Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 55
Sport | 55Helgarblað 7.–9. janúar 2011 Eitt fjall á viku með FÍ 2011 Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Hvannadalshnjúkur, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Verð kr. 52.000 Verkefnisstjóri: Páll Ásgeir Ásgeirsson Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568 2533. Heimasíða FÍ www.fi.is Hlédrægur vinnuhestur sem aldrei kvartar Hann stendur undir öllu því góða sem sagt er um hann. Það er algjör- lega frábært að þjálfa manninn. Það eru í raun ákveðin forréttindi,“ segir Guðmundur. En hvernig er Al- exander utan vallar? „Alex er hlédrægur. Hann heldur sig til hlés en er samt alltaf til stað- ar engu að síður. Það er virkilega góður eiginleiki. Það fer nú samt ekkert rosalega mikið fyrir honum hjá landsliðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Getur enn bætt sig „Fyrst og síðast er hann einn al- besti alhliða leikmaður sem við eig- um,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og helsti sérfræðingur Íslands um handbolta. „Mér hefur fundist á undanförnum árum að hann hafi skipað sér á bekk meðal fremstu örvhentu leikmanna heims. Hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Flens- burg því þar réð ömurleg pabbapóli- tík. Þjálfarinn, Per Carlén, tók son sinn Oscar fram yfir Alexander en það tengdist íþróttalegri getu ekki neitt. Að mínu viti segir það ýmislegt um styrk Alexanders að ein stærstu mistök Rhein-Neckar Löwen voru að kaupa hann ekki þegar það var hægt. Ég tel að með Alex væru Lö- wen betur sett í dag og væru í barátt- unni um meistaratitilinn við Ham- borg.“ Guðjón viðurkennir þó fúslega að hann hafi ekki séð þennan ár- angur Alexanders fyrir þegar hann mætti hingað til lands, átján ára gamall. „Mig óraði ekki fyrir þessu. Ég vissi að hann væri sterkur leik- maður en þetta gat ég ekki séð fyr- ir. Það varð samt morgunljóst á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 að þarna höfðum við fengið gulldreng. Árangur hans kemur samt ekkert á óvart þegar litið er til baka. Hann er gríðarlega samviskusamur og æfir mikið þannig að það hlaut að koma að því að hann myndi uppskera,“ segir Guðjón sem telur Alexander þó geta bætt sig. „Alex þyrfti að sjá línuna bet- ur og hann mætti spila betur fyrir hornamanninn þegar hann er sjálf- ur í skyttustöðunni. Hann getur enn farið upp eina tröppu og orð- ið algjör afburðaleikmaður,“ segir Guðjón. Með eitraðan húmor „Það er draumur að þjálfa hann,“ segir Dagur Sigurðsson, sem stýr- ir Alexander hjá Füchse Berlin. „Hann er gríðarlega góð fyrirmynd fyrir yngri leikmennina því hann er svo vinnusamur og leggur sig alltaf hundrað prósent fram,“ segir Dagur en Alex fór þó ekki alltof vel af stað með liðinu. „Hann var búinn að æfa eins og óður maður í 2–3 vikur á undirbúningstímabilinu og kom- inn í svakalegt form. Síðan veiktist hann og missti það allt niður. Hann varð rétt svo klár í fyrsta leik en það hefur verið mikil stígandi í hans leik eftir það.“ Dagur segir Alex mikinn húmor- ista utan vallar. „Hann er náttúru- lega fyrst og fremst mjög rólegur. En síðan er hann með mjög kaldan og alveg eitraðan svartan húmor. Það er alveg sama hver það er, hann hlífir engum. Hann lætur alla heyra það og er alveg virkilega skemmtileg týpa hvað það varðar. Það sem aðr- ir láta ósagt, því skýtur hann á menn alveg án þess að hika,“ segir fyrrver- andi landsliðsfyrirliðinn. En getur Alex spilað með risa- liðum áður en ferillinn er á enda? „Það er engin spurning um verð- mæti hans, sama hvaða lið ætti í hlut. Hann fór samt frá Flensburg til að spila meira og bera meiri ábyrgð. Hann er ekki týpan í að sitja mikið á bekknum og það sjáum við líka með landsliðinu,“ segir Dagur sem líkir Alexander við Kristján Arason. „Alex er hvorki besti sóknarmað- ur í heimi né besti varnarmaður- inn. En þarna inni á milli er hann samt frábær. Hann er alltaf gríð- arlega snöggur til baka og honum fylgir mikil orka. Mér finnst hann vera svipaður Kristjáni Arasyni í því hversu mikilvægur hann er fyrir lið- ið. Alex er kannski ekki sá sem mað- ur myndi velja besta leikmanninn í hverja stöðu. Hann er samt einfald- lega góður handboltamaður sem myndi styrkja hvaða lið sem er,“ seg- ir Dagur Sigurðsson. „Fyrst og síðast er hann einn albesti alhliða leikmaður sem við eigum. Á flugi Alexander er nokk sama um hæð sína. Hann fer allt á krafti og vilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.