Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 26. janúar 2011
„Stjórnlagaþingið verður“
Forsætisráðherra í þröng „Íhaldið er órólegt því það er skíthrætt við stjórnlagaþing,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á
Alþingi í gær. Mynd róbert reynisson
Þannig var
stjórnlagaþing
ógilt
Úrskurður Hæstaréttar um að ógilda
kosningar til stjórnlagaþings er byggður
á sex atriðum, eða annmörkum, eins og
segir í úrskurði. Samkvæmt rökstuðn-
ingi Hæstaréttar eru annmarkarnir
eftirtaldir:
1 Kjörseðlar voru merktir númerum og því hægt að rekja þá til tiltekinna kjósenda. „Verður að telja að
ákvörðun um að haga númeramerkingu
seðlanna [...] hafi farið í bága við
lokaákvæði 4. gr. laga nr. 90/2010 um
leynilegar kosningar.“
2 Hæstiréttur mat það svo að þau pappaskilrúm sem notuð voru í kosningu til stjórnlagaþings geti
ekki talist sem kjörklefar. „[Þ]ar sem þau
afmarka ekki það rými sem kjósanda er
eftirlátið til að kjósa í með þeim hætti
að kjósandi sé þar í einrúmi. Þá uppfyllti
þessi umbúnaður heldur ekki það
skilyrði að þar mætti greiða atkvæði án
þess að aðrir gætu séð hvernig kjósandi
kaus.“
3 Kjörseðla mátti ekki brjóta saman. „Regla í 85. gr. laga nr. 24/2000 um að kjósandi skuli
brjóta seðilinn saman áður en hann
leggur seðilinn í kjörkassann hefur það
markmið að tryggja rétt og skyldu kjós-
anda til leyndar um það hvernig hann
ver atkvæði sínu. Ekki er í 10. gr. laga
nr. 90/2010 [laga um stjórnlagaþing]
vikið berum orðum frá þessari reglu svo
einfalt sem það hefði verið ef vilji hefði
staðið til þess við setningu laganna.“
4 Ekki var hægt að læsa kjörköss-um. „Þeir kjörkassar sem notaðir voru við kosningar til stjórnlaga-
þings uppfylltu ekki skilyrði [...] um að
unnt væri að læsa þeim.“
5 Talning atkvæða fór ekki fram fyrir opnum dyrum. „Bar landskjörstjórn [...] að leyfa
aðgang að húsnæði því þar sem talning
fór fram eftir nánari ákvörðun sinni þar
sem haldið var uppi reglu og öryggi og
aðgangur veittur eftir því sem húsrúm
leyfði. Verður að telja það annmarka á
framkvæmd talningar við kosningar til
stjórnlagaþings að hún hafi ekki farið
fram fyrir opnum dyrum.“
6 Frambjóðendur höfðu ekki á umboðsmanni/fulltrúa á að skipa við talningu. „[G]agnsæi [á] að
ríkja við talningu atkvæða. Skal í því
sambandi áréttað að ekki er nóg að rétt
sé talið ef ekki ríkir traust um að þannig
hafi verið að verki staðið. Samkvæmt
upplýsingum frá landskjörstjórn kom
upp vafi við rafrænan lestur kjörseðla
þannig að taka þurfti sérstaka ákvörðun
um hvernig skilja bæri skrift kjósenda á
tölustöfum 13 til 15% allra kjörseðla. Af
þessum sökum var sérstök þörf á nær-
veru fulltrúa við talninguna, sem ætlað
var að gæta réttar frambjóðenda.“
ómar ragnarsson:
Menn flýttu
sér of mikið
„Þetta er mjög dapurleg niðurstaða en ég
var viðbúinn henni,“ segir Ómar Ragnarsson
sem kjörinn var á stjórnlagaþing í haust.
Hæstiréttur hefur ákveðið að kosningin hafi
verið ólögleg.
„Það merkilega er að ég var alveg viðbúinn
þessari niðurstöðu eins og hinni, þó að ég
telji hana ranga,“ segir Ómar. Aðspurður
hvers vegna hann hafi allt eins búist við
þessari niðurstöðu segir hann: „Það er út af
mínum bakgrunni sem atvinnuflugmaður.
Þegar möguleikarnir eru fleiri en einn verður
að gera ráð fyrir þeim öllum og möguleik-
arnir voru einfaldega fleiri en einn.“
Ómar gagnrýnir undirbúning stjórnlaga-
þingsins og segir að menn hafi verið að flýta
sér allt of mikið. „Þetta kennir okkur það að
það er ekkert flýtisverk að setja landinu nýja
stjórnarskrá. Innifalið í því er undirbúning-
urinn og aðdragandinn. Menn voru allt of
mikið að flýta sér að koma þessu á koppinn.
Undirbúningurinn þurfti líka góðan tíma
og satt að segja fannst mér vera búið að
stytta þingtímann of mikið,“ segir Ómar og
bætir við að stjórnarskráin eigi að standa
til langs tíma, vera einföld og skýr og öllum
auðskiljanleg.
Ástrós Gunnlaugsdóttir stjórn-lagaþingmaður er ein þeirra sem keypti auglýsingar í kosn-
ingabaráttunni til stjórnlagaþings.
Hún hefur lýst því yfir að hún hafi
notað sparifé sitt til þess að kynna
sig. Í frambjóðendagrein á stjórn-
lagaþingsvef dv.is sagði hún frá því að
hún greiddi kostnaðinn við framboð-
ið úr eigin vasa. „Ég hef safnað í sjóð
síðan ég var 12 ára gömul vitandi að
einhvern tímann myndi þessi sjóður
gagnast mér til að uppfylla drauma
mína og vonir,“ skrifaði Ástrós.
Spurð um viðbrögð við ákvörð-
un Hæstaréttar um að ógilda kosn-
ingu til stjórnlagaþings, segir Ástrós:
„Fyrstu viðbrögð eru gríðarleg von-
brigði. Þetta er eins og myndarlegt
kjaftshögg í andlitið. Þetta er mikið
svekkelsi, en ég skil grundvöll dóms-
ins í Hæstarétti.“
Aðspurð hvort komi til greina að
krefja ríkið um skaðabætur í ljósi
þess að hún lagði út í kostnað fyrir
kosningu sem var ógild, segir hún:
„Ég hugsa að ég muni leita míns rétt-
ar ef svona fer og ef ekkert verður
gripið inn í. Þá auðvitað athuga ég
leiðir til að sækja minn rétt, það er al-
veg á hreinu.“
Ástrós, sem er ófrísk, hafði gert
ráðstafanir fyrir þá mánuði sem
stjórnlagaþingið átti að starfa. „Ég
var búin að taka frí frá námi og ég
á von á barni í sumar. Ég held að
það ráði enginn ólétta konu í vinnu,
þannig að þetta er allt í uppnámi svo
vægt sé til orða tekið. Maður veit ekki
alveg hvað maður á að halda. Lífið er
í dálítið lausu lofti í augnablikinu. Ég
veit ekki hvort maður eigi að leyfa sér
að vona það besta. Þetta er mjög leið-
inlegt.“
valgeir@dv.is
Ástrós stjórnlagaþingmaður er ófrísk og íhugar að sækja rétt sinn:
ófrísk og lífið í lausu lofti