Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Miðvikudagur 26. janúar 2011
S
íðustu áratugi hefur líkams-
þyngd Íslendinga aukist jafnt
og þétt. Æ fleiri konur, karlar og
börn flokkast of feit samkvæmt
stöðlum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, WHO.
„Hér er síður en svo um séríslenskt
fyrirbæri að ræða, svipaða sögu má
víða segja, jafnvel í löndum þar sem
næringarskortur er alvarlegt heilbrigð-
isvandamál meðal þeirra lægst settu,“
segir doktor Laufey Steingrímsdóttir,
prófessor á Rannsóknastofu í næring-
arfræði á Landspítala og við Matvæla-
og næringarfræðideild HÍ.
Djúp gjá sem dýpkar
Laufey bendir á að meðan margir
þyngist sé fræðsla og hvatning um
holla lífshætti á hverju strái og þrýst-
ingur umhverfisins á grannan og stælt-
an líkama meiri en nokkru sinni fyrr.
„Auglýsingar á heilsuvörum og fram-
boð á líkamsrækt fylla síður blaða,
sem gjarnan eru prýddar myndum af
vöðvastæltu og tággrönnu fólki. Aldrei
hefur verið svo djúp gjá milli staðalí-
mynda og raunverulegrar líkamsbygg-
ingar alls almennings og einmitt nú og
staðalímyndirnar verða sífellt grennri,“
segir Laufey.
Jákvæðar fréttir úr skólunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir
of fituna vera heimsfaraldur og ótal
rannsóknir eru gerðar á heilsufarsleg-
um afleiðingum, fylgikvillum og með-
ferð og leiða leitað til þess að sporna
við þróuninni. Laufey segir að þrátt
fyrir þessar ríku áherslur aukist þyngd-
in enn um allan heim.
Þó berast jákvæð-
ar fréttir meðal ann-
ars úr skólaheilsu-
gæslunni í Reykjavík
sem gefa vísbending-
ar um breytta þróun
en hlutfall barna í yf-
irþyngd hefur ekki
hækkað allra síðustu
ár heldur virðist frek-
ar hafa lækkað.
Laufey segir að
hugsanlega sé aukin
áhersla á holla lífs-
hætti barna, góðan
mat og næga hreyf-
ingu að hafa þarna áhrif.
„Í skólunum hefur áherslan sem
betur fer verið á heilsusamlega lífs-
hætti frekar en líkamsþyngdina sem
slíka. Eilíft tal um líkamsþyngd veldur
kvíða þeirra sem eru mjög þungir og
elur á ranghugmyndum hinna grönnu
um eðlilega líkamsþyngd – getur jafn-
vel leitt til megrunaráráttu.“
Hollur matur fyrir alla
Laufey bendir á að þótt fræðsla skipti
sannarlega máli hvað varðar heilsu-
samlegt mataræði eða hreyfingu, þá
hafi hún takmarkað gildi varðandi
þyngdina eina og sér. Fólk sem er of
þungt veit til dæmis yfirleitt mæta vel
hvar kaloríurnar er að finna. Hins veg-
ar benda flestar rannsóknir til þess að
umhverfi fólks, meðal annars skipulag
borga og bæja, og aðgengi og fram-
boð á matvörum hafi áhrif á heilsu og
líkamsþyngd íbúanna. Þegar ódýrar,
orkuríkar en að öðru leyti næringar-
snauðar matvörur eru ævinlega inn-
an seilingar, en holla varan er dýrari
og fjarlægari, þá er ekki að sökum að
spyrja hvað verði oftast fyrir valinu,“
segir Laufey. „Það eru væntanlega
breytingar á þessum þáttum undan-
farna áratugi sem hafa haft hvað mest
áhrif á þróun líkamsþyngdar bæði hér
heima og um víða veröld. Ég held að
það sé tími til kominn að kanna og
ræða alvarlega möguleika á að snúa
þessari þróun við á einhvern hátt. Það
ætti enginn að þurfa að fara á mis við
hollar matvörur vegna þess að verðið
sé of hátt.“
Kyrrsetan hættuleg
„Svo má ekki gleyma hreyfingunni,“
segir Laufey og bendir á að Íslending-
ar noti einkabílinn hvað mest í ver-
öldinni. „Kyrrsetan fer afar illa með
líkamann. Margir bæta að vísu upp
kyrrsetuna með því að fara í ræktina
eða stunda holla líkamsrækt en það
hafa því miður alls ekki allir aðstæður
til þess. Daglega hreyfingin hefur svo
mikið að segja og hún hefur að miklu
leyti horfið úr lífi margra. Það skiptir
máli að börnin fái að ærslast og leika
sér, það er þeim ekki eðlilegt að sitja
heilu og hálfu dagana á skólabekk og
koma síðan heim til að vera fyrir fram-
an tölvuskjá. Þau þurfa að fá að hlaupa
og reyna á skrokkinn.“
Berst gegn fordómum
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur hef-
ur lengi talað fyrir því í umræðu um
heilbrigði og holdafar að mikilvægt sé
að forðast að ala á megrunaráráttu og
fordómum gagnvart feitu fólki. Sigrún
kom opinberlega fram fyrir nokkrum
árum og sagði frá því að sjálf hefði hún
verið þéttvaxin um tíma sem barn og
fundið harkalega fyrir neikvæðum við-
horfum sem ýttu undir sjálfsóánægju
og skömm. Í kjölfarið barðist hún við
átröskun á unglingsárunum en eftir
að hafa fætt sitt fyrsta barn ákvað hún
að bylta hugarfari sínu og annarra. Á
þessum grunni setti Sigrún af stað átak
sem beindist að samfélagsviðhorfum í
tengslum við holdafar. Blogg Sigrúnar
undir heitinu Líkamsvirðing á Eyjunni
nýtur mikilla vinsælda en þar birtir
hún pistla sína um málefni tengd heil-
brigði og holdafari.
Lausnin er vandamálið og öfugt
Sigrún segir þessar öfgaáherslur og
gjána milli staðalímynda og raun-
verulegrar líkamsbyggingar langt því
frá nýja sögu. „Alla síðustu öld hef-
ur baráttan fyrir grönnum vexti ver-
ið þrotlaus. Hún stendur enn og hef-
ur litlu skilað,“ segir Sigrún. „Það er
rétt að við höfum fitnað en við vitum
í raun og veru ekki fyllilega af hverju.
Það er heilmargt sem þarf að kanna í
því samhengi. Einblínt hefur verið á
mataræði og hreyfingu en margt ann-
að gæti einnig kom-
ið til greina, til dæm-
is meiri kynding í
heimahúsum, auka-
efni í mat og snyrti-
vörum, streita, minni
svefn og jafnvel megr-
unartilburðirnir sjálfir
en líkamsþyngd hef-
ur aukist jafnt og þétt
samhliða þrá okkar til
að grennast. Lausnin
er því ekki fundin og
megrun virkar ekki,“
segir hún. „Hún skilar
engu til lengri tíma af
því flestir þyngjast aft-
ur. Stundum endar fólk meira að segja
enn þyngra en það var fyrir megrun af
því líkaminn vill birgja sig upp til að
eiga forða fyrir næstu megrun. Þannig
er lausnin orðin að vandamálinu og
erfiður vítahringur farinn í gang.“
Ættum að vinna gegn vansæld
Hún segir heillavænlegra að hafa
áherslurnar aðrar: „Kannski við ættum
að einbeita okkur að því að hugsa um
heilsu og velferð óháð öllum ytri mæli-
kvörðum og staðalmyndum? Að læra
að elska okkur sjálf og aðra og umfram
allt krefjast virðingar sama hvernig við
lítum út? Lífið snýst um allt annað og
meira en fituprósentu og kílóatölu og
við ættum að vinna gegn þeirri óham-
ingju og vansæld sem fylgir megrun-
armenningunni í stað þess að fylgja
henni í blindni.“
Fólk er mismunandi
Sigrún vill opna augu samferðamanna
sinna fyrir því að fólk sé mismunandi
og eigi rétt á að líða vel í eigin skinni.
„Við verðum að opna augun fyr-
ir því að fólk er mismunandi. Jafnvel
þótt allir lifðu fullkomlega heilbrigðu
lífi myndi fólk samt vera mismunandi
vaxið, þótt eflaust væri minna um öfg-
ar. Ég vil að fólk hafi frelsi til að vera
eins og það er og lifa góðu lífi í þeim
líkama sem því var gefinn í stað þess
að vera fangar í eigin skinni. Það er
mannréttindamál.“ Sigrún hefur rætt
um þetta á bloggsíðu sinni þar sem
hún segir: „Ég trúi því að við höfum
öll okkar náttúrulegu kjörþyngd sem
er einstaklingsbundin og því mismun-
andi fyrir hvern og einn. Ég hef fulla
trú á því að fólki geti verið eðlislægt að
vera bæði undir og yfir þessum mörk-
um sem við köllum kjörþyngd.“
Sigrún spyr: Eru þá allir í sinni nátt-
úrulegu kjörþyngd? og segir svarið
langt því frá. „Margir eru ýmist þyngri
eða léttari en þeim er eðlislægt að vera
af því þeir hafa tileinkað sér óheppi-
legar lífsvenjur. Það er einmitt málið
og á það eigum við að leggja áherslu.
Að tala um rétt og rangt holdafar er að
tala í kringum það sem raunverulega
þarf að huga að: Hegðun.
Það hefur enga þýðingu að hamra
á því að offita sé slæm og láta fólki líða
ömurlega í eigin líkama. Það er til fullt
af fólki sem fellur utan kjörþyngdar
án þess að lifa óheilbrigðu lífi. Hvers
vegna skyldum við dæma það fólk
og hafa fordóma gagnvart því? Og af
hverju skyldum við horfa fram hjá
þeim sem eru í „réttri“ þyngd en eru
samt að fara illa með líkama sinn?“
Grannt fólk er ekki endilega
heilbrigt
Sigrún bendir á að vandinn sé lúmsk-
ari en margir átti sig á. Grannt fólk lifi
oft í blekkingu hvað varðar eigin heilsu
vegna skilaboða samfélagsins um að
grannir einstaklingar séu heilbrigðir
einstaklingar. „Ég legg
áherslu á að óholl-
ar lífsvenjur eru al-
veg jafn óheilbrigðar
hvort sem grönn eða
feit manneskja á í
hlut. Það er ekki hægt
að ganga út frá því að
grannur vöxtur veiti
vernd frá vanheilsu ef
lífsvenjurnar eru slæmar.“
En hver er lausnin?
„Að mínu mati felst lausnin í því að
leggja áherslu á heilsu og hamingju en
ekki líkamsþyngd sem slíka. Þyngd er
útkoma margra samverkandi þátta en
við höfum ekki stjórn á nema sum-
um þeirra. Það að ætla að stjórna ein-
hverju sem við höfum litla stjórn á er
ávísun á pirring, vanlíðan og tilgangs-
lausa baráttu. Við getum valið að
borða næringarríkan mat, hreyft okk-
ur reglulega, hvílt okkur vel og unn-
ið gegn streitu og við það öðlumst við
sannarlega betra líf en það er ekki þar
með sagt að við verðum mjó. Við verð-
um að læra að lifa í þeim líkama sem
við eigum núna. Á bloggsíðunni sinni
segir Sigrún að lokum:
„Við eigum að taka mið af því sem
rannsóknir hafa kennt okkur um ár-
angur megrunar og setja markið á eðli-
legar, heilbrigðar lífsvenjur sem hægt
er að halda út ævina. Síðan eigum að
vinna að því að þróa samfélagið í þá átt
að öllum manneskjum sé gert kleift að
þykja vænt um líkama sinn og finnast
þess virði að hugsa um hann af virð-
ingu og alúð.“
Ungt fólk í hættu
Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri
líkamsræktar hjá Baðhúsinu, fagnar
því að það sé almennt viðurkennt að
gjáin milli staðalímynda og raunveru-
legrar líkamsbyggingar sé vandi sem
þurfi að ráðast að jafnt sem offitu.
„Það þarf fyrst að viðurkenna vand-
ann til þess að hægt sé að vinna í af-
gerandi úrlausnum. Ég held að þetta
séu margir þættir sem spila þarna inn
í. Ungt fólk er í mestri
hættu varðandi stað-
alímyndir og þar er
fræðsla mjög mikil-
væg. Það eru ekki all-
ar fyrirmyndir spenn-
andi hjá ungu fólki
í dag. Jafnframt er
mikilvægt að fólk eigi
samtal við sjálft sig:
„Hvað er það sem ég raunverulega
vil fyrir mig?“ Við stjórnum því sjálf
hverju við leyfum að hafa áhrif á okk-
ur.“
Fræðsla mikilvæg
Kristjana telur framtíðarsýnina felast
í því að halda uppi góðri fræðslu frá
unga aldri. „Það þarf að kenna gott
mataræði og reglulega hreyfingu fyrir
alla aldurshópa. Við þurfum að hreyfa
okkur minnst hálftíma á dag og það
þarf að styðja við það, til dæmis í skól-
um og á vinnustöðum. Það hafa ver-
ið tekin mörg góð skref í þessa átt þar
sem vinnuveitendur styðja við starfs-
fólkið varðandi hollt mataræði og
hreyfingu.“
Kristjana tekur undir með Lauf-
eyju og Sigrúnu sem telja fólk mjög
misjafnlega uppfrætt og gildi holls
mataræðis. „Unga fólkið er líka mjög
misjafnlega statt með mataræði sitt
og þar þarf heldur betur að halda vel
á fræðslunni.“
„Aldrei hefur
verið svo djúp
gjá milli staðalímynda
og raunverulegrar lík-
amsbyggingar alls al-
mennings og einmitt
nú og staðalímyndirn-
ar verða sífellt grennri.
„Það þarf fyrst
að viðurkenna
vandann til þess að
hægt sé að vinna í
afgerandi úrlausnum.Fangar
í eigin skinni „Alla síðustu öld hefur bar-áttan fyrir grönnum vexti verið þrotlaus. Hún stendur enn og hefur litlu skilað.
Ungt fólk viðkvæmt Kristjana
Þorgeirsdóttir hjá Baðhúsinu segir
ungt fólk viðkvæmara en það
eldra fyrir þrýstingi um að falla í
ákveðið mót.
Staðalímyndir verða
æ grennri Laufey segir
gjána milli staðalímynda
og raunverulegrar
líkamsbyggingar aldrei
hafa verið dýpri.