Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 62
62 | Fólk 7.–9. janúar 2011 Helgarblað E lma Lísa Gunnarsdóttir fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Roklandi sem frumsýnd verður á næstunni. Elma fer með hlutverk Döggu, lífsvanrar konu sem leið- ist lífið í litla plássinu á Sauðár- króki og á í losaralegu sambandi við andhetjuna Bödda sem snýr frá Þýskalandi eftir 10 ára náms- dvöl og ætlar sér að breyta hugs- unarhætti Íslendinga. Böddi er leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni. Myndin Rokland er byggð á sam- nefndri bók Hallgríms Helgason- ar og í bókinni er Döggu lýst sem konu sem sefur mikið hjá, er með kjaft og lendir í aðstæðum í lífinu sem myndu reynast mörgum öðr- um heljarinnar þrekraun. Elma Lísa leikur í nokkrum senum í myndinni sem reyndu á. „Nektarsenurnar voru erfiðar og þær tóku verulega á eins og þær gera alltaf. Þannig er það bara, en það voru fleiri senur sem hafa með reynslu Döggu að gera sem mér fundust erfiðar. Það var mikil hjálp í því að leika á móti Ólafi Darra sem er góður vinur minn. Ég hef leikið áður með honum, við lékum par í Blóðböndum og við studd- um hvort annað í gegnum þetta. Ég treysti honum vel og finnst gott að vinna með honum. Þegar kom að því að gera þessar senur þá stóðum við betur að vígi af því að við höfðum talað saman um þær. Við ræddum um tilfinningar og reynslu aðalsöguhetjanna í þeim senum sem reyndu á og unnum okkur vel í gegnum þetta.“ Kvíðablandin tilhlökkun Forsýning kvikmyndarinnar var í Sauðárkróksbíói 29. desember og buðu þá aðstandendur myndar- innar leikurum og hjálparliði úr Skagafirði að koma og sjá afrakst- ur vinnu þeirra en flestar útitökur voru teknar á Sauðárkróki og í nær- sveitum. Góður rómur var gerður að myndinni en bæjarbúar voru al- mennt hrifnir. Almennar sýningar hefjast 14. janúar og verður mynd- in sýnd um land allt á svipuðum tíma. Elma Lísa segir að dvölin á Sauðárkróki hafi reynst leikurun- um bæði ljúf og holl. Það var gam- an að vera þar og það er alltaf gott fyrir leikara að komast burt og fá næði til að vinna. Þarna er sögu- staður bókarinnar og það er gott að komast í nánd við hann. Þetta var í heildina ljúft ferli og skemmtilegt.“ Elma Lísa segist ekki hafa séð myndina, hún hafi verið í New York á þeim tíma sem hún var for- sýnd. „Ég er þó búin að sjá nokkr- ar senur og hlakka til frumsýning- arinnar.“ Tilhlökkunin er þó alltaf kvíðablandin. „Þannig er það alltaf og það er hluti af þessu öllu saman. Það er alltaf skrýtið að horfa á eitt- hvað sem maður gerði fyrir rúmu ári.“ Ég held að platan hafi bara rokselst, ég veit ekki betur,“ segir Bubbi Morthens en hann gaf út safnplötu fyrir jól sem spannar tónlist hans síð- ustu 30 árin. Hann segist ekki geta verið annað en ánægður með söluna, sérstaklega á þessum tímum þar sem meirihluta þeirrar tónlistar sem fólk útveg- ar sér sé stolið af netinu. „Ég er þakklátur fyrir það að enn sé til fólk sem kaupir listina en við erum ágætlega sett hér á landi miðað við hrunið sem á sér stað í ná- grannalöndum okkar í þessum efnum. Þar eru lista- menn orðnir tekjulausir.“ Bubbi er nýbúinn að klára að taka upp plötu sem kemur út í vor með hljómsveit sem heitir Sólskuggarnir. Þar verður að finna nýtt efni sem sækir innblástur í sálartónlist. „Ég vann þessa plötu með svo ótrúlega flottu fólki og hún er gríðar- lega vel heppnuð. Næst á dagskrá er svo jólaplata sem ég er byrjaður að vinna í og verður tekin upp í sumar,“ segir hann og bætir við að það sé nóg að gera hjá hon- um. „Maður hættir ekkert fyrr en maður er lokaður ofan í kistu, það er bara engin leið að hætta.“ Bubbi Morthens ánægður með viðtökurnar: Elma Lísa Gunnarsdóttir: TÖKURNAR REYNDU Á n Kvikmyndin Rokland verður frumsýnd á næstu dögum n Elma Lísa Gunnars- dóttir fer með eitt aðalhlutverka n Leikur í kynlífssenum á móti Ólafi Darra Ólafs- syni n Segir vinskapinn við Ólaf hafa hjálpað henni í gegnum allar erfiðar senur Vináttan kom sér vel Elma Lísa segir gott að geta treyst mótleikara sínum jafnvel og hún treysti Ólafi Darra góðvini sínum í erfiðum aðstæðum. MynD VERa PáLSDÓttiR alsæl með nýtt starf Bjössi ekki á dagskrá Guðný Helga Herbertsdóttir byrjar á mánudaginn í nýju starfi í Íslandsbanka og hlakkar til. „Ég er búin að fara í heimsókn á vinnustaðinn, hitta samstarfsfólk og mér líst afar vel á þetta allt saman.“ Aðspurð um ástæður þess að hún hættir eftir góðan árangur í starfi á Stöð 2 segist hún hafa viljað breyta til. „Það var kominn tími til að rispa aðeins plötuna. Ég hef unnið á Stöð 2 allan minn starfsferil sem telur 17 ár. Í millitíðinni lærði ég viðskiptafræði og tók meistaragráðu mína. Mig langar til að láta reyna á þá þekkingu. Ég kveð samstarfsfólk mitt með miklum söknuði og þar á ég marga góða vini sem ég ætla að halda sambandi við.“ Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Húsdýragarðsins. Áður en boðað var til stjórnarfundar sagðist Hildur á Facebook- síðu sinni hlakka til að mæta á sinn fyrsta stjórnarfund. „Bjössi er ekki á dagskrá,“ sagði Hildur. Hún gantaðist einnig með hvort það væri ekki óviðeigandi að mæta með forláta húfu úr kanínuskinni á fundinn. „Ég ætlaði að mæta með kanínuskinnshúfuna en fannst það svo ekki við hæfi,“ sagði Hildur í mesta gríni. Seinna kom þó í ljós að bjössi var aldeilis á dagskrá af hálfu Besta flokksins og kom það henni og öðrum nokkuð að óvörum. Það er engin leið að hætta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.