni sínum, Darcy, til að tala við mann sem segist hafa uppgötvað
leyndardóma Bermúdaþríhyrningsins dularfulla.
mælir með...
TÖLVULEIKUR
EA Sports Active 2
Það má klárlega
koma sér í form
með leiknum, með
sjálfsaga og réttu
hugarfari.
TÖLVULEIKUR
Gran Tourismo 5
Vantar aðeins upp á
að laga fjölspilun en
magnaður leikur engu
að síður. Fimm ára bið
algjörlega þess virði.
LEIKVERK
Gilitrutt
Leikbrúðan er elsti
leikarinn, segja sumir.
Vel má vera að svo
sé, þó að uppruni
þessarar undarlegu
listar sé að vísu
myrkri og móðu
hulinn. Brúðuleiklistin er eflaust sá þáttur
leiklistarinnar sem okkur hættir hvað mest
til að vanmeta, gleyma jafnvel alveg.
TÓnLIsT
Allt er eitthvað
Jónas Sigurðsson
Í hverju einasta
lagi skín í gegn
metnaðurinn til
að búa til vandaða
tónlist. Hann þarf
örugglega að berja frá sér auglýsingastofur
og kvikmyndagerðarmenn sem standa í
röðum til að fá að nota tónlistina hans.
Les ljóð og
ritgerðir
Ásgeir Ingólfsson, blaðamaður og
rithöfundur, gaf nýverið út sína fyrstu
bók, Grimm Ævintýri, hjá Nýhil útgáfu.
1. Hvað ertu að lesa?
Meðan sprengjurnar falla – ljóðaþýðing-
ar Magnúsar Ásgeirssonar, ritgerðasafn-
ið Believe in People eftir Karel Capek og
Sýrópsmánann eftir Eirík Guðmundsson.
2. Hvað ertu að hlusta á?
She Brings the Rain með Can á rípít!
3. Hvaða mynd sástu síðast í bíó?
Gauragang.
mælir ekki með...
LEIKVERK
Lér konungur
Þó að sýningin sé
unnin af augljósri
kunnustu nær
hún ekki upp
fyrir meðallagið.
Það besta, sem
um hana verður
sagt, er að hún
verður ekki langdregin, þökk sé einkum
styttingum, líflegu sjónarspili og góðum
leiktilþrifum hér og þar.
G
unnar Guðmundsson leik-
stjóri er eins og hann sé allt-
af fullur af bensíni, svo kraft-
mikill er hann. Hann gefst
ekki upp og hefur komið sér áfram á
eigin verðleikum. Þetta og fleira seg-
ir fólk sem hefur unnið með Gunnari.
Jákvæður, ástríðufullur og óhræddur
við gagnrýni. Gunnar frumsýndi ný-
verið nýjustu kvikmynd sína, Gaura-
gang. Hann hefur hingað til leikstýrt
tveimur kvikmyndum í fullri lengd
auk leikhúsverka, stuttmynda og
sjónvarpsþátta. Fyrri kvikmynd hans,
Astrópía, vakti athygli á Íslandi sem
og utan landsteinanna. Fólk flykkt-
ist á myndina og uppskar hún mikið
lof. Myndin Gauragangur, sem frum-
sýnd var 26. desember síðastliðinn,
hefur farið vel af stað en Gunnar sagði
meðan á ferlinu stóð að hann ætlaði
að reyna að sýna verkinu virðingu. Af
öðrum verkefnum Gunnars ber að
nefna áramótaskaupið. Þar fór hann
fyrir einvalaliði íslenskra grínara í
einu af vinsælli áramótaskaupum síð-
ari ára.
Einstakur og ástríðufullur
Eiginkona Gunnars, Lára Hafberg,
segir hann vera einstakan mann.
„Hann er mjög vænn og góður mað-
ur heima fyrir. Við eigum náttúrulega
eina dóttur og hann er mjög natinn og
góður við hana. Dóttir hans er líka ör-
ugglega stærsti aðdáandi hans,“ segir
hún. Hún segir það ekki koma að sök
að Gunnar sé mikið frá heimilinu til
að sinna vinnunni. „Hann er það ein-
stakur maður að ég er alveg tilbúin til
að taka því, þetta er líka kannski einn
af hans mestu og bestu kostum, hvað
hann er ástríðufullur gagnvart starf-
inu sínu. Hvað hann er áhugasamur
um það og gerir það vel. Það er rosa-
lega stór hluti af því sem gerir hann
að því sem hann er,“ segir Lára. Hún
tekur fyrir það að hann sé þessi venju-
lega „níu til fimm“ týpa og segir hann
líklega ekki geta þrifist í þannig starfi.
Rómantískur fjölskyldufaðir
„Já, hann er það. Ég segi alltaf að hann
sé það ekki en svo á hann það til að
koma manni á óvart og hann er mjög
hugulsamur og rómantískur, kannski
ekki svona í hefðbundnum skilningi
orðsins en hann er það svona á sinn
hátt,“ segir hún aðspurð hvort Gunnar
sé rómantískur. Hann lætur líka ekk-
ert stöðva sig í að vera með fjölskyld-
unni á lykilaugnablikum. Lára segir
það lýsa honum best hvað hann lét
það ekki trufla sig að sleppa frumsýn-
ingu fyrstu kvikmyndar sinnar í fullri
lengd, Astrópíu.
sleppti frumsýningunni
„Þegar dóttir okkar fæddist, þá fædd-
ist hún dálítið fyrir tímann. Ég var
búinn að grínast mjög oft með það
við Gunna að þegar það kæmi að því
að hún kæmi loksins í heiminn yrði
hann mjög líklega einhvers staðar
fastur, annaðhvort á leiðinni í bíóið
eða fastur í umferð á leiðinni á sjúkra-
húsið. En þegar það lá svo ljóst fyrir
hvenær myndin hans yrði frumsýnd,
Astrópía, þá sáum við að það var alveg
tæpur mánuður sem munaði á þessu.
Þannig að við höfðum ekki nein-
ar áhyggjur. En svo var það auðvit-
að raunin að á sömu stundu og Jón-
ína fæddist var Gunni að frumsýna
myndina. Það lýsir honum kannski
ágætlega, þó að starfið hafi alltaf skipt
hann miklu máli, að þá truflaði það
hann ekkert í því að sinna þessu stóra
verkefni sem við vorum að takast á við
á fæðingadeildinni,“ segir hún þegar
hún er beðin um að lýsa einhverju eft-
irminnilegu atviki. „Það skipti hann
engu máli að þurfa að fórna stóru
stundinni í bíóinu.“
Ekta Gunnar
Ragnhildur Steinunn Jónsdótt-
ir sjónvarpskona, sem lék aðalhlut-
verkið í kvikmynd Gunnars Astróp-
íu, segir að enginn nema Gunnar
myndi lenda í slíkri uppákomu, að
vera að frumsýna sína fyrstu kvik-
mynd í fullri lengd og að eignast
barn, á sömu mínútunni. „Það var
ótrúlega eftirminnilegt móment,
maður hugsaði bara: Guð, er Gunni
að fara að missa af frumsýningunni
eða nær hann? Þetta var svona ekta
Gunni, það er alltaf allt að gerast hjá
Gunna og ég tala nú ekki um: hverj-
ar eru líkurnar á að eignast sitt fyrsta
barn á sömu mínútu og þú frumsýn-
ir þína fyrstu mynd í fullri lengd? Það
myndi ekki gerast hjá neinum öðrum
en Gunna. Það er alltaf allt á fullu,“
segir hún um atvikið.
Mikið í einu
Ari Eldjárn grínisti ber Gunnari vel
söguna, en þeir unnu saman við
handritsgerð áramótaskaupsins í
fyrra. Ari segir það hafa verið gott að
vinna með Gunnari. „Ég lærði mik-
ið af honum,“ segir hann. „Maður sér
það á honum að hann er svona gæi
sem gerir marga hluti í einu. Hann
hleypur á milli þess að setja upp leik-
sýningar og gera kvikmyndir og gera
skaup. Hann gerir margt í einu, hann
gerði skaup og Gauragang bæði í
einu.“ Ari segir að Gunnar virki á hann
sem sjálfstæður einstaklingur sem
hafi komið sér áfram á eigin verðleik-
um. Ragnhildur Steinunn tekur undir
með Ara og segir Gunnar alltaf vera á
fleygiferð.
Jákvæður
Það fyrsta sem kemur upp í huga Ragn-
hildar Steinunnar er hversu jákvæður
Gunnar er. „Hann er alveg ótrúlega já-
kvæður og glöð manneskja, og afskap-
lega hugmyndaríkur. Hann er kannski
líka pínu dreyminn á skemmtilegan
hátt og ég held að honum finnist eng-
in takmörk á því sem hann getur fram-
Gunnar Guðmundsson leikstjóri
frumsýndi á dögunum kvikmyndina
Gauragang. Myndin hefur fengið mikið
lof frá gagnrýnendum en um er að ræða
þriðju mynd Gunnars. Vinir og kunningjar
hans bera honum vel söguna og segja
hann vera ástríðufullan og óhræddan við
gagnrýni. „Ég lærði mikið af honum,“ segir
grínistinn Ari Eldjárn.
Fórnaði stóru stundinni
Kraftmikill Öllum viðmælendum DV ber saman um að Gunnar sé fullur af krafti.
Það var aðeins tímaspursmál hvenær gerð yrði framhalds-mynd af Tron frá árinu 1982,
eða hún hreinlega endurgerð. Mynd-
in markaði tímamót í notkun tölvu-
brellna í kvikmyndum á sínum tíma
og skartaði Jeff Bridges í aðalhlut-
verkinu. Nú, tæpum 30 árum síðar,
er framhaldið komið í bíóhús.
Tron: Legacy gerist tæpum 30
árum eftir atburði fyrri myndarinn-
ar og segir frá Sam Flynn (Garrett
Hedlund) sem fyrir slysni sogast inn
í tölvuheiminn sem faðir hans, Kevin
Flynn (Jeff Bridges), festist í mörgum
árum fyrr. Í tölvuheimum hefur eft-
irmynd Kevins, Clu, tekið öll völd og
hefur komið á fót einræðisríki.
Þetta er frumraun leikstjórans
Josephs Kosinskis, sem er lærður ar-
kítekt og hefur getið sér gott orð sem
auglýsingaleikstjóri. Það er ljóst hvar
hans áherslur liggja, enda er útlit
myndarinnar sérlega glæsilegt og
mikið lagt í hönnun leikmyndar og
búninga ásamt myndatöku.
Tónlistin er í höndum franska
elektródúósins Daft Punk og er virki-
lega vel heppnuð og mjög viðeigandi
í tölvuheimum.
Myndin er þó að öðru leyti frek-
ar þunn og formúlukennd. Maður
hefur litla samúð með persónum
myndarinnar og söguframvindan er
fyrirsjáanleg. Jeff Bridges bjargar þó
deginum með góðri frammistöðu,
auk þess sem Michael Sheen stelur
senunni í litlu hlutverki.
Söguþráður og persónusköpun
eru ekki aðalsmerki Tron: Legacy,
en þegar á heildina er litið bjargar
frábær tónlist og glæsilegt heildar-
útlit myndinni fyrir horn. Það auk
nokkurra skemmtilegra hasaratriða
gera hana að prýðilegri afþreyingu í
skammdeginu.
Músíkalskur tölvuheimur
Tron: Legacy
Leikstjóri: Joseph Kosinski.
Handrit: Edward Kitsis, Adam Horowitz.
Leikarar: Garrett Hedlund, Jeff Bridges,
Olivia Wilde, Michael Sheen, Bruce Boxleitner.
125 mínútur
Bíódómur
Jón Ingi
stefánsson
Jeff Bridges Stendur sig sem Kevin Flynn eftir 28 ára hlé.