Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 26. janúar 2011 Miðvikudagur
„Aðeins blind
fífl eða and-
hvítir svikarar
myndu vilja hið
sama fyrir Ísland.“
n Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, í
samtökunum Blóð og heiður, um
fjölmenningarstefnu Evrópu. – DV
„Ég hef verið
hálf-flissandi
yfir fréttum af
aðskotatölvu á
Alþingi.“
n Margrét Tryggvadóttir, alþingismað-
ur Hreyfingarinnar. – margrettryggva.is
„Súrsaður matur
og kæstur
hákarl er holl
fæða.“
n Ólafur Reykdal hjá MATÍS um
hollustugildi súrmats sem er saltsnauður
og B-vítamínríkur og kæsta hákarlsins
sem er fullur af ómettuðum fitusýrum.
– DV
„Villisvínið sem
lifði hér á land-
námsöld var
náttúrulega
kafloðið og hörku-
ljótt.“
n Eyjólfur Guðmundsson, rithöfundur
og meindýraeyðir, sem vill flytja alls kyns
tegundir af villtum dýrum á Vestfirðina,
þar á meðal sauðnaut, snæhéra og
villisvín. – DV
„Sumir strákar
láta svona líka
við mig.“
n Söngvarinn Friðrik
Ómar sem skilur ekkert í því
af hverju bandaríski táningurinn Justin
Bieber fær ekki meiri athygli. – Friðrik
Ómar, Facebook
Ábyrgð skussanna
Sú niðurstaða Hæstaréttar að svipta beri stjórnlagaþing-menn umboði sínu og reka
þá heim er áfellisdómur yfir fjölda
manns. Augljóst er að kjörstjórnin
öll verður að fara. Þá er nærtækt að
sá ráðherra sem fór með dómsmálin
á þeim tíma sem kosningin fór fram
axli sín skinn. Jafnvel er þetta spurn-
ing um líf ríkisstjórnarinnar allr-
ar þótt sá pólitíski óstöðugleiki sem
fylgdi yrði skaðlegur samfélagi sem
er að leggja af stað upp úr djúpum
öldudal kreppunnar.
Eitt af meginatriðum þess að
þjóðin næði að sætta sig við örlög
sín eftir hrun var að stjórnlagaþing
kæmi saman og nýtt Ísland yrði að
veruleika með nýrri stjórnarskrá.
Burtséð frá nauðsyn þessarar end-
urskoðunar er hún hluti af lífsnauð-
synlegri sátt. Með því hugarfari
gengu flestir til kosninganna í haust.
Sáralítill ágreiningur er um þá 25
fulltrúa sem valdir voru. Á yfirborð-
inu var almenn sátt um að ganga til
þeirra verka að endurskoða íslensku
stjórnarskrána.
Niðurstaða Hæstaréttar nú er
áfall fyrir alla nema kannski þá
laumupúka og þjóðníðinga sem
ekki vilja að auðlindum þjóðarinn-
ar verði skilyrðislaust haldið í þjóð-
areign. Það þýðir þó ekkert að deila
við dómarana eða fordæma þá sem
kærðu. Klúðrið liggur fyrir og hund-
ruð milljóna króna fara í súginn. En
það verður að leita lausna.
Eins og staðan er nú er í raun frá-
leitt að hverfa frá stjórnlagaþingi eða
kjósa aftur. Jóhanna Sigurðardótt-
ir hefur rétt fyrir sér þegar hún seg-
ir: „Stjórnlagaþingið verður ekki tek-
ið af þjóðinni.“ Þegar skussunum,
sem bera ábyrgð á klúðrinu, hef-
ur verið vikið frá er eðlilegt og sjálf-
sagt að leita annarra leiða til að færa
fulltrúunum 25 að nýju umboð sitt.
Þar er nærtækt að Alþingi komi til
skjalanna og skipi þá einfaldlega til
verka. Það er nóg komið af sóun og
hringlandahætti. Stjórnlagaþing, eða
hvað svo sem það verður látið heita,
á að koma saman og skila tillögu að
breyttri stjórnarskrá. Alþingi hefur til
þess vald að skipa þá til verka og á að
gera það.
Leiðari
Þarf stjórnin að
laga þingið?
„Hún hefur
ekki þurft
að laga það
stjórnlagaþing
sem kosið var,“
segir Ómar
Ragnars-
son sem
kjörinn var á
stjórnlagaþing
en Hæstiréttur
komst að þeirri niðurstöðu á þriðju-
dag að kosningarnar væru ógildar.
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Klúðrið liggur fyrir.
Bæjarfulltrúi
rannsakaður
n Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og
fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi,
er ekki af baki dottinn í baráttunni
þótt Ármann Kr.
Ólafsson, leiðtogi
Sjálfstæðisflokks-
ins, hafi slegið
hann kaldan í
prófkjöri. Gunn-
ar er eins konar
minnihluti innan
minnihlutans
og fer að vanda
sínar eigin leiðir við lítinn fögnuð
Ármanns. Dóttir Gunnars, sem átti
í góðum viðskiptum við bæjarfélag
föður síns, sótti mál á hendur bæj-
arfulltrúum fyrir meiðyrði en tap-
aði. Nú er Ómar Stefánsson, leiðtogi
Framsóknar, undir lögreglurann-
sókn fyrir að hafa kjaftað frá því að
stór hluti ættboga Gunnars gekk í
Framsókn í kringum frægt prófkjör.
Oddviti braskar
n Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, vara-
þingmaður og oddviti Tálknfirð-
inga, þrífst ágætlega í kvótakerfinu.
Frægt varð í fyrra
þegar DV sagði
frá því að útgerð
hennar, Stegla
ehf., hefði feng-
ið byggðakvóta
árum saman en
leigt bát og kvóta
frá sér. Alls upp-
skar oddvitinn
um 160 milljónir króna í leigutekjur.
Engin breyting hefur orðið á þessu.
Enn fær útgerð oddvitans byggða-
kvóta sem leigður er í hagnaðar-
skyni. Þetta gerist enn og aftur með
stuðningi sveitarfélagsins.
Skjaldborg um Jón
n Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra á í vök að verjast gegn valda-
kjarnanum í ríkisstjórninni sem vill
losna við þennan
óþekktarorm rík-
isstjórnarinnar.
Sjálfur er Jón full-
komlega með-
vitaður um þann
hug sem Jóhanna
Sigurðardóttir
og Steingrímur J.
Sigfússon bera til
hans. Mun Jón ætla að berjast þar til
yfir lýkur. Og hann er ekki einn því
órólega deildin í VG hefur slegið um
hann skjaldborg. Þá er Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra stað-
fastur í baklandi Jóns. Úrslitin eru
því ekki ljós.
Óvinur þorpsins
n Flateyringar standa nú í þeim
sporum að fullkomin óvissa er um
framhald á vinnslu á fiski í þorp-
inu. Og til að bæta gráu ofan á svart
er fyrirhugað að loka elliheimilinu í
þorpinu. Í þeim efnum sverja flestir
af sér ábyrgð og benda hver á ann-
an. Nú er almannarómur sá að það
sé Álfheiður Ingadóttur, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra, sem hafi veitt
rekstrinum náðarhöggið með því
að hamla því að teknir yrðu inn nýir
vistmenn í stað þeirra sem hurfu á
braut. Þannig hafi ráðherrann svelt
reksturinn.
Sandkorn
TryggVAgöTu 11, 101 rEykJAVÍk
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Oft er það þannig að fólkið sem skilur eftir sig sviðn-ustu jörðina fær mestu upp-
skeruna. Í vikunni var Anna Skúla-
dóttir, fjármálastjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, rekin frá störfum. Þeir
sem til þekkja vita að vandi Orku-
veitu Reykjavíkur er einmitt gríð-
arlegur þegar kemur að fjármál-
um hennar. Og þeir sem enn betur
þekkja til muna að Anna hafði
kríað 7 milljóna króna Benz-jeppa
út úr almannafyrirtækinu í fyrra, á
sama ári og undirbúnar voru gríð-
arlegar gjaldskrárhækkanir á okk-
ur eigendurna.
Anna er kvödd með kossi; 14,4 milljóna króna kossi, nánar til tekið. Það vill
nefnilega þannig til að alveg eins
og hún hafði í starfi fjármálastjóra
náð að færa lykla af Benz-jeppa í
eigin vasa, hafði hún öðlast mán-
aðarlaun upp á 1,6 milljónir króna.
Ofan á það hafði hún fengið 9
mánaða uppsagnarfrest, sem er
200% lengri en aðrir launamenn fá.
Auðvitað stóð Anna fjármála-stjóri ekki ein að málum í Orkuveitunni. Það er lenska
að vísa ábyrgð yfir á aðra, þannig
að hún getur gert það. Auk þess
segir einhver í svona tilfellum að
Anna hafi þurft umbun fyrir að
bera slíka ábyrgð (sem hún stóð
ekki undir). Svo er í tísku að segja
að andrúmsloftið hafi verið svona
lúxus- og óhófsmiðað, þannig að
fólk sukkaði ósjálfrátt. En það var
2007, ekki í fyrra!
Og hver voru viðbrögð Önnu þegar hún skilaði loksins lúxusjeppanum? Hún
sendi bréf á samstarfsmenn sína
og kvartaði yfir umræðunni um
málið. Í því felst auðvitað að ef
enginn hefði sagt neitt hefði hún
varla skilað jeppanum. Hún hefði
haldið áfram að horfa upp á sömu
hörmungartölur í bókhaldinu og
verðlaunað sjálfa sig á kostnað
þess, með oggulitlum mínusum,
sem hún sendir svo í umslagi til
alþýðunnar.
Það er í tísku hjá leiðtogum landsins að tala um bjarta framtíð vegna mikilla auð-
linda okkar Íslendinga. Þá helst er
það fiskurinn, orkan og mannauð-
urinn. Líklega eru leiðtogarnir að
meina þetta, en þeir eru aðal-
lega að tala um sína eigin björtu
framtíð. Enda tala þeir um okkur
sem auðlind, eins og hverja aðra
borholu. Einhvern veginn verður
útkoman alltaf sú að þeir sem fá
hæstu launin veðsetja auðlindirn-
ar og senda reikninginn á mann-
auðinn. Enda er greiðsluviljinn
auðlind út af fyrir sig; sú dýrmæt-
asta sem jeppafólk hjá hinu opin-
bera eða í fjármálageiranum hefur
komist í tæri við. Ætli það sé eitt-
hvað í kalda vatninu?
Svarthöfði
Fjármálastjórinn
og við