Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Mánudagur 17. janúar 2011 Mikil ólga ríkir á meðal almennra flokksmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ef marka má það sem fram fór á sameiginlegum fundi Reykjavíkurfélaganna um fyrirhug- aðar breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu, á Grand Hótel síðastlið- inn laugardag. Fullt var út úr dyrum í stóra sal hótelsins en viðmælendur DV sem voru á fundinum eru sam- mála um að með þessu hafi verið sett aukin pressa á ríkisstjórnina um að gera gagngerar breytingar á kvóta- kerfinu. Reynt að brýna ríkisstjórn Í sameiginlegri ályktun frá félögun- um segir meðal annars: „Stjórnir fé- laganna telja brýnt að ekki verði látið undan þrýstingi sérhagsmunaaðila heldur staðið fast við það grundvall- aratriði að ríkið fyrir hönd þjóðar- innar verði hinn eini sanni eigandi fiskveiðiauðlindarinnar og sjái um að leigja auðlindina til þeirra sem vilja nýta hana á grundvelli jafnrétt- is, mannréttinda og atvinnufrelsis.“ Einn viðmælandi blaðsins segir að í almennum umræðum á fundin- um hefði komið fram skýr gagnrýni á niðurstöðu sáttanefndarinnar og frammistöðu fulltrúa ríkisstjórnar- innar þar. Viðmælendum ber saman um að boðað hafi verið til fundarins til þess að brýna ríkisstjórnina, en margir eru þeirrar skoðunar að hún hafi ekki fylgt fyrirheitum sínum um kvótamálið. Tækifæri til að afnema órétt Finnbogi Vikar, laganemi og full- trúi í starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða, var einn þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hann segist hafa orðið var við mikla undiröldu á fundinum sem var lang- ur og strangur. Finnbogi fjallaði um hina svokölluðu tilboðsleið en hann hefur lengi verið talsmaður henn- ar. Elínbjörg Ragnarsdóttir, frá sam- tökum fiskframleiðenda og útflytj- enda, fjallaði um samkeppnis- og viðskiptahliðina sem fiskvinnslur án kvóta þurfa að búa við. Þá hélt Ólína Þorvarðadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, einn- ig ræðu þar sem hún talaði um það tækifæri sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir: „Tækifærið til að af- nema þann órétt og ójöfnuð sem hlotist hefur af núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi – kvótakerfinu.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, flutti ávarp á fundinum og sagði meðal annars að stjórnarsáttmálanum yrði fylgt eft- ir. Hann varaði menn þó við því að festast of mikið í tveimur valkostum, og benti á að samningaleiðin og til- boðsleiðin væru ekki einu leiðirnar að settu marki. Flokksmenn sýndu klær og tennur Finnbogi Vikar segir í samtali við DV að á fundinum hafi almennir flokks- menn sýnt klær sínar og tennur, enda ríki kraumandi óánægja yfir því að ríkisstjórnin hafi ekki tekið fast- ar á kvótamálinu. „Það er gríðarleg undiralda,“ segir Finnbogi og bendir á að óánægjan nái til fólks í öllum flokkum og um allt land. Hann segir frá því að á fundinum hafi sjálfstæð- ismaður lýst yfir stuðningi við fund- inn þar sem um réttlætismál væri að ræða. „Ég áttaði mig á því á þess- um fundi að við getum látið ýmislegt yfir okkur ganga hvað varðar niður- skurð og annað, en fólk vill fá þetta mál í gegn vegna þess að þetta er svo mikið réttlætis- og hjartansmál,“ seg- ir Finnbogi. Aðspurður um gagnrýni útgerð- armanna á mögulegar breytingar á kvótakerfinu segir Finnbogi: „Menn hafa áhyggjur af því að fyrirtæki muni fara á höfuðið en gleyma því að það er ekki hagur bankanna. En ef svo ólíklega vildi til að slíkt gerð- ist þá væri það allt í lagi vegna þess að bátarnir verða hérna áfram, hús- in verða áfram, fólkið sem starfar við sjávarútveg verður áfram og fiskur- inn verður áfram í sjónum. Það eina sem myndi breytast væri að skuld- irnar myndu minnka og það kæmu nýjir eigendur í stað þeirra fyrri sem hafa sýnt fram á að þeir geta ekki rek- ið þetta.“ n Flokksmenn í VG og Samfylkingunni eru óánægðir með seinagang ríkisstjórnarinnar í kvótamálum n Töluverð ólga á sameiginlegum fundi um helgina n Finnbogi Vikar segir fólk vilja þetta mál í gegn sem fyrst FLOKKSMENN RÍSA GEGN RÍKISSTJÓRN „Ég áttaði mig á því á þessum fundi að við getum látið ýmislegt yfir okkur ganga hvað varðar niðurskurð og ann- að, en fólk vill fá þetta mál í gegn vegna þess að þetta er svo mikið rétt- lætis- og hjartansmál. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Stjórnarsáttmálinn stendur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði á fundinum að stjórnarsáttmálanum yrði fylgt en þar kemur meðal annars fram að fiskistofnarnir í kringum landið eigi að vera sameign þjóðarinnar. Tækifæri Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina standa frammi fyrir tækifæri til þess að afnema órétt. Tilboðsleiðin Finnbogi Vikar hefur lengi verið talsmaður tilboðsleiðarinnar en hann hélt erindi um hana á fundinum. 1. Meint markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands með hlutabréf útgefin af bankanum. 2. Lánveitingar til félaganna Hunslow S.A., Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partnes Corp og Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum. 3. Kaup Landsbanka Íslands á lánasafni Landsbankans í Luxemborg. 4. Kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveiting- ar til þeirra félaga. Þessi hafa verið yfirheyrð: Hugsanlegt er að fleiri hafi verið yfirheyrðir n Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans n Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans n Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans n Ívar Guðjónsson, forstöðumaður deildar eigin fjárfestinga á verðbréfasviði Landsbankans n Ingvi Örn Kristinsson, fyrrverandi yfirmaður hagfræðisviðs Landsbanka Íslands n Júlíus Steinar Heiðarsson, fyrrverandi sérfræðingur í deild eigin fjárfestinga á verðbréfasviði Landsbankans n Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans n Stefán Ingimar Bjarnason, fjármálastjóri og fjárfestir Til rannsóknar er: BRÓÐIR BJARNA FÉKK 1.600 MILLJÓNA LÁN Fleiri yfirheyrðir Til stendur að yfirheyra fleiri ein- staklinga í tengslum við rann- sóknina, samkvæmt heimildum DV. Heimildir DV herma að sak- sóknari kunni að þurfa að boða allt að 30 manns til yfirheyrslu. Meðal þeirra er bankaráð Lands- bankans, Björgólfur Guðmunds- son, Kjartan Gunnarsson, Þorgeir Baldursson og Svafa Grönfeldt. Saksóknari hefur ekki boðað bankaráðið í yfirheyrslu en haft hefur verið samband við lög- mann Björgólfs Guðmundssonar, Þórunni Guðmundsdóttur, til að spyrja hana um dvalarstað banka- ráðsformannsins fyrrverandi, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðl- um. Björgólfur dvelur sem stend- ur í London hjá syni sínum Björ- gólfi Thor og er ætlunin að hann komi aftur til landsins í lok þessa mánaðar. Hugsanlegt er að ekki liggi á að yfirheyra bankaráðið og að Björgólfur eldri fái að ljúka sínu fríi í London. Heimildir DV herma að Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands- bankans, Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbank- ans í Lúxemborg, og Hlynur Þór Björnsson, fyrrverandi starfsmað- ur á verðbréfasviði bankans, séu einnig á lista þeirra sem sérstakur saksóknari vill ræða við í tengslum við rannsókirnar. Hugsanlegt er að á næstunni standi til að yfirheyra enn fleiri einstaklinga í tengslum við rannsóknina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.