Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Síða 10
10 | Fréttir 17. janúar 2011 Mánudagur
„Ég gat séð að maðurinn var geðveik-
ur en var samfélagið geðveikt? Hvaða
afsökun hafði það?“ spyr Anna Bent-
ína Hermanssen sem kærði nauðgun
en málinu var vísað frá vegna skorts
á sönnunum. „Þrátt fyrir áverka og
vottorð um mjög skýr einkenni áfalla-
streituröskunar, bæði frá sálfræðing
og Neyðarmóttökunni. Hvorugt var
tekið gilt sem sönnunargagn. Því stóð
eftir mál sem var byggt á orði gegn
orði og málinu var vísað frá. Þetta er
alveg rosalega erfitt vígi að eiga við.“
Lét lemja nauðgara
Nokkrum árum síðar skrifaði Anna
Bentína mastersritgerð í kynjafræði
þar sem hún leitaði svara við því af
hverju konur kæra ekki nauðgun –
líkt og gert var í helgarblaði DV nú
um helgina. Þar var rætt við fagfólk og
konur sem aldrei kærðu sem sögðu
meðal annars frá ranghugmyndum
um nauðganir og því að þær upplifðu
sig réttlausar. Tvær konur lýstu því
hvernig læknir og lögfræðingar töluðu
úr þeim kjark þegar þær höfðu loksins
mannað sig upp í að leita réttar síns.
Ein sagði líka að þar sem hún taldi sig
ekki eiga neinn möguleika í réttarkerf-
inu hefði hún ákveðið að taka málið
í eigin hendur og láta berja nauðgar-
ann. Viðtölin í DV samræmast niður-
stöðu Önnu Bentínu sem komst að því
að konur kæra ekki nauðgun því þær
viti að flestum málum sé vísað frá og
hversu vægir dómarnir séu, þá sjald-
an þegar sakfellt sé í nauðgunarmál-
um. „Það er ekki beinlínis hvetjandi.
Það er mjög erfitt fyrir konu að kæra
nauðgun en það er mér hjartansmál
að það breytist.“
Fæstar berja frá sér
Skömm, sektarkennd og sjálfsásök-
un eru líka ástæður fyrir því að kon-
ur kæra ekki samkvæmt niðurstöðum
Önnu Bentínu, sem byggði ritgerð sína
á viðtölum við átján konur. „Oft upp-
lifa konur það þannig að þær hefðu átt
að geta gert eitthvað til þess að sporna
við verknaðinum. Í laga ákvæðinu er
gert ráð fyrir ofbeldi, því að gerandi
beiti ofbeldi eða hótunum um ofbeldi
til þess ná vilja sínum fram. Það er
ekki alltaf þannig auk þess sem konur
frjósa oft. Rannsóknir sýna að einung-
is fjórðungur kvenna veitir líkamlega
mótspyrnu og 48 prósent þeirra berj-
ast ekkert á móti. Það er mjög erfitt að
fá mál í gegnum kerfið ef nauðgarinn
beitir ekki öðru ofbeldi, ef konan veit-
ir ekki kröftuga mótspyrnu þannig að
augljósir áverkar séu til staðar. Það er
staðreyndin að allt að 83 prósent af
málum sem fara til ríkissaksóknara
eru felld niður. Án áverka eða annarra
sönnunargagna er málið byggt á orði
gegn orði og það er gerandanum alltaf
í vil. Því miður.
Samt virðast líkamlegar afleiðing-
ar hafa minni þýðingu fyrir konurnar.
Allir viðmælendur mínir voru sam-
mála um að það sem þeim reyndist
erfiðast og sat lengst í þeim voru sekt-
arkenndin, skömmin og sjálfsásakan-
irnar.“
Skemmdarverk að rjúfa þögnina
Viðhorf samfélagsins hjálpa þess-
um konum ekki heldur. „Þær konur
sem ég talaði við upplifðu að frásögn
þeirra væri markvisst dregin í efa.
Hvort sem þær sögðu nánum ættingj-
um eða sérfræðingum frá. Það er alltaf
dálítil tortryggni gagnvart konum sem
segja frá því að þeim hafi verið nauðg-
að. Það á ekki bara við í réttarkerfinu
heldur einnig í samfélaginu öllu. Því
upplifa þessar konur það oft að þær
séu stimplaðar ónýtar.
Ég skoðaði einnig af hverju við-
mælendur mínir þjáðust af sektar-
kennd, skömm og sjálfsásökunum
vegna brots sem var framið gegn þeim
en ekki af þeim. Viðhorf samfélags-
ins gagnvart kynferðisofbeldi er helsti
áhrifavaldur á upplifun þolenda og
móta afleiðingarnar.
Nærumhverfi þessara kvenna brást
þegar þær rufu þögnina. Hvort sem
ofbeldismaðurinn var kunningi eða
ókunnugur voru viðbrögðin oft fá-
læti eða þögn. Þeim leið eins og þær
hefðu framið skemmdarverk með því
að rjúfa þögnina. Andrúmsloftið var
óþægilegt og þrungið spennu eða leit-
ast var við að skipta um umræðuefni.
Þegar frá leið þótti mörgum nóg um
þá vanlíðan sem þolandinn var enn að
upplifa og krafa um að gleyma eða láta
eins og ekkert væri varð hávær.
Gerandinn krefst ekki neins, nema
þagnar og aðgerðarleysis. Umhverf-
ið og samfélagið vill ekki horfast í
augu við alvarleika kynferðisofbeldis.
Á meðan athafna ofbeldismenn sig
óáreittir í fálæti samfélagsins og þéttu
myrkri þagnarinnar.“
Var sjálf sakfelld
Af þessum átjan konum reyndu bara
tvær að kæra. „Hinar sögðu bara „nei“,
það er ekki séns að kæra. Það er bara
rugl. Það er önnur nauðgun að fara
í gegnum þetta ferli.“ Önnur þeirra
sem kærði sagði að ef hún hefði vitað
hversu erfitt þetta væri þá hefði hún
ekki kært. Það hefði verið betra að sitja
bara heima.
Um leið og kæra er lögð fram
kvisast þetta oft út. Gerandinn kær-
ir stundum á móti fyrir meiðyrði og
stríðið kemst í hámæli. Þótt það fari
ekki víða þá fréttist það og þeim finnst
þær vera stimplaðar.“ Anna Bentína
þekkir það því hún lenti sjálf í því. „Ég
var stimpluð geðveik og sakfelld fyrir
það þegar málinu mínu var vísað frá.
Þá hélt fólk að ég væri að ljúga. Það er
það sem samfélagið heldur. Fólk held-
ur að lögin séu til að vernda okkur og
trúir því í einlægni að lögin geri það.
Ef málinu er vísað frá þá hlýtur það að
vera vegna þess að konan er að ljúga.
Fólk veit ekki hversu erfitt það er fyrir
þolendur að fá áheyrn dómstóla.“
Ekki nóg að hann játi
Hún segir að til að það gerist þurfi að
vera áverkar á konunni auk þess sem
nauðgarinn þurfi að játa brotið. „En
það er ekki nóg að hann játi verkn-
aðinn, hann þarf líka að segjast hafa
vitað að hann hafi verið að brjóta
gegn vilja konunnar og hafa gert það
af ásetningi. Þannig að þetta er mjög
erfitt.
Af því að fólk heldur að þessi mál
séu í góðum farvegi trúir það því að
konur ljúgi til um nauðgun. Sem er
mýta sem gengur alltaf og gekk um
mig. Margir trúðu því að ég hefði log-
ið upp á aumingja manninn. Samt er
hann ofbeldismaður sem hefur gert
þetta aftur eftir þetta. En því miður
var hann ekki kærður þá. Það hefði
kannski ekki haft áhrif. Ég komst alla
vega að því að það hafa verið felld nið-
ur tvö mál á hendur sama geranda á
sama ári. Þetta er bara ömurlegt.“
Frávísunin verri en nauðgunin
Nauðgunin átti sér stað í júlí 1998 og
málinu var vísað frá í nóvember sama
ár. Það var Önnu Bentínu mikið áfall
því henni datt aldrei í hug að það gæti
gerst. „Kannski fékk ég upplýsingar
um gang þessara mála en í því ástandi
sem ég var í eftir nauðgunina meðtók
ég þær ekki. Ég man ofboðslega lít-
ið eftir fyrstu vikunum eftir nauðgun-
ina, ég var bara í losti. En ég var alveg
viss um að fá málið mitt í gegn, líka af
því að ég var með áverka eftir hann.
Kannski var ég svona naív en ég var
viss um að málið færi fyrir dóm og að
hann yrði dæmdur.
Mér brá alveg svakalega þegar
málinu var vísað frá. Ég bjóst við því
í alvöru að kerfið myndi vernda mig
fyrir þessu. Það var rosalegt sjokk að
komast að því að það gerði það ekki.
Það hrikti í öllum mínum grunnhug-
myndum um samfélagið og öryggi í
samfélaginu og þetta var gríðarlegt
áfall. Mér fannst það næstum því verra
en nauðgunin sjálf. Ég gat séð að mað-
urinn var geðveikur en var samfélagið
geðveikt? Hvaða afsökun hafði það?“
Kallaði þetta „hardcore“-kynlíf
„Ástæðan fyrir því að málinu var vís-
að frá var að hann sagði það fullum
fetum að þetta hefði allt verið með
mínum vilja. Þetta hefði verið „hard-
core“-kynlíf.“ Önnu Bentínu fannst
mjög erfitt að kyngja því að einhver
skyldi taka það sem góða og gilda af-
sökun fyrir því að fara svona með aðra
manneskju. „Ég veit ekki hvernig það
er, „hardcore“-kynlíf. Ég skil þetta
ekki.
Málinu var vísað frá hjá ríkissak-
sóknara. Vinnubrögð lögreglunnar
voru aftur á móti mjög vönduð. Hún
vann þetta mál mjög vel. Ég fékk líka
stuðning frá Neyðarmóttökunni sem
útvegaði mér réttargæslumann, lækn-
isaðstoð og tíu tíma hjá sálfræðingi.
Síðan fór ég á Stígamót þar sem ég
fékk minn aðalstuðning. Ég þáði allan
stuðning sem ég fékk.“
Æstist upp við mótspyrnuna
Núna þrettán árum síðar getur Anna
Bentína í einlægni sagt að þrátt fyrir
allt sjái hún ekki eftir því að hafa kært.
„Stundum hef ég spurt mig að því
hvort að þetta hafi virkilega verið þess
virði en ég finn að það var það. Sem
manneskja á ég rétt á því að leita réttar
míns. Það er okkar réttur að kæra. Við
eigum rétt á okkar líkama. Samfélag-
ið á að vernda okkur en lögin gera það
ekki af því að túlkun laganna er svo
verknaðarmiðuð.
Því miður komst ég að því að ég
hafði engan rétt og það var alveg gríð-
arlegt áfall og kannski mesta áfallið.
En það varð til þess að ég fór að berjast
fyrir auknum réttindum kvenna og því
að kynfrelsi þeirra væri virt. Að þær fái
að ráða því hverjir mega koma við lík-
ama þeirra og hvað sé gert við þær. Að
það þurfi ekki að stórsjá á þeim til þess
að þær geti kært nauðgun. Það sé nóg
fyrir þær að segja nei.
Í mínu tilfelli þá fraus ég bara. Ég
hefði aldrei trúað því þar sem ég er alls
engin bleyða. En ég fraus því mér leið
eins og ég væri í lífshættu. Þannig að
n Anna Bentína Hermanssen kærði nauðgun n Málinu
var vísað frá þrátt fyrir áverka n Meintur nauðgari
sagði að hún hefði viljað „hardcore“-kynlíf n Hún var
sakfelld af samfélaginu n „Mér fannst það næstum því
verra en nauðgunin sjálf“ n Er sterkari manneskja í dag
„ÉG VAR
STIMPLUÐ
GEÐVEIK“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Stundum hef ég
spurt mig að því
hvort að þetta hafi virki-
lega verið þess virði en ég
finn að það var það. Sem
manneskja á ég rétt á því
að leita réttar míns.