Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 14
Ánægjuleg viðskipti n Að þessu sinni fær fyrirtækið Borgarhjól á Hverfisgötu 50 lofið. Ánægður reiðhjólaeigandi hafði samband og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Ég er afar sáttur við við- skipti mín við Borgarhjól. Ég kom þangað með hjólið mitt bremsulaust auk þess sem gírskiptingin var ónýt og fékk það til baka sem nýtt. Þar fær maður góða þjónustu á sanngjörnu verði og maður þarf ekki að bíða lengi eftir viðgerðinni.“ Innköllun á Ali-kjötbollum Á heimasíðu Matvælastofnunar er tilkynning um innköllun á Ali-kjöt- bollum en þar segir að hugsanlegt geti verið að aðskotahlutur leynist í einni pakkningunni. Innköllunin nær einungis til pakkninga með dag- setningunni „best fyrir 15.09.2011“. Framleiðandinn er Matfugl ehf. en umræddar Ali-kjötbollur eru í 1 kílós poka. Neytendur sem hafa í fórum sínum slíkar pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir að skila þeim í næstu verslun eða til framleiðanda. Varan er ekki lengur á markaði. Þjónusta ekki gömul tæki n Lastið fær Apple-umboðið fyrir að þjónusta ekki gömul Apple-tæki. „Við keyptum iPod handa dóttur okkar í september 2008 í Bandaríkj- unum en það er alheimsábyrgð hjá Apple svo það skiptir ekki máli hvar tækið er keypt. Þessi iPod hefur ver- ið einstaklega lítið notaður og er enn eins og nýr. Nú vill hann ekki hlaða sig þar sem rafhlaðan er líklega ónýt og er eingöngu hægt að nota hann með því að hafa hann tengdan í tölvu eða raf- magn. Apple-umboð- ið getur ekki prófað að skipta um rafhlöðu því þeir þjónusta ekki tæki sem eru eldri en tveggja ára,“ segir óánægður við- skiptavinurinn. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Verðskrá skal vera sýnileg Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá líkamsræktarstövðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs. Af 21 líkamsræktarstöð sem skoðuð var, var verðskrá ekki sýnileg á fimm stöðvum en það voru Bootcamp, Grand Spa, Nordica Spa, Sporthúsið og World Class Spönginni. Hjá einni stöð, Baðhúsinu, var einungis lítill hluti af verðskránni sýnilegur. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu og einnig er tekið fram að verðmerkingar á veitingum voru betri en í fyrri könnun. Verðmerkingum á öðrum vörum var þó ábótavant. Þar segir að eigendur líkamsræktarstöðva þurfi að gera átak í þessum málum og neytendur geta komið ábendingum til Neytendastofu varðandi verðmerkingar. Það sé réttur neytenda að hafa skýrar og aðgengilegar verðmerkingar. 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 26. janúar 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 217,9 kr. Verð á lítra 217,9 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 217,6 kr. Verð á lítra 217,5 kr. Verð á lítra 217,9 kr. Verð á lítra 217,9 kr. Verð á lítra 215,9 kr. Verð á lítra 215,9 kr. Verð á lítra 217,2 kr. Verð á lítra 217,5 kr. Verð á lítra 217,2 kr. Verð á lítra 217,6 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðborgarsv. Melabraut Algengt verð Danska vísindamenn hefur í mörg ár grunað að notkun á vissu efni við korn- og hveitirækt sé ein af ástæðunum fyr- ir aukinni ófrjósemi hjá karlmönn- um. Umrætt efni, vaxtartregðuefni, er notað í landbúnaði til að minnka vöxt kornstráa og gera þau þar með harð- gerðari, þau þola vind og regn betur og brotna síður þar sem þau eru styttri. Korn- og hveitirækt er ekki stór land- búnaðargrein á Íslandi en mikið korn og hveiti er flutt inn og ættu neytendur því að vita hvað er í því brauðmeti sem þeim stendur til boða. Vaxtartregðuefni í haframjöli Árið 2002 var framkvæmd rannsókn sem sýndi að í Ota-haframjöli og öðr- um haframjölstegundum var þessi efni að finna en sala á haframjöli hríðféll í kjölfarið og varð til þess að fyrirtækin hættu að notast við efnin í kornrækt- inni. Nýjar rannsóknir í Danmörku sýna hins vegar að efnið má enn finna í flestu brauði og öðrum hveiti- og mjölvörum. Eins og áður sagði er efn- ið vaxtartregðuefni sem er notað til að hemja vöxt stráanna. Mest ástæða er til að nota efnið þar sem votviðrasamt er á sumrin og plantan á hættu á að vaxa úr sér en þá leggst hún eða brotnar. Ekki notað í íslenskum landbúnaði Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Korpu, segir í samtali við DV að efnið sé ekki notað hér á landi. „Þessi efni hafa ekki verið notuð hér. Ég get eigin- lega fullyrt að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki að mér vitandi. Efni sem not- uð eru til að hafa hemil á hæðarvexti blóma heitir cycosel en ég get ekki ábyrgst hvort það er notað í garðyrkju. Efnið moddus en notað í Danmörku til að stytta korn en hér hefur það þó aldrei verið notað.“ Korn frá Danmörku Á Íslandi er korn og hveiti ræktað en þó er mest um innflutta vöru í versl- unum hérlendis. Þær stofnanir og fræðimenn sem DV leitaði til höfðu ekki upplýsingar um hvort vaxtar- tregðuefnin væru í því innflutta hveiti sem selt er hér á landi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að um 113.000 kíló af hveiti voru flutt inn frá Danmörku á síðasta ári en árið 2008 var 29.271 tonn af korni og unn- um kornvörum flutt inn þaðan. Frá Bandaríkjunum voru um 180.000 kíló af hveiti flutt inn á síðasta ári en inn- flutningur á korni og unnum korn- vörum var 2.846 tonn. Talsvert meira af korni kemur frá Danmörku en frá Bandaríkjunum og þótt meira magn af hveiti komi frá Bandaríkunum má gera ráð fyrir að fylgjast þurfi með því hvort hveiti og korn sem hingað kemur frá Danmörku sé uppfullt af vaxtartregðu- efnunum. Plastvörur hafa einnig áhrif Vaxtartregðuefnið er ekki það eina sem er grunað um að hafa áhrif á sæðisframleiðslu karlmanna. Fyr- ir nokkrum árum komust vísinda- menn að því að efnið bisfenol A hefði einnig sömu áhrif. Það efni má finna í mörgum plastvörum, svo sem vatns- flöskum, matvælaumbúðum og pel- um. Flest okkar hafa því merkjanlegt magn af bisfenol A í líkamanum. Í Danmörku hefur efnið verið bannað í pelum og leikföngum en lengi vel var haldið að magnið í slíkum vörum væri skaðlaust fullorðnu fólki. Nýj- ar rannsóknir sýna hins vegar að það þarf líklega að endurskoða. Nú hefur Evrópusambandið lagt blátt bann við efninu í pelum en Danir hafa einnig bannað það í öllum umbúðum utan um matvæli ætluð börnum innan við fjögurra ára. Sæðisdrepandi efni í brauði n Það má segja að umræða um skaðsemi transfitusýra hafi byrjað í Danmörku n Danir hafa bannað efnið bisfenol A í plastvörum fyrir börn n Nú grunar þá að vaxtartregðuefni notað við kornrækt eigi sök á aukinni ófrjósemi karlmanna Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Þær stofnanir og fræðimenn sem DV leitaði til höfðu ekki upplýsing- ar um hvort vaxtar- tregðuefnin væru í því innflutta hveiti sem selt er hér á landi. Barnavörur Danir hafa bannað bisfenol A í vörum svo sem vatnsflöskum, mat- vælaumbúðum og pelum. MYND PHOTOS.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.