Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Page 25
Sport | 25Mánudagur 17. janúar 2011
Jafnt hjá Birmingham og Villa Það var
hart tekist á í nágrannaslag Birmingham og Aston Villa í ensku
úrvalsdeildinni. Miðverðirnir Roger Johnson og James Collins sáu
um markaskorun fyrir sín lið í leiknum sem endaði með jafntefli, 1–1.
Johnson kom Birmingham yfir en Collins jafnaði fyrir Villa. Nágrann-
arnir eru því rétt fyrir ofan fallsvæðið, í sextánda og sautjánda sæti.
Gerard Houllier þykir valtur í sessi og sömu sögu má segja um Alex
McLeish hjá Birmingham en ríkur eigandi liðsins ætlaði sér meira en
fallbaráttu í vetur.
Gyan hetja Sunderland Fá lið hata hvort annað
meira en Newcastle og Sunderland. Sunderland átti harma að
hefna, frá því fyrr í vetur, þegar liðin mættust á leikvangi ljóssins
í gær en það var Newcastle sem komst yfir, 1–0, á 52. mínútu. Var
það Kevin Nolan sem skoraði markið. Það virtist ætla að verða sig-
urmarkið en á þriðju mínútu í uppbótartíma bjargaði Ghana-mað-
urinn Asamoa Gyan stigi fyrir Sunderland með skrautlegu marki
þar sem boltanum var sparkað í hann og inn. Sunderland heldur
sjötta sætinu með jafnteflinu en Newcastle er um miðja deild.
Úrslit
Enska úrvalsdeildin
Chelsea - Blackburn 2-0
1-0 Branislav Ivanovic (57.), 2-0 Nicolas
Anelka (76.).
Man. City - Úlfarnir 4-3
0-1 Nenad Milijas (12.), 1-1 Kolo Touré (40.),
2-1 Carlos Tévez (49.), 3-1 Yaya Touré (54.),
4-1 Carlos Tévez (66.), 4-2 Kevin Doyle (68.
víti), 4-3 Ronald Zubar (86.).
Stoke - Bolton 2-0
1-0 Dann Higginbotham (37.), 2-0 Matthew
Etherington (63. víti).
WBA - Blackpool 3-2
0-1 David Vaughan (11.), 1-1 Peter Odem-
wingie (37.), 2-1 James Morrison (52.),
2-2 Gary Taylor-Fletcher (80.), 3-2 Peter
Odemwingie (87.).
Wigan - Fulham 1-1
1-0 Hugo Rodallega (57.), 1-1 Adam Johnson
(86.).
West Ham - Arsenal 0-3
0-1 Robin van Persie (13.), 0-2 Theo Walcott
(41.), 0-3 Robin van Persie (77. víti).
Sunderland - Newcastle 1-1
0-1 Kevin Nolan (52.), 1-1 Asamoah Gyan
(90.).
Birmingham - Aston Villa 1-1
1-0 Roger Johnson (49.), 1-1 James Collins
(73.).
Liverpool - Everton 2-2
1-0 Raul Mereiles (29.), 1-1 Sylvain Distin
(46.), 1-2 Jermaine Beckford (52.), 2-2 Dirk
Kuyt (68.).
Tottenham - Man. United 0-0
RAUTT: Rafael, Man. United (74.).
Staðan
Lið L U J T M St
1. Man. Utd 21 12 9 0 43:19 45
2. Man. City 23 13 6 4 37:19 45
3. Arsenal 22 13 4 5 45:22 43
4. Chelsea 22 11 5 6 38:19 38
5. Tottenham 22 10 7 5 31:25 37
6. Sunderland 23 8 10 5 26:23 34
7. Bolton 23 7 9 7 34:31 30
8. Stoke City 22 9 3 10 28:26 30
9. Newcastle 22 8 5 9 35:32 29
10. Blackpool 21 8 4 9 31:36 28
11. Blackburn 23 8 4 11 29:37 28
12. Everton 22 5 11 6 25:27 26
13. Liverpool 22 7 5 10 27:31 26
14. WBA 22 7 4 11 29:41 25
15. Fulham 22 4 11 7 23:25 23
16. Birmingham 21 4 11 6 21:26 23
17. Aston Villa 22 5 7 10 24:39 22
18. Wigan 22 4 10 8 19:34 22
19. Wolves 22 6 3 13 24:38 21
20. West Ham 23 4 8 11 22:41 20
Enska B-deildin
Swansea - Crystal Palace 3-0
Bristol C. - Middlesbrough 0-4
Burnley - QPR 0-0
Coventry - Sheff. United 0-0
Doncaster - Reading 0-3
Hull - Barnsley 2-0
Leeds - Scunthorpe 4-0
Millwall - Ipswich 2-1
Norwich - Cardiff 1-1
Nott. Forest - Portsmouth 2-1
Preston - Leicester 1-1
Watford - Derby 3-0
Staðan
Lið L U J T M St
1. QPR 26 13 10 3 44:17 49
2. Swansea 27 14 4 9 34:25 46
3. Cardiff 26 13 5 8 41:31 44
4. Norwich 26 12 8 6 42:34 44
5. Leeds 27 12 8 7 50:43 44
6. Watford 25 12 6 7 50:35 42
7. Reading 26 10 10 6 40:27 40
8. Nottingham F. 24 10 10 4 34:22 40
9. Millwall 26 10 9 7 33:24 39
10. Burnley 25 9 9 7 39:33 36
11. Coventry 27 10 6 11 31:32 36
12. Hull 26 9 9 8 28:29 36
13. Leicester 27 10 6 11 37:44 36
14. Derby 26 10 4 12 39:38 34
15. Doncaster 24 9 7 8 38:40 34
16. Barnsley 25 9 6 10 30:37 33
17. Bristol City 26 8 7 11 31:41 31
18. Portsmouth 25 8 6 11 35:39 30
19. Middlesbro 26 8 5 13 30:35 29
20. Ipswich 25 8 4 13 27:34 28
21. Sheffield Utd 26 7 6 13 25:41 27
22. Cr. Palace 26 7 4 15 26:47 25
23. Scunthorpe 24 7 2 15 26:44 23
24. Preston 25 5 5 15 28:46 20
Tottenham og Manchester United
skildu jöfn í markalausum leik þeg-
ar liðin mættust um helgina í ensku
úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Leik-
urinn var bráðfjörugur eins og við
var að búast en fyrir framan markið
áttu menn erfitt með að koma sér í
almennileg færi og því fór sem fór.
Stigið dugði Manchester United til
að komast aftur á toppinn, á marka-
tölu, en það á leiki til góða á næstu
lið.
Næst því að skora komst fram-
herjinn hávaxni Peter Crouch en
hann skaut framhjá af mjög stuttu
færi eftir frábæra sókn Tottenham.
Heimamenn höfðu undirtökin til
að byrja með en Manchester United
tók völdin þegar leið á fyrri hálfleik-
inn. Í seinni hálfleik var leikurinn
mjög jafn.
Manchester United lék með tíu
menn síðustu fimmtán mínútur
leiksins eftir að Brasilíumaðurinn
Rafael var sendur af velli með sitt
annað gula spjald. Dómurinn virt-
ist nokkuð harður þegar hann hljóp
aftan á Benoit Assou-Ekotto en lík-
lega var um réttan dóm að ræða.
Afskaplega heimskulegt hjá Raf-
ael sem var á gulu spjaldi. Til allrar
hamingju fyrir hann náði liðið í stig-
ið en ljóst er þó að hann hefur fengið
væna ræðu frá Alex Ferguson.
Útivallarárangur Manchester
United er ekkert til að hrópa húrra
fyrir en staðreyndin er þó sú að liðið
er enn ósigrað í deildinni.
tomas@dv.is
Manchester United enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni:
Tíu rauðir héldu út
Á leið í bann Rafael leikur ekki næsta
leik með Manchester United. Hann fékk
rautt og verður í banni. MyND REUTERS
Liverpool og Everton skildu jöfn,
2–2, í hörkunágrannaslag í Bítlaborg-
inni í gær. Liverpool komst yfir með
marki Raul Mereiles í fyrri hálfleik en
tvö mörk í upphafi þess síðari komu
Everton í forsystu, 2–1. Voru þar að
verki miðvörðurinn Sylvain Distin
og framherjinn Jermaine Beckford.
Það var þó Hollendingurinn Dirk
Kuyt sem bjargaði jafntefli fyrir Liver-
pool á heimavelli með marki úr víta-
spyrnu eftir að brotið var á Maxi Ro-
driguez. Þetta var fyrsti heimaleikur
Kennys Dalglish með Liverpool-lið-
ið eftir að hann settist aftur í stjóra-
stólinn. Hann er enn án sigurs í fyrstu
þremur leikjum sínum með liðið,
áður búinn að tapa fyrir Manchest-
er United og Blackpool. Liverpool er
áfram í tólfta sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar með tuttugu og sex stig eft-
ir jafnteflið en Everton hefur sama
stigafjölda, sæti ofar.
Hörmuleg varnarvinna
Drengirnir hans Kennys Dalglish
mættu svo sannarlega vel stemmdir
til leiks og voru töluvert betri en Ev-
erton. Í fyrri hálfleik átti Liverpool
fjórtán marktilraunir gegn fimm en
aðeins eitt skot fór þó alla leið inn
fyrir línuna. Var það þrumufleygur
Raul Mereiles sem skoraði eftir mikla
orrahríð Liverpool að marki Everton.
Seinni hálfleikurinn fór hrikalega
af stað fyrir Liverpool sem fékk á sig
jöfnunarmark áður en fyrsta mínút-
an var liðin. Martin Skrtel gerði sig þá
sekan um skelfilegan varnarleik í enn
eitt skiptið á leiktíðinni. Átti hann að
valda Sylvain Distin inni í teignum
en það heppnaðist ekki betur en svo
að Distin skoraði. Skrtel hefur ver-
ið gersamlega glataður á leiktíðinni
og er enginn innistæða fyrir því að
hann sé leikjahæsti leikmaður liðs-
ins á tímabilinu. Skrtel var svo aft-
ur hluti af skelfilegri vörn Liverpool
þegar Jermaine Beckford kom Evert-
on yfir en það dugði þeim bláklæddu
þó ekki til sigurs.
Kenny kátur
„Kóngurinn“ Kenny Dalglish hefur
ekki enn unnið leik með Liverpool í
þremur tilraunum. Liverpool komst
einnig yfir gegn Blackpool í deildinni
í miðri viku en tapaði þeim leik, 2–1.
Hann var þó hæstánægður með sína
menn í leiknum. „Eftir fimm mínút-
ur í seinni hálfleik vorum við und-
ir, 2–1. Vilji leikmanna minna til að
jafna leikinn eftir það var svo sann-
arlega til fyrirmyndar. Það var eigin-
lega bara alveg frábært að sjá það,“
sagði Dalglish við BBC eftir leikinn.
„Við hefðum getað verið meira
yfir í hálfleik miðað við spila-
mennsku okkar. Ég verð að hrósa
strákunum fyrir að aðlagast fljótt
breyttum leikstíl og hvernig við
æfum,“ sagði Dalglish en ætlar hann
að styrkja liðið? „Ég hef ekkert rætt
peningamálin við eigendur liðsins.
Ég sagði við þá þegar ég tók við lið-
inu að ef þetta væri sá hópur sem ég
þyrfti að vinna með væri það í fínu
lagi mín vegna.“
n Liverpool og Everton skildu jöfn, 2–2, í slagnum um Bítlaborgina n Kenny
Dalglish enn án sigurs með Liverpool n „Kóngurinn“ ánægður með sína menn
Konungborið jafntefli
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Hetjan Dirk Kuyt bjargaði stigi
með marki úr víti. MyNDIR REUTERS
Vinsæll Stuðningsmenn Liverpool mættu
með alls kyns fána og borða til að heiðra
Kenny Dalglish.