Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 50
50 | Lífsstíll 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Hátíðarmarkaður PopUp
Skrúbbar
og krem
Í frostinu þornar húðin. Það er því aldrei
mikilvægara en nú að næra hana með
góðu kremi. Til að auka virknina er gott
að nota skrúbb áður því góður skrúbbur
gefur húðinni slípað, slétt og ljómandi
fallegt útlit.
Það er nauðsynlegt að nota skrúbb
reglulega. Á veturna verður húðin
fyrir miklum utanaðkomandi áhrifum
eins og kulda sem allt fer illa með húðina.
Húðin verður þurr og flagnar, óháð því hver
húðgerðin er. Raki í lofti er oft lítill og húðin
verður því þurr og þreytuleg að sjá. Með því
að nota skrúbb fjarlægir maður dauðar og
flagnaðar húðfrumur og örvar endurnýjun
á nýjum húðfrumum sem gefa betri raka.
Húðin verður því bæði mýkri og fær meiri
ljóma. Það er kjörið að nota bæði líkams- og
andlitsskrúbbinn í sturtunni. Það er mælt
með að nota skrúbb einu sinni til tvisvar í
viku. Eftir að búið er að fjarlægja dauðar
húðfrumur verður húðin einnig móttækilegri
fyrir þeim kremum sem borin eru á á eftir
og því virka þau betur. Það má líka segja að
með því að hugsa vel um húðina og gefa
henni góðan raka, vernd og næringu sé
verið að undirbúa hana fyrir að taka á móti
hækkandi sól.
Fyrir þurra húð:
Shea Butter-lína L’Occitane er mjög góð
fyrir þurra og viðkvæma húð og hentar því
vel á veturna. Shea Butter er undraefni
sem nærir, endurnýjar og verndar húðina.
L’Occitane kaupir allt sitt Shea Butter frá
Búrkína Fasó í Vestur-Afríku og hefur átt
í þróunarsamstarfi við konur þar í landi í
meira en 20 ár.
L‘Occitane Ultra Rich andlitskrem og
L‘Occitane Ultra Rich líkamskremið henta
sérlega vel í vetrarkuldanum. Með því að
nota L‘Occitane Ultra Rich andlitsskrúbb og
L‘Occitane líkamsskrúbb áður en þú berð
kremið á eykur þú virkni þess.
Sóley GlóEY er kornakrem
sem djúphreinsar húðina
en nærir hana um leið.
Piparmyntar gefur
ferskan blæ og best er að
gefa henni eina mínútu
til að virka á húðinni áður en skrúbburinn er
þrifinn af með vatni.
Fyrir blandaða/venju-
lega húð:
Dior Hydra Life Pro-Youth
Protective Fluid er raka-
gefandi serum sem ver
húðina gegn utanaðkom-
andi áhrifum. Serumið er
án parabenefna, er létt,
ferskt og gengur vel inn
í húðina þannig að hún
verður
mjúk,
rakanærð
og ljóm-
andi. Það
er borið á
kvölds og morgna á andlit
og háls.
Gosh Good Day Moisture
Day Cream er rakakrem fyrir
allar húðtegundir. Viðheldur
rakastigi húðarinnar og er
með vörn SPF 10. Má nota
sem dag- og næturkrem.
Hvernig notar þú
kornakrem?
Notaðu kornakrem á líkamann og
skolaðu burt dauðu húðfrumunum.
Húðin verður hrein, fersk og dásamlega
silkimjúk.
Berðu kornakremið á raka húðina.
Notaðu báðar hendur til að nudda
því á með hringlaga hreyfingum. Þú
skalt vinna þig smám saman upp eftir
líkamanum. Skolaðu húðina vandlega
að því loknu.
Leggðu sérstaka áherslu á gróf svæði, til
dæmis olnboga, hné og hæla.
Paraben er rotvarnarefni sem hefur afar skaðleg áhrif á heilsu:
Fallvölt fegurð
Paraben er rotvarnarefni hannað
til þess að lengja sölutíma vörunn-
ar og er eitt mest notaða rotvarnar-
efni í snyrtivörum í dag. Það er para-
ben í flestum vörum sem konur nota
við persónulega umhirðu. Það er í
sjampóinu, hárnæringunni, húð-
kreminu, tannkreminu, farðanum,
dagkreminu, næturkreminu og nán-
ast öllu því sem er að finna í snyrti-
skápnum. Þátt fyrir að þetta sé eitt
mest notaða rotvarnarefni í snyrti-
vörum í dag þá hafa fjölmargar rann-
sóknir sýnt fram á að paraben teng-
ist brjóstakrabbameini. Paraben
hafa fundist í æxlum fjarlægðum úr
brjóstavef. Þá eru sterk tengsl milli
paraben-efna og ófrjósemi og horm-
ónaójafnvægis.
Methylparaben er ein tegund
parabena sem framleiðendur hafa
sagt að sé örugg. En nýlegar rann-
sóknir í Kyoto hafa sýnt fram á að
efnið getur orðið eitrað ef það verð-
ur fyrir miklu sólarljósi og eykur þá
líkur á húðkrabbameini.
Sóley Elíasdóttir, sem framleiðir
lífrænar snyrtivörur undir nafninu
Sóley Organics, segir mikilvægt að
forðast öll paraben-efni og bendir á
í því samhengi að þau finnist í fleiri
vörum en snyrtivörum. Þau finn-
ist til að mynda í uppþvottalegi og
gólfhreinsilegi. „Fólk ætti að forð-
ast öll paraben-efni því þau haga
sér eins og estrógen í líkamanum.“
Sóley segir mörg önnur efni verða
að varast. „Þá tel ég fyrst og fremst
upp vaselín-efni, parrafín. Það er
efni sem gefur þér tilfinningu um að
húðin sé silkimjúk. En reyndin er að
þessi efni éta smá saman upp nátt-
úrulegar varnir húðarinnar. Þessi
efni eru búin til úr þeim úrgangi
sem fellur til við bensínframleiðslu.
Þetta er það sem er ekki hægt að
nota í bensín en samt berum við
þetta á ungbarnabossa. Súlfat-efni
eru líka óæskileg efni, þau eru ódýr
sápuefni sem þurrka húðina og í
varalit eru blýefni sem þarf að var-
ast. Ég fyllist alltaf óhug þegar fólk
leyfir börnum sínum að setja á sig
varalit,“ segir Sóley og kveður mik-
ilvægt að fólk kanni innihald allra
vara sem það kaupi. „Þá eru ónefnd
PEG-efnin sem hafa mjög skaðleg
áhirf á náttúruna.“
Hugsar þú um þig eða um
fegurðina?Mikið af þeim
kremum og vörum sem við notum
dagsdaglega eru stórskaðleg
heilsunni. Notaðu vefsíðuna Cos-
meticdatabase.com til að finna
út hvort þú veldur þér skaða.
Hreinsaðu
húðina Húðin þarf næringu til að halda sér í formi og ólíkt því sem margir halda þarf að þrífa hana kvölds og morgna.
Dagleg hreinsun húðarinn-ar kvölds og morgna er und-irstaða allrar húðumhirðu.
Við vitum öll að með góðum svefni
og heilbrigðu líferni viðhöldum við
í frísklegu útliti okkar. Húðin þarf
einnig góða næringu til að halda
sér í formi. Það þarf að þrífa hana
vel bæði kvölds og morgna. Oft hef-
ur það verið talinn óþarfi að hreinsa
húðina eftir nóttina en það er rangt,
það er mjög mikilvægt að hreinsa
húðina á morgnana með þeim efn-
um sem henta húðgerðinni.
Fyrir viðkvæma húð:
Marbert Soft
Cleansing Milk
er mild hreinsi-
mjólk sem inni-
heldur maka-
damíuhnetuolíu
sem mýkir húð-
ina og E-vítam-
ín sem græðir
húðina og held-
ur henni ungri.
Hreinsimjólkin
er laus við öll parabenefni. Hreinsi-
mjólkin er notuð kvölds og morgna á
andlit og háls.
Marbert Cle-
ansing Lotion er
milt hreinsivant
sem inniheld-
ur panthenol,
aloe vera og
hvorki alkóhól
né parabenefni.
Hreinsivatn-
ið róar húðina
og veitir henni
raka, mýkt og
teygjanleika auk þess að viðhalda
réttu pH-gildi. Hreinsivatnið er not-
að kvölds og morgna.
Sóley Hrein
hreinsimjólk-
in endurnær-
ir húðina og
gefur þreyttri
húð ferskt yfir-
bragð og mýkt.
Notist kvöld
og morgna og
nuddið með
fingrunum yfir
andlit og háls.
Byrjið í miðju
andlitinu og
færið ykkur
utar með hring-
laga hreyfing-
um. Hentar þurri og viðkvæmri húð.
Fyrir slæma húð:
Pura Clean-línan frá
Marbert er ætluð þeim
sem stríða við bólgur eða
bólur. Pura Clean Regul-
ating cleansing foam er
hreinsifroða sem dreg-
ur út óhreinindum og
bólgum í húðinni, um-
framhúðfitu og kem-
ur jafnvægi á fitufram-
leiðslu. Eftir að húðin
hefur náð jafnvægi gef-
ur hreinsifroðan henni
hraustlegt útlit. Hreinsi-
froðan er notuð kvölds
og morgna.
Marbert Pura Clean
Regulating Cleansing
Lotion er sótthreinsandi
andlitsvatn sem dregur
úr fitumyndun, óhrein-
indum og bólgum í
húðinni. Andlitsvatn-
ið róar viðkvæma húð,
hefur kælandi áhrif og
kemur henni í jafnvægi.
Andlitsvatnið er notað
á eftir hreinsifroðunni,
kvölds og morgna.
Fyrir allar húðtegundir:
Chanel Précision-
hreinsilínan inniheldur
vax af túlípantrjám. Mælt
er með túlípantrénu til
þess að bæta loftið í stór-
borgum. Ástæðan er dýr-
mætt vax sem er falið á
yfirborði laufa túlípan-
trésins og getur fangað
mengunarefni og agnir
í loftinu sem regnið síð-
an skolar í burt. Chan-
el notar þetta vax í Préc-
ision-hreinsilínuna til að varna því
að mengunin í andrúmsloftinu legg-
ist á húðina, bæði í andlitsvatninu og
hreinsimjólkinni.
Annars virkar hreinsilínan á þrem-
ur stigum; þetta er virk formúla sem
hreinsar farða og óhreinindi, formúl-
an hreinsar mengun
af ysta lagi húðarinnar
með einstakri blöndu
sem unnin er úr túl-
ípantrénu og verndar
jafnvægi húðarinnar
með Bioglucane, sem
verndar vistkerfi húð-
arinnar.
Hægt er að fá Précision-
línuna fyrir allar húð-
tegundir.
Gosh Make a Clean Start Cleansing
Milk er hreinsimjólk sem fjarlæg-
ir farða og önnur óhreinindi á mild-
an en árangursríkan hátt, þannig að
húðin verður tandurhrein og silki-
mjúk. Berið á andlit og háls kvölds
og morgna og nuddið varlega með
hringlaga hreifingum. Hreinsið af
með volgu vatni.
Gosh Skin Tonic er not-
að að lokum til að full-
komna hreinsunina og
undirbúa húðina und-
ir frekari meðferð. Inni-
heldur E-vítamín og aloe
vera.
Gosh Make a Clean Start
2-IN-1 Cleanser hreinsi-
vatn er einstök for-
múla sem breytist úr kremkenndum
hreinsi í léttan og frískandi andlits-
hreinsi. Hreinsar húðina fljótt og ör-
ugglega. Inniheldur E-vítamín og all-
antoin. Berið á andlit og háls kvölds
og morgna og nuddið mjúklega með
fingrunum. Hreinsirinn er látinn
hvíla á húðinni og strokið yfir með
bómullarhnoðra.
Sóley Nærð er nærandi úði úr ís-
lensku vatni og handtíndum ís-
lenskum jurtum sem róar húðina,
hreinsar hana og þekur hana með
rakafilmu sem kemur á jafnvægi og
mýkir húðina þannig að hún verður
ferskari og unglegri. Spreiið úðan-
um á og leyfið honum að þorna. Not-
ið með daglegri umhirðu og hvenær
sem þið teljið húðina vera að þorna
upp. Hentar öllum húðtegundum.