Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Side 19
Undanfarin misseri hef ég verið að vinna að bók um utanríkis-tengsl Íslands sem er væntan-
leg núna á útmánuðum eða á vordög-
um. Vegna þess hef ég meðal annars
verið að grúska í gömlum dagblöð-
um. Hafi menn áhyggjur af leiðinda-
hnjóði og köpuryrðum sem fljúga fyr-
ir í umræðunni í kjölfar hrunsins þá
er orðbragðið nú samt sem áður hrein
hátíð miðað við hnútuköstin í NATO-
deilunni. Þegar aðildin var samþykkt
á Alþingi síðdegis þann 30. mars
1949 kom til átaka á Austurvelli, á
milli mótmælenda, sem flestir voru á
bandi sósíalista, og lögreglu sem naut
liðsinnis varaliðs svokallaðra hvítliða
sem sjálfstæðismenn höfðu kallað út
og héldu til inni í Alþingishúsinu áður
en þeir þustu út og hófu gagnsókn
gegn mótmælendum.
Heimur stríðandi afla var nánast
andhverfur. Daginn eftir blasti svo-
hljóðandi fyrirsögn við lesendum
Morgunblaðsins: „Trylltur skríll ræðst
á Alþingi.“ Í yfirfyrirsögn stóð: Ofbeld-
ishótanir kommúnista í framkvæmd.
Í undirfyrirsögn sagði: „Grjótkast
kommúnista veldur limlestingum.
Spellvirkjum dreift með táragasi“.
Allt önnur veröld birtist hins vegar
lesendum Þjóðviljans sem í stríðsfyr-
irsögn sagði: „LANDRÁÐIN FRAM-
IN Í SKJÓLI OFBELDIS OG VILLI-
MANNLEGRA ÁRÁSA Á FRIÐSAMA
ALÞÝÐU“. Í undirfyrirsögn stóð: „8-10
þúsund Reykvíkingar mótmæla fyr-
ir framan Alþingishúsið og kröfðust
þjóðaratkvæðis. – Svör ríkisstjórnar-
innar voru gasárás og kylfuárásir lög-
reglu og vitstola hvítliðaskríls“.
Styttumálið
Styttumálið svokallaða er ekki aðeins
ein spaugilegasta hliðin á deilunum
í Alþingi í tengslum við aðildina að
Atlantshafsbandalaginu heldur sýnir
það einnig með táknrænum hætti
hvernig arfleifð sjálfstæðisbaráttunn-
ar birtist í umræðunum. Áhugavert er
að rifja það upp núna á tvö hundruð
ára ártíð Jóns Sigurðssonar. Tveim-
ur dögum eftir atkvæðagreiðsluna,
þann 1. apríl 1949, birtist ljósmynd
á forsíðu Þjóðviljans af styttu af Jóni
Sigurðssyni forseta, á Alþingi, sem nú
sneri til veggjar en ekki fram í salinn
eins og vanalega. Einhver hafði snú-
ið henni við. Í myndatexta stóð: „Þeg-
ar landráðin höfðu verið samþykkt á
þinginu í fyrradag tóku alþingismenn
eftir því að Styttan af Jóni Sigurðssyni
hafði snúizt í hálfhring og horfði hann
nú til veggjar – burt frá landráða-
mönnunum“. Sósíalistar vildu með
þessu meina að Jón Sigursson myndi
hafa staðið með þeirra málstað.
Morgunblaðið vildi fyrir alla muni
ekki leyfa sósíalistum að eigna sér
Jón Sigurðsson í þessari umræðu og
svaraði fullum hálsi með stórri til-
vísun á forsíðu og nálega heilsíðu-
umfjöllun á annarri síðu undir fyrir-
sögninni: „Í hugum Íslendinga snýr
sú mynd aldrei öfugt.“ Hin mikla um-
fjöllun hófst svona: „Í hvert skipti sem
kommúnistar á Ísland hafa framið
gróf svik við þjóðina hefur það ver-
ið háttur þeirra að vitna í einhverja
af ástsælustu stjórnmálaleiðtogum
hennar á liðnum tíma. Jafnframt hefur
verið gefið í skyn, að fimmta herdeild
Stalíns væri arftaki þessara þjóðar-
leiðtoga og berðist ein fyrir hugsjón-
um þeirra. Jón Sigurðsson forseti,
Hannes Hafstein og Einar Benedikts-
son skáld, hafa oftast sætt þessum
ókjörum af hálfu Moskva-manna.
Þegar mikið hefur þótt við liggja hafa
verið birtar af þeim myndir, vitn-
að í ræður og kvæði. Með þessu hafa
kommúnistar talið sig getað breitt yfir
svikræði sitt við land og þjóð.“
Alþýðublaðið lét ekki sitt eftir
liggja. Þann 3. apríl sagði í dálknum
Hannes á Horninu: „… aumara skít-
menni hefur aldrei átt sæti á alþingi
íslendinga en það, sem læddist inn í
alþingishúsið að kvöldi óeirðadagsins,
rétti kámugar þjóðsvikarahendur að
styttu Jóns Sigurðssonar, sneri henni
til veggjar og benti svo skósveini sin-
um að taka mynd af handaverkinu.“
Dálkahöfundur taldi víst að þess yrði
„… getið í sögu alþingis sem aum-
asta óþverraverks, sem nokkru sinni
hefur verið framið gagnvart alþingi
og minningu hins ástsælasta foringja
þjóðarinnar.“
Svona voru hnífilyrðin undir mið-
bik liðinnar aldar. Viðlíka harka færð-
ist ekki aftur í þjóðmálaumræðuna og
þegar Icesave-deilan og aðkoma AGS
komst í hámæli eftir hrun. Þá endur-
tók NATO-umræðan sig nokkurn veg-
inn eins og rætt verður í bókinni.
Umræða | 19Mánudagur 17. janúar 2011
Á sex
kaffivélar
1 Lögreglustjórinn bauð Hallgrími upp á bjór Stefán Eiríksson bauð
Hallgrími öl þegar þeir hittust í Hrísey.
2 „Gat ekki setið atvinnulaus heima“ Hilda Jana Gísladóttir fékk
styrk til að halda áfram dagskrárgerð
eftir uppsögn hjá RÚV.
3 Ungfrú Ameríka hjólaði í Wiki- leaks Teresa Scanlan gagnrýndi
forsvarsmenn Wikileaks fyrir leka á
gögnum.
4 Stefán Einar segir ásakanir storm í vatnsglasi Gagnrýndur fyrir
að nota aðstöðu í Hallgrímskirkju til
að vinna gegn stjórn VR.
5 Í lífshættu eftir líkamsárás Ráðist var á karlmann og honum
veittir alvarlegir áverkar
6 Brjótum upp tilbreytingarleysið! Mynd Henrýs Þórs Baldurssonar af
Ólafi Þór Haukssyni og Sigurjóni Þ.
Árnasyni.
7 Meðlimur Black Eyed Peas nán-ast blindur Söngvarinn apl.de.ap
úr hljómsveitinni Black Eyed Peas er
með sjaldgæfan erfðasjúkdóm.
Marteinn Steinar Þórsson
leikstjóri frumsýndi kvikmynd sína
Rokland á föstudagin. Kvikmyndin er
fyrsta mynd Marteins í fullri lengd, en
hann ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur með myndinni. Hún er
byggð á samnefndri vinsælli skáldsögu
Hallgríms Helgasonar sem kom út árið
2005.
Hver er maðurinn?
„Ég er kvikmyndagerðarmaður og
Íslandsvinur.“
Hvað heldur þér gangandi?
„Trúin á hið góða í lífinu.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Hafragraut, þar sem blandað er trölla-
höfrum og venjulegum höfrum. Svo set ég
hunang og ristuð graskersfræ, möndlur og
stappaðan banana. Það er rosalegt.“
Hvernig kaffi drekkurðu?
„Ég á sex mismunandi kaffivélar. Það er allt
frá espresso yfir í bara svona iðnaðarkaffi.
Uppáhaldskaffið er nú samt bara tvöfaldur
latte með feitri kúamjólk.“
Áttu þér uppáhaldskaffihús?
„Það er náttúrulega heima hjá mér, en mér
finnst Kaffismiðjan andskoti góð.“
Ertu spenntur fyrir HM í handbolta?
„Já, ég er svolítið spenntur fyrir því. Ég vona
bara að strákarnir standi sig vel. Þetta er
eina íþróttin sem við getum eitthvað í, alla
vega hópíþróttin.“
Hvar heldurðu að strákarnir lendi?
„Ég bara vona að þeir verði í topp sex.“
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
„Ég á ekki uppáhaldsbíómynd. Ég get ekki
gert upp á milli margra mynda. Ef þú hefðir
spurt mig þegar ég var sextán, væri það
Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark. Það
er voða lítið í dag.“
Er draumurinn að vera kvikmynda-
gerðarmaður?
„Það er bara draumur sem varð að
veruleika.“
„Nei, ég fylgist ekkert með handboltanum.“
Snæbjörn Brynjarsson
26 ára, listamaður
„Sverre Jakobsson.“
Ragnheiður Bjarnason
24 ára, listamaður
„Já, Aron Pálmars.“
Guðmundur Emil Jóhannsson
12 ára, nemi
„Já, þeir eru þrír, Alexander Petersson, Aron
Pálmars og Guðjón Valur.“
Sigríður Elísdóttir
63 ára, heimavinnandi
„Nei, ég fylgist voða lítið með þessu.“
Sif Þorsteinsdóttir
26 ára, í fæðingarorlofi
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Áttu þér einhvern uppáhaldsleikmann í íslenska handboltalandsliðinu?
Annir hjá sérstökum Annríki hefur verið í höfuðstöðvum sérstaks saksóknara síðustu daga en þar hafa
farið fram yfirheyrslur yfir fólki sem starfaði fyrir Landsbankann fyrir hrun. Hér má sjá Sigríði Friðjónsdóttur,
saksóknara Alþingis, yfirgefa skrifstofurnar í vetrarhúminu. Mynd: SIGTRYGGUR ARI
Myndin
Trylltur landráðalýður
Dómstóll götunnar
„Svona voru
hnífilyrðin undir
miðbik liðinnar aldar.
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann