Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 17. janúar 2011 HEIMASÍMI Í HEIMASÍMA GSM ÓHÁÐ KERFI INTERNET FyRIR þÁ SEM vIljA STjÓRNA úTGjölduM SÍNuM: GERÐu oKKuR TIlboÐ oG þú boRGAR FAST vERÐ Á MÁNuÐI. MINNI ÓvISSA. MEIRA TAl. Komdu á tal.is, hafðu samband í 1817 eða KíKtu í Kaffi í næstu verslun og segðu oKKur hvernig þjónustu þú þarft og hvað þú vilt borga. þú ræður. ég barðist mjög lítið á móti. Ég reyndi það fyrst en það var eins og hann æstist bara meira upp við það. Þannig að ég hugsaði með mér að ég ætlaði að komast lifandi frá þessu.“ Rödd kvenna sem ná sér aldrei Meginástæðan fyrir því að Anna Bent- ína ákvað að skrifa meistararitgerð um þetta efni var sú að vera rödd fyr- ir þær konur sem ná sér aldrei. „Af því að ég gaf mér það að vinna úr þessu hefur þessi reynsla gert mig að sterk- ari manneskju. En því miður eru ekki allar konur svo heppnar. Ég vildi vera rödd fyrir konur sem geta ekki staðið fyrir máli sínu og eru jafnvel farnar. Þær eru margar sem gefast upp, svipta sig lífi eða eru óvirkar í samfélaginu. Hafa ekki rödd og geta ekki tjáð sig. Eru gjörsamlega brotnar. Ég talaði við þannig konur.“ Karlmenn geta hætt að nauðga Draumahugsjónin er að uppræta nauðganir. „Að karlmenn nauðgi ekki, að þeir hætti því. Ég trúi því að það sé hægt. Það er karlmönnum ekkert eðl- islægt að nauðga. Þetta er bara eitt- hvað í menningunni okkar, mörkin eru orðin svo óljós og klámvæðingin er orðin svo mikil. Þögn, vantrú, fáfræði, afneitun, ásökun og skömm sem, auk allra mýtanna, hvíla enn yfir kynferðisof- beldi kaffæra veruleika brotaþolans og skerða mannréttindi hans,“ seg- ir Anna Bentína. „Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál. Það er ekki neinni manneskju eðlislægt að nauðga ann- arri manneskju og misnota traust hennar. Sú skoðun að samfélag geti einungis reynt að draga úr kynferð- isofbeldi í stað þess að uppræta það, byggir á þeirri hugmyndafræði að kynferðisofbeldi sé óumflýjanleg stað- reynd lífsins. Að það sé óumflýjan- leg staðreynd lífsins að á meðal okk- ar gangi um karlmenn sem hafi enga stjórn á kynhvöt sinni gerir ekki ein- ungis afar lítið úr karlmönnum yfir- leitt, heldur gerir þá alla að hugsan- legum fremjendum kynferðisofbeldis. Slík viðhorf verður að afmá.“ Anna Bentína Hermanssen Þegar nauðgunarkæru hennar var vísað frá var hún sakfelld af samfélaginu. Fólk hélt að hún hlyti að vera að ljúga fyrst málið náði ekki í gegn. MYND SIGTRYGGUR ARI Fyrir skömmu greindi DV frá árlegri skýrslu Leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustu Neytendasamtakanna fyr- ir árið 2010. Þar eru teknar saman upplýsingar um fjölda fyrirspurna og kvörtunarmála sem bárust sam- tökunum á síðasta ári. Eins var sagt í frétt DV að í ljósi skýrslunnar mætti gera sér hugmynd um hvaða vörur eða þjónustu neytendur ættu að var- ast eða hafa varann á gagnvart. Hins vegar voru ekki tilgreind þau fyrir- tæki sem mest var kvartað yfir heldur eingöngu hvers konar fyrirtæki það væru. DV óskaði eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki væru þar efst á lista en fékk þau svör að slíkt væri ekki gefið upp. Ástæðan fyrir því var sögð sú að slíkar upplýsingar gæfu lík- lega ekki rétta mynd af stöðunni. Til dæmis gæti fyrirtækið sem mest er kvartað yfir einfaldlega verið stórt á markaði og þar af leiðandi gefið skakka mynd. Ef slíkar upplýsingar yrðu gefnar út þyrfti að fara fram ítar- leg greining á því hvernig málin fara. „Neytendasamtökin eru náttúru- lega frjáls félagasamtök og ég vænti þess að þau geti ákveðið þetta sjálf. Talsmaður neytenda heyrir undir upplýsingalög og hægt er að krefjast gagna frá ríkisaðilum en það á ekki við um Neytendasamtökin,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda. Aðspurður segir hann þó að það gæti verið gott fyrir neytend- ur að hafa slíkar upplýsingar. „Það er ákveðið sjónarmið að koma upp svörtum lista og það er ekkert úti- lokað að það gæti verið gagnlegt fyrir neytendur,“ segir Gísli. gunnhildur@dv.is Neytendasamtökin heyra ekki undir upplýsingalög: Leynd yfir svörtum lista DV15916080108 Gísli 05_2_2_4.jpg Gísli Tryggvason Talsmaður neytenda segir slíkar upplýsingar gætu verið gagnlegar fyrir neytendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.