Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Síða 26
26 | Fólk 17. janúar 2011 Mánudagur Í næstu viku hefur göngu sína á Skjá einum spurningaþáttur- inn Ha?, sem er þó ekki spurn- ingaþáttur í eiginlegum skiln- ingi heldur gamanþáttur með spurningaívafi. Jóhann G. Jó- hannsson er umsjónarmaður þáttarins, en Sólmundur Hólm og Edda Björg Eyjólfsdóttir verða liðsstjórar. Edda segir þau Sólmund fá til liðs við sig einn gest hvort, alltaf nýja í hverjum þætti. „Þetta gengur meira út á að leika sér með spurningarnar en að vita rétt svör, tilgangurinn er að hafa gaman af ferðalaginu í átt að svarinu frekar en rétta svarinu.“ Þetta minnir óneitanlega á þætti Stephens Fry, Quite Inter- esting eða Q.I., sem hafa notið ómældra vinsælda á BBC. Edda segir að Q.I. sé einmitt fyrir- mynd að þættinum. „Þeir þættir eru náttúr- lega „beyond“, en við ætlum að reyna að ná upp svipaðri stemningu. Það byggist auð- vitað á gestunum sem koma hverju sinni, en hægt er að fá stig fyrir frumleika, það er alveg undir Jóhanni komið hvernig stigin verða metin. Stefán Páls- son semur spurningarnar, en þær geta verið af ólíkum toga, eitthvað úr fréttum, eitthvað af Facebook, eiginlega hvað sem er og svo stóru spurningarn- ar eins og af hverju himinn- inn sé blár. Þá verða ýmsar óvæntar uppákomur, söng- ur og hvaðeina,“ segir Edda, sem hefur í mörgu að snúast því hún er að leika í Fjalla- Eyvindi sem var frumsýndur í Norðurpólnum síðastliðinn laugardag. „Ég er ótrúlega stolt af þessari sýningu. Marta Nor- dal leikstýrir og hugmyndin vaknaði einmitt yfir kaffibolla hjá henni og nú er sýningin tilbúin. Þetta er grasrótin og gott dæmi um hvað hægt er að gera í leikhúsi ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi.“ Jóhann G. Jóhannsson, Sólmundur Hólm og Edda Björg Eyjólfsdóttir í nýjum þætti: Ha? að fyrirmynd Stephens Fry Svörin eru ekki aðalatriðið Edda Björg verður annar liðsstjóranna í Ha? Q.I. Alan Davies liðstjóri og Stephen Fry stjórn andi Q.I. Ómöguleg flugferð Margrét Hugrún Gústafsdóttir gerir flugferð með Iceland Express að umræðuefni á bloggi sínu á Eyjunni og segir farir sínar ekki sléttar. Hún kvartar meðal annars yfir að hvers kyns sölumennska um borð hafi haft forgang fram yfir þarfir farþega. Þá segir Margrét farþega hafa kvartað undan kulda en engin teppi hafi verið laus. Þó hafi engin teppi verið í notkun. Margrét kvartar um þrengsli milli sæta og að salerni hafi ekki verið yfirfarin. Þá veitti ekki af að lappa upp á málningar- vinnu á salernum og viðhaldi vélarinnar hafi almennt verið ábótavant. Hún segist hafa fengið útbrot á kinnarnar á leiðinni heim og skrifaði það á hringsólandi bakteríur í loftinu þar sem mikill skítur var í sætunum og á milli þeirra. Líkt og í sófa sem hefur ekki verið ryksugaður í fimm ár. Svo mörg voru þau orð. Einhleypir skemmta sér Síða fyrir einhleypa var stofnuð á Facebook fyrir nokkru og nú eru meðlimir þar hátt á fjórða þúsund. Um helgina var haldið þriðja ballið á vegum síðunnar en þemað var bling bling og fólk mætti með barmmerki þar sem kom fram hvað það hafði ætlað að verða þegar það yrði stórt. Trúlega mætti enginn með barmmerki sem á stóð „einhleypur“, því trúlega er fólk þarna á höttunum eftir lífsförunaut eða í það minnsta kærasta eða kærustu. Karma lék fyrir dansi og hugsanlegt er að einhverjir sem mættu á Players á laugardagskvöldið séu ekki lengur gjaldgengir á síðunni, það er einhleypir. Sigurjón aftekur hneykslaður að Jón verði í drottningarvið-tali með fyrirfram ákveðnar spurningar svo hann geti svarað því sem fólk vill heyra. „Ertu frá þér? Það myndi aldrei ganga hjá okkur,“ segir Sigurjón. „Jón verður heldur ekki einn með mér í þættinum því hugmyndin er að fá einn gest í hvern þátt, sem Jón mun þá spjalla við líka. Það verður trúlega einhver þekktur," segir Sig- urjón aðspurður, en finnst ekki frá- leit hugmynd að velja stundum ein- hvern ófrægan. „Það er náttúrlega aldrei að vita nema læðist inn skúringakona einn góðan veðurdag, svona leyn- igestur,“ segir Sigurjón hugsandi. En finnst Jóni hann ekki hafa nægilega sterka rödd í fjölmiðlum? Tja, í gegnum tíðina höfum við Jón auðvitað verið með okkar sér- stöku rödd í þættinum Tvíhöfða á ýmsum útvarpsstöðvum. Þetta er kannski einhverskonar sjálfstætt framhald af þeirri nálgun. En nei, biddu fyrir þér, þetta verður ekk- ert mjög alvarlegt. Það var reynd- ar alltaf mikil alvara í Tvíhöfða og menn hafa kannski ekki fattað hvað við köfuðum djúpt. Kannski vor- um við bara of djúp- ir. En það er eitthvað sem fer af stað þegar við Jón hittumst. Það verður til galdur sem ekki er hægt að skil- greina. Og nú höfum við úr mun kræsilegri skál að moða en þeg- ar við vorum til dæm- is á X-inu í gamla daga. Fólk vildi ekk- ert tala við stráklinga á einhverri jaðarút- varpsstöð. Við feng- um bara einu sinni viðtal við borgar- stjóra, hringdum í Ingbjörgu í beinni og þurftum að villa á okk- ur heimildir til að fá hana í símann. Núna er staðan auðvitað þannig að við höfum náð hinni fullkomnu hefnd. Annar okkar er nefnilega orðinn borgarstjóri,“ segir Sig- urjón og lofar að þátturinn verði mjög skemmtilegur. Tví- mælalaust verður í opinni dagskrá á Stöð 2 alla fimmtudaga, strax eftir Ísland í dag. n Tvíhöfði er eiginlega aftur kominn á kreik, nú í nýjum þætti á Stöð 2, Tvímælalaust n Sigurjón Kjartansson stýrir þættinum, en hans gamli sam- starfsmaður, Jón Gnarr, verður með honum allan þáttinn Sigurjón Kjartansson: Tvíhöfði breytist í Tvímælalaust Vinirnir Jón Gnarr borgarstjóri og Sigurjón Kjartans eru með nýjan sjón- varpsþátt.tvíhöfði aftur á kreik „Menn hafa kannski ekki fattað hvað við vorum djúpir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.