Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur
Sæþór Þorbergsson bjargaði vini sínum:
Hjartastopp
í ræktinni
Borghildur bjargaði lífi föður síns:
Ógleymanleg
afmælisgjöf
„Sonur minn væri ekki hér ef slysið
hefði átt sér stað á einhverjum öðr-
um tíma sólarhringsins eða á öðrum
árstíma. Það var guðsmildi að traffík-
in var svona mikil.“ Þetta segir Ólafur
Guðnason sem á föstudag var valinn
skyndihjálparmaður ársins 2010 af
Rauða krossinum. Verðlaunin voru
afhent á föstudag og fengu sex aðr-
ir einstaklingar viðurkenningar fyrir
að bjarga mannslífum á síðasta ári.
Ólafur bjargaði lífi sonar síns, Ólafs
Diðriks, þann 27. júní síðastliðinn en
feðgarnir voru á leið keyrandi frá Ak-
ureyri til Seyðisfjarðar þar sem þeir
búa þegar ógæfan dundi yfir.
Sofnaði undir stýri
Veðrið var gott þetta eftirmiðdegi;
sólin skein og aðstæður til aksturs
voru eins og best verður á kosið. Ól-
afur Diðrik var undir stýri en faðir
hans sofandi við hliðina á honum í
farþegasætinu. Þreytan virðist hafa
sótt stíft að Ólafi Diðriki því hann
dottaði undir stýri með þeim afleið-
ingum að hann missti stjórn á bif-
reiðinni. „Hann hefur greinilega
sofnað undir stýri blessaður. Þetta
var líklega í fyrsta skipti sem ég sofna
í bíl á ævinni,“ segir Ólafur Guðnason
þegar hann er beðinn um að lýsa því
hvernig slysið gerðist. Atvikið átti sér
stað á Háreksstaðaleið á Jökuldals-
heiði og voru þeir feðgar því komnir
langt á veg þegar slysið átti sér stað.
Fór nokkrar veltur
Ólafur lýsir því í samtali við DV að
hann hafi vaknað um það leyti sem
bíllinn var farinn að rása til úti við
vegkantinn. „Hann náði bílnum aft-
ur upp á veginn en þá snýst hann og
tekur einhver loftköst áður en hann
endar fyrir utan veg – á hjólunum
sem betur fer,“ segir Ólafur og bætir
við að hann hafi ekki hugmynd um
hversu margar veltur bíllinn fór. Þær
hafi þó verið nokkrar. Ólafur slapp
sem betur fer án mikilla meiðsla en
getur ekki sagt til um hvort hann hafi
rotast í veltunni. „Ég var marinn hér
og þar og handarbakið á mér var illa
farið. Það var nú bara smámál,“ seg-
ir hann en það sama verður ekki sagt
um son hans sem slasaðist töluvert í
veltunni.
Fossblæddi úr höfðinu
Ólafur segir að hann hafi strax átt-
að sig á því að sonur hans væri
meðvitundarlaus í bílflakinu og
þyrfti nauðsynlega á aðhlynningu
að halda. Handleggurinn lá út um
gluggann á bílnum og á höfðinu
voru fjölmargir skurðir. „Ég náði
að skríða út úr bílflakinu og í þann
mund kemur vegfarandi að slysinu
og hringir á Neyðarlínuna. Ég ítrek-
aði við hann að strákurinn væri stór-
slasaður og væri fastur í bílnum. Ég
sagði við hann að það þyrfti klipp-
ur til að ná honum út. Meðan við
biðum eftir sjúkrabíl snérist allt um
það að stöðva blæðingar hjá hon-
um,“ segir Ólafur en það fossblæddi
úr hnakka Ólafs Diðriks. „Ég hafði
misst af mér gleraugun þannig að
ég sá ekki rassgat. Þau fundust samt
fljótlega kengbogin og skökk þannig
að ég fór að sjá eitthvað,“ segir hann
og bætir við að hann hafi fengið
handklæði sem hann notaði til að
þrýsta á sárið sem blæddi úr. Þá hafi
hann notið góðrar aðstoðar vegfar-
enda sem komu að slysinu. Um 40
mínútur liðu áður en sjúkrabíll kom
á vettvang en þann tíma nýtti Ólafur
til að tala við son sinn og halda hon-
um rólegum.
Mikil umferð
„Ég kom ekki einn að þessu í sjálfu
sér þó ég hafi kannski séð um fram-
kvæmdina. Það var mjög gott fólk
þarna sem lagði hönd á plóginn.“ Ól-
afur ítrekar að ef slysið hefði gerst á
öðrum tíma sólarhringsins eða jafn-
vel á öðrum árstíma hefðu örlögin
orðið önnur. „Ég hafði einmitt orð á
því við strákinn, rétt áður en ég sofn-
aði, að þetta væri eins og að keyra
Laugaveginn því traffíkin var svo
mikil. Maður er vanur því að keyra
þessa leið og jafnvel mæta engum
bílum frá Egilsstöðum og alla leið að
afleggjaranum hjá Húsavík. Það er
það sem bjargaði málunum. Ef þetta
hefði gerst að nóttu til hefði fjandinn
verið laus.“
Passaðu þig á þreytunni
Ólafur segir lærdóminn sem draga
má af slíkum slysum vera þann að
fólk eigi ekki að fara af stað dauð-
þreytt þegar keyra á um langan
veg. „Við höfum alltaf þann háttinn
á að skiptast á að keyra og stoppa
á vissum stöðum. Við vorum báð-
ir þreyttir og það er ein viðvörunin
sem maður þarf að koma á fram-
færi. Að fólk sé ekki dauðþreytt
þegar keyra þarf langa vegalengd.“
Auk þess þakkar Ólafur fyr-
ir það að hafa lært skyndihjálp en
hann hefur lengst af starfað sem
sjómaður og því margoft farið á
skyndihjálparnámskeið. „Ég lærði
skyndihjálp í Sjómannaskólanum
og svo er maður búinn að fara á
mörg skyndihjálparnámskeið hjá
Slysavarnarskóla sjómanna. Mað-
ur er alltaf þar í þjálfun, lágmark á
fimm ára fresti og jafnvel oftar. Þeir
eiga heiður skilinn fyrir það sem
þeir eru að kenna mönnum.“
Ólafur Diðrik var fluttur á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum og síð-
an til Reykjavíkur. Í ljós kom að
hann var með brákaða höfuðkúpu
og brákaða háls- og hryggjarliði.
Telja læknar að það gangi krafta-
verki næst að Ólafur Diðrik skyldi
ekki hafa slasast meira, jafnvel
lamast.
n Ólafur Guðnason bjargaði lífi son-
ar síns eftir óhugnanlegt bílslys n
Fastur í bílnum meðan fossblæddi
úr höfðinu n Aldrei að leggja af stað
þreyttur n Rauði krossinn verðlaun-
ar skyndihjálparfólk ársins
KRAFTAVERK
AÐ HANN SKYLDI
EKKI LAMAST
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Ef þetta hefði
gerst að nóttu til
hefði fjandinn verið laus.
Hetja Ólafur Guðnason
bjargaði lífi sonar síns,
Ólafs Diðriks, þann 27.
júní síðastliðinn. Mikil
mildi þykir að ekki hafi
farið verr.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Það var venjulegur dagur í ræktinni hjá Sæþóri Þor-bergssyni þegar hann,
ásamt eiginkonu sinni Steinunni
Helgadóttur einkaþjálfara, tók eft-
ir því að maður sem var á hlaupa-
bretti fór að haga sér undarlega.
„Við vorum nýbúin að hita upp
og vorum að fara að byrja þeg-
ar við tókum eftir því að hann var
farinn að bera sig undarlega. Svo
allt í einu stekkur hann til hliðar
við brettið og fer að kalla í okkur,
með fremur undarlegum hætti. Þá
stukkum við til til að athuga hvort
það væri í lagi með hann en þá var
hann alveg kominn í „blackout.“
Þá var hann kominn í hjartastopp,“
segir Sæþór. „Við vorum fljót að
átta okkur á því hvað var að og hóf-
um lífgunartilraunir ásamt öðrum
sem voru þarna. Það var bara að
pumpa og halda í honum lífi þang-
að til lögreglan kom þarna með
hjartastuðtæki. Við tengdum það
við hann og gáfum honum nokk-
ur stuð og komum honum í gang
áður en sjúkrabíllinn kom þarna.
Það gekk mjög vel og hann var
bara mjög heppinn að hafa ekki
fengið að stoppa í raun og veru.“
Sæþór hefur farið á nokkur
námskeið í skyndihjálp en hann
er í slökkviliðinu á Stykkishólmi.
„Fólk verður bara að átta sig á því
að þetta er sáraeinfalt sem þarf
að gerast. Þetta er náttúrulega
bara að halda öndunarveginum
opnum, að blása í og halda blóð-
streyminu. Þetta er engin stórkost-
leg eðlisfræði, það þarf bara að
gera þetta sama þótt það sé ekki
100 prósent rétt.“
„Þetta var fyrsta mannslíf-
ið þarna en svo reyndar mánuði
seinna lentum við slökkviliðið í
að fara í útkall þar sem ég þurfti
að fara inn og sækja mann,“ segir
hann aðspurður hvort þetta hafi
verið fyrsta mannslífið sem hann
hefur bjargað. „Það er gríðarleg
góð tilfinning að hafa getað að-
stoðað þessa tvo.“
Sæþór og eiginkona hans eru
búsett í Stykkishólmi en þar þekkj-
ast flestir. „Það er kannski það ein-
kennilega við þetta fyrir okkur
svona úti á landi, þetta er svo lít-
ið samfélag, að við þekkjum alltaf
þá sem við þurfum að eiga við ef
við lendum í þessu. Þetta er allt-
af mjög persónulegt,“ segir Sæþór
sem þekkir báða aðilana sem hann
hefur bjargað. adalsteinn@dv.is
Þetta var nú kannski ekki hetjudáð, þetta er bara eitthvað sem maður ger-
ir,“ segir Borghildur Sverrisdótt-
ir úr Hafnarfirði sem brást hárrétt
við þegar kjötbiti stóð fastur í hálsi
föður hennar þegar hann hélt upp
á afmælið sitt. „Þetta gerðist í sjö-
tugsafmæli föður míns í júlí síðast-
liðnum. Við vorum í sumarbústað
öll fjölskyldan, allir voru sestir til
að borða þennan fína veislumat og
ég er eitthvað inni í eldhúsi þeg-
ar ég heyri að það stendur svona
svakalega í föður mínum. Ég heyri
svona búkhljóð, kem fram og sé að
hann er að reyna sjálfur að anda
og ná bitanum upp úr sér en getur
það ekki. Þannig að ég bregst við
án þess að hugsa.“
Faðir Borghildar sat innarlega
í bústaðnum þar sem um 15–20
manns voru samankomnir til að
fagna stórafmælinu. „Þannig að ég
þurfti að ýta frá nokkrum borðum
og líka fólki til að komast að hon-
um. Ég stekk aftan á hann og byrja
að beita Heimlich-takinu.“
Borghildur segir að það hafi
tekið nokkurn tíma og mörg tök
til að losa um bitann. Hún fann
hvernig faðir hennar var orðinn
máttvana en loks hrökk bitinn upp
úr honum. Faðir hennar náði sér
strax um kvöldið að sögn Borg-
hildar sem segist vel geta trúað því
að þetta hafi verið kærkomin af-
mælisgjöf. „Þetta gleymist seint.“
Aðspurð hvort hún hafi hlot-
ið einhverja þjálfun í skyndihjálp
segir Borghildur að hún sé einka-
þjálfari og skyndihjálp sé því nokk-
uð sem hún þurfi að huga að vinn-
unnar vegna. „Þetta er því kannski
innstimplað í mann að vera á
varðbergi.“
Svo fór að vinkona hennar til-
nefndi hana til verðlaunanna
sem Rauði krossinn veitti henni
og hún kveðst hafa verið orðlaus
þegar hringt var í hana. „Ég er afar
stolt þó maður sé ekki mikið að
flagga þessu því þetta var bara eitt-
hvað sem maður gerði án þess að
hugsa.“
mikael@dv.is
Ekki eina mannslífið Aðeins mánuði eftir að Sæþór bjargaði mannslífi í fyrsta
skipti bjargaði hann öðru. Á myndinni er hann ásamt eiginkonu sinni, Steinunni.
MYND FACEBOOK / STEINUNN HELGADÓTTIR
Frábær afmælisgöf Borghildur
segist vel geta trúað því að þetta hafi
verið kærkomin afmælisgjöf. „Þetta
gleymist seint.“ MYND JÓHANN BJ.