Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Yfirheyrslur halda áfram í Landsbankarannsókninni:
MP-maður yfirheyrður
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Handspritt
og handgel
Inniheldur 85% etanól
og glyserín sem
mýkir húðina.
Verð: 795 kr. – 600 ml.
Ný könnun MMR:
Helmingur vill
kjósa um Icesave
Helmingur þjóðarinnar vill kjósa
aftur um nýjan Icesave-samning,
samkvæmt niðurstöðum könnunar
MMR. Að sama skapi vill helmingur
þjóðarinnar að hann verði eingöngu
afgreiddur af Alþingi.
MMR kannaði afstöðu fólks til
þess hvort ákvarðanataka vegna nýs
Icesave-samnings ætti eingöngu að
vera í höndum Alþingis eða hvort
bera ætti samninginn aftur undir
þjóðaratkvæði. Af þeim sem tóku
afstöðu vildu 50,3 prósent að nýi
samningurinn yrði sendur í þjóðar-
atkvæði en 49,8 prósent sögðust vilja
að hann yrði eingöngu afgreiddur af
Alþingi.
Niðurstöðurnar eru mjög svip-
aðar og í könnun MMR frá mars í
fyrra en þá vildu 49,5 prósent nýjan
Icesave-samning í þjóðaratkvæði en
50,5 prósent sögðust vilja samning-
inn afgreiddan eingöngu af Alþingi.
Samtals tóku 78,5 prósent aðspurðra
afstöðu til spurningarinnar, eða 890
einstaklingar.
Innbrot upplýst
Lögreglan á Eskifirði handtók á
mánudag nokkra einstaklinga í
tengslum við rannsóknir á innbrot-
um og þjófnuðum sem framin hafa
verið í umdæminu og víðar undan-
farnar vikur.
Brotist hefur verið inn á fjölda
staða og má þar nefna Hótel
Capitano í Neskaupstað og þjófnað
og innbrot í lóðsbátinn Vött á Reyð-
arfirði. Þá var brotist inn í skemmu
Skógræktar ríkisins á Hallormsstað,
brotist inn í vörugám á Egilsstöðum
og verðmætum stolið hjá Gámafé-
laginu á Reyðarfirði.
Einnig var brotist inn og verð-
mætum stolið úr sumarbústað í
landi Úlfsstaða, gerð tilraun til inn-
brots í annan sumarbústað á sama
stað og vörum og kortaveski stolið
frá viðskiptavini í Krónunni á Reyð-
arfirði.
Málin teljast upplýst og hefur
þeim sem handteknir voru verið
sleppt.
Félag sem „gerir
ekkert“ gaf arð
Bræðurnir Friðjón og Haraldur
Þórðarsynir græða á tá og fingri
þrátt fyrir efnahagserfiðleika í þjóð-
félaginu. Félagið TH Investments
sem er í eigu bræðranna greiddi sér
nærri 300 milljóna króna arð fyr-
ir árin 2008 og 2009. Kemur þetta
fram í ársreikningum félagsins.
Samkvæmt heimildum DV voru
þeir bræður stórtækir í gjaldeyris-
viðskiptum eftir bankahrunið. Í
samtali við DV í júlí 2009 sagði
Friðjón Þórðarson að félagið TH
Investments „gerði ekkert.“ Þrátt
fyrir að engin starfsemi væri í félag-
inu að sögn Friðjóns þá skilaði fé-
lagið samt nærri 250 milljóna króna
hagnaði árið 2008 og 45 milljóna
króna hagnaði árið 2009.
Meint brot bræðranna
Friðjón Þórðarson er fyrrverandi
starfsmaður Landsbankans en
starfaði síðar hjá fyrirtækinu Virð-
ingu þaðan sem hann var rekinn
haustið 2008. Vék Virðing honum
úr starfi þar sem hann var grun-
aður um markaðsmisnotkun auk
peningaþvættis og auðgunarbrota.
Áttu hann og Matthías Ólafsson,
æskuvinur Friðjóns og ljósatæknir
hjá Orkuveitu Reykjavíkur, meðal
annars að hafa millifært 250 millj-
ónir króna á milli reikninga sinna.
Matthías var skráður einn eigenda
TH Investments árið 2009 en er
ekki lengur á meðal hluthafa sam-
kvæmt ársreikningi félagsins.
Haraldur Þórðarson var for-
stöðumaður fjárstýringar Exista
sem annaðist gjaldeyrisjöfnup. Því
má ætla að reynsla Haraldar frá Ex-
ista hafi nýst félaginu TH Invest-
ments vel. Þeir Friðjón og Haraldur
eru synir Þórðar Friðjónssonar, for-
stjóra Kauphallar Íslands.
Bræðurnir voru báðir hand-
teknir og yfirheyrðir síðla árs 2008
vegna rannsóknar efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra á Virð-
ingarmálinu og Friðjón var einn-
ig hnepptur í gæsluvarðhald í
tengslum við rannsókn málsins.
Eftir því sem DV kemst næst stend-
ur rannsóknin á Virðingarmálinu
ennþá yfir hjá deildinni.
„Ekkert að sýsla“
„Við erum ekkert sérstaklega með
skrifstofur fyrir fyrirtækið. Við eig-
um þetta saman bræðurnir,“ sagði
Friðjón í samtali við DV í júlí 2009.
„Við erum ekkert að sýsla,“ sagði
hann þegar hann var spurður að
því hver starfsemi fyrirtækisins
væri. „Það gerir ekkert,“ bætti hann
við.
Samkvæmt hlutafélagaskrá var
fyrirtækið stofnað þann 24. októ-
ber 2008, stuttu eftir bankahrun-
ið og er með skrifstofur að Suður-
landsbraut 22 í Reykjavík. „Það var
bara stofnað til að gera eitthvað
ef eitthvað yrði í vændum,“ sagði
Friðjón um tilgang félagsins. Þeg-
ar hann var síðan spurður að því
hvort eitthvað hafi orðið í vændum
sagði hann „neibb“.
Ævintýralegur hagnaður
Ljóst er að frásögn Friðjóns af litl-
um umsvifum TH Investments á
ekki við rök að styðjast. Ársreikn-
ingar félagsins staðfesta það. Félag-
ið skilaði 248 milljóna króna hagn-
aði árið 2008. Þó var það einungis
starfandi í tvo mánuði árið 2008.
Hlýtur árangurinn að teljast ævin-
týralegur en á sama tíma voru flest
eignarhaldsfélög í fjármálageiran-
um að fara á hausinn eða að skila
mettapi. Rekstarkosnaður TH In-
vestments nam auk þess einung-
is 1.600 þúsund krónum árið 2008
og þar af voru launagreiðslur eng-
ar. Hlýtur það að teljast ansi lít-
ið í samanburði við 248 milljóna
króna hagnað auk þess sem félag-
ið greiddi sér 92 milljónir í arð fyrir
árið 2008.
Árið 2009 var hagnaður félags-
ins töluvert lægri eða 45 milljónir
króna. Þrátt fyrir versnandi afkomu
greiddi félagið sér 190 milljónir
króna í arð árið 2009 vegna rekstr-
arársins 2008. Hækkaðu laun og
launatengd gjöld úr 0 krónum árið
2008 í 642 þúsund krónur árið 2009.
Einnig kemur fram að TH Invest-
ments eigi félagið Manzo Corp ltd.,
sem gæti verið aflandsfélag en það
er þó ekki á listanum sem Morg-
unblaðið birti í greinaflokki um af-
landsfélög og skattaskjól árið 2009.
Í ársreikningi TH Investments árið
2009 kemur fram að Manzo Corp
ltd. sé eignalaust og í slitameðferð.
Engar upplýsingar finnast um þetta
fyrirtæki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort
Manzo Corp var notað til að fela
meint gjaldeyrisbrask bræðranna
erlendis.
Einnig virðist TH Investments
hafa selt hlut sinn í norska trygg-
ingafyrirtækinu Storebrand árið
2009. Samkvæmt ársreikningn-
um fyrir árið 2008 var hluturinn í
Storebrand metinn á 70 milljón-
ir króna. Árið 2009 er 61 milljónar
króna skuld við lánastofnanir líka
gerð upp. Má telja líklegt að það sé
skuld vegna bréfanna í Storebrand
og að Haraldur hafi fengið lán fyrir
hlutnum vegna starfa sinna hjá Ex-
ista. Kaupþing var um tíma stærsti
hluthafinn í Storebrand með 20
prósenta hlut en Exista var þá þriðji
stærsti hluthafinn með um 5,5 pró-
senta hlut.
n Bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórðarsynir eru taldir hafa verið stórtækir í
gjaldeyrisbraski n 250 milljóna hagnaður hjá TH Investments árið 2008 á
einungis tveimur mánuðum n Rannsakaðir af lögreglunni í Virðingarmálinu
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Handtekinn Friðjón, sem græðir á tá og fingri
í dag, sést hér í fylgd lögreglumanns eftir að
Virðingarmálið var tekið til rannsóknar.
„Við erum ekkert að
sýsla.
Embætti sérstaks saksóknara heldur
áfram rannsókn sinni á málefnum
Landsbankans sem hófst með hand-
töku og gæsluvarðhaldi Sigurjóns
Árnasonar fyrir skömmu. Þannig
hefur embættið yfirheyrt forstöðu-
mann lögfræðisviðs MP banka, Jó-
hann Tómas Sigurðsson, á síðustu
dögum. Fleiri yfirheyrslur standa til
samkvæmt heimildum DV en í ein-
hverjum tilfellum mun vera um að
ræða menn sem staddir eru erlendis
um þessar mundir.
Sérstakur saksóknari yfirheyrði
sömuleiðis einn af helstu stjórn-
endum Seðlabanka Íslands, Sigurð
Sturlu Pálsson, yfirmann alþjóða-
og markaðssviðs Seðlabanka Ís-
lands, síðastliðinn mánudag. Sig-
urður Sturla hefur meðal annars
þann starfa í bankanum að sjá um
samskipti við viðskiptabanka eins
og Landsbankann og er hugsanlegt
að hann hafi verið milligöngumað-
ur í millifærslunum af reikningi
Landsbankans í Seðlabankan-
um sem nú eru til rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara.
Líkt og komið hefur fram
snýst rannsóknin með-
al annars um millifærsl-
ur af reikningi Landsbank-
ans í aðdraganda hrunsins
haustið 2008 og kaup á
bréfum Landsbankans og
Straums úr peninga-
markaðs-
sjóðum
Lands-
bankans
eftir
lokun
sjóð-
anna. Um var að ræða millifærsl-
ur upp á milljarða króna
af reikningum bank-
ans og inn á reikn-
inga MP banka og
Straums þann 6.
október 2008, dag-
inn sem neyðarlög-
in voru sett og degi
áður en Landsbank-
inn var yfirtekinn af
íslenska ríkinu.
ingi@dv.is