Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 17. janúar 2011 Mánudagur BERLUSCONI ENN Í VONDUM MÁLUM n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er grunaður um vændiskaup, mútur og samsæri n Stjórnlagadómstóll hefur úrskurðað að hann njóti ekki lengur ráðherraverndar fyrir lögum n Segist vera hundeltur af ítölskum vinstrimönnum Formleg rannsókn er hafin á forsæt- isráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, vegna gruns um að hann hafi greitt 17 ára stúlku fyrir kynlíf í fyrra. Stúlk- an starfaði þá sem vændiskona. Þá er Berlusconi einnig sakaður um að hafa í valdi stöðu sinnar sem for- sætisráðherra beitt lögregluyfirvöld þrýstingi til að hylma yfir með hon- um. Verði hann ákærður fyrir þessi brot og fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsis- dóm. Samkvæmt yfirlýsingu frá sak- sóknaraembættinu í Mílanó hefur Berlusconi legið undir grun síðan 21. desember en það var ekki fyrr en á fimmtudaginn sem opinberað var að Berlusconi væri undir rannsókn. Tók þátt í kynsvalli Stúlkan sem um ræðir heitir Karima el-Mahroug, en er nú orðin fræg á Ít- alíu undir nafninu Ruby, eða Ruby „hjartaþjófur“. Hún var handtekin í maí í fyrra fyrir smáþjófnað og sagði lögreglumönnum við yfirheyrslu að hún hefði verið gestur í fjölmörgum veislum hjá Berlusconi, í villu hans í útjaðri Mílanó. Hún sagði að í einni veislunni hefði hún tekið þátt í kyn- lífsleiknum „bunga bunga“ með for- sætisráðherranum. Í stuttu máli er bunga bunga ítalskt slangur yfir hópkynlíf. Ruby var ekki ákærð eft- ir yfirheyrslur. Þar sem hún er undir lögaldri hefði hins vegar, samkvæmt ítölskum starfsreglum, átt að senda hana á unglingaheimili þar sem hún hefði getað fengið nauðsynlega umönnun. Það var hins vegar ekki gert. Lögreglan skilaði henni beint í hendur Nicole Minetti, sem er skjól- stæðingur Berlusconis. Minetti einnig grunuð Nicole Minetti er hálfbresk og starf- aði sem nektardansmær áður en Berlusconi „uppgvötaði“ hana. Hann útvegaði henni starf hjá tannlækni sínum og veitti henni síðar brautar- gengi í Frelsisflokki sínum. Berlusc- oni hældi henni á hvert reipi og ekki leið á löngu uns hún var orðin þing- kona. Nú er einnig hafin rannsókn á hennar málum, en hún er sökuð um að hafa hjálpað til við, og hylmt yfir, vændiskaupin í máli Ruby hjarta- þjófs. Lögreglan í Mílanó mætti á skrifstofu hennar á föstudagsmorgun og leitaði að sönnunargögnum. Ekki lengur friðhelgur Berlusconi berst einnig við lög- in á fleiri vígstöðum. Í tíð sinni sem forsætisráðherra hefur Berlusconi tekist að koma því til leiðar að ráð- herrar séu undanskildir því að þurfa að mæta fyrir rétt og því í rauninni friðhelgir fyrir lögum. Í lok síðustu viku úrskurðaði stjórnlagadómstóll á Ítalíu hins vegar að dómarar hefðu fullan rétt til þess að kalla ráðherra, sem og aðra, fyrir rétt. Berlusconi hef- ur í tvígang náð að koma sér undan því að mæta fyrir rétt þar sem hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik og samsæri. Nú getur Berlusconi ekki lengur falið sig á bak við ráðherra- verndina og mun því líklega þurfa að mæta fyrir dómara innan skamms en ekki fyrir glæpina sem minnst var á hér að framan. Mútur og skattsvik Talið er að saksóknaraembættið á Ít- alíu muni taka upp tvö mál nú þeg- ar, sem áður hefur verið reynt að höfða gegn honum. Í fyrra málinu var Berlusconi sakaður um að hafa mútað lögfræðingnum David Mills með jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna fyrir að ljúga til um skatta- mál forsætisráðherrans. Mills þurfti að bera vitni fyrir rétti og var eið- svarinn. Þar sem ljóst þótti að hann hefði logið var hann sjálfur dæmdur í fangelsi en dómurinn hljóðaði upp á fjögur og hálft ár. Hitt málið sem verður líklega tekið upp á hendur Berlusconi tengist fjölmiðlaveldi hans, Medi- aset. Berlusc oni, ásamt öðrum lyk- ilstjórnendum Mediaset, er gefið að sök að hafa fært til bókar allt of háar tölur fyrir kostnaði á sýningar- rétti á bandarískum kvikmyndum. Mediaset borgar kvikmyndaverum í Hollywood í rauninni mun minna en mismunurinn er lagður inn á bankabók í Sviss. Þannig hagnast lykilstjórnendur Mediaset mikið, án þess að borga skatt. Samkvæmt heimildum ítalska blaðsins Corri- ere della Serra munu þessar starfs- aðferðir hafa viðgengist síðan á 9. áratugnum. Telur sig hundeltan Berlusconi þvertekur, eins og venju- lega, fyrir að hafa gert nokkurn skap- aðan hlut af sér. Hann sagði í sjón- varpsviðtali í síðustu viku að hann væri „ofsóttasti maðurinn í mann- kynssögunni“. Hann sagði að stjórn- lagadómstóllinn væri lítið annað en vettvangur pólitískra hefndarverka af hálfu vinstrimanna á Ítalíu. Hann sagði einnig á miðvikudag að dóms- kerfið allt á Ítalíu væri „sjúkdómur“. Berlusconi hitti lögfræðinga sína fyrir helgi svo þeir gætu ráðið ráðum sínum. Berlusconi tjáði sig ekki við fjölmiðla að fundinum loknum en Mariastella Gelmini, menntamála- ráðherra í ríkisstjórn Berluscon- is, talaði fyrir hönd hans. Hún tók í sama streng og Berlusconi og sagði að um pólitíska aðför væri að ræða. Aðallögfræðingur forsætisráðherr- ans sagði að áhrif úrskurðar stjórn- lagadómstólsins ættu ekki eftir að koma í ljós fyrr en að mánuði liðn- um, þegar dómarar færa rök fyrir úr- skurði sínum. Berlusconi kom fram í viðtali daginn áður og var boru- brattur eins og honum einum er lag- ið. „Það skiptir engu máli þó þessi mál séu tekin upp aftur.“ Gæti orðið erfitt ár Berlusconi er því ekki öfundsverður af verkefnum þeim sem fram und- an eru á þessu ári. Hann hrósaði happi í desember þegar hann slapp fyrir horn er vantrauststillaga á rík- isstjórn hans var felld með aðeins þremur atkvæðum. Ríkisstjórn hans hangir eftir sem áður á bláþræði, eftir að nánasti samstarfsmaður Berlusconis, Gianfranco Fini, yfirgaf ríkisstjórnina í nóvember í fyrra. Þá glíma Ítalir við mikinn skulda- vanda og er jafnvel talið að þeir þurfi að leita á náðir neyðarsjóðs Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins líkt og Írar og Grikkir. Þeir anda þó ef til vill léttar nú eftir að Spánverjum og Portúgölum tókst að selja nægilega mikið magn rík- isskuldabréfa í síðustu viku til að sleppa við neyðarlán. Stjórnmálaskýrendur spá því all- tént að kosningar muni fara fram á Ítalíu á þessu ári, líklega í maí. Þar á Berlusconi ekki von á góðu en hann hefur sjaldan eða aldrei verið jafn óvinsæll hjá ítölsku þjóðinni. „Hann sagði í sjónvarps- viðtali í síðustu viku að hann væri „ofsóttasti maður- inn í mannkynssögunni“. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Nicole Minetti Nektardansmær sem varð tannhirðir, síðan þingkona. Skjólstæðingur og vitorðs- maður Berlusconis. Glaumgosinn frá Sardiníu Á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.