Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 47
Myndin er betri en bókin Ný íslensk kvikmynd, Rokland, í leikstjórn Marteins Þórssonar verður frumsýnd 14. janúar. Búið er að setja upp sérstaka vefsíðu fyrir myndina, rokland.is, en þar er ýmislegt hnýsilegt að finna, svo sem stiklu úr myndinni, söguþráðinn, upplýsingar um leikstjórann og síðast en ekki síst viðtöl við leikara og aðra aðstandendur myndarinnar. Myndin var forsýnd í Sauðárkróksbíói 29. desember við góðar undirtektir. Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir var meðal þeirra sem sáu myndina og segist hafa skemmt sér vel. „Myndin kom mér á óvart, hún er miklu skemmtilegri en bókin. Mér fannst hún bæði hjartnæmari og fyndnari. Það höfðu allir gaman af því að sjá bæinn sinn sem leikmynd í bíómynd og létu vel af myndinni í partíinu á eftir. “ Stikilsberja-Finnur ritskoðaður Í Bandaríkjunum hefur verið gefin út ný og ritskoðuð útgáfa af klassískri skáldsögu Marks Twain: Ævintýri Stikilsberja-Finns. Í henni hefur verið tekið út orðið negri sem kemur fyrir um 200 sinnum í skáldsögunni. Þess í stað er notað orðið þræll. Mark Twain var sjálfur ötull gagnrýnandi rasisma og gaf mikið fé til mannrétt- indasamtaka sem börðust fyrir réttindum svartra. Fókus | 47Helgarblað 7.–9. janúar 2011 Hvað er að gerast? n Pops á Kringlukránni Unglingahljómsveitin Pops ætlar að teygja aðeins á þrettándanum og heldur þrettándagleði á Kringlukránni föstudags- og laugardagskvöld. n Ísland – Þýskaland Laugardalshöll, 7. og 8. janúar 2011 A-landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki við Þjóðverja en þetta eru síðustu leikir liðsins fyrir HM sem hefst í Svíðþjóð síðar í janúar. Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana okkar! Áfram Ísland! 7 jan Föstudagur 8 jan Laugardagur n Síðasti dagur í stærsta karókí Íslands Styðjir þú að auðlindir eigi að vera í almannaeigu er síðasta tækifæri til þess að fara og syngja í þjóðarkarókí Bjarkar í Norræna húsinu á laugardaginn. Sungið er frá 3–12. Veitingastaðurinn Dill er opinn og þar má fá sér góða drykki ef raddböndin skyldu taka upp á því að bila. n Vinsælir Vínartónleikar Vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru hinir árlegu Vínartónleikar, enda þarf hvorki fleiri né færri en ferna tónleika til að allir komist að sem vilja. Þeir verða haldnir á föstudags- og laugardagskvöld. Dansandi flöskutappar, freyðandi kampavín, fallegir kjólar, reisn og glæsileiki eru einkenni Vínar- tónlistarinnar sem mörgum þykir ómissandi í upphafi árs. n Who Knew í útrás á Sódómu Ferðastyrkstónleikar Who Knew verða haldnir á Sódómu Reykjavík laugardaginn 8. janúar og munu Sing for me Sandra og Nolo hita upp. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Who Knew svo að sveitin komist til Hollands til að spila á Eurosonic festival. Who Knew-liðar hafa fengið mikla athygli erlendis með sinni fyrstu plötu, Bits and pieces of A major spectacle. Tónleikarnir byrja kl. 22.00 og aðgangseyrir er 1.000 kr. 9 jan Sunnudagur n Sýningarlok í Hafnarhúsi Kristín Dagmar Jóhannes- dóttir leiðir unglinga ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum í gegnum sýningar Listasafns Reykjavík- ur í Hafnarhúsi. Kristín skoðar sýningarnar Erró – klippimyndir og sýningu nafntogaðasta listamanns Norðurlanda, töffarans Gardars Eide Einarssons, Valdið hefur ilm. Á sunnudaginn eru jafnframt sýningarlok þeirrar sýningar. í bíóinu kvæmt. Hann þorir einhvern veginn að keyra í hvaða hlut sem er og er ekkert hræddur við að mistakast,“ segir hún. „Honum er svolítið sama um það sem öðrum finnst um það sem hann ætlar að gera. Hann lætur frekar verkin tala en eitthvað annað. Mjög jákvæð og skemmtileg týpa. Það er mjög þægilegt að vera í návist hans og svo mikil orka í honum, það er alltaf eins og hann sé alveg fullur af bensíni.“ Kann að segja sögur „Þegar við unnum saman í Astrópíu, sem var svona ævintýramynd og var í ævintýraheimi, þá var alveg ótrúlegt hvernig hann gat einhvern veginn séð hlutina fyrir sér. Hann var ótrú- lega hugmyndafrjór í því að skapa og búa til ævintýraheim inni í haus- num á okkur leikurunum, að í raun- inni væri hægt að gera eitthvað svona í alvöru. Hann býr eiginlega til teiknimynd inni í hausnum á þér á meðan hann talar. Það er eins og hann sé bara með liti og penna og teikni á heilann á manni. Hann einhvern veginn nær að tala svo skemmtilega og það er svo litríkt hvern- ig hann segir frá hlutunum á meðan hann er að útskýra fyrir manni,“ segir Ragnhild- ur um samstarf hennar og Gunnars í Astrópíu. „Hann segir mjög skemmtileg- ar sögur og á mjög auðvelt með að útskýra hugmyndir sínar. Hann nokkurn veginn nær að teikna hugmyndina inn í hausinn á þér í litum og fullri lengd á meðan hann segir manni frá.“ adalsteinn@dv.is Fórnaði stóru stundinni Gauragangur Nýjasta mynd Gunnars, byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar. Astrópía Fyrsta kvikmynd Gunnars í fullri lengd. Gunnar Guðmunds- son Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir vann með Gunnari að gerð Astrópíu. Föstudaginn 7. janúar klukkan 20 verður myndin Uppistandsstelp- ur eftir Áu Einarsdóttur sýnd í Bíó Paradís. Í myndinni er ellefu ungum konum fylgt eftir sem allar eiga það sameiginlegt að vera leiðar á kvennaleysi í uppistandi á Íslandi. Þær ákveða að kippa þessu í lið- inn sjálfar og skella sér á svið. Eng- in þeirra hefur gert neitt þessu líkt áður og þær eru allar afar ólíkar. Í myndinni komast áhorfendur að því hvort þær eru fyndnar og fylgst er með sorgum þeirra og sigrum. Á eftir sýningu myndarinnar sem er síðasta sýning hennar, verða þrjár uppistandsstelpur, þær Helga Tryggvadóttir, Ugla Egilsdóttir og Alma Geirdal, með lifandi uppi- stand í salnum. Ugla er ein þeirra sem fjallað er um í myndinni og segir þær stúlkur halda ótrauðar áfram í uppistandinu og hafa jafn- vel hug á því að vinna sjónvarps- þætti. „Það væri gaman að vinna efni fyrir sjónvarp en við myndum aldrei gera bara eitthvað nema hafa heildarhugmynd að baki efninu. Það kemur vel til greina að skoða þetta þegar ein okkar sem stödd er úti í Túnis í námi snýr aftur til landsins.“ En getur Ugla sagt blaða- manni brandara? „Já, hér kem- ur einn: Ef ég eignast barn og það verður stúlka, þá ætla ég að nefna hana Hjördísi og kalla hana svo Hjössu, af því mig langar svo til að athuga hvort hún verði feit bara út af nafninu.“ Uppistandsstelpur í bíó og með uppistand: Langar að búa til grínþætti Uppistandsstelpurnar Ugla Egilsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Alma Geirdal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.